Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1984 „Eyddi of löngum tíma ævi minnar í leit að „sannleikanum“ — sagði Lillian Hellman, sevr. nó ér nýiáun og var einn frægasti leikritahöfundur Bandaríkjanna „Eyddi of löngum tíma ævi minnar í að leita aö „sannleikanum," segir Lillian Hellman m.a. í einni ævisögu sinni, „An Unfínished Woman“. I lok sídasta mánaðar lést hinn kunni rithöfundur Lillian Hellman. Hellman var með þekktustu leik- ritaskáldum Bandaríkjanna, og hér á landi kannast margir við kvik- myndina Júlíu sem byggð er á sögu eftir Hellman, en sagan er auk þess að hluta til byggð á æviminningum hennar sjálfrar. Hún var fædd 20. júní 1906 í New Orleans, einkadóttir Max Bernard og Juliu Newhouse Hellman og ólst að mestu leyti upp í New York, en þangað flutti fjölskyldan er hún var fimm ára gömul. Fjölskyldan var þó með annan fótinn áfram i New Orleans og sótti hún því skóla til skiptis á báðum stöðunum. Á árunum 1922 til 1924 nam hún við háskólann í New York, og 1924 var hún við nám í háskólanum í Kol- umbíu. Fyrsta árið eftir að námi lauk vann hún hjá bókaútgáfunni Horace Liveright, Inc., og ári síðar varð hún bókmenntagagnrýnandi New York Herald Tribune. Hún giftist Arthur Kober árið 1925 og hætti þá störfum sínum hjá útgáfufyrirtækinu. Arthur Kober var ungur og upprennandi rithöf- undur og ásamt honum fór hún til Hollywood, þar sem hún fór m.a. að vinna fyrir kvikmyndafyrirtækið Metro-Goldwyn-Mayer. I ævisögu sinni sem ber heitið „An Unfin- ished Woman“ segir Hellman m.a. frá þessu tímabili ævinnar, hún fæst m.a. eitthvað við skriftir, sem- ur smásögur milli þess sem hún spreytir sig á matseld og öðru þessháttar, en flestar sögurnar leggur hún til hliðar og segist hafa verið búin að sætta sig við að aldrei yrði hún rithöfundur. „Þessi niður- staða varð mér mikill léttir," segir hún, „og ég gaf mér tima til að lifa lífinu, lesa bækur, og hitta áhuga- vert fólk.“ Hjónabandi hennar og Kobers lauk þó með skilnaði 1932, og skömmu síðar sneri hún aftur til New York til að lesa handrit að leikritum fyrir Herman Shumlin, en hann leikstýrði síðar fjölda verka eftir hana sjálfa. Dashiell Hammett Rithöfundinn Dashiell Hammett hitti Hellman fyrst er hún var 24 ára gömul. Hann var þá mjög þekktur rithöfundur, 36 ára gam- all, en átti við talsverð drykkjuvandamál að stríða. Upp frá þvi hófst mikill vinskapur þeirra í millum, sem varaði í þrjá- tíu ár, eða þar til Hammett lést úr krabbameini. Er þau hittust fyrst hafði Hammett skrifað fjórar af fimm skáldsögum sínum og var jafnfrægur í Hollywood sem New York. Á árunum 1930 til 1948 skrif- aði hann þó aðeins eina skáldsögu og nokkrar smásögur. Drykkju- skapur setti strik í reikninginn og árið 1945 segir Hellman að horft hafi til vandræða í þeim efnum. Nokkrum árum síðar eða árið 1948 hætti Hammett drykkjunni alfarið og bragðaði ekki áfengi það sem eftir var ævinnar. Ekki er að efa að Hammett hafi haft mikil áhrif á þróun hennar sem rithöfundar, enda segist hún hafa skrifað leikritið „The childr- ens Hour“ með hans hjálp, en það leikrit sló í gegn og skipaði henni á bekk með helstu leikritaskáldum Bandaríkjamanna. Leikritið var frumsýnt 1934 í New York og vakti stormandi lukku, sýningar urðu 691 áður en farið var með leikritið í sýningaferð um Bandaríkin, og síð- ar