Morgunblaðið - 07.07.1984, Page 36

Morgunblaðið - 07.07.1984, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984 Þorbjörg Kristjáns- dóttir — Minning Fædd 10. aprfl 1910 Dáin 28. febrúar 1984 Þorbjörg Kristjánsdóttir var fædd í Stapadal við Arnarfjörð 10. apríl 1910. Faðir hennar var Kristján, bóndi og hreppstjóri í Stapadal, Kristjánsson, bónda að Borg í Arnarfirði, Guðmundsson- ar skutlara í Vigur, Arasonar á Auðkúlu en þetta er beinn karl- leggur frá Snorra lögréttumanni Ásgeirssyni á Varmalæk. Móðir Kristjáns í Stapadal var Guðbjörg Markúsdóttir prests á Álftamýri Þórðarsonar stúdents í Vigur Ólafssonar bónda á Eyri í Seyðis- firði Jónssonar. Móðir Þorbjargar var Guðný Guðmundsdóttir bónda á Dynj- anda Gíslasonar í Feigsdal Magn- ússonar bónda á Hlaðseyri. Hall- dórssonar, í beinan karllegg frá Einari Sigurðssyni í Eydölum. Móðir Guðnýjar var Sigríður Karolína Jónsdóttir bónda í Neðri-Rauðsdal Ólafssonar. Þorbjörg var elsta barn foreldra sinna. Þau áttu hvort um sig fleiri börn sem hér verður ekki getið en alsystkin Þorbjargar eru: Hlíf, húsfrú í Hafnarfirði, átti Jóhann- es Magnússon, Friðrik, vélstjóri á Tálknafirði, kvæntur Nönnu Júlí- usdóttur og Anna Sigríður, húsfrú á ísafirði, gift Kristni L. Jónssyni. Þorbjörg fór á fyrsta ári í fóstur a Álftamýri til Gísla Ásgeirssonar frænda síns og Guðnýjar Marenar Kristjánsdóttur konu hans og ólst þar upp með þrem öðrum fóstur- börnum og fimm börnum þeirra hjóna. Álftamýri var þá orðlagður menningarstaður, vinnubrögð myndarleg á sjó og landi og fólkið glaðlynt og ljóðelskt. Þar var þá til heimilis faðir húsbóndans, Ásgeir Jónsson prests á Rafnseyri Ásgeirssonar, prófasts í Holti Jónssonar. Varð Þorbjörg honum mjög handgengin, nam af honum margan fróðleik og minntist hans oft innilega. Syni sína lét hún t Maöurinn minn, JÓN SIGUROSSON, fyrrv. formaöur Sjómannasambands ísiands, lést í Landspítalanum aðfaranótt 6. júlí. Jóhanna Guömundsdóttir. t Útför eiginkonu minnar og móöur okkar, MAGNEU GUÐRÚNAR JENSDÓTTUR, Heióarvegi 6, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju iaugardaginn 7. júlí kl. 15.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hjörtur Þorkelsson, Jóhann Hjartarson, Helgi Hjartarson, Hjördís Hjartardóttir. t Maöurinn minn, faðir okkar og bróöir, SVEINN VALTÝR EINARSSON, Kirkjuvegí 59, Keflavík, veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, laugardag 7. júlí, kl. 13.30. Stefanía Magnúsdóttir, Elísabet B. Sveinsdóttir, Einar Sigurbjörn Sveinsson, Gunnar Mór Eövarösson, Leifur S. Einarsson. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför ÁGÚSTU SVEINSDÓTTUR, Heióarvegi 49, Vestmannaeyjum. Guö blessi ykkur öll. Sveinn Halldórsson, Gunnar Halldórsson, Þórunn Halldórsdóttir, Grétar Halldórsson, barnabörn Þóra Bernódusdóttir, Valdís Magnúsdóttir, Isidoro Ruez, Guöný Guöbjartsdóttir, barnabarnabarn. t Innilegar þakkir til allra sem auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför AMALÍU BJÖRNSDÓTTUR frá Mýrum. Læknum, hjúkrunar- og starfsliöi