Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 43
I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLl 1984 43 en það var að hann væri heyrn- arskertur. Þegar Beggi var orðinn fulltíða hófu foreldrar hans bygg- ingu á myndarlegu húsi að Barma- hlíð 52. Hann vann öllum stundum við nýbygginguna með föður sín- um og fjölskyldu og lét allt sitt ganga til byggingarinnar. Þegar bygging hússins var á lokastigi syrti verulega í álinn hjá fjöl- skyldunni þar sem Jón Diðrik veiktist alvarlega og varð óvinnu- fær eftir það. Þessir erfiðleikar gerðu miklar kröfur til allrar fjöl- skyldunnar og þá ekki sist til son- arins sem nú varð aðal stoð og stytta heimilisins. Áður en ráðist var í að byggja i Barmahlíðinni hafði fjölskyldan reist sér sumar- bústað á Digraneshálsi og að þvi verkefni vann hún saman en feðg- arnir þó mest. Þeir voru afar sam- rýndir og samband þeirra var með þeim hætti að ekki verður á betra kosið. Þeir ferðuðust nokkuð sam- an um landið en allt heimilisfólkið hafði unun af útivist enda var oft farið i útilegur og berjaferðir. Jón Vilberg starfaði í gróðrar- stöö sem unglingur en hóf svo störf í Héðni en vann lengst af i Stáismiðjunni. Hann vann fyrst og fremst við rafsuðu en i þeirri grein hafði hann starfsréttindi og þótti góður og vandvirkur starfs- maður. Hann kom sér vel á vinnu- stað enda slikt prúðmenni i allri framgöngu að styggðaryrði i ann- arra garð var óþekkt i hans fari. Hinn langi starfsferill Begga i Stálsmiðjunni var áreiðanlega engin tilviljun. Bæði var það að hann var hæfur og samviskusam- ur starfsmaður og einnig hitt að hann var einfaldlega þeirrar gerð- ar að hann vildi vinna fyrirtækinu sem best hann mátti. Beggi var svo heill i öllu sem hann gerði að hann hefði ekki unnið Stálsmiðj- unni betur þó hann hefði átt hana sjálfur. öll framganga hans á vinnustað sem annarstaðar ein- kenndist af kurteisi, velvilja og hógværð og hann bjó yfir sliku jafnaðargeði að fátitt er. Ég vitnaði í upphafi í Róm- verjabréfið 14:7 en þar stendur m.a.: „Því enginn af oss lifir sjálf- um sér ..." Hann vann foreldrum sinum og heimili allt það sem hann mátti. Hann sýndi þeim slika umhyggju og ást að fátitt er. Velferð þeirra á ðllum sviðum var mikilvægust. Hann var tilbúinn til þess að fórna eigin löngunum og óskum — hann sjálfur og það sem hans var gekk ekki fyrir heldur var það umhyggja fyrir foreldrun- um og heimili sem sat i fyrirrúmi. Eins og áður er á minnst varð Jón Vilberg aðal stoð heimilisins eftir að faðir hans veiktist. Hann hélt húsinu við, þreif, málaði og gerði öll þau verk sem þurfti að sinna og allt þetta gerði hann af þeirri miklu natni og samviskusemi sem honum var í blóð borin. Eitt af þessum verkum var það að hugsa um garðinn en sá starfi var hon- um mjög að skapi enda hafði hann gaman af blómum og gróðri. Um 1970 hrakaði heilsu Jón Diðriks, föður Begga, verulega svo að hann varð að dvelja á sjúkrahúsi nær óslitið þar til hann lést 1975. Á þessum erfiða tima og þau ár sem síðan eru liðin hefur Beggi reynst móður sinni með afbrigðum vel. Hann hefur verið hennar aðal stoð og stytta á öllum sviðum og einsk- is látið ófreistað til að hlúa að henni á allan hátt. Missir Jóninu Margrétar er því mikill og sár þegar Beggi fellur frá svo snöggt og fyrirvaralaust. En svona er líf- ið, það erum ekki við