var leikritið kvikmyndað. Næsta leikrit sem sett var upp eftir hana, „Days to come“, var sýnt í fyrsta sinn 1936 í New York, en andstætt hinu fyrra sem vakti miklar vin- sældir, voru sýningar örfáar og féllu niður eftir fyrstu vikuna. Síðla árs 1936 lagði Hellman af stað í ferðalag um Evrópu, og sótti m.a. heim Rússland, Frakkland og Spán. Þriðja leikrit hennar, „The little Foxes“ birtist svo á fjöíunum á Broadway í febrúar 1939, og vakti verðskuldaða athygli, sýningar urðu 410 og árið 1941 var frumsýnd kvikmynd unnin upp úr leikritinu með Betty Davies í aðalhlutverki. Árið 1940 er Hellman ýmist á Broadway eða Hollywood, og árið 1941 hefjast sýningar á leikritinu „Watch on the Rhine“, en það hlaut verðlaun gagnrýnenda sem besta leikritið á Broadway 1940—1941. Gerð var kvikmynd eftir leikrit- inu og eftir að hafa unnið að henni og myndinni North Star sem fjall- ar um hetjudáðir rússnesku þjóð- arinnar í seinni heimsstyrjöldinni, skrifaði Hellman „The Searching Wind“ sem var sýnt í New York í byrjun apríl 1944. Árið 1945 fór Hellman í seinni ferð sína til Sov- étríkjanna, i þetta sinn var hún sérstakur gestur stjórnvalda í þeim tilgangi að kynnast afleiðingum styrjaldarinnar. Niðurstöður henn- ar voru birtar 31. mars 1945. Eftir að hafa unnið við kvikmynd sem gerð var eftir leikritinu „The Searching Wind“ 1946, beindi Hell- man kröftum sínum að samningu nýs leikverks, „Another part of the Forest" sem frumsýnt var á Broad- way 20. nóvember 1946 undir leik- stjórn hennar sjálfrar. Hún leik- stýrði einnig útfærslu sinni á verki franska leikritsins „Montserrat" eftir Emmanuel Robles, sem sýnt var fyrsta sinni f New York 29. október 1949. „The Autumn Garden“ sem sýnt var fyrsta sinni á Broadway 7. mars 1951 með Fredric March og Florence Eldridge f aðalhlutverk- um tekur til umfjöllunar haust- kvöldið í lífi manna og hvernig best er að undirbúa sig undir efri árin. Leikritið fékk misjafna dóma, sum- ir töldu það vera eitt besta verk hennar en öðrum fannst lítið sem ekkert í það varið. Næstu árin fékkst Hellman við að sviðsetja fyrri verk, svo sem „The Childrens Hour“. Það var sýnt 189 sinnum í New York áður en farið var með leikritið f leikferð um Bandarikin. Þá færði hún einnig í leikbúning Hafskip fær blóm í hnappagatið ÞESSI blómum skrýddi vagn, sem má sji á meðfylgjandi mynd, hlaut fyrstu verðlaun í mikilli samkeppni sem haldin var í Norfolk í Virgínu- ríki fyrir nokkrum vikum. Á mynd- inni má sjá áletrun á hlið vagnsins sem hljóðar á þessa leið: „Iceland, land of fíre and ice.“ Á vagninum má sjá eldfjall (t.v.) og jökul, sem að hluta til eru búinn til úr svokölluð- um azalea-blómum. Hátíðin, sem ber nafnið Azalea- -hátfðin, er árviss viðburður um þessar slóðir en verðlaunavagninn var hannaður og skreyttur af birgðamiðstöð bandariska sjó- hersins, Naval Supply Center. Við gerð vagnsins naut birgðastöðin m.a. fjárhagsstuðnings frá Haf- skip, en einnig safnaði starfsfólkið fé með því að efna til kökubazars og ýmsum öðrum hætti. í bréfi, sem forstjóra Hafskips, Björgólfi Guðmundssyni, barst frá forstjóra birgðastöðvarinnar í Norfolk fyrir nokkru, er Hafskip þakkaður stuðningurinn og þess sérstaklega getið að án hans hefði skreyting verðlaunavagnsins ekki verið möguleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.