Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1984 Afmæliskveðja: Ásbjörn Björns- son forstjóri Sextugur er í dag, 22. júlí, Ás- björn Björnsson, forstjóri og for- maður sóknarnefndar Bústaða- sóknar. Og þar sem hvorugur okkar verður I Bústaðakirkju í dag, aldrei slíku vant, og heldur ekki á sama stað, þá bið ég Morg- unblaðið fyrir nokkur orð í tilefni dagsins. Ekki koma orðin þó í staðinn fyrir persónulegar kveðj- ur, jafnvel handtak með umvefj- andi faðmlagi. Slíkt bíður betri tíma, þegar aftur liggja saman leiðir. En nú langar mig til þess að þakka Ásbirni fyrir árin mörgu, þar sem leiðir okkar hafa legið þann veg saman, að ég minnist þess ekki, að nokkru sinni hafi okkur orðið sundurorða, svo að rödd hafi verið hækkuð, og eru þó báðir þekktir að því að geta haft býsna ákveðnar skoðanir, sem okkur er ekki sama um, hvernig reiðir af. Það er því mikill ljúf- lingur, sem á afmæli í dag. En byrjum á byrjuninni. Ásbjörn er Vestmannaeyingur ekki aðeins að uppruna fæðingar, heldur ann hann eyjum sínum svo, að hann hlýtur að vitja þeirra oft. Og er það eitt dæmi þess, hversu oft áherzluatriði lífs hans hafa raðazt upp honum til þæginda, að í dag eiga tvö barna hans heima þar í eyjunum kæru, svo að ferð- um fer sífellt fjölgandi með ríki- legu tilefni styrkrar tengingar. Voru foreldrar hans sæmdarhjón- in Björn Sigurðsson, útgerðar- maður ættaður undan Eyjafjöll- um, og Jónína Ásbjörnsdóttir frá Stokkseyri. Fluttu þau nýgift til Vestmannaeyja og áttu heima þar síðan. Andaðist Björn árið 1972, en þá var Jónína dáin fyrir fimm árum. Ekki sluppu þau við áföll og dimmar stundir viku gleðisvipn- um brott, þar sem tvö barna þeirra dóu með stuttu millibili úr berklum, 12 og 18 ára og sonur þeirra varð bráðkvaddur um það leyti, sem hann ætlaði að ganga í kór kirkiu sinnar til fermingar. En auk Ásbjörns lifir bróðir hans, Eiríkur og er búsettur á Selfossi Minningarnar frá bernskunni i Eyjum eru því ekki aðeins tengdar sprangi í klettum og dorgi niður á bryggju. Og vera má, að þar sé að finna eina skýringu þess, að Ás- björn hefur glöggt gert sér grein fyrir því, að lífið krefst meira af okkur en þess eins að ganga sæmi- lega skikkanlega brautir ævinnar, og betra er að hafa áttir réttar og vita um þá möguieika, sem ævin- lega geta opinberazt og þá um leið þau öngstræti, sem verra er að festast f. En nú nýlega hefur hann þó látið gamlan draum rætast með því að kaupa bát og gerir því út núna rétt eins og faðir hans gerði forðum, þótt í allmiklu smærri stíl sé. En báturinn hefur boðið upp á ýmsar hvíldarferðir hér út á Faxaflóánn, þar sem öldur gjálfra þægilega við borðstokkinn og fær- ið leikur um fingur. En Ásbjörn hefur ævinlega haft gaman af því að renna fyrir fisk og stika um fjöll og firnindi i fuglaleit. Og hef- ur þannig kunnað þá list að hlaða geyma sina með réttu millibili f hvild frá erilsömu annríkisstarfi. Ásbjörn þreytti próf upp i 3ja bekk Verzlunarskóla íslands eftir að hafa lokið gagnfræðaprófi í Vestmannaeyjum og eftir að hafa tekið sitt verzlunarpróf með mikl- um sóma, hóf hann vinnu við þær greinar, sem hann hafði undirbúið sig fyrir, en stofnaði árið 1946, tveimur árum eftir að hafa fengið prófskírteinið sitt í hendur, fyrir- tækið Solido, sem hann hefur rek- ið síðan og lengst i félagið við meðeiganda sinn Þórhall Arason. Fyrst var það innflutningur, en síðan tók við framleiðsla á ýmsum flikum. Seldi hann fyrst í eigin búðum en siðan til annarra kaup- manna, og var oft ævintýralegt að líta inn til þeirra i