Morgunblaðið - 07.07.1984, Page 30

Morgunblaðið - 07.07.1984, Page 30
MOltfítJlÍBfiMö: ■LXtftfÁRÖKtfröT r'■” 30rp Sigríður Þorgils dóttir — Áttræð Vinkona mín, Sigríður Þorgils- dóttir, Kleppsvegi 48, á áttræðis- afmæli í dag, þ. 7. júlí og þess vegna sendi ég henni kveðju og þakka löng og góð kynni. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar fundum okkar Sigríðar bar fyrst saman. Það var fyrsta skóladaginn okkar í Kvennaskól- anum að tvíburarnir Nína og Dóra buðu mér með sér heim í kaffi. Stutt var að fara yfir Tjarnar- brúna heim til þeirra á Víðimel 23, þar sem á móti okkur tók nett og brosmild dökkhærð kona með brún augu. Þetta var hún Sigríður, mamma tvíburanna, eins og hún er ævinlega kölluð í okkar hópi — en hún kaliar okkur bekkjarsyst- urnar aldrei annað en stelpurnar — það breytir engu þótt 35 ár séu liðin og heilmikið vatn runnið til sjávar samkvæmt almanakinu. Frá þeim degi var ég heimagangur á þessu gestrisna og glaðværa heimili. Tvíburana hafði ég reyndar séð einu sinni áður og því gleymi ég heldur aldrei (skrýtið hvernig ein- staka atvik grópast í minnið). Það var í skrúðgöngu skáta á sumar- daginn fyrsta þetta sama ár þegar undirrituð var orðin krókloppin í norðangarranum að henni voru réttir hlýir vettlingar, svona alveg óvænt, og þegar hún leit við til að sjá hver hefði unnið miskunnar- verkið þá sá hún tvær brosleitar stúlkur sem voru alveg eins. Ég man hvað ég var þakklát þessum tvíburum. Og þegar við hittumst svo aftur í Kvennaskólanu.n um haustið þá fannst okkur að við þekktumst. En þetta litla atvik lýsir betur en mörg orð greiðvikni, hugulsemi og hjartahlýju þessara mæðgna, því eplin hafa ekki fallið langt frá eikinni í þessu tilfelli. Þegar þetta gerðist var fjölskyld- an nýflutt til Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum. Heimilisfaðir- inn, Ingi Kristmanns, starfaði i Útvegsbankanum og bræðurnir Gústi og Þorgils, sem voru eldri og yngri en systurnar, voru báðir í skóla. Sigríður vann mikið á þessum árum. Hún var fyrirmyndarhús- móðir og auk þess vann hún tals- vert heima við saumaskap. Ég naut góðs af myndarskap hennar því ófáa kjólana saumaði hún á mig og útvegaði jafnvel efnið líka, en mikill hörgull var á slíkri vöru á eftirstríðsárunum. Mest var þó um v ert hversu vel hugsandi Sig- ríður var og hollt unglingum að kynnast slikri konu. Hún, sem er af aldamótakynslóðinni, hafði al- ist upp í anda ungmennafélags- hreyfingarinnar, í bjartsýni og trú á þjóðina og landið og óslökkvandi menntunarþrá. Hún hafði gaman af ljóöum og var ósink að lána bækur. (Ég man enn hvað mér fannst mikill fengur að því þegar hún lánaði mér heildarútgáfu af ljóðum Davíðs Stefánssonar, öll þrjú bindin.) Við töluðum margt og smám saman fékk ég að vita eitt og annað um æsku og uppvöxt Sigríðar. Það var samt langt frá þvi að hún hafi talað mikið um sjálfa sig, en þeim mun eftir- minnilegra hefur orðið sumt af þvi sem hún sagði mér. Sigriður fæddist i Knarrarhöfn í Dalasýslu, dóttir Þorgils Frið- rikssonar bónda þar og oddvita og konu hans, Halldóru Ingibjargar Sigurmundsdóttur. Systkinin voru 14 talsins, en móðirin dó þegar Sigriður var 5 ára gömul. Þorgils tókst að halda þessu stóra heimili saman með dyggri aðstoð elstu dóttur sinnar, Steinunnar, sem þá var 17 ára gömul. Það hlýjar manni um hjarta að heyra með hve mikilli ást og þakklæti Sigríð- ar minnist föður sins og Steinunn- ar, systur sinnar, sem enn lifir í hárri elli í Dölum vestur. Fátækt- in var mikil eins og víðast hvar i þá daga, það vantaði nánast allt til alls, nema bækur. Talsvert var til af þeim. Þorgils hvatti börnin sín óspart til náms og var ágætur kennari sjálfur. Steinunn hvatti ekki síður systkinin til mennta og studdi þau með ráðum og dáð. Það hlýtur að teljast