Morgunblaðið - 31.08.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984
19
Ólöglegum innflytjendum
frá Pakistan vísað burt
IVforKunbladsiiis, Erik Liden.
Stokkhólmi, 30. ágúsL Frá frétUríUra
ÞEIR 300 flóttanienn frá Pakistan,
sem flutzt hafa ólöglega til Svíþjóó-
ar, hefur veriö fyrirskipað að fara
þaðan. Rökstyður frú Anita Gradin,
innflytjendaráðherra sænsku
stjórnarinnar, þessa ákvörðun m.a.
með því, að Pakistanarnir hafi ekki
getað sýnt fram á, að þeirra biði
refsing, ef þeir flyttu aftur til
heimalands síns.
Pakistanarnir 300 tilheyra
svokölluðum Ahmadiya-sértrúar-
flokki, sem er öflugur og vel
skipulagður trúflokkur með
næstum 5 millj. meðlimi. Rétt-
trúnaðarmenn á meðal múham-
eðsmanna i Pakistan vilja ekki
viðurkenna Ahmadiya-trúflokk-
inn, heldur halda því fram, að
stofnandinn, Mirza Ghulam
Ahmed, viðurkenni opinberanir,
sem óhugsandi sé fyrir múham-
eðsmenn, er ekki viðurkenna
neina spámenn aðra en Múham-
eð.
Samkvæmt ákvörðun Pakist-
anstjórnar frá því í vor skal
dæma áhangendur Ahmadiya-
trúflokksins í fangelsi, ef þeir
halda því fram, að þeir séu mú-
hameðstrúarmenn eða ef þeir
reyna að breiða trú sína út í Pak-
istan. Til þessa hafa dómendur í
Pakistan neitað að fara eftir
þessu og komið í veg fyrir, að
refsingu yrði beitt.
Sænska stjórnin segist ekki fá
séð, að þeir 300 Pakistanar, sem í
Svíþjóð búa, eigi yfir höfði sér
ofsóknir af neinu tagi, ef þeir
halda heim að nýju.
Þremur Pakistönum var vísað
strax úr landi, eftir að ákvörðun
sænsku stjórnarinnar i dag hafði
verið kunngerð og þegar í næstu
viku er gert ráð fyrir, að margir
úr hópi Pakistananna 300 fái
fyrirmæli um að fara úr landi.
Allir eiga þeir að vera farnir í
síðasta lagi í október nk.
Norges Fiskarlag
¥ < bœMt
Fjórir fórust
í flugslysi
n m /ct/
vib #*s***fe fkfcme tet mtrwFimt i ©*»t mtwwfrf
jMUð
f &c* t*vT; «*.*rti* **
mf ié Í4Mfft vftga* .*£ «jffvap?' w•*
t*'i«' cr««tU Ur« b*vit #> *-ltknx
‘il .*/■**£* i i **i <•£*#£
Fi#»Ui*i.rr,# I . f’tté• ,
*x ti* m+í *«M*t%mmt toéfb+imé* t>%
'AiMMff* S4I toísMwr *&»*, *%§ 'tf - .
Munchen, 30. ágúst AP.
EINS hreyfils fiugvél af gerðinni
Cessna 172 í eigu flugskóla hrapaði
og brann stuttu eftir fiugtak frá
fiugvellinum í Miinchen með þeim
afieiðingum, að fjórir menn, sem
með vélinni voru, fórust allir.
Vélin féll til jarðar í aðeins 300
metra fjarlægð frá flugbrautinni.
Flugmaðurinn, Michael Wolf, var
22 ára gamall. Hann og félagar
hans höfðu tekið vélina á leigu í
útsýnisflug yfir Alpafjöllin. Ekki
er vitað, hvort bilun í vélinni eða
mistök flugmannsins ollu því, að
vélin fórst.
NÝTT
SOVÉSKT BEITISKIP
Nýjasta og fullkomnasta beitiskip Sovétmanna sigldi sl. mánudag
um Eyrarsund á leið til Norður-Atlantshafsins og voru þessar myndir
teknar af því þá. Það heitir „Funze“ og er búið kjarnorkuvopnum.
