Morgunblaðið - 31.08.1984, Síða 22

Morgunblaðið - 31.08.1984, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984 Ráðstefna um nátt- úru og vistkerfi Þingvallavatns Þingvallavatnsrannsóknir og Nor- ræna vistfræðiráðið gangast fyrir sameiginlegri ráðstefnu í Norræna húsinu, sem hófst f gær, 30. ágúst, og stendur til 1. september. Á ráðstefn- unni er fjallað um vistkerfi og nátt- úru Þingvallavatns. Aðalefni ráðstefnunnar er rann- sóknir á náttúru vatnsins og nán- asta umhverfi þess, en þær hafa staðið yfir um árabil. Þáttakendur eru frá öllum Norðurlöndum en ráðstefnan er opin fyrir þá sem áhuga hafa á efninu. Föstudaginn 31. ágúst verður farin rannsóknarferð að Þing- vallavatni kl. 9 árdegis og snædd- ur verður kvöldverður við írafoss. Á síðasta degi ráðstefnunnar, iaugardaginn 1. september, verða fluttir fyrirlestrar frá kl. 10 f.h. til kl. 15.50 en þá hefjast lokaumræð- ur, að því er segir í fréttatil- kynningu Norræna hússins. Morjfunblaöiö/Emelía Unnið að framkvæmdum á viðbótarhúsnæði við ísaksskóla. Nýtt hús á skólalóðinni UNNIÐ er nú við framkvæmdir á byggingu viðbótarhúsnæðis við skóla ísaks Jónssonar við Bólstað- arhlíð. Er hér um að ræða lítið hús sem byggt er á skólalóðinni og að sögn Antons Sigurðssonar, skóla- stjóra, verða þar tvær lausar kennslustofur. „Þetta húsnæði er liður í stærri áætlun um að tvísetja skólann í framtíðinni," sagði Anton í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins. Anton sagði að hið nýja hús- næði yrði tekið í notkun strax í haust, en ekki yrði þó hægt að tvísetja skólann á þessum vetri. Vonir standa til að tvísetningin komist í framkvæmd veturinn 1985-1986. Myndun, ekki Myndir Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemd frá Vilhjálmi Þór Guðmundssyni, fyrir hönd kvik- myndagerðarinnar Myndunar: Vegna fréttar í Morgunblaðinu 25. ágúst sl. óska ég eftir leiðrétt- ingu á nafni kvikmyndagerðarinn- ar, þ.e. Myndunar, en Myndun framleiddi umrædda þætti um lambakjöt á myndböndum er greinin fjallar um. Myndun er elsta starfandi fyrir- tæki i landinu, sem hefur með upptöku og vinnslu myndbanda að gera. Fyrirtækið hefur framleitt fjölda sjónvarpsauglýsinga, kynn- inga og auglýsingamynda fyrir fé- lög og fyrirtæki, nú síðast þáttinn um léttu réttina í samvinnu við markaðsnefnd landbúnaðarins og Kaupmannasamtök íslands. Skóli ísaks Jónssonar hefur starfað allar götur frá árinu 1926 og hefur verið í fararbroddi hvað varðar nýjungar í kennslu yngri barna. í skólanum hafði t.d. verið stunduð kennsla 6 ára barna í 30 ár áður en sú kennsla var tekin upp í grunnskólum og þar hefur verið stunduð kennsla 5 ára barna í 15 ár. Nemendur í yngstu deild ísaksskóla, þ.e. 5 ára börn, verða nú í vetur um 150, en alls verða nemendur rúmlega 500 talsins. Læknar fá 15% afslátt á Læknatalinu í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um útgáfu ritsins „Læknar á ís- landi", var sú villa, að sagt var að læknar gætu keypt ritið á 1500 krónur. Hið rétta er, að ritið kost- ar 2964 krónur í verslunum, en læknar fá 15% afslátt frá því verði. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Geir Gunnar Geirsson, eggjaframleiðandi Lv. og Alfreó Jóhannsson, framkvæmdastjóri ísfugls. „Framleióslan er miðuð við að hver fjölskylda á íslandi fái sér andarsteik a.m.k. einu sinni á ári.“ Framleiðsla á Peking-öndum hafin Á bænum Skeggjastöðum í Mosfellssveit er nú hafin framleidsla á öndum í stórum stíl. Er það nýmæli á íslandi að slíkur búskapur sé stund- aður jafn reglubundið og í jafn miklum mæli og nú er gert þar. En á Skeggjastöðum koma nú úr eggjum um 600 til 700 andarungar á viku. Endurnar, sem um ræðir, eru af Peking-stofni og örlög þeirra eru að sjálfsögðu þau að enda sem gómsætir réttir á matborðum landsmanna, enda andarsteik sannkallaður herramannsmatur. „Okkur þótti tími til kominn að auka fjölbreytnina. Kjúkl- ingur hefur nú um langt skeið verið vinsæl fæðutegund — svo vinsæl, að hún er orðin hvers- dagsmatur — og því sjálfsagt að bæta fleiri tegundum fugla- kjöts á markaðinn," sögðu þeir Geir Gunnar Geirsson, eggja- framleiðandi á Vallá, sem rek- ur búið á Skeggjastöðum og Al- freð Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Isfugls, sem dreifir framleiðslunni, þegar Morgunblaðsfólk brá sér í skoðunarferð til Skeggjastaða í vikunni. „Þá má líka nefna, að í öðr- um löndum eru endur yfirleitt 50% dýrari en kjúklingar, en hér er verðmunurinn aðeins 10%. Öndin er því fyllilega samkeppnisfær við lamba- kjötið, enda hefur fólk tekið þessari nýjung afar vel og sýnt henni mikinn áhuga,“ sögðu þeir Geir og Alfreð, en fyrstu öndunum frá Skeggjastöðum var dreift í síðustu viku. Um síðustu jól kostaði öndin 350 kr. í heildsölu, en nú kostar hún aðeins 195 kr. sem m.a. þýðir, að nú verður hægt að fá andarsteik á veitingastöðum á mjög viðráðanlegu verði. öndin er fljótvaxin fugl, sem tryggir kjötgæði, en slátrun fer fram eftir sjöundu viku. Þessir fugl- ar þurfa töluverða umhyggju en hins vegar eru þeir hraustir og lítil vanhöld," sagði Geir og ekki var annað séð á bústnum fuglunum, sem vöppuðu um húsin, en að þar færi fiðurfén- aður í góðu ásigkomulagi. Nikulás Snorrason, bóndi á Skeggjastöðum, hugar að andar- ungum, sem eru að skríða úr eggj- unum í klakskúffunni. Labrador- hundurinn Adam sýnir mikinn áhuga. (Ljósm. Hbl. Árni Sjeberg.) Andafundur á Skeggjastöðum. OpMámorsun laugardag kl.lO-4 VJAáljr ATTP Skeifunni 15 IlAVJliAU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.