Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1984
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir HJÖRT GÍSLASON
ENDANLEGA lokaður vítahringur! Þetta var svar flestra
viðmælenda undirritaðs er þeir voru inntir eftir stöðunni í
sjávarútveginum í dag. Eftir síðustu fiskverðsákvörðun telja
hagsmunaaðilar í sjávarútvegi útgerð rekna með allt að 10%
tapi, vinnsluna í heild með allt að 6% tapi. Með áframhald-
andi rekstri aukist því tapið á öllum sviðum og fyrir marga
sjálfstoppað án þess að um einhvers konar mótmæli sé að ræða.
Þeir geti hreinlega ekki meira.
FALLVOLT
UNDIRSTAÐA VELMEGUNAR
ÞJÓÐARINNAR
Með stoppi vinnst hins vegar ekki neitt, nema að hugsanlega
verði gripið til einhverra aðgerða af hálfu stjórnvalda til
leiðréttingar á rekstrargrundvelli. Ljóst er, að meö stöðvun
veiða og vinnslu í einhverjum mæli, kemur fljótt að því, að
gjaldeyristekjur þjóöarinnar dragist saman Jjrátt fyrir veru-
legar birgðir sjávarafurða eins og stendur. A síðasta ári námu
gjaldeyristekjur af útflutningi sjávarafurða 12,7 milljörðum
króna og voru þá 68% af heildinni, 18,6 milljörðum króna.
• •
Afskipti stjórnvalda
aðalorsök vandans?
En hverju er um að kenna?
Skiptar skoðanir eru um það.
Sjávarútvegsráðherra hefur sagt,
að það leysi engan vanda að
stoppa og það þýði ekkert fyrir
talsmenn útvegsins að biðja
stjórnvöld um 'aðstoð. Þeir verði
að leysa sín mál sjálfir. En hvaða
áhrif hafa stjórnmálamenn haft á
gang þessara mála á undanförn-
um árum? Hafi þau verið einhver
og á verri veginn, hlýtur að koma
til kasta stjórnvalda að laga það
sem miður hefur farið við stjórn-
un þeirra á málum sjávarútvegs-
ins. Nokkrir af viðmælendum und-
irritaðs tóku það sterkt til orða, að
afskipti stjórnvalda væru megin
orsök vandans. Fælust þau í at-
höfnum misviturra stjórnmála-
manna, sem fram kæmu í misskil-
inni byggðastefnu og landshluta-
poti. Ein afleiðing þess væru allt
of margir skuttogarar, sem útveg-
aðir hefðu verið með einstökum
lánafyrirgreiðslum. Hins vegar
hefði það gleymzt við „atkvæða-
kaupin", að mönnum hefði nánast
verið gert skylt að taka lánin í
dollurum með þeim afleiðingum
að skuldir margfölduðust vegna
handahófskennds spils við geng-
isskráningu. Á undanförnum ár-
um hefði sífellt verið spilað á
gengisskráningu með tilliti til
verðbólgu og vísitölu án þess að
huga að framtíðinni. Ein
ákvörðun af þessu tagi væri geng-
isstefna núverandi ríkisstjórnar,
sem miðaðist við fast gengi til að
vinna bug á verðbólgunni. Síðan
töluðu menn um það, að iaunafólk
hefði staðið straum af kostnaði við
herferðina gegn verðbólgunni. Það
væri alrangt. Með núverandi
gengisstefnu hefði verðmæti út-
flutningsvara sjávarútvegsins far-
ið sílækkandi. Ekki hefði tekizt að
halda dollaraverði í Bandaríkjun-
um og hækkun krónunnar, sem nú
væri sterkasti gjaldmiðill Evrópu,
sem þýddi, að nánast vonlaust
væri að framleiða fisk á Evrópu.
Því hefðu tekjur útvegsins farið
minnkandi á sama tíma og „þjón-
ustuverðbólgan" heima fyrir æddi
áfram. Við síðustu fiskverðs-
ákvörðun hefði fiskvinnslan ekk-
ert fengið á móti hráefnisverðs-
hækkuninni annað en lækkandi
afurðaverð í kjölfar rangrar
gengisskráningar.
Leiðir til úrbóta
— mál útvegsins sjálfs,
stjórnvalda eða
allrar þjóðarinnar?
Hverjar leiðir eru þá til þess, að
koma sjávarútveginum á það stig,
sem hann var á fyrir nokkrum ár-
um, er hann gat staðið undir vel-
megun þjóðarinnar? Svör við
þessu hafa lengi vafizt fyrir
mönnum. Ljóst er, að fyrrnefndu
markmiði verður að ná. Samdrátt-
ur í sjávarafla hlýtur að bitna á
þjóðinni allri. Því verður þjóðin öll
að taka þátt I lausn þess vanda,
sem hún er í. Viðmælendur undir-
ritaðs voru að sjálfsögðu ekki
sammála um lausnir. Sumir telja
að sjávarútvegurinn verði að leysa
sín mál sjálfur. Aðrir telja, að þar
verði að koma til afskipti stjórn-
valda, en hvað geta þau gert?
