Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984
Fer ekki að koma tími
til að staðfæra Fo?
Leikfélag Reykjavíkur sýnir í
AusturbKjarbíói.
Félegt fés eftir Dario Fo.
Þýðandi: Þórarinn Eldjárn.
Lýsing: Daniel Williamsson.
Leikmynd og búningar: Jón Þór-
isson.
Leikstjóri: Gísli Rúnar Jónsson.
Mikið hlýtur Dario Fo að
hugsa vel til íslendinga, hann er
ekki fyrr búinn að hrista úr
penna sínum leikrit en það er
tekið og flutt á íslenzkum fjðl-
um. Og þó hafa ýms seinni verk
hans sérstaklega verið ákaflega
staðbundin og brandararnir við
það miðaðir að áhorfendur þekki
vel til hvers kyns atburða á ít-
alíu.
Þeim áhorfendum sem eru
komnir af unglinsárum og vel
það er sýning LR, „Þjófar, lík og
falar konur", áreiðanlega í
minni. Það var fyrsta Fo-verkið
sem flutt var hér og í eftirminni-
legri og snjallri uppsetningu
sænsks leikstjóra, Christian
Lund. Margir þekktir leikarar
okkar sýndu þar á sér nýjar hlið-
ar og bráðfyndnar. En þar með
er ekki sagt að öll leikrit Dario
Fo eigi erindi á útlend leiksvið
— að minnsta kosti ekki eins og
þau koma fyrir af skepnunni,
staðfærsla er að minum dómi al-
veg bráðnauðsynleg í Félegu fési
ef það á að skila sér. Sú stað-
færsla er ekki framkvæmd nema
á stöku stað og nánast eftir ein-
hverri happaglappaaðferð sem
lukkast ekki af ofangreindum
ástæðum.
Þó er margt fyndið í leikritinu
og ýmsir leikarar skila vel sínum
hlut, mætti þar alveg sérstak-
lega nefna Bríeti Héðinsdóttur.
Aðalsteinn Bergdal i sínu tvö-
falda hlutverki gerði margt vel
og sýndi lipurð og leikni, en
hefði mátt leggja meiri rækt við
sjálfar persónugerðirnar.
Það er vísast mikil kúnst að
setja upp farsa og til þess að
fyndnin komist til skila þurfa
meðal annars plaseringar að
vera áreynslulausar og hug-
myndaríkar. Sviðið í Aústurbæj-
arbíói er leikurum erfitt og því
varð enn meira áberandi hversu
mörgu var ábótavant í staðsetn-
ingum. Það verður ekki fyndið
nema rétt framan af þótt leikar-
ar veltist dálítið um sviðið né
heldur er það fallið til að vekja
hlátur að konur kasti sér i fangið
á mönnum sem hlaupa síðan
með þær fram og aftur. Gervi
Guðmundar Pálssonar var
prýðilegt. Furðu mína vakti
hversu Þorsteinn Gunnarsson,
jafn reyndur og góður leikari,
hafði óskýra framsögn oft og
einatt, fyrir utan það hversu
Bríet Héðinsdóttir og Aðalsteinn Bergdal.
óhönduglega tókst til með lög-
regluforingjann almennt.
Þýðing Þórarins Eldjárn var
auðvitað snöfurmannleg og oft
fyndin og ugglaust hefði hann
verið réttur maður til að stað-
færa leikritið til þess að
skemmtilegri útkoma fengist.
Eftir Pétur
Pétursson þul
Morgunblaðið birti sl. miðviku-
dag viðtöl blaðamanns við þrjá
sendiherra íslands á Norðurlönd-
um, þá Pál Ásgeir Tryggvason í
Osló, Benedikt Gröndal i Stokk-
hólmi og Einar Ágústsson í Kaup-
mannahöfn. Nokkurs misskilnings
gætir hjá þessum heiðursmönnum
á gangi mála í verkfalli BSRB. Má
e.t.v. rekja sumt til skorts á rétt-
um upplýsingum, en annað í af-
stöðu sendiherranna skýrist með
hollustu háttsettra embætt-
ismanna við stjórnvöld.
