Morgunblaðið - 07.07.1984, Page 48
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Norðmenn semja við Dani
án samráðs við íslendinga
„í GÆR flutti sendiherra íslendinga í Noregi, Páll Ásgeir Tryggvason, norska
utanríkisráðuneytinu mótmæli íslenskra stjórnvalda vegna samkomulags Norð-
manna og Dana þar sem þeim síðarnefndu er leyft að veiða allt að tuttugu
þúsund tonn af loðnu á Jan Mayen-svæðinu og mega Norðmenn veiða sama
magn innan lögsögu Grænlands.
Að sögn Ólafs Egilssonar,
skrifstofustjóra í utanríkisráðu-
neytinu, lýstu islensk stjórnvöld yf-
ir óánægju sinni með umrætt
samkomulag og vísuðu til réttinda
íslands á svæðinu sem væru viður-
kennd í Jan Mayen-samkomulaginu
milli íslendinga og Norðmanna frá
1980. Þykir algjörlega óeðlilegt að
Norðmenn skyldu ræða tvíhliða við
Dani um loðnuveiðar á svæðinu án
samráðs við íslendinga. í mdtmæl-
unum var því lýst yfir að veiðimagn
þriðja aðila, Dana í þessu tilfelli,
hlyti að dragast frá veiðikvóta
Norðmanna sjálfra. Þá komu einnig
Benzíngjald:
20 aura
hækkun
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sínum í gær 20 aura hækkun á
benzíngjaldi samkvæmt forsendum
fjárlaga. Tekur hækkunin gildi síðar
f þessum mánuði að sögn fjármála-
ráðherra Alberts Guðmundssonar.
Albert Guðmundsson sagði í
samtali við Morgunblaðið, að fé
vegna þessarar hækkunar rynni í
ákveðnum hlutföllum til Vega-
sjóðs og ríkissjóðs. Hækkunin
tæki lfklega gildi fyrir miðjan
þennan mánuð og hefði hún í för
með sér 20 aura hækkun á útsölu-
verði hvers benzinlitra.
Ríkið selur
hlutabréf
sín í Rafha
RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi
sínum í gær að bjóða stjórn og hlut-
böfum Rafha að nýta sér forkaups-
rétt á hlutabréfum ríkisins f því
fyrirtæki.
Fjármálaráðherra, Albert Guð-
mundsson, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að hlutabréf Rafha
hefðu verið endurmetin af Fjár-
festingafélaginu og í kjölfar þess
hefði ríkisstjórnin samþykkt að
bjóða stjórn og hluthöfum, eins og
lög gera ráð fyrir, forkaupsrétt að
eignarhluta ríkisins. Hlutur ríkis-
ins væri að nafnvirði 900.000 krón-
ur, en honum væri ekki kunnugt
hvert væri heildarhlutafé Rafha.
Hins vegar væri hlutur ríkisins
11.250.000 krónur samkvæmt end-
urmati hlutabréfanna.
Albert sagði ennfremur, að
þetta væri þáttur í sölu hlutabréfa
ríkisins í hinum ýmsu fyrirtækj-
um. Það hefði verið deilt á sig
fyrir að selja ekki hlutabréfin á
nafnvirði, þegar auglýst hefði ver-
ið eftir tilboðum i þau. Hann teldi,
að betra væri að láta fagmenn
taka út eignir og verðmæti hiuta-
bréfanna áður en þau væru boðin
til sölu eins og nú hefði verið gert.
fram áhyggjur fslendinga vegna
þeirra ráðagerða norskra stjórn-
valda að halda ekki uppi löggæslu
með varðskipum á svæðinu og þar
með ekki raunhæfu eftirliti með
veiðunum.
Samkvæmt upplýsingum Ólafs
Egilssonar er loðnuveiðikvóti ís-
lendinga á næsta veiðitímabili, sem
hefst með sumarveiðum, á Jan
Mayen-svæðinu 195 þúsund lestir
og Norðmenn eiga rétt á 105 þúsund
lestum, þar með taldar uppbætur
vegna mikilla veiða íslendinga í lok
síðustu vertíðar.
í samtali við Morgunblaðið lýsti
Tungulax hf. og norska fyrir-
tækið A/s MOWI eiga ÍSNO hf.
