Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1984 Fundur flug- málastjóra Norðurlanda ÁRLEGUR fundur flugmála- stjóra á Norðurlöndum var hald- inn á Húsavík fyrr í þessum mánuði. Voru þar samankomnir fulltrúar flugmálastjóma allra Norðurlanda og á fundinum var meginumræðuefnið samvinna Norðurlanda á ýmsum sviðum viðvíkjandi Alþjóðaflugmála- stofnuninni (IKICAO), en Norð- urlöndin eiga sameiginlegan fulltrúa í fastaráði IKICAO. Fundurinn var haldinn á Hótel Húsavík dagana 3. og 4. júlí og voru erlendu gestunum síðan sýndir markverðir staðir á Húsavík og í nágrenni Húsa- víkur. Flugmálastjórar Norðurlandanna. Á myndinni eni talið frá vinstri: Erik Willock, Noregi, Bent Johansson, Svíþjóð, Lena Calas eiginkona Carls Calas sem er hægra megin við hana og er frá Finnlandi, Pétur Einarsson flugmálastjóri er lengst til hægri, Claus Helsoe frá Danmörku var ekki viðstaddur þegar myndin var tekin. Bæklunar- og endurhæfingar- deild Landspítalans lokað Lokun þessi liöur í sparnaðaraðgerdum hjá Ríkisspítölum Baeklunar- og endurhæfingar- deild Landspítalans hefur nú verið lokað fram í miðjan ágúst. Deildin verður lokuð i fjórar vikur en samtals verður sjúkradeildum á Landspítalanum lokað í 40 vikur í sumar. Að sögn Péturs Jónssonar, framkvæmdastjóra Ríkisspitala, eru þessar lokanir liður í sparnað- araðgerðum sem þeim var gert að í tengslum við „Átak ’R4“, sem Ferðamálaráð hefur beitt sér fyrir til að hvetja til bættrar umgengni við landið og aukinna ferðalaga innanlands, var leitað til ýmissa fyrirtækja og stofnana um aðstoð af ýmsu tagi. Nú hefur framkvæmdastjórn íslenska álfélagsins hf. ákveðið að verja allt að 200 þúsund krón- um til að fegra umhverfi verk- framkvæma, samkvæmt beiðni fjármálaráðuneytisins, en Ríkis- spítalar fengu fyrirmæli um að spara um 2,5% af launakostnaði og um 5% af rekstrargjöldum. „Þessi deild sem var verið að loka um miðjan mánuðinn er blönduð deild sem bæklunardeild- in og endurhæfingardeildin hafa NJÓTUM LANDS -NÍÐUM El Ferðamálaráð íslands ^llP’ smiðjunnar að veginum. Reynd verður sáning beggja vegna girð- ingar og snyrt í kringum bygg- ingu austur af álverinu. Þá er sameiginlega og hún verður lokuð fram í miðjan ágúst,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið. „Það sem þessi lokun hefur í för með sér er fyrst og fremst það að ekki verður tekið mikið inn af sjúkling- um sem eru á biðlista og þá er við því að búast að sá listi lengist. Þessi lokun er hluti af lokunum sem fara fram á Landspítalanum í ráðgert að ganga frá bílastæði við „Kapelluna". Þá ráðgerir verksmiðjan að mála daggeyma næsta sumar. Ferðamálaráð vill koma á framfæri þakklæti fyrir þessi góðu viðbrögð, en þess má geta, að eitt af sérverkefnum „Átaks ’84“ er fegrun á umhverfi Reykjanesbrautar, og hafa farið fram umræður við sveitarfélög og fleiri aðila um það mál. (FrétUtilkynning) sumar, en þetta er gert í sparnað- arskyni. f fyrra töpuðust 15 deildarvikur vegna skorts á hjúkrunarfræðing- um, og var það svipað og undan- farin ár, en núna er ráðgert að spara 25 deildarvikur umfram þessar 15 vikur svo samtals verður sjúkradeildum lokað i 40 deildar- vikur. Með þessum lokunum er meiningin að spara fjárupphæð á bilinu 6 til 9 milljónir króna,“ sagði Pétur. Hann kvað þessar aðgerðir náttúrlega draga úr allri þjónustu við sjúklinga en nú hefði það verið vitað með talsverðum fyrirvara hvenær staðið hefði til að loka þessari deild og því verið hægt að taka tillit til þess þegar sjúklingar voru teknir inn. Sagði hann að þeir sjúklingar sem þyrftu á endurhæfingu að halda varðandi meiðsli sín eða veikindi yrðu á þessu tímabili, meðan deildin væri lokuð, að notfæra sér þjónustu göngudeildar. „Það á ekki að þurfa að hafa neina persónulega röskun í för með sér þó deildinni verði lokað þennan tíma," sagði Pétur, „en hins vegar er alveg ljóst að biðlistinn styttist ekki á meðan.