Benedikt Gröndal ræðir um
„efnahagsundur'* og virðist þeirrar
trúar að í það hafi stefnt með
stefnu stjórnvalda í baráttu við
verðbólgu. Sannleikurinn er sá að
kostnaðinn við þá baráttu hafa
stjórnvöld greitt með þvf að sækja
niðurtalningu einvörðungu í um-
slög launafólks. Benedikt Gröndal
þarf ekki annað en glugga í gam-
alt málgagn sitt, Alþýðublaðið, til
þess að sannfærast um að „efna-
hagsundur“ það er hann ræðir um
var löngu orðið efnahagsvióundur
er opinberir starfsmenn sáu engin
önnur úrræði en lýsa yfir verk-
falli.
Páll Ásgeir Tryggvason vitnar f
ummæli Alberts Guðmundssonar
fjármálaráðherra um að verkfall-
ið sé „af pólitískum toga“. Nú má
ætla að Páll Ásgeir og sendiherr-
arnir kjósi að hafa það er sannara
reynist. Niðurstaða skoðanakönn-
unar er fram fór nýlega kveður
niður staðhæfingu fjármálaráð-
herra með ótvíræðum hætti. Þar
styðja 53 prósent, ríflegur meiri-
hluti þeirra er spurðir voru, mál-
stað opinberra starfsmanna f
verkfallinu. Aðeins tæp 14 prósent
lýsa fylgi við hinn deiluaðilann,
ríkisvaldið. Á máli knattspyrnu-
manna heitir það algjört „burst“,
53—14.
Margt fleira má nefna er hrekur
fullyrðingu ráðherrans. óvenju-
legur einhugur hefir ríkt í röðum
opinberra starfsmanna. Fjöldi
þeirra stendur verkfallsvörð og
fylkir liði með margvíslegum
hætti. Þar er ei spurt um flokks-
pólitískan litarhátt. Margir hinna
vöskustu f framgöngu og fylk-
ingarbrjósti eru kunnir sjálfstæð-
ismenn, sumir meira að segja
bornir og barnfæddir í Sjálfstæð-
iskvennafélaginu Hvöt og öðrum
virtum samtökum sjálfstæðis-
manna, svo ekki sé meira sagt.
Páll Ásgeir kveður margan
furða sig á að hægt skuli að „loka
útvarpi og sjónvarpi*. í reglugerð
Ríkisútvarpsins er ákvæði sem
heimilar innheimtustjórn út-
varpsins að innsigla útvarpsvið-
tæki séu afnotagjöld eigi greidd.
Til þess kemur öðru hverju, þá er
greiðslubrestur verður. Viðbrögð
útvarpsmanna þá er þeir lögðu
niður vinnu hinn 1. október voru í
fullu samræmi við heimild í
fyrrgreindu reglugerðarákvæði.
Þeir innsigluðu starfskraft sinn og
vinnuafl vegna vanefnda á greiAslu
lögboAinna launa. Svo einfalt mál er
þaA.
Mjög hefir stéttvísi Norðmanna
og róttækum skilningi þeirra á
verkalýðsmálum farið aftur frá
dögum Nordahls Grieg, ef rétt er
hermd afstaða þeirra til ágrein-
ingsmála verkalýðs og auðstéttar í
láglaunalandi. Nordahl Grieg var
fullvel ljóst viðhorf yfirstéttar til
launa og auðmagns. I leikriti sínu
„Vár ære og vár makt" (Afl vort
og æra, þýðing Jóhannes Helgi)
fjallar Grieg um samskipti verka-
lýðs og eignastéttar. Freddy, full-
trúi norskra auðmanna, segir: „Ég
held sá dagur komi að við verðum
tilneyddir að fjárfesta í þessum
fyrirtækjum á meginlandinu. {
verksmiðjum þar sem friður ríkir
og stöðugleiki. Með ódýrum og
áhugasömum starfskrafti úr röð-
um öryrkja."
Fámenn en hrokafull auðstétt á
íslandi hyggst nota stjórnvöld til
þess að ieggja æ þyngri byrðar á
launamenn. Láta þá eina bera
kostnað við svokallaða niðurtaln-
ingu verðbólgu. Það hafa launa-
menn þolað möglunarlítið um
langt skeið. En loks kom að því að
„Lína sagði stopp“.
Páll Ásgeir nefnir Pakistana og
íslendinga í sömu andrá:
„Ég hafði á tilfinningunni að
hugarfarið í garð íslendinga væri
hið sama og í garð Pakistana, en
sem kunnugt er búa fjölmargir
Pakistanar í Noregi sem annars
flokks borgarar. (Leturbreyting
greinarhöfundar.)
