Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1984 5 Finnska söngkonan Arja Saijonmaa. Sjónvarp kl. 22.25: Arja Saijonmaa á Listahátíö Síðasti dagskrárliður sjón- varpsins í kvöld er upptaka frá hljómleikum finnsku söngkon- unnar Arja Saijonmaa sem hún hélt á vegum Listahátíðar i Broadway þann 5. júní sl. Sjónvarp mánudag kL 2125 Hún Winnie okkar Á minudagskvöld kl. 21.25 verður á dagskri sjónvarpsins, breski sjónvarpsleikrit, „Hún Winnie okkar" (Our Winnie), eftir Alan Bennett. Leikritið fjallar um unga þroskahefta stúlku, Winnie, og samskipti hennar við móður hennar sem er ekkja. Hún er ósátt við lífið og á erfitt með að sætta sig við þá staðreynd, að dóttir hennar sé þroskaheft, eða „ekki í lagi", eins og hún sjálf orðar það. Skagaströnd: Útvarp Kántríbær fékk að senda út Útvarp kl. 19.35: Eftir fréttir Þitturinn „Eftir fréttir" er á dagskrá útvarpsins kl. 19.35 í kvöld, í umsjá Bernharðs Guð- mundssonar. Þitturinn fjallar um réttlætismil í heiminum, mann- rí-ttindamál, þróunarmil og frið- armil. Knútur Arnason, eðlisfræð- ingur, verður gestur þáttarins, en hann er í samtökum eðlis- fræðinga gegn kjarnorkuvá. Knútur mun fjalla um friðar- og afvopnunarbaráttu þeirra í sam- tökunum, en kjarnorkusprengj- an var eins og kunnugt er fundin upp af eðlisfræðingum. Þá mun Bernharður fjalla um misskiptingu matvæla í heimin- um og afleiðingar þess, því þó að framleidd séu í heiminum næg matvæli handa öllum jarðar- búum, svelta margar þjóðir. Þá verður spjallað um mann- réttindabaráttu Amnesty Inter- national, en þau samtök berjast sem kunnugt er fyrir frelsi manna um heim allan, sem af- plána fangelsisdóma vegna trú- ar- eða stjórnmálaskoðana. Sr. Bernharður Guðmundsson Bernharður mun síðan gera grein fyrir föngum júlímánaðar, sem áðurnefnd samtök berjast fyrir, að leystir verði úr haldi. „EG VANN stríðið og það er aðalat- riðid, þótt þetta auki mjög kostnað- inn við hitíðina, því ég þarf að hafa hér Ueknimann fri útvarpinu til að fylgjast með útsendingunni," sagði Hallbjörn Hjartarson, kintrísöngv- ari i Skagaströnd, í samtali við Mbl. í gær. Kintríhitíðin stóð þi sem hæst og sagði Hallbjörn, að mikil stemmning væri rfkjandi og hefði hitíðin heppnast vel fram til þessa. „Það var mikil umferð hérna á föstudaginn, svo að þess eru fá dæmi, og geysilegt fjör. Gautar frá Siglufirði spiluðu á ballinu og við útvörpuðum kántrímúsík til klukkan þrjú um nóttina og það. tókst mjog vel," sagði Hallbjörn ennfremur. Aðalskemmtunin var svo í gær, laugardag, og hófst hún með hópreið hestamanna um svæðið með Hallbjörn í broddi fylkingar. Síðan var bílasýning, þar sem valið var fallegasta „átta gata tryllitækið". Þá voru sýndar kvikmyndir úr „villta vestrinu", og farið var í hestaíþróttir af ýmsu tagi. Um kvöldið var svo ætlunin að efna til „ródeó"-keppni, sem kalla má „gandreið" á íslensku, og er það að sogn Hallbjörns i fyrsta skipti sem keppni í þeirri grein fer fram hér á íslandi. Um kvöldið var svo ætlunin að efna til hæfi- leikakeppni og kántríhljómleika þar sem fram áttu að koma auk Hallbjörns kántrísöngvararnir Johnny King og Siggi Helgi, og svo átti að vera dansleikur í Félags- heimilinu. „Hátíðin endar svo á sunnudag með útimessu og síðan mun ég lík- lega taka eitt eða tvö lög á eftir og kveðja svo fólkið og slíta hátíð- inni," sagði Hallbjörn og var hinn hressasti með gang mála á þessari fyrstu „kántríhátíð" á Skaga- strönd. VILTU OKEYPIS TILH0LLANDS31.AGUST? Viljirðu fara ókeypis í stórglæsi- lega golfferð til Hollands þá er tækifærið nákvæmlega núna! Og viljirðu sameina ósvikna golfferð og upplagða fjölskylduferð í einum og sama pakkanum þá er tækifæriö ekki síðra. Taktu fjölskylduna með til sæluhúsanna í Hollandi 31. ágúst nk. og í eina eða tvær vikur þræðir hinn góð- kunni kylfingur, Kjartan L. Páls- son, fararstjóri okkar í Kemper- vennen, með þér hvern glæsi- golfvöllinn á fætur öðrum. Fjölskyldan er að sjálfsögðu velkomin á völlinn á hverjum degi en þaö væsirheldurekki umhana í sæiuhúsunum með sundlaugina, íþróttavellina, reiðhjólabrautirnar, sólbaðsaöstöðuna og öll hin þægindin í seilingarfjarlægð. ÓKEYPIS FYRIR EINN! Nú söfnum við saman áhuga- sömum kylfingum af öllum gæða- flokkum, förum í golf á hverjum degi og efnum að sjálfsögðu til SL-golfmóts meö forgjöf og öllu tilheyrandi. Verðlaunin eru ekki af lakara taginu: Ókeypis flug og gisting fyrir þann sem ber sigur úr býtum og sá hinn sami fær ferðakostnaðinn endurgreiddan strax við heimkomu! Verð frá kr. 9.670 mlöaö við 6-8 manns saman i sumarhúsi (t.d. tvœr fjölskyldur sem slá sér saman) Innifaliö er flug Keflavík - Amsterdam - Keflavik, akstur til og fráflugvellierlendisog gisting i sumarhúsunum í Kempervennen i eina viku. Möguleiki er á aö framlengja dvölina um eina viku. Barnaafsláttur kr. 3.600 fyrir börn 2ja - 11 ára. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.