Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1984 KOSNINGARNAR í ÍSRAEL Á MORGUN Á morgun, mánudaginn 23. júlí, ganga ísraelar að kjörborðinu og velja sér forystumenn til næsta kjörtímabils. Þetta hefur ekki farið framhjá neinum. Þegar þetta er skrifað er enn óljóst hvernig stjórn verður mynduð að kosningum loknum, þó svo að Verkamannaflokkurinn sé enn með meira fylgi en Likud. Þetta bil hefur minnkað allra síðustu daga og var raunar búist við að svo myndi fara. Fáir draga þó í efa, að Verkamannaflokkurinn muni þegar upp er staðið, hafa fleiri þingmenn í Knesset en Likud, þar með er svo sem ekki sagt að Verkamannaflokkurinn muni óumdeilanlega stýra næstu ríkisstjórn landsins. Navon og Peres — skyldu þeir verða í fyrirsvari í næstu ríkisstjórn? llpp gæti komið flókin staða við stjórnarmyndun — þótt Verkamannaflokkurinn fengi meira fylgi en Likud texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Á kjörskrá eru um 2,5 milljónir manna og eins og fram hefur komið í grein um síðustu helgi bjóða alls 25 flokkar fram í kosningunum, þar af þrettán nýir. Því munu atkvæði vafalaust dreifast mjög mikið og litlu flokkarn- ir geta haft verulega mikil áhrif á hvernig stjórn verður mynduð. Stjórnmálaskýrend- um ber saman um, að fari svo að flokkur Ezers Weizmans fyrrv. varnarmálaráðherra nái umtalsverðu fylgi og ef til vill um tíu þingmönnum, sé líklegra að Verkamanna- flokkurinn myndi næstu rík- isstjórn, þar sem stefna hins nýja flokks Weizmanns og Verkamannaflokksins er um margt skyldari en Likuds. Fari svo að litlu flokkarnir bæti við sig og jafnvel að ein- hverjir af nýju flokkunum nái mönnum á þing gæti ver- ið að Likud yrði í fyrirsvari næstu ríkisstjórnar þó að allt bendi nú til að Verkamanna- flokkurinn geti fengið allt að 20 sæta meirihluta fram yfir Likud. Dregur Navon atkvæði sephardim til Verkamanna- flokksins Kosningabaráttan hefur harðnað nú allra síðustu daga og er ekki undrunarefni. Fréttamenn sem fylgjast með kosningunum hafa í greinum sínum vakið athygli á því sem ekki hefur fyrr vegið jafn þungt á metunum: þar er barátta sephardim-gyðinga annars vegar og ashkenaz- im-gyðinga hins vegar og hefur sömuleiðis verið drepið á þetta í fyrri greinum um pólitík í ísrael. Það er einnig eftirtektarvert að báðir stóru flokkarnir, Likud og Verka- mannaflokkurinn, hafa gert sér far um að hampa þeim frambjóðendum, sem teljast til sephardim-gyðinga, Likud hefur í síðustu tvennum kosningum fengið meira fylgi þessa hóps og bendir nú sýknt og heilagt á uppruna Davids Levys aðstoðarfor- sætisráðherra, sem er frá Marokkó og af bláfátæku fólki kominn. Verkamanna- flokkurinn hefur frá fornu fari sótt fylgi sitt í raðir hinna efnameiri ashkenaz- im-gyðinga og fram á síðustu ár hafa ashkenazim-gyðingar verið mun áhrifameiri í Isra- el en sephardim. Nú er annar maður á lista Verkamanna- flokksins Yitzak Navon, fyrrv. forseti og sephardim- gyðingur. Það verður mjög fróðlegt að sjá, hvort fram- boð Navons mun hafa það í för með sér að sephardim snúi sér að Verkamanna- flokknum, því að Navon er þar fyrir utan ákaflega vin- sæll maður og virtur. Ezer Weizmann ætti sennilega auðveldara með að vinna með Verkamannaflokks- mönnum í ríkisstjórn en Likud. Umslög