Ékki skal vikist undan þessum
samanburði, hvað sem þjóðerni
líður. Hér nefnir sendiherrann ein-
mitt þaA hlutskipti sem stjórnvöld
virAast ætla opinberum starfs-
mönnum og öArum launamönnum á
fslandi aA vera annars flokks borg-
arar í eigin landi.
Páll Ásgeir nefnir sem dæmi
um hógværð og sanngirni norskra
launamanna að samtök þeirra
þrátti um krónu til eða frá í
launaumslögum. Það teldum við
sennilega til smámunasemi og
sýnir miklu fremur hörku Norð-
manna. En krafa okkar um 30 pró-
sent sýnir ljóslega hve ömurleg
kjörin eru orðin og hve þolinmóð
og seinþreytt til vandræða samtök
launafólks hafa verið.
Til þess að skilja þetta þarf
hvorki orður né embættistitla.
Það nægir einfalt brjóstvit og litla
margföldunartaflan.
Ljóam. GBerg
Unnið viA samsetningu á Ticino-öryggistenglinum hjá Bjargi. Aftast á myndinni eru Sveinn Björnsson, deildarstjóri
plastiAjunnar, G. Mangieri, fulltrúi Ticino-verksmiAjanna, Stefnir Helgason, umboAsmaAur verksmiAjanna á íslandi,
og Valdimar Pétursson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar á Akureyri.
Plastiðjan Bjarg á Akureyri:
Aukin framleiðsla á rafmagnsvörum
Akwreyri, 25. október.
ÞESSA dagana er að hefjast hjá
Plastiðjunni Bjargi á Akureyri
samsetning á 10 A-öryggisraf-
magnstenglinum frá B. Ticino á
ítalíu, en öryggistenglar þessir
hafa nú verið 15 ár á markaði á
íslandi, en fram til þessa verið
fluttir inn samsettir frá Ítalíu.
Rúmt ár er liðið frá þvi að Bjarg
hóf framleiðslu á öryggisklóm
fyrir umrædda tengla, en nú bæt-
ast tenglarnir við framleiðsluna.
Sveinn Björnsson, deildarstjóri
Plastiðjunnar Bjargs, sagði, að
þessi samsetningarvinna væri
ákaflega kærkomin og skapaði
verulega aukna vinnu hjá fólki á
Akureyri með skerta starfsgetu.
Sagði hann að ætla mætti að allt
að 50% af starfsemi plastiðjunnar
byggðist nú orðið á vinnu við
rafmagnsvörur frá þessu fyrir-
tæki.
GBerg
Edda lék verk
Karolínu í París
MÁLÞING um konur og músík
var haldið í París dagana
25.-28. október. Var þar rædd
staða kvenna í tónlist og leikin
verk eftir konur. Er málþing
þetta á vegum alþjóðlegra sam
taka, en nýtur stuðnings kven-
réttindaráðuneytisins franska.
í sambandi við málþingið
var efnt til tónleika dagana
25., 26., 27. og 28. október í
Pompidou-listamiðstöðinni.
Sunnudaginn 27. október var
flutt þar verk eftir Karolínu
Eiríksdóttur undir nafninu
Creation. Var það einleiksverk
fyrir píanó og flytjandinn var
önnur íslensk listakona,
píanóleikarinn Edda Erlenus-
dóttir.
Fundur um fornt ljóð
FYRSTI fundur Vísindafélags
íslendinga á þessum vetri
verður haldinn í Norræna hús-
inu miðvikudaginn 31. október
1984 og hefst kl. 20:30. Á fund-
inum mun Álfrún Gunnlaugs-
dóttir dósent flytja fyrirlestur
um franskt miðaldakvæði sem
var ort um Jórsalaferð Karla-
magnúsar keisara, líklega á
12. öld, og þýðingu á því kvæði,
sem talið er að hafi verið gerð
í Noregi á 13. öld. Þýðingin er
Prentvilla í myndatexta
í myndatexta með mynd í grein renna að austan í Þjórsá er snú-
um Kvíslaveitu í sunnudags- ið við og látnar renna í Þóris-
blaði átti að standa að kortið vatn.
sýndi hvernig kvíslunum sem