Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 30
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1984 + Eiginmaöur minn, sonur, faöir, stjúpfaöir, tengdafaöir og afi, GUNNAR SIGURÐUR ÁSTVALDSSON, Suöurgötu 53, Hafnarfiröi, andaöist aö kvöldi 13. júlí í Borgarspttalanum. Svanfríöur Eyvindsdóttir, Sigríöur Benjamínsdóttir Eyvindur Gunnarsson, Steindór Gunnarsson, Hrefna Halldórsdóttir, Katrín G. Johnson, John Johnson, Kolbeinn Gunnarsson, Anna Björnsdóttir, Sússanna R. Gunnarsdóttir, Einar J. Herbertsson, örn S. Einarsson, Jóna Stígsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn og faöir okkar, GUNNAR TRYGGVASON fré Skrauthólum, Teigaseli 5, Reykjavík, lést í Landspítalanum 15. júlí. Hallfríóur Ásmundsdóttir, Halldór Gunnarsson, Tryggvi Gunnarsson. + GUNNAR ÆGIR TEGNER, lést á dvalarheimilinu Ási, Hverageröi, aöfaranótt 15. þessa mán- aöar. Jaröarförin auglýst síöar. Aöstandendur. Móöir okkar, + JÓHANNA BENÓNÝSDÓTTIR fré ísafiröi, andaöist á Hrafnistu 15. júlí. + Sonur minn, REINALD REINALDSSON, Suðurgötu 87, Hafnarfirói, lést í Freiburg, Þýskalandi, 11. júlí. Þorbjörg Björnsdóttir. + Hjartkær eiginmaöur minn, ÞORSTEINN B. JÓNSSON, mélari, Njaróargötu 61, lést í Borgarspítalanum aö morgni 16. júlí. Margrét Magnúsdóttir. + Útför EINARS JÓHANNSSONAR, skipstjóra, Fjaröarstræti 13, ísafirói, fer fram frá ísafjaröarkirkju í dag, þriöjudaginn 17. júlí, kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Elísabet H. Jóhannsson. + Útför mannsins míns og fööur, JAKOBS ALFREÐS STEFÁNSSONAR, Ásvallagötu 10, fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 19. júlí kl. 13.30. Réóhildur Guómundsdóttir, Valgeröur Jakobsdóttir. Minning: Einar Jóhanns- son skipstjóri ísfiröingum bættist traustur og góður borgari, þegar Einar Jó- hannsson fluttist til ísafjarðar ár- ið 1955 og tók við skipstjórn á tog- aranum fsborgu. Allar götur síðan hefir hann sett svip á umhverfi sitt með sínu hressilega viðmóti og glaðværð, sem honum var í blóð borin. Það var því eins og strengur hefði slitnað { bæjarlífinu, þegar óvænt andlátsfregn hans barst um bæinn að morgni 10. júlí sl. Einar var fæddur í Reykjavík 27. mars 1921. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Gíslason, sjó- maður frá Ásum í Gnúpverja- hreppi, bróðir Margrétar hús- freyju á Hæli, og kona hans Lov- ísa Brynjólfsdóttir. Þegar Einar var þriggja ára drukknaði faðir hans af togaranum Maí. Var hon- um þá komið í fóstur til hjónanna í Ráðagerði á Seltjarnarnesi, Kristins Brynjólfssonar, skip- stjóra frá Engey, og Önnu Guð- mundsdóttur frá Nesi við Seltjörn, en þau hófu búskap i Ráðgerði á sama ári og faðir hans drukknaði. Þar ólst Einar upp til fullorðins- ára og minntist hann fósturfor- eldra sinna ávallt með miklum hlýhug og virðingu. Var ljost af öllum frásögnum hans, að dvölin í Ráðagerði hafði orðið honum ómetanlegur skóli. Einar lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík lýð- veldisárið 1944. Tveim árum síðar gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Elísabeth f. Clegg. Voru þau gefin saman í Grimsby 9. ág- úst 1946. Þau Einar og Bettý, en svo er hún jafnan nefnd af vinum og samstarfsfólki, eignuðust fimm börn: Elisabeth f. 1949, Einar f. 1951, Margrét f. 1953, Konráð f. 1955 og Kristin f. 1956. Áður en Einar giftist eignaðist hann dótt- ur, Lovísu, sem fædd er 1943. Seltjarnarnesið og umhverfi þess allt hefur örugglega haft mótandi áhrif á Einar í uppvext- inum. Hann var bráðger unglingur og hugur hans stefndi til sjó- mennsku og mannaforráða. En það var ekki á hvers manns færi á millistríðsárunum að komast í gott skiprúm. Til þess þurftu menn yfirleitt að hafa nokkra reynslu, samfara líkamlegu at- gervi og það skorti Einar ekki. Atján ára gamall hóf hann sjó- mennsku á togurum. Var hann fyrst skipverji á togurunum Ar- inbirni hersi og Rán, en að námi loknu í Stýrimannaskólanum var hann lengst af stýrimaður á skip- um útgerða Tryggva ófeigssonar, Júpíter, Mars og Neptúnusi, þar til hann varð skipstjóri á togaran- um Surprise frá Hafnarfirði 1952. Ég kynntist Einari fyrst, þegar hann kom til ísafjarðar 1955. Átt- um við ánægjulegt og gott sam- starf næstu árin og tókst þá með okkur einlæg vinátta, sem aldrei hefir borið skugga á síðan. Einar var þá orðinn vel sjóaður eftir margra ára sjómennsku með mörgum þekktustu togaraskip- stjórum stríðs- og eftirstríðsár- anna. Hann var hár maður vexti og fyrirmannlegur, glaðlyndur og glettinn og fylgdi honum hressi- legur gustur, sem laðaði menn