sem ráðum ferðinni en það veit ég að Jónina Margrét veit og skilur betur en margur. En þrátt fyrir það að Beggi helgaði sig heimili sínu fyrst og fremst þá reyndi hann að ferðast eitthvað á hverju ári. Þær voru ófáar ferðirnar sem hann fór um ævina. í fyrstu ferðaðist hann einkum innanlands en á síðari ár- um meira erlendis og hann var vart kominn heim úr síðustu ferð- inni þegar kallið kom. Beggi las mikið um þau lönd sem hann ferð- aðist til og kynnti sér allt það sem hann mátti um þau. Á þessum ferðum tók hann mikið af mynd- um sem hann sýndi svo vinum og vandamönnum og sagði ferðasög- una. Beggi átti fleiri áhugamál en ferðalög og myndatökur, hann hafði t.d. mjög gaman af frímerkj- um og undi sér oft við þau en hann átti gott frimerkjasafn. Reglu- maður var hann á öllum sviðum og færði t.d. I áratugi nákvæmt „bókhald* yfir laun sem hann afl- aði á viku hverri og hvernig þeim var ráðstafað. Beggi kvæntist ekki og átti ekki börn en börn systra hans voru honum svo kær að þau voru eins og hans eigin börn enda er Beggi í huga þeirra miklu meira en venju- legur frændi. En nú er Jón Vilberg látinn svo erfitt sem það er að trúa því en minningin um góðan dreng mun lifa. Jóna min, systur hans látna og aðrir aðstandendur. Ég sendi ykk- ur minar innilegustu samúðar- kveðjur og bið ykkur blessunar Guðs. Ægir Fr. Sigurgeirsson Jón Vilberg Jónsson, til heimilis að Barmahlið 52, lést kvöldið þann 12. júli sl. Við ólumst öll upp að einhverju eða öllu leyti i sama húsi og Jón Vilberg Jónsson eða Beggi eins og við alltaf kölluðum hann. Hann var ókvæntur og barnlaus og varð þvi okkur systrabörnum sinum sem eins konar faðir. Hann sýndi það bæði í hugsun og verki að hon- um var virkilega annt um okkur og þvi hændumst við að þessum Ijúfa manni. Með miklum þakkarhug og söknuði rifjast upp hversu Begga frænda var mikið i mun að koma okkur á þær „uppákomur" sem þóttu áhugaverðar og börnum til Minning: Ragnar Jónsson Hinn stóri drengur, sem fæddur var i Mundakoti á Eyrarbakka fyrir röskum 80 árum, er fallinn frá. Það sem skipti sköpum í lifi þess stórbrotna manns var að vera þátttakandi í því ágæta lífi, sem býr með hinni góðu þjóð, sem heita íslendingar. Mér fannst Ragnar Jónsson alltaf vera stærstur þegar hinir ungu ís- lensku listamenn nutu velgjörða hans. Ragnar var alltaf stærstur i nýlistinni; hinni abstrakt mynd- uðu afstöðu sem heitir fagurt mannlif. Hin islenska þjóð nýtur þess í dag að hafa átt að syni mann sem vildi bæta íslenskt rit- að mál, tónlist og alla list. Hann átti þá göfugu hugsjón að vilja sjá fram í timann. Ljósið lifir, sem hann kveikti. Ég bið öllum að- standendum Ragnars Jónssonar blessunar og f*ri þeim bestu kveðju mína. Þorkell Valdimarsson skemmtunar. Þannig mætti hann með okkur á hinar ýmsu útisam- komur, skrúðgöngur o.fl. Jólagjafir frá Begga frænda voru ávallt góðar og fallegar og fylgdi þvi ætið mikil tilhlökkun að sjá hvað i pökkum hans var og vist er að aldrei urðum við fyrir von- brigðum með innihaldið. Beggi hafði mikinn áhuga á ferðalögum jafnt innanlands sem utan. Bauð hann frændfólki sinu i húsinu, Barmahlfð 52, annað veif- ið til sin að horfa á myndasýningu frá hinum ýmsu stöðum. Mikill fróðleikur og ánægja fylgdi frá- sögn elsku frænda með myndun- um og vakti undrun okkar hversu vfðlesinn hann var. Hin síðari ár