Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984
Morgunblaðið/RAX.
Talið frá vinstri: Rúnar Skarphéðinsson, ráðgjafi, Þorvaldur Þorsteinsson, textagerðarmaður, Saevar Guðbjörnsson,
auglýsingateiknari, Gunnar Steinn Pálsson, forstjóri og við borðið Tómas Jónsson, auglýsingateiknari.
Auglýsingastofan Tímabær:
Edlileg og tímabær nýjung
— segir Gunnar Steinn Pálsson forstjóri
Ný auglýsingastofa, Tímabær, tók
til starfa í gær. Þar mun verða boðið
upp á einfaldari og ódýrari þjónustu
en almennt þekkist á auglýsinga-
stofum. Tímabær er deild innan
Auglýsingaþjónustunnar hf. og starf-
ar í tengshim við hana.
Blaðamaður Morgunblaðsins
hafði samband við Gunnar Stein
Pálsson, forstjóra, og spurði hann
að hvaða leyti þessi auglýsinga-
stofa væri frábrugðin öðrum.
„Það má líkja þeim auglýsinga-
stofum, sem hér starfa, við fína
veitingastaði sem eru dýrir og
mjög góðir,“ sagði Gunnar Steinn.
„Við erum að setja upp skyndi-
bitastað, þar sem aftur á móti er
boðið upp á ódýra þjónustu og
hraða afgreiðslu. Við bjóðum upp
á ókeypis ráðgjöf fyrir smærri
fyrirtæki, sem hingað til hafa ekki
treyst sér til eða haft efni á sam-
starfi við auglýsingastofurnar.
Einnig munum við bjóða stærri
fyrirtækjum, sem hafa mótaðar
hugmyndir, upp á að ljúka verk-
efnum fyrir þau á sem stystum
tíma.“
Gunnar Steinn sagði að við-
brögðin fyrsta daginn hefðu upp-
fyllt þeirra björtustu vonir. „Það
hefur verið hringt frá mörgum
fyrirtækjum í allan dag og við-
skiptavinir hafa litið inn og lýst
yfir hrifningu sinni á þessari nýj-
ung í auglýsingaþjónustu á land-
inu. Þetta er í rauninni ekki aug-
lýsingastofa i þeirri merkingu,
sem lagt hefur verið í það orð
hingað til. Þetta er eðlileg og
tímabær nýjung miðað við það
ástand sem er í þjóðfélaginu í dag.
Pólk hefur minni peninga og meiri
aðhaldssemi er í allri peninga-
eyðslu. Þetta ástand kallar á ódýr-
ari og hagkvæmari leiðir fyrir
auglýsendur eins og aðra. Við er-
um mjög ánægð með viðbrögðin og
munum standa við gefin loforð um
hraða afgreiðslu. Sá möguleiki er
alltaf fyrir hendi að nota aðstöð-
una í Auglýsingaþjónustunni og
nú höfum við kost á að fá 15—20
lausráðna starfsmenn sem eru til-
búnir til að vinna á kvöldin og á
nóttunni til að takast megi að
Ijúka þeim verkefnum sem lofað
hefur verið. En hér á stofunni
verða 2 auglýsingateiknarar, einn
textagerðarmaður og einn ráð-
gjafi sem vinna undir eftirliti
Auglýsingaþjónustunnar að því
marki sem þúr þurfa á að halda.
Þannig að oaki þessari stofu
stendur rótgróin og traust auglýs-
ingastofa."
Gunnar Steinn var spurður að
því hvort þessi nýjung hafi valdið
einhverjum óróa á auglýsinga-
markaðnum. Hann kvað svo hafa
verið. „Það var kannski við því að
búast að okkar aðferð til þess að
kynna þessa nýju þjónustu myndi
valda einhverjum óróa. Við riðum
á vaðið og birtum fyrstir allra
auglýsingastofa ákveðna verðskrá.