Sjúkrahússins á Egilsstööum sendum viö hugheilar þakkir. Ingibjörg Einarsdóttir, Zóphónías Stefánsson og fjölskylda. heita nöfnum þeirra Álftamýrar- feðga og alla tíð var hún nátengd Álftamýri og fólkinu þar. Þar hét „heima“ á hennar tungu. Guðný fóstra hennar kom því til leiðar að Þorbjörg færi til náms í Reykjavík því að námshæfileikar voru auðsæir. Það varð og hún lauk kennaraprófi 1932. Þetta var vel ráðið. Þótt skólagangan væri ekki löng varð hún gagnmenntuð og reyndist góður fræðari. Alla tíð lét henni vel að vera með ungu fólki og þótt kennsla yrði ekki beinlínis ævistarf hennar var hún kennari og prófdómari árum sam- an. Þau störf voru henni hugleikin og til æviloka hélt hún tengslum við skólasystkin úr Kennaraskól- anum og samstarfsmenn við Barnaskólann á ísafirði. Árið 1932 giftist hún Svanberg, f. 29.3. 1907, málarameistara á ísafirði Sveinssyni, bónda á Egils- stöðum á Vatnsnesi Jósefssonar í Gröf og víðar Halldórssonar bónda í Svarðbæli Brynjólfssonar. Móðir Svanbergs var Ingibjörg Sveinsdóttir Þorsteinssonar bónda í Kóngsgarði í Svartárdal Gíslasonar. Þau Þorbjörg settu bú saman á ísafirði þar sem þau bjuggu alla tíð síðan, fyrst að Þvergötu 4. Fyrstu búskaparár þeirra hjóna voru um margt erfiðleikatímar hjá almenningi og svo hjá þeim. Full þörf var á nýtni og hófsemi. Þorbjörg var þá hugkvæm og úr- ræðagóð. Var því líkast að hún gæti gert ótrúlegustu hluti til fæð- is, klæða og skemmtunar af smá- ræði einu eða nær engu. Bjartsýni hennar var óbilandi og var sem hún hefði jafnan útvegi til flestra hluta þótt öðrum sýndist ófært. Og létt lund hennar brá birtu á hversdagsleikann. Árið 1937 fluttu þau hjón í ný- byggt hús, Engi, sem þau komu sér upp í útjaðri bæjarins. Þar var rýmra og frjálslegra en niðri á eyrinni og unnt reyndist að stunda ræktun og skepnuhald. Uppvaxt- arárin þar urðu börnum hennar lærdómsrík. Hún kenndi sonum sínum garðrækt og ýmis hagnýt vinnubrögð, einnig matreiðslu og þjónustubrögð sem þá var ekki venjulegt. Sjálf var hún einkar handlagin, fékkst við alls konar sauma, útskurð og skreytingar, sumpart af nauðsyn, en sumpart til ánægju, einkum á síðari árum þegar næðisstundum fjölgaði. Kærasta viðfangsefni hennar var þó lestur og nautn skáldskapar. Smekkur hennar á því sviði var óbrigðull og skáldmælt var hún sjálf í besta lagi en það fór hún dult með. Við leiðsögn og óbein áhrif hennar kynntust börn henn- ar góðum bókmenntum og reyndu sig við kveðskap. Skynjun hennar á þessum sviðum var óvenju næm enda var hún mannþekkjari og fyrr og síðar var það margt sem ekki kom henni á óvart þótt öðrum væri hulið í fyrstu. Þorbjörg mátti varla teljast heilsuhraust og hlaut oft að leita læknis. Fyrir fjórum árum kenndi hún svo þess sjúkdóms er að lok- um leiddi til bana og gerði henni síðustu árin erfið þrátt fyrir staka þolinmæði og umhyggju eigin- manns síns. Síðustu missirin dvaldist hún í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi við frábært atlæti starfsfólksins þar, en þó var dauðinn henni kærkomin