Morgunblaðið - 07.07.1984, Side 13

Morgunblaðið - 07.07.1984, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLl 1984 13 Sextugur: Benedikt Gröndal sendiherra Benedikt Gröndal er sextugur í dag. Á þessum tímamótum hvarflar hugurinn til hans, þar sem hann dvelst á erlendri grund, ásamt fjölskyldu sinni. Margir minnast ágætra út- varpsþátta, sem hann flutti hér á árum áður, aðrir minnast rit- stjórnar hans á Samvinnunni, en flestir munu rifja upp stjórn- málastörf hans fyrr og síðar, því þar var aðalstarfssviðið árum saman. Benedikt hóf strax á ungum al- dri að taka til hendinni í pólitík- inni og var kominn í forustusveit Alþýðuflokksins um þrítugt. Á síðasta kjörtímabili átti hann sér reyndar næstlengstan feril allra alþingismanna. Mér fer svo, að allt rifjast þetta nú upp, hvernig ég á barns- aldri drakk í mig Samvinnuna hans, hvað ég beið spenntur eftir hverjum nýjum útvarpsþætti og hve hrífandi og snjallar mér þóttu ræður hans og stjórnmála- skoðanir. Löngu síðar lágu leiðir okkar saman í stjórnmálastarfi, við áttum náið og ágætt samstarf um árabil. Á því varð reyndar hvellur fyrir fjórum árum og brá mér þá víst ekkert síður en öðr- um. En það leið hjá og síminn og góðar samgöngur hafa gert kleift að halda sambandinu, leita i smiðju til Benedikts, þegar mér hefur legið við eða eiga stöku sinnum góða stund með þeim hjónum, þótt höf og lönd skilji dvalarstaði. Allt rifjast þetta nú upp fyrir hugskotssjónum mínum. Benedikt ruddi nýja braut í út- varpsmálum. Samvinnan varð nýtt spennandi rit í höndum hans og hann ritstýrði stjórn- málaþætti Alþýðublaðsins á ein- hverju mesta blómaskeiði þess. Hann var þannig brauðryðjandi nýrrar öldu í fjölmiðlum á sínum tíma. En þrátt fyrir þetta fellur það í skuggan á stjórnmálastarfinu, þar sem hann markaði mörg spor og bar höfuð og herðar yfir marga. Allt þetta er ærið, þó er margt ótalið, svo sem bókarskrif, löng formennska í útvarpsráði og sendiherrastarf nú síðustu árin. Benedikt getur nú litið yfir mikinn og fjölbreyttan starfsfer- il, þótt hann sé ekki nema sex- tugur. Eg held að Benedikt sé einhver einlægasti jafnaðarmaður sem ég hefi kynnst. Hugsjónin er skýr og klár og hún mótar hann allan, viðhorfin, málflutninginn og framkomuna. Áratugum saman lagði hann mikið að sér fyrir ís- lenska alþýðu og Alþýðuflokkinn til þess að þoka hugsjóninni í framkvæmd. Þetta mikla starf færir nú alþýðuflokksfólk Bene- dikt einlægar þakkir fyrir á þess- um tímamótum, um leið og við óskum honum og fjölskyldu hans heilla og farsældar í tilefni af sextíu ára afmælinu. Bestu hamingjuóskir, Bene- dikt. Kjartan Jóhannsson Dregið í Happdrætti Húnvetningafélagsins DREGIÐ hefur verid í Happdrætti Húnvetningafélagsins í Reykjavík og komu vinningar upp á eftirtalin Þriggja daga veiðiferð í Mið- fjarðará kom upp á miða númer 6000, þriggja daga veiðiferð í Vatnsdalsá kom upp á miða núm- er 3231, tveggja daga veiðiferð í Bladburóarfólk óskast! >1 I Austurbær Ingólfsstræti Lindargata frá 1 —38 Skólavöröustígur Bjarnarstígur Laugavegur frá 101 — 171 Víðidalsá kom upp á miða númer 5252 og vöruúttektir, ýmist hjá byggingavöruverzlun JL eða eftir vali, komu upp á númer: 2218, 2217, 2825 og 760. Grafíkmyndir eftir Lísu Guðjónsdóttur komu upp á miða númer 350 og 499. Vinninga skal vitjað hjá félag- inu fyrir 1. ágúst. Ofangreind númer eru birt án ábyrgðar. Bústaðakirkja: Gjafír og klukknaport Bústaðakirkju hefur borist í gluggasjóð vegna steindra glugga í kirkjuna. Frú María Arnadóttir færði kirkjunni gjöf til minningar um mann sinn, Gunnar Bjarnason frá Öndverð- arnesi. Bústaðakirkja óskar eft- ir að koma á framfæri þökkum fyrir höfðingsskap og ræktar- semi við kirkjuna. Hafist hefur verið handa við gerð klukknaports við kirkjuna og er það teiknað af Helga Hjálmarssyni, arkitekt, sem teiknaði kirkjuna sjálfa. Nokkrir einstaklingar hafa tek- ið að sér að standa undir kostn- aði af framkvæmdum og kaup- um klukkna. Úr rréiuiilk;nnin(u. WYTT — WYTT — WYTT Tabard SKORDÝRAPENNI Heldur skordýrum í burtu Notast eins og filt penni. Boriö á rúöuna (opnanleg fög), kringum brúnir á ruslafötum og á aöra staöi, sem laöa aö sér flugur eða skordýr. FÆST Á ÖLLUM HELSTU SHELL-STÖÐUM 0G í FJÖLDA VERSLANA UM LAND ALLT. SMÁVÖRUDEILD - S: 81722 Skeljungur h.f. Laugardalsvöllur — 1. deild KR Heidursgestir okkar eru: Phil Thompson, Liverpool Brian Talbot, Arsenal og allir þátttakendur í PGL-knattspyrnuskálanum. Víkingur í dag kl. 2 KR Lim og kitti fra Tölvupappír llll FORMPRENT Hverfisgotu 78. stmar 25960 25566 ^erO.isk ntvtoían UTSYN motel þjönusta SKULAGOTU 30 simar A 23 88 * 2 33 88 Þvottahusið Auðbrakku 41. K6p Simi 44799. Sadolin Pinotex VERNDARVIÐINN og góða skapið...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.