Þjónustan er boðin á miklu lægra
verði en á öðrum auglýsingastof-
um. En rétt er að taka það fram að
við erum ekki að bjóða upp á sömu
vinnu og þar. Við ætlum að vinna
vel og við ætlum að vinna hratt.
Viðskiptavinirnir hljóta að gera
sér grein fyrir því, að við leggjum
ekki eins mikið í auglýsingarnar
og aðrar stofur. Við ætlum að
bjóða upp á einfaldari og fljótlegri
vinnubrögð, sem að sjálfsögðu
lækka kostnað. Þessi órói sem
komið hefur í ljós á örugglega eft-
ir að líða hjá, þar sem við erum í
raun ekki að keppa við eða undir-
bjóða vinnu annarra auglýsinga-
stofa. Heldur erum við fyrst og
fremst að opna fleirum leið inn í
faglega auglýsingaþjónustu. Hér
mun ekki verða um nein föst
viðskipti að ræða, en við munum
taka við einstökum verkefnum frá
viðskiptavinum, sem áður hafa
verið hjá öðrum auglýsingastof-
um. Þetta hefur ekki tíðkast áður,
að minnsta kosti ekki á jafn
opinskáan hátt Ég vil taka það
fram að vinna hjá íslenskum aug
lýsingastofum hefur verið mjög
vönduð og viðskiptavinunum
dýrmæt. Það verður alltaf þörf
fyrir góðar, traustar og vandaðar
auglýsingastofur, sem leggja allt í
sölurnar fyrir árangur viðskipta-
vina sinna,“ sagði Gunnar Steinn
að lokum.
Morgunblaðið hafði samband
við Ólaf Stephensen, formann
Sambands íslenskra auglýsinga-
stofa, en hann vildi ekki tjá sig um
viðbrögð SÍA við þessari nýju
auglýsingastofu fyrr en eftir
stjórnarfund í dag.
Sovéska bensínskipið:
U ndanþágubeiðni
enn óafgreidd
ITREKUÐ undanþágubeiðni frá
olíufélögunum um losun á bensíni
og gasolíu úr sovéska skipinu, sem
hingað kom á föstudaginn sl. er enn
til umfjöllunar hjá verkfallsstjórn
BSRB.
Olíufélögin sóttu um undanþágu
á afgreiðslu skipsins við komu
þess á föstudaginn, en þeirri
beiðni var þá hafnað. f annað sinn
var sótt um undanþágu til losunar
skipsins og var sú beiðni ítrekuð í
gær. Hjá BSRB fengust þær upp-
lýsingar í gær, að ekki væri enn
búið að taka ákvörðun um af-
greiðslum þessarar undanþágu-
beiðni. Bjarni Snæbjörn Jónsson,
markaðsstjóri hjá Skeljungi sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær
að það væri aðeins spurning um
nokkra daga hversu lengi bensín-
birgðirnar entust úr þessu, en
hann kvaðst þó vongóður um far-
sæla lausn þessa máls. Sovéska
skipið er með um 15 þúsund lítra
af bensíni og um 6 þúsund lítra af
gasolíu.
Samningar samþykktir
í þremur bæjarfélögum
BÆJAROTARFSMENN í Kópavogi
og Hafnarfirði hafa samþykkt í at-
kvæðagreiðslu nýgerða kjarasamn-
inga og bæjarstjórn ísafjarðar sam-
þykkti í gær kjarasamning, sem
gerður hafði verið við opinbera
starfsmenn í bænum.
Kópavogssamningarnir voru
samþykktir með 210 atkvæðum
gegn 38, en 3 seðlar voru auðir. Af
211 bæjarstarfsmönnum í Hafnar-
firði greiddu 180 atkvæði og þar af
voru 116 samþykkir samningunum
en 60 greiddu atkvæði á móti.
Fjórir seðlar voru auðir. Bæjar-
stjórn fsafjarðar samþykkti áður-
gerða samninga við þæjarstarfs-
menn, eftir að afgreiðslu málsins
hafði verið frestað vegna þeirrar
óvissu sem ríkti í samningamálun-
um fyrir helgi, þ.e. hvort farin
yrði „skynsemisleiðin eða verð-
bólguleiðin", eins og bæjarstjór-
inn á fsafirði, Haraldur L. Har-
aldsson, komst að orði í samtali
við Morgunblaðið.