lausn eins og heilsu hennar var komið. Hún lést í Sunnuhlíð 28. febrúar síðastliðinn. Bálför henn- ar var gerð í Fossvogi 5. mars. Þau Svanberg eignuðust 5 börn, en þau eru: Ásgeir f. 1932, kvænt- ur Ásthildi Pálsdóttur; hann á 5 börn; Gísli, f. 1934, kvæntur Mar- gréti Hákonardóttur, börn hans eru 4. Ingibjörg f. 1940, gift Guð- mundi Sigurbjörnssyni, á 4 börn; Erla, gift Birgi Guðlaugssyni, þau eiga 3 börn; Þorbjörg, gift Sveini Guðmundssyni, þeirra börn eru 2. Börn barnabarna eru orðin 10 talsins. Minning Þorbjargar mun lifa með þessum hóp. Þeim er öllum þökk í huga. ÁS. Það er ekki auðvelt að koma hugsunum sínum í orð þegar á að minnast látins ástvinar. Hún amma á Engi á það samt skilið að maður geri heiðarlega tilraun til að minnast hennar á einhven hátt. Sem ungur drengur kynntist ég Ömmu á Engi eins og við börnin kölluðum hana alltaf. Það var sér- stakt upplifelsi að koma til hennar og afa, hvað þá að fá hana í heim- sókn. Hún var svo sérstök á marg- an hátt að maður laðaðist ósjálf- rátt að henni og gleymdi henni ekki. Seinna fékk ég inni hjá þeim gömlu hjónunum meðan ég var í skóla á ísafirði. Fjögur urðu árin sem þau hýstu mig og að þeirri dvöl bý ég enn, því af samskiptun- um við ömmu lærði ég það sem mestu máli hefur skipt fyrir mig á lífsleiðinni. Mér finnst eftir á að þetta hafi verið góður tími fyrir okkur bæði. Við vorum miklir félagar og vinir, spiluðum tímunum saman á spil og töluðum endalaust um bók- menntir og ljóð. Réttara sagt, þá hafði amma þar mest orðið, því hún var víðlesin og kunni fjölda ljóða utanbókar og þuldi þau oft yfir mér hugföngnum og hrifnæm- um. Baráttuljóð Jóhannesar úr Kötlum og Sigurðar Einarssonar öðluðust nýtt líf við stofuborðið á Engi og hafi ég verið róttækur fyrir, þá minnkaði sú hyggja ekki við þetta. En amma orti líka sjálf. Hún var ekki að flíka því til hversdags og kallaði afsprengi sín leirburð og vitleysu og hló oft þegar hún hafði farið með eitthvað eftir sjálfa sig. En ljóðin hennar voru góð. Mér fannst það og vildi að hún kæmi þeim á bók. En því tali eyddi hún jafnan. Hún var mikill náttúruunnandi og las heilt ævintýri út úr mosató og steinvölum. Eftir gönguferðirn- ar sínar kom hún með fangið fullt af blómum og steina í vösum og geislaði af ánægju með lífið og til- veruna. Oft fylgdi staka eða tvær. Vorið Er ekki lífið undur er ekki lífsþráin sterk? Er ekki mosinn sem grær á grjóti greinilegt kraftaverk? Velkomið sértu vorið góða ég veit þú færir mér gjöf. Gleðinnar bikar barmafullan og blóm á vetrarins gröf. Þ.K. Amma átti lengi við sjúkleika að stríða og var rúmföst síðasta árið. Skrokkurinn var orðinn lélegur eins og hún orðaði það en andlegum kröftum hélt hún óskertum til hins síðasta. Allan þennan tíma hjúkraði afi henni af þvílíkri natni og umhyggju að því fá engin orð lýst. Það var einstakt. Ég vil helst minnast ömmu eins og hún var í eitt síðasta skiptið sem ég heimsótti hana á sjúkra- beði. Hún var máttfarin en gamli kímniglampinn leyndi sér ekki i augunum og bros fæddist á vör, þegar