Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JULI 1984 29 24 í skálanum Af þeim 24 mönnum sem voru í timburskálanum í Rastenburg í Austur-Prússlandi, þar sem her- stjórnin var saman komin til skrafs og ráðagerða, hlutu aðeins fjórir alvarleg meiðsli. En slíkt og þvílíkt hvarflaði ekki að Claus Schenk von Stauff- enberg greifa, og hann hraðaði för sinni til Berlínar til þess að stjórna næsta þætti „Valkyrju- áætlunarinnar“, sem miða skyldi að því að koma ógnarstjórn nas- ista frá völdum og binda þannig enda á Heimsstyrjöldina síðari. Þegar von Stauffenberg sá timburskýlið hverfa í reykský, skömmu eftir að hann hafði skilið sprengjuna eftir í möppu í aðeins nokkurra metra fjarlægð frá fót- um Hitlers, var hann þess fullviss, að harðstjórinn væri ekki lengur í tölu lifenda. Þar fór hann þó villur vegar. Og þar með brustu allar vonir um, hve víðtæk áhrif það mundi hafa, þegar tilkynnt yrði um fráfall for- ingjans. En þrátt fyrir að svo virtist sem öruggasta leiðin til að koma ógnarstjórninni frá væri að ryðja Hitler úr vegi, hefði samstarfs- hópur Stauffenbergs einnig getað sett valdamaskínu nasistanna úr lagi. En samsærismennirnir voru hikandi og ekki nógu ákveðnir i hvernig bregðast skyldi við þeim aðstæðum sem skapast höfðu. Snerpuna vantaði „Valkyrju-áætlunin“ fór út um þúfur, af því að snerpuna vantaði. Meðal grundvallarmistaka, sem þeim urðu á, á meðan ringulreiðin var sem mest í Berlín, var að rjúfa ekki síma- og fjarskiptasamband- ið við aðalstöðvar foringjans. Það var mjög afdrifaríkt, að Hitler gat náð símasambandi við Ramer majór og sannfært hann um, að foringi hans væri enn á dögum. Strax eftir þetta símtal fóru fyrstu handtökurnar fram. Yfir- maður von Stauffenbergs var tek- inn höndum, svo og Fromm yfirof- ursti, yfirmaður varaliðsins, og von Hase, æðsti herstjórnandi í Berlín. Enn tvístigu samsærismennirn- ir, þrátt fyrir að allt væri á tjá og tundri. Og þegar Hitler ávarpaði þjóðina í útvarpi seinna um kvöld- ið, var leikurinn tapaður. Þá var komið að fjöldahandtökum og meðfylgjandi aftökum á færi- bandi. Krafðist dauðadóma Þó að samstarfsmenn von Stauffenbergs skorti snerpu til að gera alvöru úr áformum sínum, var nú enginn skortur á atorku við að gera upp reikningana. Von Stauffenberg var meðal hinna fyrstu sem stillt var upp fyrir framan aftökusveitina í garði ríkiskanslarahallarinnar. — Lifi hið heilaga Þýskaland, voru síð- ustu orð hans. Hitler nægði engan veginn að ná til allra, sem viðriðnir höfðu verið hina misheppnuðu valda- ránstilraun, heldur áttu jafnvel alsaklausir ættingjar samsær- ismannanna einnig á hættu að w Hitler og Mussolini virða skemmdirnar á herskálanum fyrir sér 20. júlí 1944. Öryrki úr stríðinu Það var í hernaðaraðgerðunum í Norður-Afríku, sem ásamt barátt- unni um Stalingrad olli þátta- skilum í styrjöldinni, aó Claus von Stauffenberg missti hægri hönd- ina, tvo fingur vinstri handar og annað augað. Það var þannig ör- yrki úr stríðinu, sem stóð á bak við 20. júlí-tilræóið við Hitler. Og aðstæðurnar gengu í lið með von Stauffenberg til þess að auðvelda honum að koma hug- sjón sinni í framkvæmd. Mánuði fyrir tilræðið var hann útnefnd- ur starfsmannastjóri Fromm yf- irofursta, yfirmanns varaliðsins, og veitti sú staða