Morgunblaðið - 07.07.1984, Síða 26

Morgunblaðið - 07.07.1984, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLl 1984 26 Kópurinn — nýtt veit- ingahús í Kópavogi í síðustu viku var opnaö nýtt veit- ingahús í Kópavogi að Auðbrekku 12, 3. hæð. Staðurinn sem hlotið hef- ur nafnið Kópurinn mun bjóða upp á margvíslega þjónustu og veitingar. I aðalsal verða veitingar í há- deginu og á kvöldin frá kl. 18.00—23.30. Sérréttir hússins verða steikur hvers konar, en þeirra geta gestir neytt í vistlegu umhverfi og notið fagurs útsýnis yfir Fossvogsdalinn, Skerjafjörð og Öskjuhlíð. Um helgar verður opið frá kl. 18.00—03.00 og geta gestir þá stig- ið dans að loknum málsverði. í hliðarsal sem verður opnaður inn- an tíðar verður boðið upp á léttar veitingar. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði Kópsins frá því að þar var starfræktur veitinga- staðurinn Manhattan; m.a. hefur gestum verið veittur aðgangur að hinu góða útsýni sem þar er að finna og grafíkmyndir eftir ís- lenska listamenn prýða veggi hússins. Veitingamaður og rekstrarstjóri hússins er Guðmundur Erlends- son, en hann og starfslið hans gera sér sérstakar vonir um að Kópavogsbúar sjái sér hag í að njóta þessarar nýju þjónustu í bænum. (Frétutilkynning) He.'ena Karusso Kostas Paskalis Kennsla í raddtækni og sviðsframkomu Söngnámskeið á vegum íslenzku óperunnar hefst í óperunni miðviku- daginn 11. júlí nk. þar sem kennd verður raddtækni og sviðsfram- koma, en kennarar verða prófessor Helena Karusso frá Tónlistarháskól- Skagaströnd: Málverkasýning og uppákomur f Kántrýbæ Skagaströnd, 7. júlí. KLUKKAN 13 í dag, laugardag, opnar Steingrímur Sigurðsson list- málari, málverkasýningu í Kántrý- bæ. Á sýningunni sem stendur að- eins í tvo daga, eru 20 myndir. Ýmsar uppákomur verða á með- an á sýningunni stendur, Baldur og Konni verða með dagskrá sem þeir félagar kalla „Tal og töfrar", Steingrímur Sigurðsson les úr bókinni Ellefu líf og Hallbjörn „kóngur" Hjartarson syngur lög af nýjustu plötu sinni. Að sjálfsögðu verða veitingar á boðstólum í Kántrýbæ á meðan á sýningunni stendur, sem endra- nær. Steingrímur bjó hér í Jórvík á Skagaströnd fyrir fjórum árum og hélt þá vel heppnaða sýningu á Húnavöku, en nú sýnir hann og selur nýjustu myndir sínar í Kántrýbæ. ÓB anum í Vín og Kostas Paskalis óperusöngvari sem hefur verið stjórnandi óperunnar í Aþenu síðan 1980. Helena og Kostas eru bæði grísk. Þetta er fyrsta námskeið sinn- ar tegundar á vegum íslenzku óper- unnar, skipulagt af Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Má Magnússyni. Námskeiðið stendur til júlfloka. Meðal íslenskra söngvara sem hafa notið leiðsagnar prófessors Karusso eru Ólöf Kolbrún, Krist- inn Sigmundsson og Már Magn- ússon. Kostas Paskalis fæddist i Aþenu og stundaði þar söngnám. Aðeins 22 ára gamall söng hann Rigoletto í samnefndri óperu Verdis, þegar söngvararnir við óperuna í Aþenu gerðu verkfall. Honum var upp úr því boðin staða og hefur hann síðan sungið öll helztu barintonhluverk í ítölskum óperum. 