ferðaðist Beggi einkum til Suður- landa í sól og hita, sem honum fannst svo notalegur. Var hann einmitt að koma heim úr slikri ferð kvöldið áður en hann lést. Til- hlökkunin var mikil að taka á móti Begga frænda og hafði amma undirbúið heimkomu hans svo vel og fallega að orð fá ei lýst. Við mættum til okkar elskulega frænda til að hlusta á enn eina skemmtilega fróðleikssögu frá sumarleyfislandinu en þá frásögn fengum við aldrei að heyra. Á leið i sumarleyfi kvöddum við txaustan og hjálpsaman frænda í hinsta sinn, mann sem aldrei neitaði okkur um hjálp né heldur bón sem til hans var borin. Hann var móð- ur sinni, ömmu okkar, hin trausta stoð sem leysti öll verkefni hljóð- lega og samviskusamlega af hendi. Guð blessi hann, ávallt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Sb. 1886 - V. Briem) Systrabörn Eiglnmaöur minn, taöir, tengdafaöir og afi, ÞORSTEINN B. JÓNSSON, málari, Njaröargötu 61, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 23. júlí kl. 13.30. Þeim sem vlldu minnast hans er vinsamlega bent á styrktarsjóö knattspyrnufélagsins Vals, Hlíöarenda. Margrát S. Magnúadóttir, Magnea Þorateinadóttir, Þór Steingrímsson, Siguróur H. Þorsteinsson, Erna Sigurbaldursdóttir, Hjördís Magnúsdóttir, Kristmann Magnússon, Guömundur Þorsteinsson, Ásthildur Þorkelsdóttir x og barnabörn. t Alúöarþakkir til allra er auösýndu okkur hlýhug og samúö viö andlát og jaröarför móöur okkar, AÐALHEIOAR HALLDÓRSDÓTTUR, Bústaöavegi 77. Hafdis Jóhannsdóttir, Einar Guömundsaon, Edda Jóhannsdóttir, Magnús Ágústsson, Sveinn E. Jóhannsson, Ester Árelfusardóttir, Sigriöur M. Jóhannsdóttir, Ragnar Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og vlnáttu viö andlát og útför eigin- manns mins, fööur okkar og tengdafööur, JÓNS SIGURÐSSONAR, tyrrv. formanns Sjómannasambands fslands. Serstakar þakkir fœrum viö Sjómannasambandi islands og Al- þýöusambandi fslands, sem heiöruöu minningu hans meö þvi aö annast útförina. Jóhanna Guömundsdóttir, Guöbjörg Snót Jónsdóttir, Einar Jónsson, Sigríöur Arinbjarnardóttir, Aöalheiöur Jónsdóttir, Guömundur Dagbjartsson, Siguröur Jónsson. .. STENST STRONGUSTU KROFUR BASÍSKUR RAFSUEXJVÍR FRA SMITWELDMEÐ MIKUJ RAKAÞOU Aukið rakaþol rafsuðuvíra f rá Smitweld helst í hendur við strangari kröfur sem gerðar eru til rafsuðu, t.d.áhafi úti. Lágt rakastig vírhúðar hefur í för með sér að hægt er að rafsjóða meira á skemmri tíma og með auknu öryggi - suðugaliar vegna raka á suðu eru úr sögunni. En rafsuðuvírinn frá Smitweld er ekki aðems rakaþoli.nn. Suðueiginleikarnir eru einnig 1 .flokks. Of gott til þess að vera satt? Hafðu samband og við sendum þér prufuvíra. Eitt símtal er allt sem þarf. Smitvveld í fararbroddi meö nýjungar Baso 120: Almennur basískur vír fyrir allar suðustöður. Afkastavír- hröð niðurbræðsla. Conarc 49c: Basískurvirfyrirt.d. pípulagnir. Allar suðustöður. Mjög hátt höggþol. Stenst kröfur sem gerðar eru til rafsuðu á hafi úti. Conarc 50: Basí^ur vir fyrir lóðrétta suðu niður. Conarc L150: Basískurafkastavírfyrirlárétta suðustöðu. V og X suður. Hröð niðurbræðsla. Áferðarfalleg suða. ' x Conarc V180:Basískurafkastavírfyrirlárétta suðustöðu. • Mjög hröð niðurbræðsla. Áferðarfalleg suða með lausu gjalli. t SINDRA/)j^TÁLHR Borgartúni 31 simar 27222-21684

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.