við rifjuðum upp ýmsar minningar frá ísafjarðarárunum og fórum með vísur úr ýmsum átt- um. Ef á að lýsa ömmu með ein- hverjum orðum þá dettur manni fyrst í hug lífsgleði og kærleikur. Hún hafði svo mikið að gefa öðr- um og vildi öllum svo vel. Minn hlutur var vel útilátinn. Hann verður mér veganesti ævilangt. Gísli Ásgeirsson Minning: Kristinn Sigurös- son frá Skjaldbreið Fyrir örfáum dögum hitti ég vin minn Kidda frá Skjaldbreið niðri á Básaskersbryggju hressan og kátan. Hann tók utan um mig sposkur á svip og sagði: „Hefurðu kíkt á salinn nýlega, nú fer hann bráðum að verða klár.“ Já, mikið rétt. Margra ára draumur var að rætast. Uppi í ris- inu í Básum var salurinn hans Kidda að verða tilbúinn. Við viss- um ekki þá að hann var að verða tilbúinn til að mæta Drottni sín- um og skapara. Ég kynntist Kidda þegar ég var í sjómannadagsráði fyrir nokkr- um árum. Með okkur skapaðist hlý vinátta sem entist alla tíð síðan. Kristinn Sigurðsson var í og vann fyrir Sjómannadagsráð frá árinu 1955 til dauðadags, eða í samtals 29 ár. Hann var í blaða- nefnd sjómannadagsblaðs Vest- mannaeyja frá 1955 til 1959. Árið 1959 var borin fram tillaga þess efnis að ráðinn yrði aðal- gjaldkeri og áhaldavörður hjá ráð- inu. Kristinn var ráðinn í starfið og gegndi því alla tíð síðan a ein- stakri samviskusemi og dugnaði sem honum var í blóð borinn. Ég gerði mér fljótt ljóst eftir að ég fór að starfa með þessum stór- kostlega manni og kynnast honum að þær fáu krónur sem hann þáði í kaup fyrir vinnu sína voru langt frá því að dekka kostnaðinn sem hann lagði fram sjálfur. Hann var í þessu af lífi og sál og allir gátu leitað til hans þegar á bjátaði. Kiddi átti svörin, hann hafði reynsluna og við treystum honum. Fyrir utan störf sín í þágu sjó- mannadagsráðs gegndi Kristinn ýmsum öðrum trúnaðarstörfum hér í bæ. Hann var slökkviliðs- stjóri, formaður björgunarfélags- ins svo eitthvað sé nefnt. Kristinn Sigurðsson frá Skjaldbreið bar alla tíð hag sjó- mannastéttarinnar mjög fyrir brjósti og eigum við sjómenn hon- um mikið að þakka og við kveðjum hann með söknuði í hjarta. Þegar nokkur félagasamtök hér í bæ, þar á meðal Sjómannadags- ráð Vestmannaeyja, ákváðu að festa kaup á Halkionhúsinu (Bás- ar) undir starfsemi sína var Krist- inn með í ráðum. Þar hefur hann verið aðal driffjöðrin frá því húsið var keypt, og á enginn maður jafn- mörg handtök og hann i sjálfboða- liðastarfinu. Þar var hann eins og svo víða annars staðar lykilmað- urinn og undir það síðsta sá hann fram á að þessu verkefni væri að Ijúka eins og ég kom inná í upp- hafi. Salurinn í Básum verður glæsi- legur, það efast ég ekki um, og þannig var lífsferill þessa manns einnig. Ég kveð Kidda með sökn- uði. Sjómannadagsráð Vestmanna- eyja vill koma á framfæri innilegu þakklæti til Kristins Sigurðssonar fyrir hans frábæra starf fyrir okkur sjómenn, og við vottum að- standendum hans okkar dýpstu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja, Lýður Ægisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.