Alvarlegt ástand fyrir norðan:
Kjúklingabændur
orðnir fóðurlausir
Undanþága fæst ekki fyrir Laxá
að sigla frá Reykjavík
NEYÐARÁSTAND er að skapast á
alifuglabúum á Norðurlandi vegna
skorts á fóðri. Fóðurvörudeild KEA
og KSÞ sf. á Akureyri á fóður í MS
Laxá en skipið er í verkfallskví í
Reykjavík. Ekkert er því til fyrir-
stöðu að losa skipið á Akureyri en
verkfallsnefnd BSRB hefur ekki vilj-
að veita undanþágu til brottfarar
þess úr Reykjavík.
Hjá Fóðurvörudeild KEA og
KSÞ sf. á Akureyri er allt kjúkl-
ingafóður búið og eiga bændur að-
eins fóður til fóðrunar fuglanna í
dag, að sögn Gylfa Pálssonar
deildarstjóra Fóðurvörudeildar-
innar. Varpfóður dugir fram í
miðja vikuna en svínafóður fram
að næstu helgi. Verkfallsnefnd
BSRB veitti í síðustu viku undan-
þágu til losunar fóðurs sem sunn-
lenskir bændur áttu í Laxá. Gylfi
sagði að undanþágubeiðni norðan-
manna hefði verið hafnað fyrir
helgi og aftur í gær. Hefði um-
sóknunum verið hafnað vegna ein-
hvers ágreinings á milli BSRB og
skipafélaganna. Þá hefði þeim
verið sagt að ná í fóðrið á bílum en
það væri óframkvæmanlegt, þeir
ættu hvorki fóður í Reykjavík né
bílakost til að sækja það. „Hvers
eiga norðlenskir bændur að
gjalda?“ spurði Gylfi.
Karpov tekur enga áhættu
Skák
Margeir Pétursson
TÍUNDA jafnteflið í röð í einvígi
Sovétmannanna Anatoly Karpovs
heimsmeistara og Gary Kasparovs
blasir nú við, en nítjánda einvíg-
isskák þeirra fór í bið í gær í
Moskvu eftir 44. leik Karpovs.
Heimsmeistarinn, sem hafði hvítt,
fékk betri stöðu eftir byrjunina
sem var drottningarbragð. í mið-
taflinu urðu töluverðar sviptingar
en síðan einfaldaðist taflið mjög
mikið og eftir það spáðu bæði Tal
og Polugajevsky, heimsfrægir sov-
éskir stórmeistarar, því að skákin
yrði jafntefli. Möguleikarnir voru
að vísu ávallt Karpovs megin, en
þegar skákin fór í bið var Ijóst að
Kasparov myndi halda jafntefli,
léki hann ekki gróflega af sér.
Á föstudaginn slógu þeir Kar-
pov og Kasparov 57 ára gamalt
jafnteflamet þeirra Aljechins og
Capablanca, en þeir gerðu átta
jafntefli í röð í einvígi sínu um
heimsmeistaratitilinn í Buenos
Aires 1927.
Svo virðist sem bæði heims-
meistarinn og áskorandinn séu
um þessar mundir að bíða færis.
Kasparov teflir nú af mun meira
öryggi en í upphafi einvígisins
og hefur ekki gefið Karpov neitt
færi á því að ljúka því. Eftir að
staðan varð 4—0 Karpov í vil
eftir aðeins níu skákir, bjuggust
fáir við að tefla þyrfti 20 skákir,
sem sá sem vinnur fyrr sex sinn-
um sigrar. Nú eru hins vegar all-
ar horfur á því að einvígið drag-
ist á langinn og ólíklegt að þeir
Kasparov og Karpov geti verið í
sovéska liðinu á Ólympíumótinu
í Saloniki í Grikklandi sem hefst
18. nóvember.
