Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLl 1984 23 Brynjólfur Bjarnason, forstjóri BÚR. í baksýn er einn af togurum Bæjarútgerðarinnar, Ingólfur Arnarson. karfa frá því í fyrra. Þorskurinn var 11,5% meiri af afla í fyrra en 9,1% núna og er það 48% minni þorskur að magni nú en í fyrra. Hér kemur til aflasamsetning, sem hefur breytzt, minnkandi framlegð og við hljótum að þurfa að laga okkur að henni. Stuðningur skattgreiðenda — Er hægt að reka Bæjarútgerð Keykja- víkur ín stuðnings skattgreiðenda í Reykja- rík? — Það er of snemmt fyrir mig að svara þessari spurningu. Við erum búnir að gera upp rekstur fyrstu fjóra mánuði ársins en við höfum engan samanburð við sama tímabil í fyrra, þannig að við getum ein- ungis miðað við allt árið í fyrra, en þá var tapið 141 millj. kr. eða 25% af veltu, en á fyrstu 4 mánuðum ársins er tapið 23 millj. kr. eða 14% af veltu. En ég hef allan fyrir- vara á þessum samanburði, því að sam- bærilegar tölur frá því í fyrra eru ekki til. — Er þetta ekki vandamál sjárarútvegs og fískvinnslu í Reykjavík yfírleitt sem BUR á við að stríða? — Áreiðanlega að mörgu leyti. Miðin, sem fiskiskip frá Reykjavík sækja á, eru þannig, að aflasamsetningin er mun óhagstæðari í verðmætum en t.d. Vest- fjarðamiðin. Hins vegar tel ég að Reykja- víkursvæðið, sem í dag er ein stærsta verstöð landsins, muni halda velli og jafn- vel auka hlut sinn, ef eftir fer sú spá, að ferskfiskútflutningur muni aukast, því að við liggjum betur við samgöngum við þá markaði en sjávarplássin úti á landi. — Kemur nánara samstarf eða jafnrel sameining sjávarútvegsfyrirtækja til greina? — í dag er töluvert samstarf milli fyrir- tækjanna hér í Reykjavík. Þau skipta mik- ið á fiski. Það þýðir að ef við eigum nógan fisk en annan vantar fisk fær hann frá okkur og öfugt. Þetta er einnig gert tölu- vert á Vestfjörðum og kemur vel út, þann- ig að samstarfið er nokkuð nú þegar. Um sameiningu get ég ekkert sagt. En ég hygg að hægt sé að nýta betur þau framleiöslu- tæki sem til eru í landinu, en hvort það verður gert með sameiningu fyrirtækja læt ég ósvarað. — Það sjónarmið heyrist stundum frá einkarekstrarmönnum í sjávarútvegi í Reykjavík, að það sé erfitt að reka útgerð og fiskvinnslu í höfuðborginni vegna samkeppni rið BÚR, sem geti alltaf leitað í borgarsjóð þegar peninga vantar. Hvað segir þú um þetta? — Ég tel það mjög skiljanlegt, að þetta sjónarmið komi fram. En við erum að reyna að laga rekstur BÚR í þeirri von að skattgreiðendur í Reykjavík þurfi ekki að borga tapið og siðan er það yfirlýst markmið borgarstjóra að breyta rekstr- arformi fyrirtækisins. Þetta er þess vegna mjög ögrandi verkefni fyrir mig að takast á við. Reykjavíkurborg mun leggja fram á þessu ári 60 millj. kr. til rekstrarins, sem eru gífurlegir fjármunir, en höfuðstóllinn er neikvæður um 33 millj. kr. — Er 60 millj. kr. þak á framlögum Reykjavíkurborgar til BÚR á þessu árí? — Ég lít ekki svo á, að ég geti gengið í borgarsjóð. Ég tel, að ég þurfi að bjarga mér með þetta fé. Helmingurinn fer til greiðslu á skuldum í Fiskveiðasjóði. En ég tek vissulega undir þau sjónarmið einkarekstrarmanna, að hér sé ólíku sam- an að jafna. Það er ekki jafnréttisgrund- völlur í rekstri fyrirtækja, þegar eitt þeirra er styrkt af sveitarstjórn en önnur ekki. Ég vona hins vegar að þær breyt- ingar sem nú er verið að gera verði til þess að BÚR muni í framtíðinni sitja við sama borð og önnur fyrirtæki. — Er sjárarútregurinn að verða baggi á þjóðarbúinu? — Ég tel að það sé mikil hætta á því við núverandi aðstæður að svo geti farið. Hins vegar get ég ekki svarað því, hvort útgerð- in verður baggi, þegar megnið af tekjum þjóðarinnar skapast þar. Hverjir eiga þá að borga þennan bagga? §tG. Tímaritið Hár og fegurð komið út HÁR OG FEGURÐ 2. tbl. 4. árg. er komið út. Á forsíðunni er mynd af hárgreiðslu sem nefnd er Svanatísk- an og er unnin af Pierre Alexander í London. Fata- og hártískan er kynnt. Hárgreiðslan er unnin af mörgu þekktu hárgreiðslufólki, en fötin eru frá Garbo, Hænco, Goldie og Pilot. Greint er frá krýningu feg- urðardrottninganna, farið inn á vaxtarrækt, hvernig á að fasta og skallavandamálið. Einnig er efni frá Stuhr í Kaupmannahöfn, Jingles í London og New York og margt fleira. Sumarbúðir KFUM og KFUK KALDARSEL Vegna forfalla eru nokkur pláss laus fyrir stúlkur 2.—16. ágúst. Innritun og nánari upplýsingar eru veittar aö Hverfisgötu 15 í Hafnarfirði á mánudögum, miövikudögum og föstudögum kl. 17—19, sími 53362 ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.