Morgunblaðið - 31.08.1984, Page 2

Morgunblaðið - 31.08.1984, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984 Ekkert innlegg í þessa kjaradeilu Fri opnun tilboðanna ( gerð vélabúnaðar fyrir Blönduvirkjun í gær. Á myndinni má sji, að háir staflar bárust af tilboðum og tók langan tíma að fara yfir þau. Síðar munu tilboðin könnuð nánar. LjAsm. Mbl./Árni Sæberg. 99 tilboð í sex verk- þætti Blönduvirkjunar „Þátttaka var mjög góð sem kemur Landsvirkjun að sjálf- sögðu til góða,“ sagði Jóhann Már Maríusson, aðstoðarfor- stjóri Landsvirkjunar, eftir að tilboð höfðu verið opnuð í sex verkþætti við Blönduvirkjun í gærkvöldi, en 99 tilboð bárust. — segir formaður BSRB um tilboð fjár- málaráðherra „l>otta er langt frá því að vera tilboð enda hefur það ekki verið nefnt því nafni og ég fæ ekki séð að þetta sé nokkurt innlegg í þessa kjaradeilu," sagði Kristján Thor- lacius, formaður BSRB, er hann var spurður um viðbrögð þeirra BSRB-manna við tilboði fjármála- ráðherra um samkomulagsumleit- anir er greint var frá í frétt Morg- unblaðsins í gær. Kristján sagði að boðað hefði verið til sameiginlegs fundar stjórnar og samninga- nefndar BSRB á mánudaginn kemur þar sem staðan verður rædd og ákvörðun tekin um hvort boðað verður til verkfalU. í tilboði fjármálaráðherra var m.a. gert ráð fyrir grundvelli í þremur liðum og um það hafði Kristján Thorlacius m.a. þetta að segja: „Það er talað um að samningsaðilar kanni sameigin- lega þróun verðlags og kaup- máttar á þessu ári. Ef komi í ljós umtalsverð frávik, eins og þar stendur, frá forsendum þess samnings, sem aðilar gerðu á síðastliðnum vetri þá er fjár- málaráðherra reiðubúinn að ræða hvort þær kauphækkanir, sem gert var ráð fyrir geti komið til framkvæmda með öðrum hætti. Þetta er auðvitað ekkert nýtt tilboð. “ Varðandi þriðja liðinn í tilboði fjármálaráðherra þess efnis, að aðilar geri fyrir 1. apríl nk. sam- eiginlegar tillögur um leiðir til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri til hagsbóta fyrir báða aðila og hugsanlega endurskoð- un launakerfis ríkisstarfs- manna, sagði Kristján Thorlaci- us m.a.: „Eg vil taka það skýrt fram, að við höfum margsinnis rætt um og farið fram á það meira að segja fyrir nokkrum árum, að launakerfið verði endurskoðað. Og við óskuðum eftir því, að vísu fyrir nokkuð mörgum árum síðan, að haldið yrði áfram starfsmati sem við sömdum um 1970. Þá var því hafnað og við ítrekum það auð- vitað nú, óháð þessu, að við erum að sjálfsögðu reiðubúnir að endurskoða launakerfið, það er á margan hátt úrelt. Og við höfum ekkert á móti hagkvæmni í opinberum rekstri. En eins og ég sagði er ekkert nýtt í þessu og þetta er langt frá því að vera nokkurt tilboð og því er í raun- inni ekkert um þetta að segja," sagði Kristján Thorlacius. Jóhann Már sagði, að fjár- mála- og verkfræðilegir ráð- gjafar Landsvirkjunar myndu nú gefa sér góðan tíma til að fara yfir alla þætti þessa máls áður en ákvörðun yrði tekin. í fyrsta útboð, sem voru vatns- hverflar, vélalokar, rafalar, fylgibúnaður véla og stjórnbún- aður, bárust 25 tilboð. Lægsta tilboðið var frá júgóslavnesku fyrirtæki, Ingra Group. Það hljóðaði upp á tæplega 329 milljónir króna og var 66,8% af áætluðum kostnaði. Næstlægsta tilboð var frá japanska fyrir- tækinu Sumitomo upp á 393 milljónir króna. Hæsta tilboðið var frá AEG Telefunken í V-Þýskalandi og var það tæpar 676 milljónir, eða 37,1% hærra en áætlaður kostnaður, sem var um 493 milljónir króna. Annað útboð var á aflspenn- um og bárust í það 25 tilboð. Lægsta tilboðið var frá júgó- slavnesku fyrirtæki, Minel Ex- port-Import, og var það tæpar 20 milljónir króna, sem er 62,6% áætlaðs kostnaðar. Næst lægsta tilboð var frá Kymmene Strömberg frá Finnlandi upp á rúmlega 20 milljónir króna. Hæsta tilboðið barst frá Sumit- omo Corporation í Japan. Hljóðaði það upp á rúmar 43 milljónir króna, eða 38,5% yfir áætluðum kostnaði. Þriðja útboð, útboð á há- spennubúnaði, var boðið í af 13 fyrirtækjum. Þar átti lægst til- boð franska fyrirtækið Merlin Gerin, eða tæpar 28 milljónir króna, sem er 76,7% áætlaðs kostnaðar. Siemens AG frá V-Þýskalandi var með næst lægsta tilboð 34,4 milljónir króna. Hæsta tilboðið átti ann- að franskt fyrirtæki, Copelex, sem bauð tæpar 69 milljónir, eða 83,3% yfir kostnaðaráætl- un. Tíu fyrirtæki buðu í gerð og uppsetningu lyftikrana. Þar var það franskt fyrirtæki, Verlinde, sem