Morgunblaðið - 31.08.1984, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984
33
Um þorskveiðar
með aflakvóta
— eftir Guðmund
Guðmundsson
í Mbl. 15. ág. er viðtal við bæjar-
stjórann á ísafirði, þar sem hann
lætur í ljós það álit að hrun at-
vinnulífsins og fólksflótti blasi
við, þar sem togararnir væru
langt komnir með að klára
þorskkvóta þann er þeim hefði
verið úthlutaður. Ég veit ekki
hvaðan bæjarstjóranum koma
þessar upplýsingar en ástandið er
langt frá því að vera svo alvarlegt
sem hann fullyrðir.
Flest skipin eiga eftir verulegt
magn af öðrum fiskitegundum
sem hægt er að breyta yfir í þorsk
að vissu marki. Þá hefir bæjar-
stjórinn áhyggjur af því að bæj-
arsjóður muni verða af þeim tekj-
um sem fiskvinnslu og útgerð ofl.
beri að greiða. Sem betur fer veit
ég ekki til að þessar atvinnugrein-
ar skuldi bæjarsjóði neitt af
áföllnum gjöldum og ég vona að
áfram verði hægt að standa í skil-
um svo sem verið hefir.
Sem betur fer hefir verið
óvenjumikið um fisk á Vestfjarða-
miðum að undanförnu, meira en
menn áttu von á. Raunar hefir
slíkt skeð áður á þessum tíma. Af
þessu tilefni hefir kvótakerfið ver-
ið mjög til umræðu í sumum fjöl-
miðlum og hafa komið fram þær
VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins
hefur nú ákveðið lágmarksverð á
smokkfiski til beitu og frystingar á
komandi vertíð. Mun þetta vera í
annað sinn, sem ákveðið er lág-
marksverð á þessari fiskitegund.
Verðið hefur nú verið ákveðið 9
krónur á hvert kiló til sjómanna og
miðast við að smokkfiskurinn sé þá
kominn á flutningstæki við skips-
hlið. Verð til kaupenda með 10%
viðbót til Stofnfjársjóðs og 29%
vegna þátttöku f útgerðarkostnaði
er hins vegar 12,51 króna. Verð á
smokkfiski til kaupenda í Færeyj-
um er nú 11,25 krónur íslenzkar og
mun það eitt örfárra tilfella að fisk-
verð er hærra hér en þar.
Lágmarksverð á smokkfiski var
fyrst ákveðið 1979 í kjölfar mikillar
göngu við Vestfirði og var þá 170
gamlar krónur fyrir hvert kilo.
Vegna þess hve smokkfiskurinn
er stopull við strendur landsins er
lágmarksverð aðeins ákveðið, þegar
mikið er af honum eins og nú og
1979. Annars er hann mjög stopull i
fullyrðingar að útgerðarmenn
hagi sér óskynsamlega varðandi
hagnýtingu þorskkvótans, með því
að láta skipin stunda veiðarnar
hömlulaust meðan aflinn var fyrir
hendi.
Þessar ásakanir eru fráleitt
réttar og byggðar á ókunnugleika
af mönnum sem ætla mætti að
hefðu haft aðstæður til að kynna
sér á hvern hátt staðið hefir verið
að vinnslunni í frystihúsum.
Skipin hafa verið stöðvuð í
nokkra daga og allt upp í viku eft-
ir löndun eftir því sem ástæða hef-
ir þótt til hverju sinni til hagræð-
ingar fyrir vinnsluna. Það er hið
sanna i málinu.
Yfir sumartímann kemur á
vinnumarkaðinn mikill fjöldi
unglinga, sem njóta góðs af
sumaratvinnunni og eykur það af-
köst frystihúsanna að mun. í
frystihúsunum á ísafirði, Hnífsdal
og Súðavík hafa verið á launaskrá
um 506 manns þar af unglingar að
16 ára aldri 160.
Ef tekinn hefði verið upp sá
háttur að takmarka afla skipanna
meir en gert hefir verið og þeim
skammtað ákveðið magn í veiði-
ferð, hefði að sjálfsögðu orðið að
fækka starfsfólki og hefði það leitt
til þess að unglingarnir hefðu ekki
átt kost á þessri vinnu.
Þeir sem bera ábyrgð á rekstri
útgerðar, reyna að haga rekstrin-
veiði og hafa seljendur því venju-
lega samið sjálfir við kaupendur
um verðlagningu hans.