Eyjólfur Konráð Jónsson alþingis-
maður, sem er stjórnarformaður
Tungulax hf. og ÍSNO hf., sagði í
samtali við blaðamann Mbl. í gær
að þessir aðilar hefðu verið valdir
til samstarfs í ÍSNO vegna
reynslu þeirra og eins þætti eðli-
legt að gefa þessum harðduglegu
athafnamönnum kost á að fara út
í fiskeldi vegna þeirra miklu erfið-
leika sem væru nú í sjávarútveg-
Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingis-
maður og formaður utanríkisnefnd-
ar Alþingis, yfir þungum áhyggjum
vegna þessa máls: „Eg fagna því að
utanríkisráðuneytið skyldi strax
mótmæla þessum svokölluðum
samningaviðræðum því það er alveg
ljóst að Norðmenn hafa enga heim-
ild til að semja við einn eða neinn
fram hjá okkur fslendingum um
nein fískveiðiréttindi á Jan Mayen-
svæðinu því að eftir Jan Mayen-
samkomulaginu hafa íslendingar
nákvæmlega jafnmikinn rétt til
hagnýtingar þessara auðlinda og
Norðmenn. Þessum réttindum eig-
um við að halda fram þannig að það
geti engum dulist að þetta svæði sé
sameign fslendinga og Norðmanna,
en ekki þeirra eign. Þar að auki hef-
ur verið samið um það að íslend-
ingar eigi meiri réttindi en Norð-
inum með þeirri von að fleiri at-
hafnamenn í sjávarútvegi færu að
þeirra dæmi.
Aðspurður um framtíðaráform
ÍSNO sagði Eyjólfur Konráð að í
lok ágústmánaðar yrðu teknar
ákvarðanir um hversu hratt kvia-
eldi og hafbeit yrði byggt upp í
Lónum og fyrri áætlanir um stóra
sjóeldisstöð að Kistu á Reykjanesi
yrðu teknar til athugunar að nýju.
Þá kæmu háhitasvæðin í nágrenni
Jóna ekki síður til greina. Sagði
menn hvað varðar loðnuna, þar sem
við getum einir ákveðið heildar
aflamagn á loðnu. Við megum ekki
glutra niður þessum rétti okkar
með afskiptaleysi og við ættum
bæði að senda fiskiskip og varðskip
inná þetta svæði. Það er jafnósæmi-
legt af Dönum og Norðmönnum að
semja framhjá fslendingum í þessu
efni. Dönum hlýtur að vera það
ljóst að fslendingar eiga jafnmik-
inn rétt og Norðmenn á þessu svæði
hvað varðar fiskveiðar. Það er frá-
leitt að Danir og Norðmenn tali ein-
ir saman um breytingar á landhelg-
islögsögu milli Grænlands annars
vegar og Jan Mayen-svæðisins hins
vegar, sem er í sameign Noðrmanna
og fslendinga. En ég endurtek að ég
fagna mótmælum utanríkisráðu-
neytisins, en hefði kosið að hafa
þau mun harðari.
Eyjólfur að nú hefðu rúmlega 100
hafbeitarlaxar skilað sér í stöðina
og gerðu þeir sér vonir um að
heimtur f ár yrðu 5%. Ef þær von-
ir yrðu að veruleika væri líklegt að
farið yrði út í sleppingar á seiðum
sem miðað við eðlilegar heimtur
skiluðu eitt til tvö þúsund tonnum
af laxi á ári. Einnig yrði kvíaeldið
aukið fljótlega þannig að það skil-
aði 540 tonnum af laxi til slátrun-
ar á ári.
Eyjólfur Konráð sagði að allt of
hægt miðaði í uppbyggingu fisk-
eldis hér á landi. Sagði hann að á
næstu 5—10 árum mætti mjög
auðveldlega tvöfalda þjóðartekjur
með aukningu í fiskeldi einu sam-
an.
Með fimm
af átta í
úrslitum
Reynir Aðalsteinsson er með
fimm af átta gæðingum í úrslit-
um í A-flokki á Fjórðungsmótinu
á Kaldármelum. Á þessari mynd
situr hann einn þeirra, Randver.
Sjá frásögn á bls. 3.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Forsætisráð-
herra skipar
trjáræktarnefnd
Forsætisráðherra hefur ákveðið að
skipa framkvæmdanefnd til að stuðla
að þjóðarátaki í trjárækt, bæði í þétt-
býli og strjálbýli, í tilefni fjörutíu ára
afmælis stofnunar lýðveldis.
Nefndin verður skipuð eftir til-
nefningu þingflokkanna, Skógrækt-
ar ríkisins, Skógræktarfélags Is-
lands og Sambands íslenskra sveit-
arfélaga. Nefndarmenn verða tíu og
forsætisráðherra tilnefnir for-
mann.
