Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGLR 30. OKTÓBER 1984 23 Samstarfsmenn Ferraro í tengslum við mafíuna GÖGN hafa verið dregin fram í dagsljósið, sem þykja sýna, að Geraldine Ferraro, varaforsetaefni bandarískra demókrata, hefur undanfarin sex ár staðið í nánum tengslum við verkalýðsleiðtoga í New York, sem dæmdir hafa verið fyrir glæpi og eru taldir viðriðnir skipulega glæpastarfsemi. Frá þessu er greint í Lundúnablaðinu The Sunday Times um síðustu helgi. Rannsókn blaðsins á sex ára ferli Ferraro í fulltrúadeildinni, þar sem hún hefur setið sem þingmaður fyrir kjördæmi í New York, hefur leitt í ljós, að á mik- ilvægu tímabili reiddi hún sig mjög á stuðning Dominick Santiago, sem tekið hefur sér nafnið Nicholas Sands, við að afla fjár i kosningasjóð sinn. Sands þessi er verkalýðsforingi, sem dæmdur hefur verið fyrir að svíkja tvívegis fé af félagi sínu og er talinn í tengslum við mafí- una. Sonur Sands starfaði að auki um hríð á skrifstofu Fer- raro í þinghúsinu í Washington. Engar sannanir eru fyrir því, að Ferraro hafi vitað um af- brotaferil samstarfsmanna si- nna. The Sunday Times bendir hins vegar á, að upplýsingar um afbrot þeirra hafi verið að finna í opinberum gögnum og réttar- skjölum, sem allir hafa aðgang að, á meðan þeir störfuðu fyrir Ferraro. Athugun blaðsins hefur jafn- framt leitt í ljós, að fyrsti kosn- ingastjóri Ferraro, Carmine Pasrisi, sem síðar veitti þing- Geraldine Ferraro skrifstofu hennar forstöðu, hafði áður verið einn nánasti sam- starfsmaður Anthony nokkurs Scotto, fyrrum leiðtoga hafnar- verkamanna í New York. Fyrir rúmum hálfum mánuði var Scotto þessi látinn laus eftir að hafa setið í þrjú og hálft ár í fangelsi, dæmdur fyrir mútur og fjárkúgun. Faðir Parisi, Camillo, hefur verið foringi mafíuhóps í New York, sem nefndur er „Genúa-fjölskyldan“. Ennfremur hafa rannsókn- armenn Lundúnablaðsins komist að því, að Ferraro hefur ljáð nafn sitt dularfullum góðgerð- arsamtökum á Manhattan, sem nefnast „Englar aldraðra", og raunar tekið þátt í starfi sam- takanna, en í hópi forstöðu- manna og starfsmanna þeirra eru margir menn, sem dæmdir hafa verið fyrir glæpi. Virðist góðgerðastarfið aðeins yfirskyn og er í því sambandi bent á, að „Englarnir" styrkja aðeins 10 ellilífeyrisþega með innan við 30 dala greiðslu til þeirra á viku, en öfluðu á árinu 1982 tekna, sem nema 160 þúsundum dala. Spjótum hefur að auki verið beint að Ferraro vegna fjár- málaumsvifa eiginmanns henn- ar, fasteignarekandans Johns Zaccaro, og hefur því verið hald- ið fram, að þau umsvif tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Er bent á, að í húsi, sem hjónin eiga, eru höfuðstöðvar eins aðal klámdreifingarfyrirtækis mafí- unnar og í öðru húsi, sem þau eiga, í Kínahverfinu á Manhatt- an, hefur verið starfrækt ólög- legt spilavíti. Ferraro og eigin- maður hennar hafa vísað þess- um ásökunum algerlega á bug og segjast ekki hafa vitað um raunverulega starfsemi leigj- enda sinna. Geraldine Ferraro er af ftölsk- um uppruna og á marga ætt- ingja í Napólí á Ítalíu. Hafa ít- ölsk blöð að undanförnu látið í Ijósi áhyggjur af skrifunum um tengsl varaforsetaefnisins við mafíuna. Stærsta dagblað Róm- ar II Messaggero hefur staðhæft að þessar ásakanir séu til marks um kynþáttafordóma. „Að vera ítali þykir vera hið sama og að vera mafíuglæpamaður," sagði blaðið. Ferraro hefur sjálf sagt í viðtölum við ítölsk blöð, að mafí- uskrifin séu eingöngu komin til vegna ítalsks uppruna síns. Sovétmenn hafa gífurlegan ihuga i Svíþjóð, bæði til sjós og lands. Á myndinni er sovéski kafbiturinn sem kom óvænt upp í harðaland í sænska skerjagarðinum irið 1981. Sovéskir útsendar- ar afhjúpaðir í bók — öryggislögreglan ánægð með árangurinn SÆNSKA öryggislögreglan var hæstinægð i þriðjudag, þegar út kom bók um njósnir Sovétmanna í Svíþjóð. Blöðin fylgdu útkomu hennar úr hlaði með þvf að birta myndir af yfir 20 sovéskum borgurum, sem taldir eru vera útsendarar Sovétríkjanna. — Þá eru dagar þeirra taldir f Svíþjóð, við þurfum ekki að sanna neitt til að þeim verði vísað úr landi, segir öryggislögreglan. — Þeir eru einfaldlega búnir að vera í Svíþjóð. Bókin heitir „Iðnaðarnjósnir" og er höfundur hennar Charlie Nordblom, rithöfundur og blaða- maður. Það er Erhvervslivets For- lag sem gefur bókina út, en um helmingur hennar fjallar um iðnað- arnjósnir hvers konar. Höfundur bókarinnar var i tiu ár félagi í Kommúnistaflokki Svíþjóð- ar og vinnur hjá fremur klám- fengnu vikuriti, Lektyr. Samkvæmt því sem fram kemur í bókinni og öryggislögreglan hefur veitt þegjandi samþykki sitt, starfa um 30 sovéskir útsendarar í Sví- þjóð. Meirihluti þeirra vinnur hjá KGB, en nokkrir hjá GRU, systur- fyrirtæki hins fyrrnefnda, sem er undir stjórn hersins. Flestir útsendaranna vinna hjá sovéska sendiráðinu í Stokkhólmi. Aðrir eru á launum hjá ræðismönn- unum í Gautaborg og Stokkhólmi, eru í sovésku verslunarsendinefnd- inni, starfa á skrifstofum Aero- flot-flugfélagsins eða hjá ferða- skrifstofunni Intourist, ellegar eru í dulargervum blaðamanna. Hjá sovéska sendiráðinu f Stokkhólmi starfa tveir hershöfð- ingjar, að því er fram kemur í bók- inni. Þeir eru titlaðir ráðgjafar f starfsmannaskrá sendiráðsins. Annar þeirra, Vladimir Batjkirov, er yfirmaður KGB í Svíþjóð. Hinn, Jurij Kiselev, er yfirmaður GRU í landinu. Sendiráðið hefur fram að þessu þagað þunnu hljóði um málið. Ef til vill er ástæðan sú, að starfsmenn þeir sem sjá um samskipti við fjöl- miðla fyrir hönd sovéksa sendiráðs- ins, eru meðal þeirra sem nefndir eru í bókinni sem útsendarar Sov- étríkjanna. LEIGJUM ÚT VEISLUSALI FYRIR ÁRSHÁTÍÐIR 0G ÖNNUR EINKASAMKVÆMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.