1958 var hann ráðinn við Ríkis- óperuna í Vín og var þar næstu tíu árin. Eftir það söng hann á öllum stærstu óperusviðum heims unz hann ákvað að ljúka söngferli sín- um og tók við stjórn Óperunnar í Aþenu árið 1980. Helena Karusso kom til Vínar um tvítugt sem píanóleikari, en gerðist óperusöngkona og söng að- allega víða í Mið-Evrópu, sérstak- lega Þýskalandi og Austurríki. Hún hefur verið söngkennari sl. 12 ár. Hún hefur áður verið hér á landi og kennt íslenzkum söngvur- um. Uppsögn vagnstjóra: „Málflutningur um málið með ólíkindumu sagði Davíð Oddsson m.a. á fundi borgarstjórnar „Vagnstjóranum var sagt upp með lögboðnum og réttum hætti og ástæð- ur uppsagnarinnar skýrðar fyrir hon- um í uppsagnarbréfinu. Ástæður upp- sagnarinnar eru, eins og fram hefur komið, samstarfsörðugleikar og brot á starfsreglum vagnstjóra. Óskað var eftir því á síðasta borgarstjórnarfundi að málið yrði kynnt í borgarráði. Það hefur verið gert og lít ég á þá skýrslu, sem þar var kynnt, sem innanhúss- plagg í umfjöllun stjórnenda borgar- innar um málið,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri m.a. á fundi borgarstjórnar á fimmtudag um þetta mál. Á fundi borgarráðs á þriðjudag viku Sigurjón Pétursson (G) og Guðrún Jónsdóttir (Kvf.) borgar- ráösmenn af fundi þar sem þau vildu ekki taka við skýrslu um ástæður uppsagnar Magnúsar Skarphéðinssonar úr starfi vagn- stjóra hjá SVR sem trúnaðarmáli og þar sem yfirlýst var af hálfu borgarstjóra að Magnús fengi ekki að sjá umrædda skýrslu sjálfur. Gerði Sigurjón Pétursson tillögu um það í borgarstjórn á fimmtudag að Magnús Skarphéðinsson fengi afhent afrit af skýrslu borgarstjóra í borgarráði. Uppsögn vagnstjórans hefur tvisvar áður verið rædd á fundum borgarstjórnar síðasta mánuðinn og hefur fundi jafnoft verið lokað þar sem um persónulegt mál var að ræða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Lokastígur: Umferðartak- markanir ekki sam- þykktar Tillaga borgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins um að komið yrði upp umferðartakmörkunum á Lokastíg til að koma í veg fyrir óþarfa umferð um götuna fékk atkvæði 8 borgarfulltrúa í borg- arstjórn á fimmtudag og því ekki stuðning. Tillagan fékk tvö atkvæði í borgarráði á þriðjudag og ekki stuðning. (Kvf.) kvað það forkastanlegt að Reykjavíkurborg skyldi með þess- um hætti, að maðurinn fengi ekki að sjá skýrslu borgarstjóra, svipta hann þeim sjálfsagða rétti til að bera hönd fyrir höfuð sér og sækja rétt sinn ef honum sýndist svo. Kristján Benediktsson (F) lagði áherzlu á að Magnús fengi afrit af skýrslu borgarstjóra en hann og Sigurður E. Guðmundsson (A) hlýddu á efni hennar á fundi borgarráðs á þriðjudag. Sigurður kvaðst telja það eðlilegt að hús- bændur borgarinnar fengju trúnað- arskýrslu um málið svo sem gert hefði verið. En hann gerði tillögu um að forstjóra SVR yrði falið að vinna skriflega skýrslu til vagn- stjórans um uppsögnina m.a. með hliðsjón af skýrslu borgarstjóra. Davíð Oddsson sagði alla umræð- una um þetta mál hafa verið með ólíkindum, manninum hefði verið gerð grein fyrir ástæðum uppsagn- arinnar í uppsagnarbréfi. Þetta mál væri hins vegar mikið innanhúss- mein hjá Alþýðubandalaginu en málflutningur borgarfulltrúanna þjónaöi í engu hagsmunum vagn- stjórans. Tillaga Sigurjóns fékk 7 atkvæði og ekki stuðning og tillaga Sigurðar 7 atkvæði og ekki stuðning. „Allgott samkomu- lag um málið nú“ — sagði Davíð Oddsson borgarstjóri um kerfisbreytingar á Borgarspítalanum Á FUNDI borgarstjórnar á fímmtudag var rætt um kerfis- breytingar á ræstingum á Borg- arspítalanum. Borgarfulltrúar Kvennafram- boðsins gerðu tillögu um að nefnd yrði skipuð m.a. með full- trúum starfsmanna, sem málið snerti, til að endurskoða nýja ræstingafyrirkomulagið, sem tekið hefur verið í notkun á spít- alanum. Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi Kvennaframboðs- ins sagði m.a. að kerfisbreyting- in hefði leitt til fækkunar á 17 stöðugildum meðal Sóknar- kvenna, aukins vinnuálags og tekjurýrnunar vegna fækkunar álagsvinnutíma. Sparnaður af þessari breytingu á spítalanum næmi um 283 þúsundum króna á mánuði eða ‘á prósenti af mán- aðarrekstrargjöldum spítalans, sem eru rúmlega 57 milljónir króna. Hún kvað lítil samráð hafa verið höfð við starfsfólkið um þessa breytingu þrátt fyrir fullyrðingar yfirmanna í þá veru. Sagði hún nokkra bragar- bót hafa verið gerða í því efni frá síðasta borgarstjórnarfundi þeg- ar þetta mál kom á dagskrá. Rætt hefði verið við starfsfólkið síðan og kjörin bætt að nokkru. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að nú væri allgott sam- komulag um þetta mál eftir við- ræður m.a. við formann Sóknar, sem forráðamenn spítalans hefðu tekið upp. Kerfisbreyting- in leiddi til um 3 milljóna króna sparnaðar í ár, eftirlit hefði ver- ið aukið með yfirvinnu allra starfsmanna spítalans og aukin hagræðing mundi fylgja í kjölfar þessara breytinga. Var tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um að borgarstjórn samþykkti þessar breytingar sem stjórn spitalans hefur unnið að, en að lögð yrði áherzla á að við framkvæmd þeirra verði haft náið samstarf við starfsfólk, trúnaðarmenn þess og stéttarfé- lag samþykkt með 11 atkvæðum gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa minnihlutans. Margrét S. Ein- arsdóttir (S) sat hjá við at- kvæðagreiðsluna. Tillaga Kvennaframboðsins fékk 9 at- kvæði og ekki stuðning. Heimilisstörf met- in til starfsreynslu — eðlilegt þegar um sambærileg störf á vinnu- markaðnum er að ræða, sagði Ingibjörg Rafnar Á fundi borgarstjórnar á fimmtudag var tillögu borgar- fulltrúa Kvennaframboðsins um að frá og með fyrsta þessa mánað- ar verði starf kvenna við ólaunuð heimilisstörf eingöngu, metin til launa sem starfsreynsla á sama hátt og gerist um önnur störf á vinnumarkaðnum vísað til launa- málanefndar borgarinnar til athug- unar við gerð næstu kjarasamn- inga. Guðrún Jónsdóttir (Kv.fr.) sagði m.a. að tvö sveitarfélög hefðu samþykkt efnislega sam- hljóða tillögu þessa. Hún væri skref i átt að því að draga úr því launamisrétti sem ríkti meðal kynjanna. Hún væri bundin við konur þar sem karlmenn hefðu notið 1100 ára forskots fram yfir konur á vinnumarkaðnum hér á landi. Guðrún Ágústsdóttir (G) lýsti stuðningi við tillögu Kvenna- framboðsins en bætti við að karlar ættu að njóta sama réttar ef þeir hefðu stundað vinnu á heimili. Ingibjörg Rafnar (S) sagði að eðlilegt væri að meta heimilis- störf til starfsreynslu þegar um sambærileg eða hliðstæð störf á vinnumarkaðnum væri að ræða. Um þetta atriði bæri að semja í kjarasamningum og skilgreina þyrfti hver þau störf væru sem væru hliðstæð eða sambærileg við heimilisstörf á sama hátt og gert væri í kjarasamningi starfsmannafélagsins Sóknar. Hins vegar væri það óréttlátt að sínu mati að meta störf á heimili til starfsreynslu við hvers konar störf enda gæti það leitt til þess að konum yrði innbyrðis mis- munað á vinnustað að þessu leyti. Karlar sem ynnu heimil- isstörf ættu að njóta sama réttar og konur í þessu efni. „Ágætt fordæmi er að finna um þetta mál í aðalkjarasamn- ingi bæjarstarfsmanna á Sel- fossi þar sem heimilisstörf skulu metin í sambærilegum störfum til allt að fjögurra ára starfs- reynslu," sagði Ingibjörg m.a. og gerði tillögu um að tillagan færi til launamálanefndar borgarinn- ar. Fékk það stuðning borgar- fulltrúa sjálfstæðismanna gegn atkvæðum 7 borgarfulltrúa í minnihlutanum. Kvaðst Guðrún Jónsdóttir greiða atkvæði gegn þeirri tillögu þar sem tillaga Kvennaframboðsins hefði ekki áður verið samþykkt á fundin- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.