von Stauffen- berg aðgang að fundarstaðnum í aðalstöðvum foringjans. Það var ekki lífsreynsla von Stauffenbergs á vígvellinum í Norður-Afríku, sem gerði hann að hatrömmum fjandmanni Hitler-stjórnarinnar, og hann var meira að segja stuðnings- maður hennar fyrstu árin eftir valdatökuna. En Gyðingaofsókn- irnar árið 1938 og ógnarverkin í hernumdu löndunum, eftir að styrjöldin var hafin, breyttu af- stöðu hans til nasismans. Von Stauffenberg, sem var af suður-þýskri aðalsætt, blés nýju lífi í áætlanir um að steypa Hitl- er af stóli og hafði um margt sérstöðu meðal liðsforingjanna, sem að þeim stóðu. Bæði 6. og 11. júlí var von Stauffenberg kallaður á ráð- stefnur í aðalstöðvum foringj- ans. Þó að fyrri tilraunir til að ryðja Hitler úr vegi hefðu runnið út í sandinn, var von Stauffen- berg harðákveðinn í að láta sér ekki mistakast og stjórna síðan valdatökunni. Báða fyrrnefnda daga varð hann þó að hætta við allt saman, af því að Göring og Himmler birtust ekki, en samkvæmt áætl- uninni áttu þeir að fara sömu leið og foringinn. Hinn 15. júlí gefst enn á ný tækifæri. En í þetta sinn gafst hinum bæklaða ofursta ekki tóm til að tímastilla sprengjuna. Liðssveitirnar sem áttu sam- kvæmt áætluninni að hernema Berlín voru í öll skiptin í við- bragðsstöðu. Fimm dögum seinna, þegar aðalstöðvar foringjans voru fluttar frá Berchtesgaden til Rastenburg, lét von Stauffen- berg til skarar skríða. En án tilætlaðs árangurs. vera líflátnir eða sendir í þrælk- unarbúðir. Það varð að fara aðeins vægi- legar í sakirnar gagnvart Erwin Rommel yfirhershöfðingja, sem bendlaður var við samsærið, vegna vinsælda hans meðal þjóð- arinnar. Rommel lét til leiðast að taka inn eiturhylki til að bjarga fjölskyldu sinni undan hefndarað- gerðum Hitlers. Setja varð á stofn svokallaðan „mannorðsdóm", undir stjórn og forystu von Rundstedt hershöfð- ingja, vegna þess hve margir hátt- settir herforingjar flæktust inn í samsærismálið. „Mannorðsdóm- stóllinn" dæmi 22 liðsforingja, 8 hershöfðingja og einn yfirhers- höfðingja brottræka úr hernum með skömm. Hefndarþorsti Hitlers Hinn 8. ágúst fór fyrsta aftakan fram í Plötzen-fangelsinu. — Ég óska eftir því, að þeir verði hengd- ir upp eins og sláturfé, var dag- skipun Hitlers. Aftökurnar voru framkvæmdar með hægfara kyrkingu og festar á filmu jafnóðum. Um kvöldið horfði Hitler á árangurinn ásamt nánasta samstarfsfólki sínu. Tilviljanir Oft hafa tilviljanir ráðið miklu um gang veraldarsögunnar. Ef herráðsfundurinn, sem haldinn var í Rastenburg hinn 20. júlí fyrir 40 árum, hefði ekki verið fluttur svo til fyrirvaralaust úr steyptu neðanjarðarbyrgi í timb- urskýli, sem varð til þess að stór- lega dró úr áhrifamætti spreng- ingarinnar — og hefði Hitler ekki hallað sér fram yfir þykka borð- plötuna á úrslitasekúndunni og óafvitandi notað hana sér til hlífð- ar, hefði það flýtt mikið fyrir endalokum styrjaldarinnar. Mörgu mannslífinu hefði þá verið borgið undan hörmungum og dauða. Og heimsmyndin liti þá e.t.v. annan veg út en raun ber vitni nú. Fædd 18. mars 1890 Dáin 12. júlí 1984 Guðrún lést 12. þ.m. eftir rúm- lega tveggja ára legu á Landa- kotsspítala. Hún fæddist 18. mars 1890 í Bolungarvík, dóttir Guðrún- ar Gunnlaugsdóttur frá Miðhlíð á Barðaströnd, Jónssonar