Smokkfiskur er eingöngu veiddur
á svokallaðan pilk, sem er blýsakka
með krækjukraga að neðanverðu.
um á þann hátt að sem mestur afli
náist á land á þeim tima, þegar
tilkostnaður er minnstur. Þetta
hefir verið reynt að samræma
vinnslugetunni í landi eftir því
sem mögulegt hefir verið hverju
sinni.
Þegar fiskur gengur upp á land-
grunnið hér fyrir Vestfjörðum í
einhverju magni gerist það oftast
við þær aðstæður að sjávarhiti
verður hagstæður fyrir lifnaðar-
hætti fisksins og átumagn er fyrir
hendi. Loðna eða annað æti. Þetta
átti sér stað í síðustu göngu og
virtist þarna vera um óvenjulega
mikið magn að ræða. Þegar svona
hagar til er ekki á vísan að róa
hvar fiskinn er að fá hverju sinni
er veiðiferð hefst. Fiskurinn geng-
ur ýmist austur eða vestur með
landgrunninu og getur horfið á
skömmum tima án þess vitað sé
hvar fisk er að finna, hann leitar
uppi ætið og er því oft á mikilli
ferð. Við þessar aðstæður er eðli-
legt að sjómenn reyni að nýta sér
aflamöguleikana meðan þeir eru
fyrir hendi.
í leiðara Mbl. 17. ágúst segir
höfundur: „Hvers vegna er ekki
hægt að treina sér fiskinn." Það er
aldrei hægt að gera ráð fyrir því
að fiskurinn haldi sig til lengdar á
sömu slóðum, svo að hægt sé að
ganga að honum vísum næst þegar
komið er á miðin. Máltækið segir:
„Svipull er sjávarafli", og svo mun
Sé hann veiddur á annan hátt, er
veruleg hætta á því, að hann
skemmist og verði því óhæfur í
beitu. Til þessa hefur smokkfiskur í
beitu aðallega verið innfluttur frá
Færeyjum, Noregi og Kanada.
Guðmundur Guðmundsson
„Þeir, sem bera ábyrgð
á rekstri útgeröar, reyna
að haga rekstrinum á
þann hátt ad sem mest-
ur afli náist á land á
þeim tíma þegar til-
kostnaöur er minnstur.
Þetta hefir veriö reynt
aö samræma vinnsluget-
unni í landi eftir því
sem mögulegt hefir ver-
iö hverju sinni.
Um þorskveiöar meö
aflakvóta
ávallt verða. Þar sem er mokafli
annan daginn getur verið ördeyða
næsta dag.
Minnkandi afli á síðustu árum,
fallandi markaðsverð erlendis of
lágt fiskverð til útgerðar og sjó-
manna, ásamt stórauknum kostn-
aði í þessari atvinnugrein, hefir
nú skapað það ástand að útgerð óg
fiskvinnsla eiga í vök að verjast og
liggur við stöðvun þessara at-
vinnugreina.
Öllum er í fersku minni aðgerð-
ir Austfirðinganna út af þessu
ástandi í þeim tilgangi að fá
rekstrargrundvöll. Stjórnvöld
kukluðu í sárið án þess að þær
aðgerðir gerðu nokkuð verulegt til
að bæta úr rekstrarvandanum svo
að gagni kæmi, og áfram er haldið
út í óvissuna og skuldir halda
áfram að aukast.
Þegar talið var nauðsynlegt að
draga stórlega úr þorskaflanum
mátti öllum vera ljóst að það hlyti
að koma niður á atvinnulífinu í
landinu, þegar þessr takmarkanir
færu að koma í ljós síðari hluta
ársins.
Skuldasöfnun útgerðarinnar
leiðir af sér aukin vaxtakostnað
sem gefur lánastofnunum auknar
tekjur, enda má sjá það nú síðustu
daga að þar er keppst um að bjóða
upp á hærri vexti til þess að ná til
sín sem mestu fjármagni ef það
kynni að vera fyrir hendi. Banka-
starfsemin malar gull á sama
tíma og framleiðslugreinarnar eru
að veslast upp. Það munu vera
rúmlega fimm þúsund menn sem
starfa við sjómennsku, en í lána-
stofnunum munu finna sem næst
þrjú þúsund manns.
Það þarf margar hendur til þess
að ráðstafa þeim fjármunum, sem
útflutningsatvinnuvegirnir leggja
til þjóðarbúsins. Verslunin virðist
vera í góðu gengi, keppst er um að
reisa stórar verslunarhallir, inn-
flutningur takmarkalaus á alls-
konar varningi, sem engin nauð-
syn er á. Þetta væri nú allt í lagi
ef þeir sem stjórna málum þjóðar-
innar tækju raunhæft á málunum
og gerðu þær ráðstafanir sem
kæmu að gagni til þess að þær
atvinnugreinar, sem skapa megin
hlutann af gjaldeyristekjunum
ættu þess kost að vera reknar með
viðunandi hætti.
