Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 3 búa til bráðabirgða um beinbrot á mannskepnum, og að lokum var síðan leitað til tveggja lækna í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, sérfræðinga í beinalækning- um, þeirra Júlíusar Gestssonar og Ara ólafssonar. Brugðu þeir skjótt við og fóru á staðinn, gifs- uðu hestinn og hafa síðan séð um að skipta á gifsi þegar þurft hef- ur. Þegar Mbl. bar að garði í Ár- gerði í lok síðustu viku var Magni staddur úti í húsi hjá hestinum, þar sem hann hefur að mestu haldið sig frá því óhappið gerðist, meðal annars hefur hann flutt þangað svefnbekk og sefur hjá hestinum allar nætur. Auðséð var á allri umgengni Magna við fol- ann, að allt er gert til þess að láta honum líða sem best, var nánast eins og Magni væri að gæla við eigið afkvæmi. „Maður á kannski ekki að taka svo sterkt til orða, en mér finnst þetta með verri áföllum sem ég hef orðið fyrir í mínum búskap,“ sagði Magni. „Folinn er mér ein- staklega kær, hann hefur fengið gott uppeldi á stóðhestastöðinni, var einstaklega vel á sig kominn þegar þetta óhapp varð. Ég mun gera allt sem í mannlegu valdi stendur til þess að lækning megi takast og því er nú betur að eftir því sem lengra líður frá óhapp- inu, án þess að til ígerðar og ann- arra eftirkasta komi, þeim mun meiri líkur eru til að þetta tak- ist.“ Um næstu helgi er væntanleg- ur norður gervilimasmiður frá Reykjavík, að ráði sjúkrahúss- læknanna tveggja. Ætlar hann að smíða spelkur á Snældu-Blesa og ætti hann þá að geta farið að hreyfa sig út úr stíunni, sem hann hefur verið bundinn í um mánaðarskeið. Er ekki að efa að hesturinn verður því feginn, og þá ekki síður Magni, að sjá það eftirlæti sitt komast á ról að nýju. ' En hvað kostar nú allt þetta umstang í kringum eitt hross? „Peningar skipta engu máli og eru einskis virði hjá því að eiga góðan hest,“ segir Magni Kjart- ansson í Árgerði að lokum. GBerg. „Peningar einskis virði hjá því að eiga góðan hest“ — segir Magni Kjartansson í Árgerði Akurejri, 29. október. FÁTT hefur fram til þessa þótt fréttnæmt á íslandi í sambandi við það að hestur fótbrotnaði. Þá hefur vanalega verið náð í byssuna og þar með bundinn endir á sögu viðkomandi hests. Búið spil! Á þann hátt hefur margur fallegur og efnilegur folinn fallið, einfaldlega óheppni, sem ekkert var við að gera. En þarf þetta svo að vera? Það töldu þau ekki hjónin í Ár- september í haust, að hann kom gerði í Saurbæjarhreppi, Þórdís Sigurðardóttir og Magni Kjart- ansson. Þau eiga fimm vetra gamaln stóðhest, Snældu-Blesa 985, sem er undan Snældu 4154 og Hrafni frá Holtsmúla 802. Snældu-BIesi var alinn upp á stóðhestastöð Búnaðarfélags ís- lands frá fæðingu og allt til 24. aftur að Árgerði. Snældu-Blesi er af kunnáttumönnum um hesta- rækt talinn lofa sérstaklega góðu sem stóðhestur, myndarlegur, rauðblesóttur foli, geðprýðishest- ur og sérlega reisulegur. Viku eftir að hesturinn kom I Árgerði gerðist það svo 1. októ- ber, að hross voru að koma af Magni Kjartansson bóndi í Árgerði og hestur hans Snældu-Blesi. Magni hefur fhitt svefnbekk í útihúsið og sefur allar nætur hjá hestinum. Snældu-Blesi í hinum óvenjulega bás með fótinn í gifsi. afrétti og fóru framhjá Árgerði. Magni bóndi ákvað þá að hafa Snældu-Blesa inni á meðan hrossin færu hjá. Lét hann því Blesa inn í stíu, þar sem hann oftlega hýsir hesta, þurfti síðan að bregða sér frá, en á meðan braust hesturinn úr stíunni, komst á milli húsa og féll ofan í gryfju og fótbrotnaði. Nú hefði að öllu venjulegu ver- ið gripið til byssunnar og þar með saga Snældu-Blesa öll. En Magni í Árgerði vildi reyna allar aðrar leiðir áður en til þess þyrfti að koma. Því var það, að hann fékk Ármann Gunnarsson, dýralækni í Svarfaðardal, til þess að koma og líta á hestinn. Síðan var ákveðið að gera tilraun til þess að setja brotið í gifs og til þess að það gæti orðið var hesturinn bók- staflega hengdur upp í sérstakan bás, en fremur illa gekk að gifsa hann vegna hita- og rakastigs f húsi því sem hesturinn er í. Leit- að var til slökkviliðsins á Akur- eyri að fá lánaða sérstaka loft- púða, sem liðið hefur til þess að morgunDiaoio/uunnar uerg. Þrír læknar og gervilimasmiður sinna Snældu-Blesa:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.