Morgunblaðið - 07.07.1984, Síða 39

Morgunblaðið - 07.07.1984, Síða 39
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984 39 Victoria óttast gigtina + Victoria Principal og Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, eiga að minnsta kosti eitt áhugamál sameiginlegt en það er að styrkja samtök banda- rískra gigtarsjúklinga og bar- áttuna gegn gigtarsjúkdómum. Þessi mynd var tekin af þeim í Hvíta húsinu nýlega ásamt lít- illi stúlku, Amy Smith að nafni, og er Reagan hér að láta eitthvað af hendi rakna fyrir málefnið. Algengt er, að frægt fólk ljái einhverju góðu málefni lið og stundum aðallega í auglýs- ingaskyni en hjá Victoriu er þar ekki bara um að ræða tóm- an leikaraskap. Poreldrar hennar báðir eru illa haldnir af gigt og Victoria óttast, að eins kunni að fara fyrir henni. Hefner Playboy-kóngur plataður upp úr skónum + í nóvember sl. var drepið á dyr á glæsilegu húsi í Los Angeles. Úti fyrir stóð ungur maður, Mark Wilson að nafni, 26 ára gamall, og kvaðst vera sonur húsráðanda, Playboy-kóngsins Hugh Hefners. Sagði hann móð- ur sína vera fyrrum fyrirsætu, sem Hefner hafði náin kynni af skömmu fyrir 1960. „Hefner mundi eftir móður- inni. Hún var algjört æði, eins konar tvífari Marilyn Monroe. Hann hafði strax samband við hana og hún staðfesti sögu Marks," segir náinn kunningi Hefners, sem ekki vill láta nafns síns getið. „Aður en klukkutími var liðinn frá komu Marks féll- ust þeir í faðma hlæjandi og grátandi á víxl yfir þessu krafta- verki og ekki leið á löngu þar til Hefner kynnti Mark alls staðar sem „son minn". Dóttir Hefners, Christie, sem heita má að stjórni nú Playboy- ríkinu, og móðir hans lék grunur á að ekki væri allt með felldu og stungu upp á því, að blóðrann- sókn yrði látin fara fram. Hefn- er tók því heldur treglega í fyrstu en þegar það var loksins gert kom í ljós, að þeir Mark voru ekkert skyldir, hvað þá Hugh Hefner. feðgar. Hefner vildi ekki trúa því og lét endurtaka blóðrannsókn- ina í annað, þriðja og fjórða sinn. Allt bar að sama brunni með niðurstöðuna og þá varð Hefner að viðurkenna, að hann hafði verið hafður að ginn- ingarfífli. Hann beið að vísu í mánuð en sagði þá Mark, að hann væri ekki lengur velkom- inn. Mark, sem e.t.v. hefur sjálfur trúað því, að hann væri sonur Hefners, hvarf á braut og hefur ekki sést síðan þrátt fyrir mikla eftirgrennslan blaðamanna. „Hefner er hálfniðurbrotinn eftir þetta. Honum var farið að þykja vænt um Mark, en nú skammast hann sín, finnst sem hann hafi verið gerður hlægi- legur og vill helst ekki láta sjá sig á almannafæri," sagði kunn- inginn áðurnefndi. COSPER COSPER iC PIB (MMMil — Pabba hefur lengi langað til þess að hitta þig. V ... POK WKINN HJÁ ESSO I Þrír bráðskemmtilegir útileikir fyrir fjörmiklar fjölskyldur. Anægjuleg og góð hreyfing hvar og hvenær sem er: • í ferðalaginu • í garðinum heima • i sumarbústaðnum Allt i einum, ótrúlega ódýrum poka. Aðeins 298 kr. Fjörpokinn fæst á bensínstöðvum OLÍUFÉLAGIÐ HF AUK hf Auglys ngastofa Knstmar ’5 112

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.