Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1984 39 Júlía Newhouse, módir Lillian, á unga aldri. Með Sergei Eisenstein í Moskvu 1945. söguna um Jóhönnu af Örk og Candide eftir Voltaire. Árið 1960 var frumsýnt nýtt leik- rit eftir hana, „Tovs in the Attic", en það var fyrsta frumflutta verk hennar frá 1951. Leikritið hlaut verðlaun gagnrýnenda sem besta leikrit ársins 1960. Þann 10. janúar 1961 lést Dashi- ell Hammett úr krabbameini, sem hafði uppgötvast aðeins tveim mánuðum fyrir dauða hans. Það var þá komið á það stig að upp- Rithöfundarnir Dashiell Hammett og Dorothy Parker, bestu vinir Lillian Hellman í gegnum tíðina. skurður gat engu bjargað. Hellman gaf út úrval verka hans 1966. í ævi- sögu sinni, „An unfinished Wom- an“, lýsir hún síðustu dögum þeirra saman, þegar hún reynir að gera ýmislegt til að lina kvalir hans, hann fær sér m.a. martiniglas fyrir kvöldmatinn að undirlagi hennar, og hafði þá ekki bragðað áfengi í 12 ár. Dorothy Parker Dashiell Hammett opnaði Lillian Hellman dyr að heimi skálda og rithöfunda, hún varð ein besta vinkona Dorothy Parker, þekkti Ernest Hemingway, F. Scott Fitz- gerald, Sergei Eisenstein og Norm- an Mailer. í ævisögu sinni, „An unfinished Woman", lýsir hún öllu þessu fólki. Sérstaklega eru skemmtilegar lýsingar hennar á kynnum þeirra Dorothy Parker sem var ein besta vinkona hennar til fleiri ára. Dorothy Parker hitti Hellman í fyrsta sinn 1931, stuttu eftir að hún flutti til New York með Hammett. Þau voru þá stödd í samkvæmi með frægum skáldum og rithöfundum. Skyndilega birtist kona nokkur á sjónarsviðinu, lítil og grönn, kynnti sig fyrir Hamm- ett, féll á kné fyrir framan hann og kyssti á hönd hans. Þetta atvik átti að vera hvort tveggja í senn, al- varlegt og fyndið, en missti marks, og gerði Hellmann auk þess gramt í geði, og hún segist hafa séð hvern- ig það væri í hnotskurn að vera ung óþekkt kona í félagsskap hinna frægu. Að loknu samkvæminu ásakaði hún Hammett fyrir að hafa látið þessa konu dást að sér, hann þrætti hinsvegar fyrir það og sagðist á engan hátt hafa „látið" neinn dást að sér og sjálfum fund- ist þetta afar óþægilegt. Þær Dorothy Parker og Lillian Hellman hittust ekki aftur fyrr en í Hollywood veturinn 1935, og eftir að hafa gefið hvor annarri auga í smá tíma tóku þær tal saman, Hellman kunni vel við Parker og þær áttu eftir að hittast oft, eða þar til Parker dó í júní 1967. í endurminningum sínum segist Hellman oft hafa furðað sig á því hversu vel þeim hafi komið saman, og að þeim skyldi aldrei verða sundurorða öll þau ár sem þær voru vinkonur. Hún segir þær hafa verið mjög ólíkar, tilheyrðu ekki sömu kynslóðinni, skrifuðu ekki samskonar bækur, lifðu ákaflega ólíku lífi, höfðu ólíkar skoðanir á fólki, bókum og karlmönnum, og voru að sögn Hellmans báðar ákaf- lega „erfiðar" konur. Parker var gift Álan Campbell árið 1935, manni sem Hellman geðjaðist síður en svo að, og hún segir Parker hafa haft gaman af að segja gamansög- ur af honum, oft blandaðar ákveðn- um biturleika, og skipti þá ekki máli hvort áheyrendur voru einn eða fleiri, sérstaklega ef Parker hafði fengið sér nokkra drykki. En hún bar miklar tilfinningar til hans, og giftist honum m.a. tvisvar. Á sama hátt og Hellman hafði ekki skap fyrir Campbell, var Parker ekki ýkja hrifin af Hammett, og Hammett var heldur ekkert um Parker gefið, síðustu árin var hann vanur að yfirgefa húsið er von var á Parker í heimsókn. Hellman skrifaði nokkrar ævi- sögur sem vöktu talsverða athygli og unnu til verðlauna. I lok bókar- innar „An unfinished Woman“, sem gefin var út í fyrsta sinn 1969, segist hún sakna Hammetts gífur- lega, hann hafi verið einn athyglis- verðasti maður sem hún hafi kynnst. „Ég hlæ enn að því sem hann sagði og hefði sagt, og rífst enn við hann, svo mikil áhrif hefur hann haft á líf mitt. Ég er þó ekki orðin nógu gömul til að meta for- tíðina betur en nútíðina, en ég sakna þess að hafa eytt of miklum tíma í að reyna að finna einhvern „sannleika", reyna að finna eitt- hvert „vit“. Ég hef aldrei almenni- lega vitað að hverju ég var að leita. Enn á ég eftir að gera svo margt við líf mitt vegna þess að ég hef eytt of miklum tíma í annað.“ Akureyri: Eldvarnarkerfi fór í gang í Sunnuhlíö Akureyri, 17. júlí. Slökkvilið Akureyrar var kallad að hinni nýju verslunarmiðstöð Sunnuhlíð klukkan 12.33 í dag. Hafði eldvarnarkerfi, sem er í verslunarmiðstöðinni, gefið til kynna eld, en í Ijós kom við athug- un, að bilun hafði orðið í kerfínu að þessu sinni og því engan eld að finna. Kristinn Lórensson varðstjóri, tjáði Mbl. að nú væru alls 19 fyrir- tæki og stofnanir í bænum bein- tengd við slökkvistöðina, þannig að þeir gætu brugðist við um leið og eitthvert þeirra færi í gang. Er þá lögð bein símalína frá viðkom- andi eld- og reykskynjarakerfi til slökkviðstöðvarinnar sem gefur samband strax og eitthvað fer úr- skeiðis. Sagði Kristinn þetta ómetanlegt öryggisatriði fyrir stærri vinnustaði og þar fengist ódýr vakt allan sóiarhringinn. Alls hefur slökkvistöðin nú tæki til þess að beintengja á þennan hátt alls 24 fyrirtæki, þannig að enn er hægt að bæta við fimm, auk þess sem með litlum fyrirvara mætti bæta við núverandi kerfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.