1*1 #5 r,oí mt j. t mmiut+er *
E.r, Eí «K**li«.« s «UU l*r.$4Mr »**.«»< wlli
fAdMffÍ* *w& t** s4 <í*** w
«i* IMdÍKt m%t* l**i»4>* s mjmi
I *
t» e 4, f toí # « toVftA :,.»•?
A40*r,'-rf» , fha&§ t Jh
. £4 m&wt s*Mi
Bréfið frá Félagi norskra fiskimanna til Statoil.
Noregur:
„Viö áttum
þetta skilid“
Forsvarsmenn Statoil ætla framvegis að
nota móðurmálið I skiptum við landa sína
OhIó. 30. ágúat. AP.
EINS OG fram hefur komið í frétt-
um svöruðu norskir sjómenn fyrir
sig á íslensku þegar Statoil, norska
ríkisolíufélagið, sendi þeim og öðr-
um bréf, sem ritað var á enskri
tungu. Hafa viðbrögðin við þessum
bréfaskiptum verið ótrúlega mikil í
Noregi, bæði meðal einstaklinga
og samtaka, og hafa margir orðið
til að þakka sjómönnum fyrir
framtakssemina.
í bréfinu til sjómannanna og
15 annarra samtaka var spurst
fyrir um skoðanir þeirra á lagn-
ingu olíuleiðslu frá Statfjord-
svæðinu til Vesturlandsins og
afkomendum Börs Börssonar hjá
Statoil fannst það betur við hæfi
að brúka barnaskólaenskuna
sína en móðurmálið. Hjá sjó-
mannasamtökunum bölvuðu
menn bæði hátt og í hljóði þegar
þeim barst bréfið, sem þeim
þótti hin mesta ósvinna, og þá
datt einhverjum það snjallræði í
hug að leita til íslenskra vina
sinna og fá þá til að semja svar-
bréfið.
Hjá Statoil klóruðu menn sér i
höfðinu þegar þeir fengu svar-
bréfið. Hvað var nú þetta eigin-
lega? Þeir kunnu ekki almenni-
lega við að spyrjast fyrir um það
hjá sjómannasamtökunum en
datt þó helst í hug að þetta væri
fornnorska. Þeir leituðu því til
íslenskufræðings við mennta-
skóla á Rogalandi, sem leiddi þá
í allan sannleika um innihaldið.
„Við áttum þetta skilið. Við
fengum það svar, sem við höfð-
um unnið til: Auðvitað er það
hégómaskapur að skrifa hver
öðrum á brogaðri ensku þegar
það vill svo til, að norskan er
okkar móðurmál," sagði Willy
Olsen, upplýsingafulltrúi Stat-
oil, en hann hringdi sjálfur til
Martin Dahle, starfsmanns sjó-
manna, og óskaði honum til
hamingju með svarbréfið.
Ekki er þó allt á eina bókina
lært hjá Statoil f þessum efnum
því að fyrirtækið hefur fengið
norskumenn við háskólann í
Björgvin til að finna norsk orð
yfir öll heiti í „olíumálinu" svo-
kallaða, sem er mjög enskuskot-
ið. Er áætlað að verja til þess
nærri 16 milljónum ísl. kr.
Hemlar og hemlakerfi er mikilvægasti öryggisþátturinn í öllum
akstri og meðferð ökutækja og vinnuvéla. Þetta vita allir.
í því sambandi skiftir mestu, sé fyllsta öryggis gætt; að vel sé séð
fyrir viðhaldi og umhitðu allri. Þetta vita líka allir.
Við erum sérfræðingar í allskyns hemlum og hemlakerfum.
Orginal hemlahlutir í allar tegundir bifreiða
ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ.
NOT® ÞJÓNUSTU FAGMANNA, ÞAÐ TRYGGIR ÖRYGGIÐ.
LLING
Sérverslun með hemlahluti.
Skeifunni 11 Simi: 31340,82740,