Bolholtinu, þegar allt upp í fjörutíu konur létu hvína í saumavélunum og sniðu efnið af miklum fimleik. En með breyttum viðskiptaháttum síðustu ára, hafa þeir félagar aftur snúið sér að innflutningi. En ekki mun laust við, að Ásbjörn sakni enn fyrri athafna, þar sem hann kann ævinlega við sig innan um margt fólk, sem lætur hendur standa fram úr ermum, af því að þannig er hann gerður sjálfur. Ham- hleypa til allra verka, en kann um leið að skipuleggja tima sinn, að allt fari sem bezt. Kom það þá ekki síður vel fram, þegar flestir unnu hjá þeim í Solido, að ekki féll honum siður að veita öðrum for- ystu og stjórna svo starfi, að allir möguleikar væru fullnýttir. En um Ieið naut hann slikrar hylli starfsfólksins, að þar i hópi eru margir góðvinir. Leiðir okkar Ásbjörns lágu saman upp úr 1966 og þó heldur fyrr, en það ár var hann kosinn i sóknarnefnd Bústaðakirkju og tók síðan við formennskunni árið 1972, ári eftir að nýja kirkjan var vígð. Ég hafði ævinlega haídið því fram, og geri enn, að það sé i raun meiri vandi að samræma starfið auknum möguleikum, eftir að kirkjur eru komnar í söfnuði, heldur en það er að byggja kirkj- urnar sjálfar. Þaö er augljóst, þeg- ar smíði miðar áfram og slíkt vek- ur áhuga og ánægju. En hið hljóð- láta starf, sem siðan tekur við inn- an kirkjuveggjanna er síður sýni- legt og oft ekki eins spennandi. Það var þvi ekki litils virði að mega njóta krafta Ásbjörns á vandaárunum eftir vigslu Bú- staðakirkju. Fyrst reyndi fyrir al- vöru á forystuhæfileika hans, þeg- ar ákveða þurfti, hvort unnt væri að halda áfram og innrétta safn- aðarheimilið, eða greiða skuldir og láta kirkjuna eina duga. Þá sást ekkert hik á formanninum. Áfram skyldi halda. Stöðnun er sama og uppgjöf, sagði hann hvað eftir annað, og við þurfum safnaðar- heimilið sem fyrst við hlið fallegu kirkjunnar. Og undir traustri for- ystu hans tókst það, og miklu, miklu fyrr en þeir bjartsýnustu hefðu þorað að vona. Og allt gerð- ist þetta með góðum friði og án þess bægslagangs, sem spillir með skvettum. Fundir eru vel undir- búnir með nákvæmri dagskrá og því fylgt eftir, að hver og einn gefi skýrslu á réttum tíma og hefði lokið því, sem honum var falið. Og yrði einhver að afsaka sig, þá var það bros Ásbjörns og engin yggli- brún, sem ákvað lengri frest, en lét þó engan efast um, að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum. Og með ljúflyndi og fullum skilningi varð hann hvetjandi fljótlegrar afgreiðslu, sem yfirleitt þarf ekki að bíða lengi eftir. Ég hef oft dáðst að því, hversu lengi við höfum fengið að njóta styrkrar hendi Ásbjörns um stjórnvölinn í Bústaðasókn, þar sem ég veit, hversu margt kallar. En bæði er honum málstaðurinn heilagur, samfélagið dýrmætt og ákveðinn skilningur á því, að verið sé að inna af hendi þjónustu, sem lengra nær en auga nemur. í merki Ásbjörns, sem hann hefur haldið hátt á lofti i kirkju sinni, má sjá framlag í eigin nafni og um leið vegna þeirra systkina, sem Hefurdn sdkodad Mtápana liú'i axis ? Vantar skáp í barnaherbergið, forstofuna Pú kt'mur þú til okkar, viö eféurn flestar breiddir og hæöir þannig að þú getir nýtt ráðstöfunarpláss til fulls. Skáparnir eru til í fjölmörgum geröum og hurðir í miklu viðarúrvali. Þú ferð létt með að setja skápana okkar saman sjálfur en ef þú vilt þá gerum við það fyrir þig. Framleiðslan hjá okkur er íslensk gæðavara sem vakið hefur verðskuldaða athygli erlendis eða svefnherbergið? Axel Eyjólfsson SMIÐJUVEGIÖ - SlMI 43500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.