Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.07.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ1984 41 svo ung voru hrifin héðan á brott. Hann er að vinna fyrir fleiri og heiðra minningu annarra. Og sú er von mín, að enn fáum við að njóta ótvíræðra forystuhæfileika formannsins okkar um mörg ókomin ár. Það er þó ekki hægt að árna Ásbirni allra heilla á hamingju- degi án þess að minnast á konuna hans um leið. Þau gengu í heilagt hjónaband Ásbjörn og Bjarney Sigurðardóttir frá Seyðisfirði 16. október 1948 og síðan hafa þau verið fádæma samhent í öllum hlutum, hvort heldur er í barna- uppeldi þriggja dætra og eins son- ar eða fegrun fágæts heimilis og kirkjusókn, og svo hafa þau verið léttstíg árin öll, að brosið þeirra hefur hreint ekki stirðnað frá björtum brúðkaupsdegi. Það er gott að sækja þau heim, slíkir gestgjafar eru þau, það er ógleym- anlegt, þegar sóknarnefndin hefur lagt land undir fót með mökum sínum og haldið jafnvel alla leið vestur í Aðalvík á Ströndum, af því að Ásbjörn kann jafnt að stjórna alvarlegum málum á sókn- arnefndarfundi sem auka gleði glaðværra á góðum stundum áhyggjuleysis. En nú er mál að linna og blöskr- ar vini mínum sjálfsagt upptaln- ing. En það verður að hafa það, og ég verð að stilla mig um að nefna ekki miklu fleira, svo eru minn- ingarnar margar, þakklætið tært og árin dýrmæt, sem Guð hefur gefið okkur að starfa saman og njóta þess að vera til í hópi góð- vina. Og nú bið ég Guð um að blessa Ásbjörn Björnsson, um leið og ég óska honum til hamingju á afmælisdaginn í eigin nafni, í nafni konu minnar og Bústaða- sóknar. Hafðu þökk, kæri vinur, fyrir störfin þín öll í kirkju Krists. Ólafur Skúlason Byggingameistarar — verktakar — húsbyggjendur Nú getið þið framkvæmt það ómögulega Við hjá ASETA höfum hafiö leigu á litlum og nettum kerfismótum frá HÚNNEBECK. Þar er þyngsta einingin aðeins 25 kg og þannig vel meðfærileg fyrir einn mann. Þetta er eins auðvelt og að leika sér með lego-kubba. Þú þarft að vísu að eiga hamar. ASETA SF. Funahöfða 19, S: 83940 Suman/örurá lækkuöu veröi Verð áður Verð nú Herrabolur Herraæfingagalli HerrasKór Herraskyrtur Herrabolur Herraskyrta Herracanvas buxur kr. 1>8<- kr. kr J&S.- kr. kr. jté.- kr. kr. 299,- kr. 689,- kr. 359.- kr. 199.- kr. 199,- kr. 299.- kr. 589.- kr. Dömu netabolur Dömublússa Dömujakki Dömustrigaskór Dömubuxur kr. kr. J8&.- kr. kr. jtá.- kr 199.-kr. 199,- kr. 11 689.-kr. Æf 199.-kr. 459.- kr. Barna canvas buxur Barna æfingaskór J&S,- kr. ýgó,- kr. 399.- kr. W ■ 259,- kr. HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.