óvenjulegt og jafnvel einstakt að allur þc-3si stóri systkinahópur náði að afla sér einhverrar framhaldsmennt- unar, sumir lengri og aðrir skemmri, þrátt fyrir erfiðar að- stæður og nánast óyfirstíganlega erfiðleika. Sigríður var í tvö ár við nám í Kvennaskólanum í Reykja- vík, en þaðan útskrifaðist hún tvítug að aldri. Hún vann við kennslu næstu árin en fór síðan til Vestmannaeyja þar sem hún vann í apótekinu. Arið 1929 giftist hún Inga Kristmanns, gjaldkera i Út- vegsbankanum í Eyjum. Árið 1946 flutti fjölskyldan svo til Reykja- víkur. Eins og áður segir ríkti gest- risni og glaðværð á heimili Sigrið- ar og Inga á Viðimelnum og marg- ar góðar minningar á ég þaðan frá þessum árum. Fljótlega stofnuð- um við nokkrar bekkjarsystur svokallaðan saumaklúbb og hitt- umst heima hjá hver annarri og brátt var Sigríður orðin sérstök vinkona okkar allra. Þegar tvíburarnir voru rúmlega tvítugir fluttu þeir alfarnir af landi brott. Dóra giftist til Banda- ríkjanna og ári seinna fluttist Nfna einnig vestur um haf. Þegar systurnar fóru vestur fannst okkur í saumaklúbbnum alveg sjálfsagt að Sigríður, mamma tví- buranna, kæmi i klúbbinn i stað- inn fyrir þær. Það hefur verið okkur mikill fengur að hafa hana þvi hún hefur mannbætandi áhrif, svo lífsglöð og jákvæð sem hún er. Við höfum aldrei orðið varar við neitt kynslóðabil. Hún fylgist vel með tímanum og er svo opin og jákvæð gagnvart æskunni og flest- um nýjungum nútímans að við, þessar miðaldra, verðum að vara okkur svo við virkum ekki gamal- dags í samanburði við hana. Sigríður varð ekkja fyrir 10 ár- um og eins og að líkum lætur voru það mikil viðbrigði að verða skyn- dilega ein eftir nærri 50 ára sam- búð og ekki gerði það missinn auð- veldari að þrjú af börnunum fjór- um eru búsett erlendis. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er, segir máltækið. Þegar Sigríður var orðin sjötug hófst nýr og vægast sagt ævintýralegur kafli í lífi hennar, sem hana hefur varla órað fyrir þegar hún var að alast upp vestur i Dölum upp úr aldamótum. Hún flaug yfir meira en hálfan hnöttinn, alla leið aust- ur til Singapore, þar sem hún bjó i hálft ár hjá Ninu, dóttur sinni, og lifði þar i vellystingum praktug- lega, nánast eins og prinsessa i austurlensku ævintýri, með þjón á hverjum fingri. Það var unun að heyra Sigríði segja frá þessari Adföng hersins og hræsni frjálshyggjumanna — eftirJón Val Jensson Utanríkisráðherra hefur gert sér ferð til Bandaríkjanna og m.a. rætt við George Schultz utanrik- isráðherra og Weinberger varn- armálaráðherra. Tilgangur við- ræðnanna virðist fyrst og fremst sá að fá Bandaríkjamenn ofan af þeirri hugmynd að láta Rainbow Navigation-skipafélaginu eftir að annast flutninga til varnarliðsins á íslandi, eins og það á rétt á skv. lögum frá 1904. Minnt er á, að ís- lenzk skipafélög hafi lengi (þ.e. í 17 ár) séð ein um þessa flutninga og að með því að taka þá úr hönd- um okkar verði skaði unninn okkar smáa efnahagskerfi. Úrelt einokunarlög eigi hér ekki við, heldur sé það a.m.k. réttlætismál, að frjáls samkeppni ríki um þessa flutninga milli landanna. Sanngjörn rök — eða hvað? Fljótt á litið virðist hér um sanngirnismál að ræða. Sá ágóði, sem stórþjóðina munar lítið um, getur verið stór spónn úr aski smáþjóðar. Hagfræðingar og stjórnmálaleiðtogar hafa á síð- ustu árum snúizt verulega á sveif með frjálshyggju í efnahagsmál- um, og þvi er víöa haldið uppi gagnrýni á þá einangrunarhneigð, sem gætt hefur hjá ýmsum ríkj- um, er vilja vernda atvinnuvegi sína með tollum og höftum á yfir- standandi samdráttartímum. Var- að er við afleiðingum viðskipta- stríðs og frjáls samkeppni sögð nauðsynleg í markaðsmálum. En málið er ekki svo einfalt. Ennþá eru flest lönd með lög og reglugerðir til verndar eigin