Að iokum verð ég að víkja að
samtali við Pétur Sigurðsson,
formann Alþýðusambands Vest-
fjarða, í Mbl. 16. ágúst. Þar sem
hann segir:
„Þeir moka fiskinum á land án
þess að hafa nokkur tök á að vinna
hann á viðunandi hátt og svo kór-
óna þeir ástandið með því að fara
nú að sigla með aflann.“ Formað-
ur ASV hefir allar aðstæður til
þess að hafa greiðan aðgang að
frystihúsunum og fylgjast með því
á hvern hátt fiskurinn er unninn,
áður en hann setur fram fullyrð-
ingar sem eru algjörlega ósannar
því að allur afli, sem á land hefir
borist hefir verið unninn í fryst-
ingu og söltun eftir aðstæðum
hverju sinni. Hann fullyrðir ef af
því verður að um atvinnuleysi
verði að ræða hér þá sé það vegna
ábyrgðarleysis útgerðarmanna.
Síðar í þessu viðtali segir form.
ASV: „Ef það kemur hinsvegar á
daginn að þeir ætla að skilja þetta
fólk eftir á köldum klaka verður
þjóðfélagið að grípa í taumana og
taka af þeim þessi fyrirtæki."
Verði þessi ummæli form. ASV
um atvinnuleysi að veruleika, sem
ég vona að verði ekki, þá mun
hann að sjálfsögðu hafa hönd í
bagga um að færari menn fáist til
þess að stjórna þessum fyrirtækj-
um en þeir, sem verið hafa að
basla við að byggja þau upp á und-
anförnum áratugum.
Þegar kvótakerfið var tekið upp
var afli togaranna sem gerðir eru
út frá ísafirði og Hnífsdal skertur
um nær 1770 tonn miðað við það
sem þeir öfluðu á árinu 1983. Það
liggur því ljóst fyrir að þessi
skerðing hlýtur að hafa veruleg
áhrif á atvinnulífið hér sem ann-
arsstaðar á landinu.
Hagnýting þorskkvótans er ekki
orsakavaldurinn í þessu tilliti.
Varðandi siglingu með afla, er
form. ASV talar um, er rétt að
gefa á því skýringu. Íshúsfélag fs-
firðinga hf. tekur við afla af tog-
urunum Guðbjörgu og Júlíusi
Geirmundssyni. Þessi skip hafa
aflað vel að undanförnu og þar
sem búast mátti við því að bæði
skipin yrðu í landi með góðan afla
var ákveðið að láta Guðbjörgu
sigla til Englands. Þetta er í
fyrsta skipti sem skipið siglir síð-
an það kom til landsins í júlí 1981.
Frá þeim tíma hefir Guðbjörg
aflað 18070 tonn og hefir allur afl-
inn verið unninn í landi. Meti nú
hver sem vill ábyrgðarleysið hjá
þessari útgerð hvað viðkemur at-
vinnulífinu á ísafirði.
Cudmuadur Guðmundsson er út-
gerðarmaður í ísafírði.
Aðalfundur Presta-
félags Suðurlands
Á sunnudagskvöldið hefst á
Skálholtsstað aðalfundur Prestafé-
lags Suðurlands.
Á sunnudagskvöldið verður
flutt erindi á fundinum: Prófessor
Jón Sveinbjörnsson flytur þá er-
indi, sem hann nefnir: Biblíulestur
og bókmenntarýni. (Aðferðir
bókmenntafræða við ritskýringu.)
Á mánudaginn verða aðalfund-
arstörfin og að loknum hádegis-
verði lýkur þessum aðalfundi
Prestafélags Suðurlands með
messu í Skálholtskirkju. Sr.
Hannes Guðmundsson í Fellsmúla
prédikar og sr. Guðmundur óli
ólafsson þjónar fyrir altari.
1 tengslum við aðalfundinn er sú
venja að aðkomuprestar messi í
hinum ýmsu sóknarkirkjum í
Árnes- og Rangárvallaprófasts-
dæmum. Á sunnudaginn kemur
verða messur aðkomuprestanna
kl. 14.
Lágmarksverð á
smokkfiski ákveðið
7W
STÓRLÆKKAÐ
VERÐ