bauð lægst, rúmar 10 millj- ónir króna, sem er 61,4% áætl- aðs kostnaðar. Næstir komu Kone Corporation frá Finnlandi með 10,8 milljónir króna. Hæsta tilboðið var tæpar 23 milljónir, eða 35,4% meira en áætlaður kostnaður. Það var portúgalskt fyrirtæki, Mague SARL, sem svo bauð. Fjórtán fyrirtæki gerðu til- boð í 5. útboðsþátt um lokubún- að. Lægsta tilboðið var frá júgó- Vogum 29. ájfúst. í NJARÐVÍKUM eru hafnar framkvæmdir við að færa Flug- vallargirðinguna frá íbúðabyggð- inni í Ytri-Njarðvík. Það eru starfsmenn Njarðvíkurbæjar sem annast verkið. Flugvallargirðingin hefur þrengt mjög að byggðinni í Ytri-Njarðvík, enda hefur verið byggt fast upp að henni. Lóða- skortur hefur verið í hverfinu, og lóðaumsóknir á biðlista. í samtali við Morgunblaðið sagði Albert K. Sanders bæjar- stjóri að það væri gífurlega mik- ið atriði fyrir Njarðvíkinga að girðingin yrði færð. „í raun er langþráður draumur að rætast," sagði Albert. Á svæðinu sköpuð- ust möguleikar á íbúðabyggð, þar sem kæmu til tugir lóða. Landsvæðið er hentugt bygg- slavneska fyrirtækinu Ingra Group sem var 36,9 milljónir króna. Næstir komu Stahl & Apperatebau frá Þýskalandi með rúmlega 41 milljónir. Hæsta tilboðið var frá Drag- ados á Spáni sem var 102,6 milljónir króna, en kostnaðar- áætlun var 44,5 milljónir króna. Tólf fyrirtæki gerðu tilboð í 6. útboðsþátt um þrýstivatnspíp- ur. Lægsta tilboðið var frá Ingra Group, frá Júgóslavíu upp á 43 milljónir króna, en næst lægsta tilboðið var frá spænska fyrirtækinu Boetticher Y Nav- arro upp á 70,7 milljónir króna. Hæsta tilboðið var frá Thyssen Engineering GmbH frá Þýska- landi og nam 150,4 milljónum króna. Kostnaðaráætlun var upp á 57,1 milljónir. Samtals hljóða lægstu tilboð í ofangreinda 6 verkþætti upp á um 470 milljónir króna, en kostnaðaráætlanir voru samtals 680 milljónir króna. ingarland, en skipulag þess ligg- ur ekki fyrir, enda ekki búið að semja við landeigendur. E.G. Forsætisráð- herra afþakkar boð til ísrael Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, hefur verið boðið í opinbera heimsókn til Israel. í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi sagði Stein- grímur, að hann sæi sér ekki fært að þiggja boð þetta vegna anna. Kvóti Siglfirðings frá Álsey til Sólbergs ÓF NÚ HEFIJR verið gengið frá flutn- ingi 220 lesta kvóta frá Álsey VE til Sólbergs ÓF. Aflakvóta þennan hafði Álsey áður fengið frá Sigl- firðingi SI. Að sögn Sigurðar Einarsson- ar, framkvæmdastjóra Hrað- frystistöðvarinnar, sem gerir Ál- sey út, fékk útgerðin þennan kvóta þar sem Siglfirðingur hef- ur verið frá veiðum vegna breyt- inga og stundaði Álseyin einnig rækjuveiði frá Siglufirði í sumar. Sigurður sagði, að segja mætti að þarna væri verið að skila kvótanum, sem hefði feng- izt frá Siglfirðingi, þar sem Áls- eyin hefði ekki þörf fyrir hann vegna endaslepptrar vertíðar og tregfiskirís. Tardue varð MARK Tardue varð þriðji í alþjóðlegri keppni hljómsveitarstjóra, The Geneva International Performers Contest, í Genf í Sviss, sl. miðvikudag. Keppnin var mjög fjölmenn og var haldin forkeppni fyrir hana ( New York, Tókýó og Genf, áður en keppt var til úrslita í Genf. Að lokum voru aðeins þrír stjórnendur sem kepptu til úrslita og var Tardue einn þeirra. „Eins og ég sagði áður en úr- slitin voru kunngerð, þá var aðal- atriðið ekki að verða númer eitt þegar hér var komið sögu,“ sagði Mark Tardue í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Hins vegar hef ég komist í mikilvæg sambönd og eignast góða vini hér og það skiptir mig miklu." Mark Tardue hefur nú í haust þriðja tímabil sitt sem stjórnandi lslensku óperunnar og verður hljómsveitarstjóri fyrirhugaðrar uppfærslu á Carmen. „Það er eina verkefni Islensku óperunnar, sem ég tek þátt í í vetur," sagði hann. „Islenska óperan er í mjög örri og góðri þróun og afar skemmtilegt að taka þátt i henni. En ég held að hún hafi gott af því að fá fleiri stjórnendur, nýtt fólk. Sjálfur elska ég Island og gæti vel hugsað mér að vera þar tvo til þrjá mán- uði á ári hverju. Ein ástæðan fyrir því að ég tók þátt í þessari keppni var, að ég hafði áhuga á að færa mig meira yfir á sinfón- iska sviðið, en ísland hefur verið mér góður staður,“ sagði Mark Tardue. Flugyallargirðingin færð: Langþráður draumur Njarðvíkinga rætist — segir Albert K. Sanders bæjarstjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.