fjármála- ráðherranna En það er fleira en þetta sem menn deila um í fsrael. óþarft ætti að vera að fjöl- yrða um verðbólguna og efnahagsmál, en það hefur sömuleiðis þótt í frásögur færandi hjá erlendum blaða- mönnum, að Likud hefur forðast í lengstu lög að fjár- Yigal Cohen Orgad fjár- málaráðherra hefur haft sig lítið í frammi. Shamir hefur barizt af ákefð, en óttast greini- lega fylgistap. málaráðherra landsins, Coh- en-Orgad væri um og í sviðsljósinu. Síðan síðustu kosningar voru í ísrael hafa fjórir menn gegnt starfi fjár- málaráðherra og enginn þeirra treyst sér til að gera ráðstafanir, sem myndu duga til að draga úr verðbólgu og hinu nöturlega efnahags- ástandi. Yoram Aridor, sem var sá þriðji og hefur nú snú- ið baki við Likud, lét nýlega hafa eftir sér þetta: „Þegar nýr fjármálaráðherra tekur við starfi og kemur í skrif- stofuna sína finnur hann þrjú umslög á borðinu sínu. Á stendur: opnist ef veruleg kreppa skellur á. I því fyrsta standa þessi orð: Þú getur skellt skuldinni á mig. Fyrir- David Levy aðstoðarfor- sætisráðherra, sephard- im-gyðingur frá Norð- ur-Afríku. Ariel Sharon er sá eini Likud-f rambj óðanda sem hefur haft uppi ver- uleg stóryrði í kosn- ingabaráttunni. rennari þinn. í því næsta: Þú getur haldið áfram að skella skuldinni á mig. Og í því þriðja: Nú er tímabært að út- búa þrjú umslög með skila- boðum." Og Aridor bætti við að Cohen-Orgad væri ber- sýnilega ekki kominn lengra en að opna það fyrsta. Ekki sízt greinir menn á um trúmál Trúmáladeilur hafa magn- azt í ísrael á síðustu árum og er ein af ástæðunum fyrir öll- um þessum smáflokkum. Þótt ísraelar vilji líta á sig sem eina sameinaða þjóð, er þó fjarska margt sem skilur og ekki sízt afstaða manna til trúarinnar og hvernig túlka beri innihald Gamla testa- mentisins. Öfgamenn í þess- um efnum hafa ekki skirrzt við að fremja fólskuverk í nafni trúar og þeir menn eru sjálfsagt hættulegastir sem trúa því statt og stöðugt, að allt sé réttlætanlegt ef það er gert með guðs nafn á vörum. Þessar trúmáladeilur hafa valdið erfiðleikum og ágrein- ingi sem ekki virðist auðvelt að brúa. Afstaðan til araba og afstaðan til landnema- byggðanna spinnst þarna inní, vegna þess að í miklum meirihluta eru íbúar Vestur- bakkans heittrúargyðingar og hafa á stundum haft uppi býsna ógeðfelldar hrellingar í garð arabískra nágranna — og það á jafnvel við innan formlegra landamæra ísra- els, þar sem ísraelskir arabar búa. Menachem Begin hefur enn ekki látið í sér heyra. Mis- munandi sögur eru á kreiki um hvers vegna hann hafi ekki lýst yfir stuðningi við Likud, þar sem af öllu megi sjá, að Yitzak Shamir forsæt- isráðherra, hefur ekki þau tök á kjósendum sem Begin hafði. Varla mun Begin að- hafast neitt það héðan af sem skiptir sköpum, og það hefur valdið forystumönnum Likuds miklum vonbrigðum. Sú tillaga Yitzaks Shamirs forsætisráðherra nú í lok vik- unnar um að skynsamlegast væri að þjóðstjórn yrði mynduð að kosningum lokn- um sýnir líka, að Shamir ger- ir sér grein fyrir að Likud stendur höllum fæti. Samt er aldrei að vita hvað gerist þegar menn eru komnir inn í kjörklefana á morgun. Það hefur sýnt sig, að ísraelar eru ekki alltaf útreiknanleg- ir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.