Morgunblaðið - 31.08.1984, Síða 13

Morgunblaðið - 31.08.1984, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984 13 Löndunarvandræði í Vestmannaeyjum VeNtmannaeyjum, 29. ágúst MANNEKLA í frystihúsunum vegna sumarleyfa starfsfólks er farin að valda erfiðleikum hjá togurum, en Leiðari — leiðrétting: Verðbólgu- áratugur MEINLEG ritvilla slæddist inn í forystugrein Morgun- blaðsins í gær, fimmtudag, verðbólguáratugur varð að við- reisnaráratug. í forystugreininni er vitnað til orða forseta ASV, Péturs Sigurðssonar: „50% launa- hækkun til verkamanna nú, fyrsta september, stæði ekki lengi. Hún yrði tekin aftur eins og skot, enda hafa ólíklegri rík- isstjórnir en þessi hagað sér þannig.“ Næsta málsgrein hljóðar svo í réttum texta: „Það sem hér er ýjað að er sú þróun sem viðgekkst allan verðbólguáratuginn, meðan ráðherrasósíalisminn var og hét. Þá hækkaði kaup í krónum talið langleiðina í 1000%, án þess að kaupmáttur ykist nema um einn hundraðasta hluta krónutöluhækkunarinnar. Kauphækkun, umfram efna- hagslegar forsendur, fór ein- faldlega út í verðlagið. Eða með öðrum orðum: launafólk var látið borga meintar kaup- hækkanir sjálft í hærra verð- lagi. Það var sú hókus-pókus aðferð, sem Alþýðubandalagið hélt dauðahaldi í.“ þeir hafa aflað ágætlega síðustu vik- urnar. Margt starfsfólk frystihús- anna er enn fjarverandi og eitt af stóru húsunum, Fiskiðjan, hefur ekki enn hafið móttöku hráefnis eft- ir árlega ágústlokun frystihúsanna í Eyjum. Vegna fámennis í frystihúsun- um hefur ekki tekist að vinna all- an þann afla sem borist hefur að landi síðustu dagana. Á mánudag landaði Breki 220 tonnum eftir stutta veiðiferð og í gær varð að grípa til þess ráðs að senda Halk- ion til Englands með um 120 tonn en ekki er útlit fyrir að skipið fái löndun fyrr en eftir helgi. Á morg- un er svo Vestmannaey væntanleg inn til löndunar með rúmlega 100 tonn. Það má því segja að hér sé nú ríkjandi hálfgert vandræða- ástand, en auk fyrrnefndra skipa eru þrír aðrir togarar á veiðum auk báta. En þó er vonast til að úr fari að rætast, því fólki fjölgar nú daglega sem snýr aftur til starfa í frystihúsunum eftir velþegið sumarleyfi og endurnýjun starfs- orkunnar. Mjög skiptar skoðanir eru hjá fólki hér hvort það sé rétt að loka öllum stóru frystihúsunum í einu í ágústmánuði eins og tíðkast hefur undanfarin ár, en ágúst hefur yf- irleitt verið fengsæll aflamánuður hjá togurum. Bátaafli hefur verið frekar treg- ur upp á síðkastið, en þó með þeirri undantekningu að Sigurfari VE hefur lagt á land í þessum mánuði um 130 tonn, sem eru ljómandi góð aflabrögð á þessum árstíma. Sigurfari leggur upp afla sinn hjá frystihúsi FIVE sem ekki greip til sumarlokunar í ár. - hkj. Septem-hópurinn synir í 12. UM HELGINA opna 3 sýningar á Kjarvalsstöóum, ein af þeim er sýn- ing Septem-hópsins. Þetta er tólfta árið í röó sem hópurinn sýnir sam- an. Þeir sem nú eiga verk á sýning- unni eru Guðmunda Andrésdótt- ir, Þorvaldur Skúlason, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Davíðsson og Valtýr Pétursson. Auk þeirra eru í hópnum þeir Karl Kvaran og Steinþór Sigurðsson, en þeir sýna ekki að þessu sinni. Margir listamenn hafa sýnt sem gestir á sýningum hópsins. Gestur að þessu sinni er Guðmundur Bene- diktsson, myndhöggvari. En áður hefur t.d. Ejler Bille sýnt með hópnum, en hann sýnir eins og kunnugt er núna á Listasafni ís- lands ásamt fjórum öðrum lönd- um sínum. Um 70 verk eru á sýningunni og eru það allt olíumyndir utan höggmynda Guðmundar Bene- diktssonar. Myndir hans eru unn- ar í brons og gips, en þetta mun vera í fyrsta skipti sem hann sýn- ir höggmyndir unnar í gips. Ein mynd eftir Kristján Dav- íðsson, sem er af stærðinni 1,8 x 3 metrar, er tileinkað minningu sinn Ragnars Jónssonar í Smára, sem lést sem kunnugt er nú í sumar. Valtýr Pétursson sýnir á þess- ari sýningu m.a. fjórar myndir, töluvert ólíkar öðrum, en þær eru tilbrigði um konumynd. „Ég fann nýlega gamla teikningu eftir mig af konu, sem var uppspretta þess- ara mynda," sagði Valtýr. Allar myndirnar á sýningunni eru nýjar og hafa ekki verið á sýningum áður. Þegar blaðamann bar að garði, voru listamennirnir í óða önn að hengja upp sýninguna, en hún opnar á laugardaginn í Vestusal Kjarvalsstaða. Sex listamenn sýna nú á Septem-sýningunni. Á myndinni eru, telið frá vinstri: Jóhannes Jóhannesson, Guðmundur Benediktsson, Guðmunda Andrésdóttir, Valtýr Pétursson, Ari Kárason, en hann var að aðstoða við að hengja upp sýninguna, og Kristján Davíðsson. Á myndina vantar Þorvald Skúlason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.