Morgunblaðið - 07.07.1984, Page 23

Morgunblaðið - 07.07.1984, Page 23
MÖRGVNSlXÐID, TCAÚG’ÁRDAGUR'7. JÚLÍ 1984 23 Samstaða eflist þrátt fyrir kúgun lögreglu Á mvndinni er Zbigniew Bujak ásamt Lech Walesa. Hér sjást nokkrir þýskir málmiðnadarmenn greiða atkvæði um kjarasamn- inga sína sl. mánudag. í gær gerðu þýskir prentarar svipaöan samning við vinnuveitendur svo að verkfollum þessara stétta, sem staðið hafa yfir undan- farnar vikur, er nú lokið. Verkfalli þýskra prentara aflétt ZBIGNIEW Bujak, einn helzti leið- togi Samstöðu, sem hefur verið í fel- um frá því herlög voru sett í Pól- landi í desember árið 1981, segir að samtökin séu að eflast á ný þrátt fyrir ofsóknir öryggislögreglunnar. í viðtali við Bujak, sem smyglað var til Vesturlanda, segir hann að einungis 60% kjósenda hafi greitt atkvæði í kosningunum 17. júní í stað 75%, eins og stjórnin hélt fram. Hann viðurkenndi þó að kosningar sýndu að Samstaða væri veik í smábæjum, en nú væri verið að endurskipuleggja neðan- jarðarhreyfinguna á þeim stöðum þar sem lögreglan hefði sundrað henni. „Næsta skrefið er að vinna að því að sem flestir kjósendur hundsi þingkosningarnar í land- inu, sem stjórnin hyggst halda í fyrsta lagi í árslok 1984,“ sagði Bujak. Hann spáði því að a.m.k. 50% kjósenda mundu sitja heima. „Það táknar að um 10 milljónir greiði ekki atkvæði í kosningun- um, sem staðfestir hið mikilvæga hlutverk er Samstaða hefur að gegna í Póllandi, og sannar að mikill vilji er fyrir að samtökin haldi áfram starfsemi sinni sem óháð verkalýðshreyfing", sagði Bujak. „Til marks um þann meðbyr, sem Samstaða hefur nú, starfa um 100 þúsund félagsmenn fyrir sam- tökin á laun og um 200 þúsund styðja þau með einum eða öðrum hætti,“ sagði Bujak. Hann sagði ennfremur að um það bil 30 félag- ar Samstöðu væru enn í felum. „Við höfum náð lengst í útgáfu neðanjarðarblaða, en við teljum að um 500 slík blöð og tímarit séu nú gefin út í Póllandi," sagði Buj- ak. Frá því var skýrt í Varsjá í dag að eldri bróðir Bujaks, Bogdan Bujak, hafi verið ákærður fyrir að taka þátt í ólöglegum aðgerðum Samstöðu, og hvetja til óeirða. Hann var handtekinn í desem- ber í fyrra eftir að hafa sótt fund þar sem setningu herlaga var mót- mælt. Bujak-fjölskyldan hefur sakað pólsk yfirvöld um að hafa handtekið Bogdan til að freista þess að bróðir hans gæfi sig fram við lögregluna. Verði Bogdan sekur fundinn á hann yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. Oíisseldorf, 6. júlí. AP. Samkoraulag náðist í kjaradeilu vestur-þýskra prentara og vinnuveitenda í dag. Þar meö lauk rúmlega þriggja og hálfs mánaða verkfalli prentara, en sam- kvæmt samningunum fá þeir 3,3% launahækkun og vinnu- vikan verður stytt úr 40 tím- um í 38 og hálfan. Samninganefndir beggja deilu- aðilja komust að samkomulaginu, en félagar í verkalýðsfélagi prent- ara, sem eru um 165 þúsund, greiða atkvæði um það í næstu viku. Áður en samningar tókust voru um 12 þúsund prentarar í verkfalli hjá 165 aðiljum. Af þeim sökum hættu m.a. nokkur stærri dagblöð að koma út nokkrar vikur. Þessu samkomulagi svipar mjög til samninga málmiðnaðarmanna fyrr í vikunni, sem með verkfalli sinu lömuðu þýska bílaiðnaðinn tæpa tvo mánuði. Samningur prentara um 38 og hálfrar stundar vinnuviku tekur gildi 1. október nk. og rennur út í apríl 1987, en samið var um 3,3% launahækkun frá 1. júlí og aftur um 2% árið 1985. Olíuverkfall bannað í Osló Osló, 6. júlí. Frá Jan Erik Laure, frétUriUrm DÓMSTÓLL í Osló hefur bannað aðgerðir hagsmuna- samtaka bifreiðaeigenda, sem miðast við að knýja fram verðlækkun á benzíni. Hefur hagsmunasamtök- unum verið gert að afturkalla áskoranir til bflstjóra að kaupa ekki benzín af útlend- um benzínfyrirtækjum, held- ur eingöngu hjá benzínaf- greiðslum í eigu ríkisfyrir- tækisins Norsk Olje a/s. Mbl. Stóru oliufyrirtækin, sem eru sex að tðlu, hafa lengi haft með sér samtök um samræmt olíu- og benzínverð, þrátt fyrir kröfur stjórnvalda á hendur þeim um frjálsa verðmyndun. En hagsmunasamtökin hyggj- ast ekki beygja sig undir þennan úrskurð og munu áfrýja honum til æðra dómstigs. Norsku neyt- endasamtökin hafa lýst furðu sinni vegna úrskurðar Oslóar- dómstólsins og óttast að með ákvörðunum af þessu tagi sé ver- ið að taka frá neytendum réttinn til skipulegra aðgerða. Peter Alexander Matus Bankaræningi handtekinn í Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn. AP. HANDTEKINN hefur verið í Kaup- mannahöfn Peter Alexander Matus, tékkneskur flóttamaður, sem eftir- lýstur er um alla Skandinavíu fyrir bankarán. Tveir óeinkennisklæddir lög- reglumenn tóku Matus fastan á aðaljárnbrautarstöðinni. Sagði lögreglan, að hann ætti samtals 14 ára óafplánaða dóma í Danmörku og Svíþjóð, m.a. fyrir að brjótast út úr fangelsi. Auk þess væri hann eftirlýstur bæði í Noregi og Svíþjóð fyrir bankarán. Næmi ránsféð eigi minna en jafnvirði 150 þús. doll- ara. Matus er grunaður um að hafa verið viðriðinn ránið í Bergen- banka í Osló, sem tekið var upp á myndband og sýnt í sjónvarpi um öll Norðurlönd. BÍLVANGUR st= !.. I ! I I II . HOFÐABAKKA 9 124 R6YKJAVIK • SIMI 687300 öryggi — sparneytni framhjóladrif stórt farangursrými hátt endursöluverö Verö frá 390.000.- Hagstæðir greiösluskilmálar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.