Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1984 21 öfnun hætta á verðlækkunum i Bandaríkjunum og enn sem komið er hafa menn ekki viljað fara út f slíkt. Á hinn bóginn verður það einnig að teljast varasamt að for- smá Evrópumarkaðina. Sú hætta felst í því, að aðrir verði fyrri til að bregðast við offramboðinu f Bandaríkjunum með því, að snúa sér að Evrópu. öðrum Evrópu- löndum er það nú hagstæðara en okkur, þar sem gengi þeirra er ekki eins hátt og styrkasta gjald- miðils Evrópu gagnvart dollarn- um, islenzku krónunni. Vinnslan rekin með innistæðu- lausum ávísunum Við sfðustu fiskverðsákvörðun hækkaði fiskverð til vinnslunnar um 6%, en auk þess hækkuðu vinnulaun og annar innlendur kostnaður án þess, að neinn tekju- auki hafi komið á móti. Þessi staða hefur því haft í för með sér mjög erfiða greiðslustöðu vinnsl- unnar og sagði fiskverkandi, að vinnslan væri nú að mestu rekin með innistæðulausum ávfsunum. Menn vissu ekki hvernig þeir ættu að greiða laun, þeir vissu ekki hvernig þeir ættu að greiða hrá- efnið og því síður væri hægt að standa undir föstum kostnaði. All- ar fyrri reglur um skiptingu tekna væru fallnar úr gildi og það eina, sem til gæti komið, væri að skrá gengið rétt. Fiskverðsákvarðanir úr- eltar í núverandi mynd? Útgerð og fiskvinnsla er nú að mestu í höndum sömu aðila þann- ig að núverandi aðferð við ákvörðun fiskverðs er f raun orðin úrelt. Það væri þvf miklu frekar, að útgerð og fiskvinnsla (nánast sami aðilinn) semdi við sjómenn um verðlagningu fisksins eða hreinlega um föst laun fyrir störf þeirra, hugsanlega með einhvers konar uppbótum eftir gæðum og aflamagni. Þá má það ekki gleym- ast, að við fiskverðsákvörðun koma afskipti stjórnvalda enn f ljós og henni fylgja nær ætíð ein- hverjar ráðstafanir af þeirra hálfu. í maí síðastliðnum var ákveðin 12% lækkun á rækjuverði upp úr sjó vegna lækkunar á markaðsverði. Sú ákvörðun var tekin með atkvæðum kaupenda og oddamanns Þjóðhagsstofnunar. Mánuði síðar er ákveðið að hækka rækjuverð um 10% með atkvæð- um seljenda og oddamanns Þjóð- hagsstofnunar! Mörgum finnst þetta skrýtin pólitík og að mikið vanti upp á það, að við ákvörðun hráefnisverðs sé tekið mið af gild- andi markaðsverði hverrar teg- undar fyrir sig og hverjum mark- aði fyrir sig. Það er alkunn stað- reynd, að við fáum ekki meira fyrir fiskinn en neytendur eru til- búnir að greiða. Hingað til hafa íslendingar haldið hæsta verði á erlendum mörkuðum, en skiptar skoðanir eru um það, hvort þeirri stefnu skuli haldið áfram eða verð lækkað til að auka magn. Engin birgðasöfnun í söltun en tapið 10% af tekjum Undir síðustu mánaðamót mat Þjóðhagsstofnun tap saltfisk- vinnslu 7 til 8% af tekjum. Salt- fiskverkendur meta tapreksturinn hins vegar 8 til 10%. Söltunin býr ekki við birgðasöfnun og hefur á þessu ári verið afskipað nær jafn- óðum og framleiðslan hefur verið fullunnin. Hins vegar hefur verið samdráttur í vinnslunni samfara aflasamdrætti og litlar likur eru á því, að söltun aukist nú þrátt fyrir að illa gangi að selja frystar af- urðir. Stafar það af því, að nú veiðist mikið af smáfiski, sem er ákaflega óhagstæður í söltun vegna lágs markaðsverðs. Á síð- asta ári fór að halla verulega und- an fæti í afkomumálum saltfisk- verkenda. Ástæður þess voru fyrst og fremst lækkun markaðsverðs vegna hækkunar dollars, krafan um hreinsun selorms úr fiskinum og hátt hlutfall af söltun smá- þorsks. Þá olli það mörgum fram- leiðendum þungum