Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1984 31 Ferðamálaráð Norðurlanda: Arið 1985 verði ferðaár æskunnar MTX50 LÉTT BIFHJÓL FYRIR 15 ÁRA OG ELDRI NÝLEGA lauk í Reykjavík aðalfundi formanna ferðamálaráða og ferða- málastjóra á Norðurlöndum. Á fund- inum voru rsdd ýmis sameiginleg verkefni, en Norðurlöndin starf- raekja meðal annars saman land- kynningarskrifstofu f New York, auk þess að gefa út kynningarrit og bæklinga um Norðurlönd. Að sögn Lúdvigs Hjálmtýsson- ar, ferðamálastjóra, er norræna samstarfið fjármagnað af nor- rænu ráðherranefndinni. Af út- gjöldum til skrifstofunnar í New York leggja Islendingar til 1%, en skrifstofan hefur mikla þýðingu fyrir okkur að sögn Lúdvigs. Eitt af því sem unnið er að og rætt var á fundinum, er að gera árið 1985 að ferðaári æskunnar, til að hvetja ungt fólk til að ferðast um Norðurlöndin. Ferðamálaráð á hinum Norður- löndunum hafa um skeið rekið skrifstofur í stórborgum víða um heim. Núna er verið að vinna að opnun fyrstu íslensku skrifstof- unnar sem verður væntanlega staðsett í Frankfurt í Þýskalandi. Ráðinn hefur verið forstjóri henn- ar, ómar Benediktsson. Skipsflautu stolið Skipsflauta hvarf úr bát við Helluhraun í Hafnarfirði fyrir helgi. Tjónið er tilfinnanlegt fyrir eigandann, þar sem skipsflautur eru ekki fáanlegar i landinu um þessar mundir og báturinn fæst ekki skoðaður flautulaus. Þeir sem kynnu að hafa orðið flautunnar varir vinsamlega skili henni aftur i bátinn. HONDA A ÍSLANDI, VATNAGÖROUM 24, SÍMI 38772 — 39460. Sex stafa sjálfvirk símstöð tek in í notkun Heimsþekkt fyrir fyrsta flokks útfærslu á fáguöum stíl. a 8 í skemmtilegum gjafaumbúöum — á ótrúlega góðu verði. AÐFARANÓTT miðvikudagsins 18. júlí nk. verður tekin I notkun ný sex stafa sjálfvirk símstöð á Sel- tjarnarnesi. Þá breytast símanúmerin þar á þann hátt að talan 6 kemur fyrir framan gömlu númerin. Þar með hefur simaskráin 1984 að fullu tekið gildi. (Frftutilkynaiaf) 6180,,Chippendale" ^ glasabakki, silfurplett (Þvermál 25cm). Verð kr. 600. 6305 Ilangt ofnfast glerfat í silfurplettgrind með loki (19X30cm). Verð kr. 1.700,- 6226 6 stk. teglös í silfurplett umgjörð á bakka. (Glös 11 X7cm, bakki 23cm i þvermál) Verð kr. 1.250.— Sumardagskrá tij styrktar íslensku óperunni NÚ HAFA félagar í íslensku óperunni tekið sig saman til fjár- öflunar í sumar. Endurgjalds- laust koma óperusöngvarar fram, ásamt kór óperunnar. Sett hefur verið saman dagskrá með ís- lensku og erlendu efni. Verður þjóðlegur bragur yfir fyrri hluta dagskrárinnar. Efnið sem þar verður flutt eru íslensk þjóðlög og ættjarðarlög ásamt íslenskum sönglögum. Þá verða af og til kveðnar rím- ur og sunginn vísnasöngur. í hléi verður gestum síðan kenndur íslenskur dans/viki- vaki í léttum dúr. ( þessum hluta dagskrárinnar klæðast konur íslenskum þjóðbúningi. Eftir hlé verður skipt um ham en þá klæðist kórinn sam- kvæmisfatnaði og syngur ásamt óperusöngvurum atriði úr söngleikjum, óperettum og óperum. (tr rréiutilkynninpi) 6308 Ávalt ofnfast glerfat í silfurplettgrind með loki. (15X24cm) Verð kr. 1.400.— 6207 Þrískipt salatskál á silfurplettbakka. (Þvermál 24cm) Verð kr. 520.— 5896 6 stk. glasabakkar í grind Silfurplett (12X11,5cm) Verð kr. 470,— 6202 Kringlótt 5 skipt salatskál silfurplettgrind. (Þvermál 36cm). Verð kr. 1.280,— RAMMAGERÐIN KRISTALL& POSTULÍN HAFNARSTRÆTI 19 Póstsendum um allt land SlMAR 17910 & 12001 REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.