Útflutningur
á íslenskri
þekkingu
Undirbúningsfélag að stofnun
ráðgjafafyrirtækis um útflutning á ís-
lenskri þekkingu hóf nýlega starfsemi
sína hér á landi og eru félagsmenn
um fimmtíu talsins. Hér er um að
ræða ráðgjöf er lýtur að sjávarútvegi
og fiskveiðum og hefur félagið innan
sinna vébanda fræðimenn, skipstjórn-
armenn og fagmenn á sviði fisk
vinnslu, auk rekstrarsérfræðinga, en
formaður félagsins er Ingimar Hans-
son, framkvæmdastjóri Rekstrarstof-
unnar.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Ingimar að félagið myndi bjóða upp
á hvers konar ráðgjöf á sviði fisk-
vinnslu og fiskveiða og einungis á
því sviði. Hugmyndin að stofnun
þessa fyrirtækis byrjaði að þróast
síðastliðið haust og hefur verið
unnið að fullu við undirbúning nú
síðustu mánuði. Að sögn Ingimars
eru tvö mál einkum í athugun hjá
félaginu nú til að byrja með, en þau
eru varðandi útgerð 1 Costa Rica og
útgerð á Viktoríuvatni í Uganda.
Mál þessi væru þó enn á byrjun-
arstigi, en auk þeirra hefði verið
leitað eftir verkefnum hjá Alþjóða-
bankanum. Ingimar sagði að fá
ráðgjafafyrirtæki í heiminum væru
eingöngu á þessu sviði þótt mörg
fyrirtæki væru að vísu með þetta
svið ásamt öðrum, en vitað væri, að
mikið og vaxandi starf væri á þessu
sviði, einkum í þriðja heiminum og
væri fyrirhuguð starfsemi hins ís-
lenska ráðgjafarfyrirtækis miðuð
við þörfina í þeim heimshluta.
Auk Ingimars Hanssonar skipa
stjórn hins nýja félags þeir Björn
Dagbjartsson, Guðmundur G. Þór-
arinsson, Árni Bendiktsson og
Gunnar Ragnars.
MorgunblaÖið/Friðþjófur
John Turner gengur ásamt Steingrími Hermannssyni áleiðis að flugstöðvarbyggingunni í Keflavík. í bakgrunn
má greina eiginkonu Turners, Geills (3. frá vinstri) og Geir Hallgrímsson.
John Turner, hinn nýi forsætis-
ráðherra Kanada, átti skamma
viðdvöl á íslandi á leið sinni til
Bretlands, þar sem hann verður f
opinberri heimsókn hjá Elísabetu
drottningu.
Geir Hallgrímsson utanrikis-
ráðherra og Steingrfmur Her-
mannsson forsætisráðherra tóku
á móti Turner, eiginkonu hans,
Geiils, og fylgdarliði þeirra og
áttu ráðherrarnir stuttar viðræð-
ur um sameiginlega hagsmuni ís-
lands og Kanada.
í örstuttu spjalli við blm. sagði
Turner að enn væri ekki búið að
ákveða hvenær kosningar færu
fram f Kanada, en þær verða að
fara fram fyrir mars 1985. Hefur
27. ágúst verið nefndur sem hent-
ugur kosningadagur. Turner kvað
atvinnuleysið, sem er um 11,2%,
vera helsta viðfangsefni nýju
stjórnarinnar. Helst yrði að ráða
bót á atvinnuleysi yngri kynslóð-
arinnar, sem nú slagar hátt í 30%
á sumum stöðum í Kanada.
Nefndi hann iðnþjálfun á vegum
hins opinbera sem eina lausn, en
sagði að finna þyrfti nýjar leiðir
til að mæta atvinnuleysinu.
Þetta er ekki fyrsta heimsókn
Turners til íslands, heldur sú
fimmta eða sjötta. Hann hefur
ferðast um landið og m.a. rennt
fyrir laxi. Kvaðst hann hafa sér-
stakt dálæti á íslandi.
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki
gerast aðilar að ÍSNO hf.
TVÖ STÓR sjávarútvegsfyrirtæki á ísafirði og í Vestmannaeyjum, Hrað-
frystihúsið Norðurtangi hf. og ísfélag Vestmannaeyja hf., hafa gerst aðilar að
laxeldisfyrirtækinu ÍSNO hf., sem rekur fiskeldisstöð í Lónum í Kelduhverfi.
í sumar verða teknar ákvarðanir um áframhaldandi uppbyggingu ÍSNO,
bæði í Lónum og á Reykjanesi.