Morgunblaðið - 07.07.1984, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984
Kaupmannahöfn:
Föt íslenzku nem-
anna vöktu athygli
JónNhúsi, 25. júní.
FYRSTA námsári hins nýstofnaða tízkuskóla, Köbenhavns Mode og Design
Skole, lauk með glæsilegri sýningu í síðustu viku. Meðal 14 nemenda
skólans eru 3 íslenskar stúlkur, sem ekki létu sitt eftir liggja og var sérstak-
lega hrósað fyrir frammistöðuna. Heita þ»r Ingibjörg Olafsdóttir, Unnur
Kristjánsdóttir og Þórdís Kristleifsdóttir.
Tízku- og hönnunarskólinn er til
húsa í Gothersgötu 175 og sagði
skólastjórinn, Marianne Duch-
waider sig lengi hafa dreymt um
að koma á fót slíkum skóla, og er
húsnæðið, sem hentaði, reyndist
fáanlegt sl. haust, drifið sig í að
stofna skólann. Hún var áður
kennari við Margarethe-skólann,
sem frá hefur verið sagt í pistlum
undirritaðrar, og er annar sam-
kennari hennar einnig þaðan, en
hinn hefur numið í Herning. Nem-
endur munu útskrifast eftir annað
námsár og sagðist skólastjórinn
varla hafa þorað að halda sýningu
eftir aðeins eins árs nám, en nem-
endur sótt það fast og verið dug-
legir. Grundvallarfög í vetur voru
snið, teikning og saumatækni, en
klæðskerasaumur bíður næsta
vetrar. Nemendur greiða sjálfir
allan kostnað og eru efniskaup ár-
eiðanlega dýr liður, svo afkasta-
miklar sem stúlkurnar 14 voru.
Á sýningunni i húsnæði skólans
bauð Marianne Duchwaider gesti
velkomna. Flestir nemendur
sýndu sjálfir fatnað sinn og komu
fram sem æfðar sýningarstúlkur,
en fáeinar fengu dyggilega aðstoð
samlanda og eiginmanna m.a.
sýndi hver frá 5 og upp í 10 al-
klæðnaði, sportfatnað margskon-
ar, jakka, frakka, dragtir og sam-
kvæmisklæðnað. Mikil hug-
kvæmni var greinileg, sterkir litir
og ýmiss konar skrýtin uppátæki.
Var skólastjórinn sammála því, að
þær Ingibjörg, Unnur og Þórdís
væru bæði djarfar og sterkar í
hönnun og hugmyndum. Hafa þær
líka fengið tilboð í fatnað sinn.
Eins og fram kom m.a. í Berl-
ingske Tidende vakti tískusýning
hins unga skóla töluverða athygli.
Og nefna má nokkrar flíkur ís-
lenzku nemendanna, sem fengu
sérstaklega mikið klapp sýn-
ingargesta, svo sem hvítur frakki
og hattur Unnar með leðurborðum
um hinar afarbreiðu axlir og á
hatti og vínrauður veizlubúningur
hennar með geysistórum vösum og
víðum púffermum og belti úr
þunnri messingplötu, brenndri og
krumpaðri, sem Unnur hafði einn-
ig unnið sjálf. Af vönduðum bún-
ingum Ingibjargar, en hún hefur
sveinspróf í kjólasaumi og bar af á
því sviði, skal nefndur svartur
kvöldkjólí með gráu fóðri og
þröngu gráu pilsi undir víðri
svartri slá, og glæsilegur köflóttur
ullarfrakki með hettu og 4 spenn-
um, sem um leið eru hneppslur, og
leðurbryddingum. Og Þórdís gerði
m.a. skemmtilega regnslá, svarta,
bleika og glæra. Er hún köflótt um
miðju, hetta svört og hliðar bleik-
ar með svörtum bryddingum.
Samkvæmisklæðnaður hennar
vakti einnig athygli, blágræn
buxnadragt úr satíni með svörtum
jakka og hatti, sem hún saumaði
sjálf, og mætast litirnir þannig, að
önnur öxlin verður blágræn en hin
svört. Verður gaman að fylgjast
með framförum þeirra stallsystra
í skólanum næsta vetur.
G.L.Ásg.
Bsf. Skjól
Erum að hefja byggingu á þessum
raðhúsum við Hverafold 2 til 30.
Ca. 178 fm á einni hæö meö innbyggöum bílskúr. Kostnaöarverö til
félagsmanna.
Afhendast fokheldar, tilbúnar undir tréverk eöa fullbúnar, eftir óskum
kaupanda.
Félagiö er opiö öllum 16 ára og eldri.
Upplýsingar á venjulegum skrifstofutíma alla virka daga og nk. laugar-
dag og sunnudag frá kl. 10.00 til 17.00.
Sími 68-55-62. Skrifstofan er á vinnusvæöi félagsins aö Neöstaleiti
5—13.
Bsf. Skjól
Regnslá Þórdísar Kristleifsdóttur.
Frakki Lnnar Kristjánsdóttur.
Kvöldkjóll Ingibjargar Ólafsdóttur.