búsifjum, að ekki var lánað til skreiðarverkun- ar í fyrra fyrr en á haustmánuð- um með þeim afleiðingum að sölt- un á flöttum ufsa varð veruleg. Mikið framboð var á söltuðum ufsa á síðasta ári, verð lágt og því mikið tap á verkuninni. Enginn tekjuauki á móti hækkun hrá- efnis og vinnulauna Pyrir ákvörðun fiskverðs fyrsta febrúar síðastliðinn var þvi staðan í afkomumálum orðin sú, að hagn- aður í frystingu var talinn um 10% en tap á söltun rúmlega 10%. Við fiskverðsákvarðanir nokkur undanfarin áramót hefur staðan jafnan verið betri í söltun en frystingu og var því söltun íþyngt í samræmi við reglur verðlagsráðs til að jafna afkomuna milli vinnslugreina. í vetur var aftur komin upp sú staða, að svigrúm til að jafna hinn mikla afkomumun var lítið sem ekkert, því fiskverð hækkaði aðeinc um 5%. Hins veg- ar hefur þróun þessa árs verið sú að afkomumunurinn hefur jafnazt verulega vegna lækkunar á verði frystra afurða og var hann senni- lega aðeins um 10% fyrir síðustu fiskverðshækkun. Með 6% fisk- verðshækkun og 2% launahækk- unum frá fyrsta júní síðastliðnum. í stað 4 til 6% taps í heildina fyrir þessar hækkanir telja framleið- endur tapið nú 8 til 10% enda fékkst enginn tekjuauki á móti hækkuninni. Þetta mat er miðað við árs rekstur, en tap á verkun smáfisks er talið vera um 16 til 18%. Frá áramótum til 1. júlí er framleiðsla saltfisks talin um 25.000 lestir, en á sama tíma i fyrra var framleiðslan 37.000 lest- ir. Vaxtakostnaður vegna skreiðarbirgða hundruðir milljóna Skreiðarverkunin er svo kapí- tuli út af fyrir sig. Á árunum 1980 og 1981 jókst skreiðarvinnsla verulega vegna hagstæðs mark- aðsverðs í Nígeríu. 1979 var fram- leiðsla skreiðar og hertra hausa 6.959 lestir, 17.483 árið 1980, 25.202 árið 1981 og náði þá há- marki, en varð aðeins 4.718 lestir 1983. Verulegur afturkippur kom i skreiðarsöluna 1982 og fóru menn þá að halda að sér höndum, en of seint. Á síðasta ári var litil skreið- arsala, en sala hertra hausa gekk vel. Á þessu ári hefur ekki tekist að gera nýja samninga við Níger- íumenn og því ekkert flutt út nema upp i gamla samninga. Vegna þessa sitja margir verkend- ur uppi með gifurlegar birgðir allt frá árinu 1981 með feikilegum vaxta- og geymslukostnaði. Telja flestir, að mjög vanhugsað hafi verið að leggja jafnmikla áherzlu á Nígeríumarkaðinn og raun bar vitni og er birgðasöfnun af þessum sökum ein af orsökum bágrar fjárhagsstöðu fiskvinnslunnar. Nú er talið að skreiðarbirgðir séu um 240.000 pakkar að verðmæti rúm- ur 1 milljarður króna og um 100.000 pakkar af hausum að verð- mæti 100 milljónir króna séu nú í birgðum. Verðmæti þessara birgða er hins vegar mjög erfitt að meta vegna þess, að hugsanlegt markaðsverð er mjög óljóst og einnig er mjög óljóst hvort nokkr- ir sölusamningar við Nígeríumenn náist, þrátt fyrir nokkra bjartsýni þar að lútandi fyrr á árinu. Þó birgðir séu metnar á þessar upp- hæðir, er fjarri því, að þær skili sér til framleiðenda. Vaxtabyrði vegna afurðalána er talin nema hundruðum milljóna, geymslu- kostnaður er verulegur og rýrnun birgða talsverð. Hitt er þó víst, að seljist þessar birgðir, léttir það verulega á stöðunni. Erlendar langtíma- skuldir útvegsins 16,2% af heildinni Erlendar langtímaskuldir þjóð- arinnar um siðustu áramót voru 36,3 milljarðar króna eða 60,6% af þjóðarframleiðslunni. Erlendar langtímaskuldir sjávarútvegsins voru þá 5,9 milljarðar króna, eða 16,2% heildarinnar og 9,8% þjóð- arframleiðslunnar. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af útflutn- ingi sjávarafurða 12,7 milljörðum króna eða 68% af gjaldeyristekj- um þjóðarinnar af vöruútflutn- ingi, sem alls voru 18,6 milljarðar. Til samanburðar á hlutfalli ein- stakra þátta i erlendum heildar- skuldum þjóðarinnar má nefna, að 50,4% voru vegna orkumála, 16,2% vegna sjávarútvegs, 12,7% vegna opinberrar þjónustu, 10,3% vegna samgangna, 8% vegna iðn- aðar og óskilgreind eru 2,4%. Fækkun í flotanum meö aöstoð stjórn- valda í staö gengis- lækkunar lausnin? Af þessari upptalningu má sjá, að sjávarútvegurinn er enn undir- staða gjaldeyrisöflunar þjóðarinn- ar, þó sú undirstaða sé fallvölt um þessar mundir. Eins og fiskistofn- um er nú háttað, er ljóst að hægt er að sækja mögulegan afla með miklu færri skipum og minni til- kostnaði og skila fiskvinnslunni sama hráefni til verðmætasköp- unar og gjaldeyrisöflunar. Með minni tilkostnaði minni flota við að ná sama hráefni og of stór floti sækir nú, minnkar vissulega þörf- in á hækkuðu fiskverði. Þá minnk- ar hlutfall olíu af aflaverðmætum og afkoma sjómanna batnar. Með þessum hætti mætti ef til vill koma i veg fyrir gengislækkun, en þá er enn óleystur vandi þeirra, sem væntanlega þyrftu að leggja skipum sínum eða finna þeim verkefni annars staðar. Þá mun sjómönnum fækka líka, ef ekki finnast verkefni fyrir skipin ann- ars staðar. Lokaspurningin gæti því verið sú, hvort þjóðinni væri hagstæðara að leggja fé með ein- hverjum hætti til þess að fækka skipum og draga þannig úr þörf- inni á gengislækkun eða skrá gengið „rétt“ eins og sumir hags- munaaðilar segja og finna leiðir til að koma í veg fyrir að „rétt“ gengi fari út í verðlagið og herði á verðbólgunni. staklega tækifæri til að skoða snilldarverk Rembrandts og Vinc- ent van Goghs. Lokakaflinn heitir „Útrásir" og fjallar um skoðunarferðir utan Amsterdam, m.a. til Haag, leik- fangabæjarins Madúródam og sæ- dýrasafnsins í Hardewijk, þar sem ísienski háhyrningurinn Guðrún er aðalstjarnan. Einnig er að finna í ritinu allskyns hjálplegar almennar upplýsingar, svo sem um neyðarsíma, lokunartíma hinna ýmsu staða, tannlækni, barnagæslu o.fl. Ævintýralega Amsterdam er 96 síður í mjóu broti, sem er handhægt í vasa eða veski. Litgreining var gerð af Myndamótum, Hilmir prentaði og Bókfell annaðist bókband. „Ævintýralega Amster dam“ Ferðabók Fjölva Fjölvaútgáfan hefur nýlega sent frá sér leiðsögurit fyrir ferðamenn um Amsterdam, höfuðborg Hol- lands. Var brýn þörf fyrir slíkt hjálp- arrit, eftir að Amsterdam varð einn helsti viðkomustaður íslenskra ferðamanna. Bókin kallast „Ævin- týralega Amsterdam" og er eftir Jónas Kristjánsson ritstjóra. í sama flokki leiðsögurita Fjölva hafa áður komið út bækur um Kaupmanna- höfn og London. Þau eru gagnprýdd litmyndum og hefur Kristín Hall- dórsdóttir tekið þær. 1 leiðsöguriti Fjölva er lögð mik- il áhersla á að veita þar upplýs- ingar frá fyrstu hendi sem komi ferðamönnum að gagni og hægt er að treysta. Þar er fyrst sinnt frumþörfum ferðamanna, gisti- húsum og matstöðum. Höfundur kannar marga staði, velur og gef- ur ráð um þá bestu í öllum verð- flokkum. Því næst hefjast skoðunarferðir um borgina. Að sjálfsögðu er farið í bátsferð um síkin, skoðaðar sögufrægar byggingar, verslað, komið inn á kaffihús, bjórstofur, gimsteinaverkstæði og blóma- markaði og söfnin heimsótt, en í Amsterdam gefst mönnum sér- 3 LEIOSOGUmT~> 13 FJÖLVA >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.