at- vinnulífi, jafnvel þar sem almennt rikir viðtækt svigrúm í þeim efn- um. Slík verndarstarfsemi tekur á sig ýmsar myndir. Innflutnings- höft og tollmúrar eru fyrirbæri, sem flestir taka eftir, en síður áberandi eru t.a.m. rikisstyrkir til uppbyggingar atvinnugreina (sbr. fiskiðnaðarstefnu Kanadastjórn- ar), afsláttur á orkuverði, niður- greiðsla búvöruverðs (sem fram- kvæmdastjóri Evrópusambands bænda, sem hér er staddur, segir útbreitt fyrirkomulag á megin- landinu) eða forgangsréttur inn- lends vinnuafls, svo að eitthvað sé nefnt. Þegar ákvæði um slfkt eru bundin í lögum, gengur réttarríki ekki fram hjá þeim nema með nýrri löggjöf. Hugsjónir frjáls- hyggjumanna, hversu vel sem þær líta út, mega ekki verða slík trú- arsetning, að með þeim brjótum við lög og rétt. Hvað varðar Bandaríkjastjórn, er ljóst, að hún er í þessu máli bundin lögum sambandsríkisins, sem væntanlega voru sett bæði til öryggis um meðferð hergagna og til að efla þarlendan atvinnurekst- ur. Að breyta þeim lögum okkar vegna er enginn hægðarleikur, einkum þegar haft er í huga, að Bandaríkjamenn annast flutninga til herliðs síns á meginlandi Evr- ópu einmitt á grundvelli nefndra laga. Við Islendingar njótum verndar Bandaríkjanna og þurfum engu að kosta til herstöðvarinnar (nema síður sé!). Því er fráleitt, að við eigum nokkurn „rétt“ á þessum flutningum til hersins i krafti þjóðernis okkar. Að mínu mati er það ósæmilegt af okkur að fara þá bónarleið til Bandaríkjastjórnar, að hún ann- aðhvort brjóti sin eigin lög til að synja bandarísku fyrirtæki um þann rétt, sem því ber, eða semji ný lög sérstaklega til að gefa ís- lenzkum skipafélögum forréttindi Jón Valur Jensson „Fulltrúa hinna ensku flutningafélaga furðaði mjög á verðinu hjá ís- lenzku skipafélögunum. Sögðu þeir okkur, að fyrir sama verð gætu þeir boðið okkur að flytja búslóðina til Suður-Afríku! umfram alla aðra. Að láta bera upp þess háttar sníkjufrumvarp á Bandaríkjaþingi væri blygðunar- efni fyrir þjóð okkar. En hvað um frjálsa samkeppni? 1 slagorðum manna um frjálsan samkeppnisrétt íslenzku skipafé- laganna virðist gengið út frá þvi sem vísu, að þau séu samkeppnis- hæf á frjálsum markaði. En er það svo? Eru þau reiðubúin að keppa á jafnréttisgrundvelli við erlend skipafélög um siglingar til lands- ins og út á land? Og er ástæða til að ætla, að íslenzku skipafélögin geti boðið lægst allra í flutninga fyrir varnarliðið? Þegar ég og fjölskyldan flutt- umst heim með búslóð okkar frá Englandi sl. sumar, leituðum við hagstæðasta tilboðs, m.a. frá enskum flutningafyrirtækjum. öll voru þau tilboð þó bundin við þau lágmarksfragtgjöld, sem íslenzku skipafélögin settu upp, því að önn- ur skipafélög en þau sáu ekki um íslandssiglingar. (Það skal tekið fram til marks um samkeppnina innbyrðis milli Hafskips og Eim- skips, að nákvæmlega sama gjald var sett upp hjá báðum fyrirtækj- unum). Fulltrúa hinna ensku flutningafélaga furðaði mjög á verðinu hjá íslenzku skipa- félögunum. Sögðu þeir okkur, að fyrir sama verð gætu þeir boðið okkur að flytja búslóðina til Suður-Afríku! Frá Felixstowe til Reykjavíkur er nálega 2.250 km sjóleið, en um 12.000 km til Höfða- borgar — meira en fimmfalt lengri leið! Við þáðum ekki boðið, heldur tókum víxla og lán ti lað geta greitt fyrir flutninginn á heimaslóðir. En reikningurinn frá Eimskip samsvaraði fimm mán- aða lágmarkskaupi verkamanns á þeim tíma. Hvernig geta slík skipafélög tal- ið sig standast öðrum snúning á frjálsum markaði? Fyrir nokkrum dögum var fróðlegur fréttaauki í útvarpi um stórauknar verzlun- arsiglingar Sovétmanna. Hafa þeir náð undir sig miklum flutn- ingum í V-Evrópu með því að bjóða langt undir verði annarra skipafélaga. Þróun þessara mála stefnir siglingum og skipasmíðum vestrænna ríkja í meiri tvísýnu