að honum. Hann var sjór af fróðleik og kunni fleiri sögur og skemmti- legri, en flestir menn aðrir, sem ég hefi kynnst. Hann kunni líka flestum betur þá list, að segja þessar sögur. Einar var vel greindur og hafði ágæta kímni- gáfu. Var hann einstaklega næm- ur á að finna hið broslega í grá- myglu hversdagsleikans. Kímni hans var laus við allan brodd, hún var gædd meðfæddri góðvild og þjónaði þeim tilgangi einum að gera frásögnina lifandi og skemmtilega. Það leiddist því eng- um í návist hans. Ég hafði einu sinni orð á því við Einar, að nauð- synlegt væri að skrá eitthvað af þessum sögum, svo að þær glötuð- ust ekki. Eftir á að hyggja veit ég ekki, hvort það er svo mikill skaði, að svo varð ekki. Ég veit ekki, hvort aðrir hefðu getað endursagt þær og glætt þær því lífi, sem hann kunni. Sú kynslóð, sem hann kynntist ungur, er nú að hverfa og ég óttast, að sú kynslóð, sem elst upp við fjölmiðlatækni nútímans, skilji ekki lífsviðhorf þessa fólks, kunni því ekki að meta þær. Þegar Einár hafði starfað sem hafnsögumaður á Isafirði í rúman áratug, frá 1963—1973, seinustu árin sem yfirhafnsögumaður, voru fyrstu skuttogararnir að koma til landsins og fluttu mikinn afla að landi. Mér er í fersku minni, þegar + Útför móður okkar og fósturmóöur. HELGU KRISTJÁNSDÓTTUR, sem andaöist 11. júlí, fer fram frá Haukadalskirkju í Biskupstung- um miövikudaginn 18. júlí kl. 14.00. Steinunn Arnórsdóttir Berglund, Sighvatur Arnórsson, Arnþrúður Arnórsdóttir, Helga Jónsdóttir. Erlingur Arnórsson, Sólveig Arnórsdóttir, Indriöi Sigurösson, Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir, MAGNÚS PÁLSSON, jérnsmiöur, Sólheimum 27, veröur jarösunginn frá FossvogskirKju miövikudaginn 18. júlí klukkan 13.30. Krislrún Hreiöarsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Guöfinna Magnúsdóttir, Sigríöur Vilborg Magnúsdóttir, Péll Magnússon, Svavar Gunnþórsaon, Guömundur Jakobsson, Guömundur Guömundsson, Elva Dröfn Ingólfsdóttir. hann kom til mín og spurði, hvernig mér litist á þá ætlan sína að segja starfi sínu lausu og ger- ast togaraskipstjóri á ný. Hann hafði staðið í brúnni á gömlu kola- togurunum og nýsköpuninni og nú langaði sig til að reyna sig á hin- um nýju skipum. Ég svaraði að bragði, að ég vissi þess fá dæmi, að skipstjori, sem hefði dregið nökkva sinn í naust, og væri kom- inn í öruggt starf hjá því opin- bera, segi því lausu, til að gerast skipstjóri á ný. En Einar var óvílgjarn maður. Hann sá fram á rólegri daga í hafnsögumanns- starfinu, þegar erlendum skipa- komum fækkaði vegna útfærslu landhelginnar, og það átti ekki við skapgerð hans. Hann þurfti að hafa nóg að starfa. Hann sagði því starfi sínu lausu og fór til sjós á ný og var skipstjóri á skuttogur- um næstu fjögur árin. Einar var lengst af heilsu- hraustur og þegar heilsan tók að gefa sig, kunni hann ekki að vera veikur. Hann hafði aldrei lært að hlífa sjálfum sér. Vistaskiptin urðu því í samræmi við lífsstíl hans. Það tekur okkur, sem eftir stöndum, nokkurn tíma að átta okkur, en eigi má sköpum renna. Þessum fátæklegu línum fylgja einlægar samúðarkveðjur til eig- inkonu hans, barna og allra vandamanna. Ég vil með þessum fáu orðum lýsa samúð og söknuði, þakka ánægjuleg kynni, sem skilja eftir minningar, sem ekki munu gleymast. Jón Páll Halldórsson. Sumarvinna námsmanna reyn- ist þeim ekki síður gagnleg þegar út í lífið er komið en sjálft bók- námið. Auðvitað fer það eftir því að hverju er unnið og ekki sízt hverja stjórnendur unga fólkið fær. Sumarið 1951 var ég í skiprúmi á bv. Surprise GK-4. Ég var með öllu óvanur um borð í togara, en þekkti nokkuð til skipverja. Auð- vitað var þetta eins og ævintýri en reyndist mér ómetanlegur skóli. Á næsta ári var ég aftur kominn á sama vinnustað. Einar Jóhannsson, sem þá var 1. stýrimaður og síðar skipstjóri á bv. Surprise, átti ekki hvað sízt þátt í því. Hann var skv. stöðu sinni aðalstjórnandi til vinnu, af- burða duglegur sjómaður, snjall og úrræðagóður. Hafði hann einkar gott lag á þvf að kenna og stjórna byrjendum til sjós. Þessar samverustundir okkar urðu að vináttu og þótt störf okkar yrðu ólík og vik milli vina rofnaði aldrei sambandið. Ungur tileinkaði Einar Jó- hannsson sér sjómennsku og lauk prófi frá Stýrimannaskólanum. Gerðist skipstjórnarmaður hjá út- gerð Tryggva ófeigssonar og Ein- ars Þorgilssonar & Co hf., en flutt- ist síðar til Vestfjarða og lauk þar skipstjórnarferli sinum og gerðist hafnsögumaður þar. Síðustu árin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.