Sumir telja að gengi verði að
lækka til að auka tekjur vinnsl-
unnar, en það megi ekki gera án
þess, að þess verði gætt að geng-
isbreytingin gangi ekki af fullum
krafti út í verðlagið. Til að koma
til móts við útgerðina þarf að taka
mið af stórviðskiptum við olíufé-
lögin og láta útveginn hætta að
niðurgreiða olíu- og raforkuverð.
Rangri lánafyrirgreiðslu Fisk-
veiðasjóðs, Byggðasjóðs og
viðskiptabankanna í formi lána til
fyrirtækja með neikvæða eigin-
fjárstöðu verði hætt. Draga verði
úr sóknarþunga með tilliti til
minnkandi afraksturs fiskistofna,
til dæmis með fjárhagslegri að-
stoð við að taka skip úr rekstri
innan einhverra ákveðinna marka.
Sem sagt, það verði að minnka
álögur á útgerðinni og gera allt
sem hægt er til að takmarka sókn-
ina, þannig að þeir, sem eftir verði
nái því aflamagni, sem tryggi
rekstrargrundvöll og getu til
greiðslu lána og skulda. Skuldir
sjávarútvegsins greiði enginn
annar en hann sjálfur, en til þess
að það geti orðið þurfi verulegar
breytingar.
Flotinn of stór
— hvers sök, hvernig
má minnka hann?
Útgerðin hefur verið rekin með
tapi mörg undanfarin ár. Full-
trúar útgerðarinnar telja tapið
allt að 10% en Þjóðhagsstofnun
metur það talsvert minna. Að baki
því liggja fjölmargar ástæður.
Þorskafli landsmanna hefur dreg-
izt mjög saman síðustu ár og afla-
samsetning jafnframt orðið
óhagstæðari. Því hefur hlutfall
olíukostnaðar í aflaverðmæti skip-
anna, einkum togskipa, farið ört
vaxandi og er nú komið upp i allt
að 50% af aflaverðmæti í einstök-
um veiðiferðum, en sókn með slík-
um hætti hlýtur að teljast athuga-
verð. Nú eru í landinu rúmlega 100
skuttogarar og hefur þeim fjölgað
um 20 síðan 1980 og enn meira
síðan 1978. Haft hefur verið eftir
Eyjólfi ísfeld Eyjólfssyni, for-
stjóra SH, að í fjölgun skuttogar-
anna séu áhrif Framsóknarflokks-
ins við stjórnvölinn að koma i ljós.
Sjávarútvegsráðherra, Halldór
Ásgrímsson, hefur einnig látið
hafa það eftir sér að flotinn sé of
stór miðað við núverandi aðstæð-
ur og aflamöguleika. Skuldastaða
flotans er geigvænleg og rekstrar-
afkoma nýrri togaranna talin
vonlaus i flestum tilfellum. Þar
vilja menn kenna um þeirri stefnu
lánastofnana að erlend lán til út-
gerðar skyldu tekin í dollurum, en
hún hefur á undanförnum árum
haft í för með sér margföldun
skuldanna vegna tiðra gengisfell-
inga án nauðsynlegra hliðarráð-
stafana. Hafa sumir líkt gengis-
spilinu við það, að pissa i skóinn
sinn til að hlýja sér. Þótt volgni í
fyrstu verði óþægindin öllu meiri
en fyrr, áður en langt um líður. Til
marks um tap útgerðarinnar má
nefna, að á fyrstu 5 mánuðum
þessa árs var tap á togurum Út-
gerðarfélags Akureyringa 20
milljónir króna eða það sama og
allt árið áður. Ennfremur er það
athyglisvert, að eini togari ÚA,
sem á síðasta ári skilaði bókfærð-
um hagnaði, lá bundinn við
bryggju allt árið. — Þó slíkt geti
verið til, er víst að sú aðferð skilar
ekki verulegum hagnaði fyrir
þjóðarbúið.
*
Útgerð einstaklinga,
ríkis og sveitarfélaga
eða Sambandsins
Nú vofir yfir stöðvun 10 skut-
togara á Austfjörðum og eflaust
eru menn komnir í þrot víðar, þó
áfram sé haldið. Hafa menn þar í
nauðum sínum orðið að gripa til
þess ráðs, að láta skipin sigla með
aflann. Bæði vegna þess, að fisk-
vinnslan hefur ekki getað greitt
fyrir hann, og hins vegar til þess
að afla reiðufjár og olíu, sem nú er
48% ódýrari til fiskiskipa í Bret-
landi en hér. Eiríkur Tómasson,
útgerðarstjóri Þorbjörns hf. í
Grindavík, hefur sagt í samtali við
Morgunblaðið að rekstur skipanna
sé vonlaus með þessu olíuverði.