en unað verður við. í því sambandi má spyrja; væri það þóknanlegt þeim Eimskips/Hafskips-mönn- um, að Rússar eða Japanir (til dæmis) fengju að undirbjóða þá á siglingaleiðum okkar? Fyrr en þessir íslenzku skipa- kóngar hafa sannað, að þeir hafi hagkvæmustu farmgjöld, sem bjóðast, mun ég ekki leggja trúnað á yfirlýstar óskir þeirra um „frjálsa samkeppni" um aðföng til ferð, sem hún naut i ríkum mæli með sínum opna og síunga huga. Síðan hefur hún einnig dvalist langdvölum hjá Dóru í New Jers- ey, verið hjá Þorgils í Glasgow, hún hefur ferðast með Nínu til Grikklands og Landsins helga og í fyrra dvaldi hún hjá Nínu í nokkra mánuði austur í Bankok. Sigríður er amman góða sem prjónar allar fallegu lopapeysurn- ar og bakar vinsælu pönnukökurn- ar, auk alls þess sem hún gefur af sjálfri sér. Og ég veit að hún er elskuð og virt af börnum, tengda- börnum og barnabörnum og alls staðar aufúsugestur. Hvers er hægt að óska sér betra? Ég bara spyr. I dag getur Sigríður litið yfir farsæla ævi og fagnað áttunda tugnum í góðum hópi vina og ætt- ingja og þá ekki síst sinna nánustu sem sumir eru komnir alla leið frá Bangkok til að samfagna ættmóð- urinni. Börn þeirra Sigríðar og Inga eru fjögur. Þau eru Kristján Agúst, stórkaupmaður, kvæntur Jónínu Guðlaugsdóttur. Unnur Dóra, sem er búsett í New Jersey. Jónína Þóra, gift Jimmy Jones, olíverk- fræðingi í Bankok og Þorgils Agn- ar, starfsmaður Flugleiða í Gla3- gow, kvæntur skoskri konu, Anne að nafni. Barnabörnin eru 13 og barnabörnin eru orðin 6. Sigríður mín. Dæmigert er svar- ið þitt þegar systir þín spurði þig nýlega hvernig nú nenntir að halda upp á áttræðisafmælið með pomp og pragt. En þá svaraðir þú stutt og laggott: „Ég verð nú ekki áttræð nema einu sinni.“ Kæra vinkona, vertu svona hress sem allra, allra lengst. Saumaklúbburinn óskar þér til hamingju með daginn. Lifðu heil. Rannveig Jónsdóttir Frú Sigríður ætlar að taka á móti gestum sínum í veit- ingastaðnum Kvosinni, Austur- stræti 22, í dag milli kl. 15—18. varnarliðsins. Hræsnisfull þykir mér líka sú skírskotun þeirra til þjóðarinnar, að hér sé mikið í húfi fyrir okkur íslendinga, þegar ég leiði hugann að því, að til þessara flutninga hafa verið notuð erlend leiguskip og aðeins eitt af þremur með íslenzka áhöfn. Farmanna- og fiskimannasamband íslands hefur þegar vakið athygli á þeirri óheillavænlegu þróun, sem hér á sér stað, að íslenzk fyrirtæki gangi þannig fram hjá íslenzku vinnuafli. Alger frjálshyggja er fráleit lausn Ég hef talað hér um „hræsni frjálshyggjumanna". Með því er ég að skjóta á forsvarsmenn skipafélaganna, ekki frjálshyggju- menn almennt. Ég geri t.d. ráð fyrir, að flokksbróðir minn Hann- es Gissurarson taki — í samræmi við alþjóðahyggju sína — aðra af- stöðu, þ.e. að hér eigi að ríkja frjáls samkeppni allra aðila, hverrar þjóðar sem þeir eru. Sam- kvæmt því virðist það ekki skipta hann miklu máli, hvort íslenzk skipafélög fái að þrífast, ekki frekar en hann hafi áhyggjur af því, að frjálshyggjustefna í bú- vörumálum (afnám niðurgreiðslna og frjáls innflutningur) myndi gera út af við landbúnað okkar og byggð í flestum landshlutum. Þessi atriði gera ekki annað en sýna, hversu fráleitt er, að frjáls- hyggjan geti leyst vanda okkar í þjóðfélags- og efnahagsmálum. Ég er sjálfur fylgjandi hóflegri þjóðernishyggju i þessum málum og andvígur frjálshyggjunni. Þjóð okkar þarfnast vissra laga til verndar atvinnulífi landsmanna. Og við getum ekki meinað banda- rískum borgurum um þann rétt að njóta hliðstæðra laga í sinu eigin landi. En plokkið og betlið af varnar- liðinu er nú þegar orðið þjóð okkar til vansæmdar og ekki á það bæt- andi. ísafirði, 30. mai 1984. Jón Valur Jensaon er guðfrædingur búaettur í ísnfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.