eldri í Miðhúsum og Jóhannesar Páls- sonar, formanns í Bolungarvík, Össurarsonar í Hnífsdal. Guðrún ólst upp hjá móðursyst- ur sinni Sigurborgu Gunnlaugs- dóttur og manni hennar, ólafi Jónssyni, að Hallsstöðum á Langadalsströnd við ísafjarðar- djúp. Fjölskyldan fluttist til ísa- fjarðar skömmu eftir fermingu Guðrúnar. Ung að árum hélt Guð- rún til Reykjavíkur og lærði mat- reiðslu hjá Sigríði á Skjaldbreið. Hún fór síðan aftur til ísafjarðar og vistaði sig hjá Birni Pálssyni ljósmyndara og dvaldist þar unz hún hélt aftur til Reykjavíkur og giftist Sigurði Agli Hjörleifssyni múrarameistara 30. júní 1916. Hann lést 31. mars 1955. Var hjónaband þeirra afar farsælt. Þau eignuðust einn son, Garðar Sigurðsson, fyrrv. prentsmiðju- stjóra Borgarprents, kvæntan Sig- rid Karlsdóttur, Bjarnasonar bak- ara, en börn þeirra eru sex og barnabörnin tólf. Ennfremur ólu Guðrún og Sig- urður upp bróðurdóttur Guðrúnar frá fjögurra ára aldri, Markúsínu Guðnadóttur hárgreiðslumeistara, ekkju Ragnars heitins Oddgeirs- sonar, Hjartarsonar. Þau eignuð- ust tvö börn. Áður en Sigurður kvæntist Guð- rúnu eignaðist hann einn son, Sig- urð B. Sigurðsson bifvélavirkja- meistara, sem búsettur er á Akra- nesi, kvæntur Guðfinnu Svavars- dóttur. Þau höfðu gott samband við Guðrúnu og var ætíð mikil hlýja þar á milli. Eg kynntist Guðrúnu fyrst fyrir tæpum 12 árum og laðaðist strax að hlýju hennar og hreinlyndi. Það var þannig með Guðrúnu, að það var eins og hún ætti alltaf rúm í hjarta sínu fyrir einn ein- stakling í viðbót og svo fór með okkar kynni, að ég eignaðist nýja ömmu og varð hún mér afar kær. Umfaðmandi kærleikur hennar og góðvild báru vitni um það hver sá Drottinn er, sem hún fylgdi. Fram til hinstu stundar blessaði hún alla þá mörgu sem gerðu henni ott eða réttu henni hjálparhönd. Landakotsspítala, deild 2A, þar sem hún naut frábærrar hjúkrun- ar tvö síðustu árin, var hún svo elskuð, að starfsfólk neitaði því að hún væri flutt á aðra deild, þegar það stóð eitt sinn til. Þannig var Guðrún, þessi öðlings- og merkis- kona, jafnvel 94 ára sem sjúkling- ur í sjúkrahúsi átti hún meira til að gefa úr sínum hjartasjóði, meiri hlýju og góðvild, sem aldrei bar skugga á. Guðrún var ákaflega heiðarleg og hreinskiptin kona. Hún var manni sínum góð eiginkona og börnum sínum góð móðir. Hún sagði mér oft frá því hversu dýr- mætt henni hefði verið það að eignast dóttur, kjördótturina Markúsínu. Garðar, sonur hennar, var henni einnig ákaflega kær og þá ekki síður tengdadóttirin Sig- rid, en þær tengdamæðgur deildu saman heimili í hartnær fjörutíu ár og síðasta áratuginn, þegar heilsu Guðrúnar fór að hraka, naut hún umönnunar tengdadótt- ur sinnar og sonar, umönnunar sem vakti óskipta aðdáun allra þeirra sem til þekktu. Kristur sagði: „Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. í húsi föður míns eru marg- ar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.“ (Jóh. 14.1-3). Guðrún „amma“ var sannur lærisveinn Krists í orði og verki og við megum trúa því að hún dvelur nú með Guði í alltumfaðmandi kærleika hans og ljósi. Blessuð sé minning Guðrún- ar Jóhannesdóttur. Sigríður Halldórsdóttir reglulega af ölnim fjöldanum! IMnripjiiiifafotlii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.