19. skákin:
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Gary Kasparov
Drottningarbragð
1. RÍ3 - d5, 2. d4 - Rf6, 3. c4 —
e6, 4. Rc3 - Be7, 5. Bg5 — h6, 6.
Bxf6
Þessi leikur hefur ekki sést áð-
ur í einvíginu, en kapparnir hafa
báðir leikið 6. Bh4 í stöðunni.
— Bxf6, 7. Dd2 — Rc6, 8. e3 04), 9.
Hcl
Undanfarna mánuði hefur það
yfirleitt gefist vel að langhróka í
þessari stöðu, en val Karpovs er
mjög vel skiljanlegt með tilliti
til stöðunnar í einvíginu. Heims-
meistarinn ætlar greinilega að
tefla af ýtrustu þolinmæði og
bíða eftir úrslitamistökum and-
stæðingsins.
— a6,10. Be2 — dxc4,11. Bxc4 —
e5, 12. d5 — Ra7!?, 13. Dc2 —
Rb5, 14. Rxb5
Eftir 14. Bxb5 — axb5, 15.
Rxb5 - Hxa2, 16. Ra3 - Dxd5
nær hvítur ekki að vinna hvíta
hrókinn á a2.
— axb5, 15. Bb3 — e4!
Svartur varð að fórna peði í
stöðunni og þar sem Karpov hef-
ur ekki hrókað nær Kasparov
viðunandi gagnfærum.
16. Rd4
Öruggasta leiðin. 16. Rd2 —
Bf5, 17. Rxe4 — Bxe4, 18. Dxe4
— Bxb2, hefði leitt til lítils, en
til greina kom 16. Dxe4!? —
Bxb2, 17. Hc2 - Df6, 18. Hxc7,
því 18. - Bc3+, 19. Ke2 - Bf5
má svara með 20. De7!
— Bxd4, 17. exd4 - c6l, 18. dxc6
— Dxd4, 19. 04)
19. c7 er vindhögg vegna 19. —
Bd7!
— bxc6, 20. Dxc6 — Bd7, 21. Dd5!
Tryggir hvítum varanlega
stöðuyfirburði í endatafli, en
staðan er orðin svo einföld að
Kasparov tekst að verjast.
— Dxd5, 22. Bxd5 — Ha6, 23.
Hfdl — Be6, 24. a3 — Bxd5, 25.
Hxd5 — Hb8, 26. Hd4 — Ha4, 27.
Hcdl — Hc8, 28. Kfl
Svartur heldur sínu eftir 28.
Hd8+ Hxd8, 29. Hxd8+ Kh7, 30.
Hb8 - Hd4, 31. Kfl - Hd5
— Hc2, 29. H4d2 — Hxd2, 30.
IIxd2 - Hc4, 31. Ke2 - b4, 32.
Kdl — Bxa3, 33. bxa3
Nú er komið upp mjög svipað
endatafl og í sjöttu skákinni
þegar Karpov vann með kantfrí-
peð í hróksendatafli. En nú
standa menn Kasparovs mun
betur til varnar en þá.
— Ha4, 34. Ha2 — f5, 35. Kc2 —
f4, 36. Kb3 - Hd4, 37. Hal!?
Eftir 37. a4 — e3, 38. fxe3 —
fxe3 39. He2 — He4! eða 39. a5 —
Hd3, heldur svartur augljóslega
jafntefli svo Karpov reynir
óvæntari leik.
— Kf7, 38. a4 — e3, 39. Kc3 —
Hd8, 40. fxe3 — fxe3, 41. Hel —
Ha8, 42. Kb3 — Hb8+, 43. Kc2 —
Ha8, 44. Hf1+
Hér fór skákin í bið og Kasp-
arov lék biðleik. Einfaldasta
jafnteflisleiðin er 44. — Kg6, 45.
Hal - Hd8!, 46. a5 - e2, 47. a6
— Hd7! og hvítur kemst ekki
lengra áleiðis.