Ennfremur hefur nú komið fram,
að hafnar eru viðræður LÍÚ og
olíufélaganna um hugsanlega
endurskoðun á olíuviðskiptunum.
Þeir þættir, sem áður voru nefndir
sem hugsanleg lausn á vandanum
hafa flestir komið fram í Morgun-
blaðinu áður í samtölum þess við
hagsmunaaðila í sjávarútvegi.
Hins vegar hefur verið hljótt um
athafnir stjórnvalda, þó í gangi sé
skuldbreyting fyrir útgerðina.
Vanskilaskuldir útgerðarinnar
eru nú taldar nálægt 2 milljörðum
króna og 300 milljónir til skuld-
breytinga gagna lítið. Viðmælend-
ur Morgunblaðsins voru margir á
því máli, að við aðstoð við útgerð-
ina yrði að taka tillit til þess,
hvernig rekstri viðkomandi væri
háttað, ekki væri rétt að aðstoða
menn við slælegan rekstur. Hins
vegar er nú svo komið, að fjár-
magnsflótti frá sjávarútveginum
er farinn að gera vart við sig og
vegna gangs undanfarinna ára eru
mörg, áður vel stæð, einkafyrir-
tæki að komast i þrot. Einn einka-
rekstrarmaður sagði, að nú væru
nær allar lánastofnanir slíkum
fyrirtækjum lokaðar. Hins vegar
stæði ekki á lánum og styrkjum til
útgerðar og fiskvinnslu f eigu ríkis
og bæjarfélaga. Það hlyti til dæm-
is að vera þægilegt að reka fyrir-
tæki, sem fengi milljón á viku til
stuðnings rekstrinum. Þá væri það
ljóst að fyrirtæki á vegum Sam-
bandsins ættu mun greiðari að-
gang að fjármagni í krafti þeirra
möguleika á millifærslum. Héldi
fram sem horfði, legðist einka-
rekstur í sjávarútvegi niður og
flyttist á hendur Sambandsins,
sveitarfélaga og rfkis. Þá yrði það
ekki lengur á ábyrgð einstaklinga
að halda uppi atvinnu f heilum
bæjarfélögum. Það kynni að koma
annað hljóð f strokkinn, þegar
málum væri svo komið.
Hallarekstur, afurða-
verðslækkun og feiki-
leg birgðasöfnun
Þjóðhagsstofnun telur frystingu
í lok síðasta mánaðar með halla-
lausan rekstur að kalla, en vinnsl-
una í heild rekna með 1 til 2%
halla. Hins vegar telja verkendur,
að tapið gæti numið allt að 6% af
tekjum og með tilliti til mark-
áðsstöðu og mikils smáfisks í afla,
megi ætla að tapið aukist á næst-
unni. Ætla má, að birgðir frystra
sjávarafurða og óseldra séu nú um
4,2 milljarðar króna. Verð afurða
hefur lækkað á árinu og mikið
framboð á fiski í Bandaríkjunum
vegna hinnar styrku stöðu dollars-
ins eykur enn hættuna á frekari
verðlækkunum. Framleiðsla á
Bretland hefur nú verið hafin eftir
nokkurt hlé, þrátt fyrir, að við-
mælendur undirritaðs telji það
vonlaust fjárhagsdæmi. Birgða-
söfnun á Bandaríkjamarkað hefur
tvennt í för með sér. Annars vegar
mikinn geymslu- og vaxtakostnað,
sem þó er ekki svo mikill að heldur
borgi sig að framleiða á Bretland.
Hins vegar felst í mikilli birgðas-
Eydal til Mallorca
HLJÓMSVEIT Ingimars Eydal hef-
ur nú í sumar skemmt dansglöðum
Sjallagestum. Sjallinn hefur verið
fjölsóttur og hefur þar verið margt
ferðamanna, enda veður með ein-
dæmum gott á Akureyri í sumar.
Auk þess að spila í Sjallanum
hefur hljómsveitin komið fram á
sumarsæluviku Skagfirðinga og á
skemmtun ómars Ragnarssonar í
Veitingahúsinu Broadway. Þann
25. júlí heldur hljómsveitin til
Mallorca á vegum Ferðaskrifstof-
unnar Atlantik. Þar mun hún
leika fyrir íslendinga og aðra
sumarleyfisgesti á hótelunum
Royal Playa del Palma og Jardin
del mar. Einnig mun hljómsveitin
leika í grísaveislu á herragarðin-
um Son Amar. Hljómsveit Ingi-
mars Eydal skipa þau Þorleifur
Jóhannsson, sem leikur á tromm-
ur, Grímur Sigurðsson, sem leikur
á bassa og syngur, Inga Eydal
söngkona og Brynleifur Hallsson,
sem leikur á gítar og syngur, auk
Ingimars sem leikur á hljómborð.
Að lokum má geta þess að í bígerð
er hljómplata með hljómsveitinni.
(Fréttatilkynning)
I