“ „Njótum lands, níðum ei“ Settur skatt- stjóri Vest- fjarðaumdæmis Fjármálaráðherra hefur sett ólaf Helga Kjartansson lög- fræðing til að vera skattstjóri Vestfjarðaumdæmis frá og með 15. ágúst nk. Ekki voru aðrir um- sækjendur um stöðu skattstjóra Vestfjarðaumdæmis. (FrétUtilkynning) Brunnurinn — í Ijóðaleit — Ljóð myndlistarmanna Þriðja hefti listtímaritsins Brunn- urinn er nú komið út í bókarformi og innibeldur Ijóð tuttugu myndlist- armanna. í fréttatilkynningu frá útgef- endum segir meðal annars, að þeim hafi þótt forvitnilegt að kanna þessa hlið myndlistar- manna og koma á prent, ef vera kynni að einhver hefði áhuga á þessum ljóðum, sem annars hefðu legið í kyrrþey í hinum og þessum skúffum. Bókin er um 80 blaðsíður að stærð og verður til sölu i Bókabúð Eymundssonar, Máli og menningu og Gallerí Langbrók. Sýningin Saga skipanna framlengd Sýningin „Saga skipanna" hófst 15. júní sl. og hafa rúmlega 5.000 manns séð sýninguna. Vegna fjölda þeirra er ekki hafa haft tækifæri til að sjá sýninguna hef- ur verið ákveðið að framlengja hana um eina viku en jafnframt skal tekið fram að sýningin verður ekki framlengd frekar. (Úr frétutilkynninfu) íslenskir háhymingar í Kanada: Finni og Bjössa skemmta í dýrasafninu í Vancouver íslenskir háhyrningar eru ikaf- lega vinsælir í erlendum dýragörð- um, það gengur vel að temja þá. Þeir eru fljótir að venjast lífinu í dýragörðum og sætta sig fljótt og vel við það. Jón Gunnarsson, forstjóri Sæ- dýrasafnsins í Hafnarfirði, hef- ur frá árinu 1976 veitt hvali til að selja til erlendra dýragarða og frá þvi sá útflutningur hófst hafa 35 hvaiir verið fluttir út. Finni sýnir listir sínar í sædýra- safni Vancouver-borgar í Kanada. Myndina tók Níels Hildebrandt sem var þar á ferð nú fyrir skömmu. Ef vel er gáð má sjá Bjössu á sundi í vatninu. Tveir þeirra eru í sædýrasafni Vancouver-borgar, sem er í Brit- ish Columbia í Kanada. Það er eitt karldýr og eitt kvendýr, sem heita Bjössa og Finni. Þegar dýrin voru seld héldu menn að þetta væru tvö karldýr og voru þau send til dýragarðsins sem „Bjössi og Finni“. Síðar kom í Ijós að Bjössi var kvenkyns og var nafninu því breytt í „Bjössu". Jón Gunnarsson sagði í sam- tali við blaðamann Mbl. að dýrin hefðu verið veidd haustið 1980. Þau hefðu verið hér á landi í nokkurn tíma, til að venjast nýju mataræði og lifnaðarháttum i dýragörðum. Þá eru hvalirnir alltaf ormhreinsaðir og tekin úr þeim blóðsýni áður en þeir eru sendir úr landi og var það að sjálfsögðu einnig gert í þessu til- felli. Háhyrningarnir Bjössa og Finni eru nefndir í höfuðið á tveimur áhafnarmeðlimum á Guðrúnu GK 37 sem veiddi þá. Jón Gunnarsson tjáði blm. að dýrin sem veiddust væru oft nefnd f höfuðið á áhafnarmeö- limum og síðan væri það í valdi forráðamanna dýragarðanna erlendis hvort dýrin héldu nöfn- unum eða ekki. í þessu tilfelli voru dýrin nefnd eftir kokkinum og vélstjóranum. Þegar þau Bjössa og Finni héldu utan fóru með þeim tveir aðrir háhyrningar. Einn fór til Japans og annar til San Franc- isco. Alls eru nú átta fslenskir háhyrningar í dýragörðum í Kanada, en f Sædýrasafninu f Hafnarfirði eru þrír, sem að sögn Jóns Gunnarssonar er ákaflega vinsælir meðal sýn- ingargesta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.