Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984
Rósa Guðmunds-
dóttir — Minning
Fedd 8. október 1923
Dáin 10. september 1984
Það verður erfitt og tómlegt að
koma aftur til vinnu að Hamra-
hlíð 17 án þess að eiga von á að
hitta ástkæra vinkonu mína, Rósu
Guðmundsdóttur, aftur. Hetju-
legri baráttu við banvænan sjúk-
dóm er lokið. Kynni okkar Rósu
urðu ekki löng. Við kynntumst
fyrst snemma ársins 1980 er ég
hóf störf mín hjá Blindrafélaginu.
Fljótlega fann ég að til Rósu var
alltaf hægt að leita og hún var
mér ómetanleg stoð við vinnu
mína og ætfð reiðubúin að miðla
af langri reynslu sinni. Síðar, er
við urðum samstarfsmenn, urðu
kynni okkar nánari og ég er þakk-
lát fyrir þann tíma er við áttum
saman. Minningarnar hrannast
upp og erfitt er að trúa því að
Rósa sé horfin okkur, hún sem var
svo full af lffsþrótti fyrir rúmu
ári.
Saga blindra á íslandi og lífs-
hlaup Rósu Guðmundsdóttur eru
samtvinnuð og stórt skarð hefur
nú verið höggvið i þann kjark-
mikla og framsýna hóp blindra er
árið 1939 stofnuðu sitt eigið félag,
Blindrafélagið. Þetta fólk gerði
sér grein fyrir að það þyrfti sjálft
að berjast fyrir því að blindir ættu
kost á menntun og atvinnu og það
hefði kjark og dug til fram-
kvæmda.
Auk þess að vera einn af stofn-
félögum Blindrafélagsins var Rósa
formaður félagsins um margra
ára skeið og bar hagsmuni félags-
ins ávallt fyrir brjósti.
Menntunar- og endurhæf-
ingarmál blindra voru Rósu mikið
áhugamál og með lífi sinu og
starfi sýndi hún og sannaði að
blint fólk getur lifað sjálfstæðu og
hamingjuríku lífi, jafnt sem aðrir
þjóðfélagsþegnar, fái þeir tæki-
færi til menntunar og starfa.
Allt líf Rósu einkenndist af
dugnaði, hæversku og heiðarleika.
Góðrar vinkonu og samstarfs-
manns er sárt saknað.
Ég votta Helgu, dóttur hennar,
fjölskyldu og blindum og sjón-
skertum á Islandi mína dýpstu
samúð.
Kaupmannahöfn, 12. september.
Ásgerður Ólafsdóttir.
Á skrifstofu Blindrafélagsins
við Hamrahlíð hangir mynd á
ve88 og dregur að sér athygli:
tvær hendur að skrifa blindralet-
ur. Þessar hendur segja nokkra
sögu, þetta eru hendur Rósu Guð-
mundsdóttur, en hún andaðist
hinn 10. september síðastliðinn,
tæplega sextíu og eins árs að aldri.
Rósa fæddist 8. október 1923 í
Austurhlíð, bóndabæ á þeim slóð-
um þar sem nú eru íþróttamann-
virki Reykjavíkurborgar í Laugar-
dal. Þá voru þar mikil og góð tún
sem gáfu af sér næga töðu handa
stórbúi því er faðir hennar veitti
forstöðu.
Guðmundur ólafsson faðir Rósu
hafði áður búið sunnan við Hafn-
arfjörð, þar sem nú stendur álver-
ið í Straumsvík. Hann varð fyrir
þeirri reynslu að missa konu sína
unga frá fimm börnum í bernsku.
Við þessa óhamingju tvístraðist
heimilið, afar og ömmur tóku tvö
börnin að sér, en þrír synir fóru til
annarra.
Nokkrum árum síðar vr Guð-
mundur búinn að koma undir sig
fótum að nýju og búinn að taka til
sín syni sína þrjá, hinn fjórði and-
aðist á unga aldri, en elsta dóttir-
in varð áfram hjá afa sínum og
ömmu sem ólu hana upp.
Carl Olsen, sem margir munu
kannast við frá fyrirtækinu Nath-
an & Olsen, var mikill áhugamað-
ur um ræktun og búskap og kom
upp stóru búi í Austurhlíð. Til
hans réði Guðmundur sig og veitti
búinu forstöðu. Þar voru um þrjá-
tíu nautgripir auk hesta og
hænsna, en einnig stórt svínabú.
Svínabú voru þá sjaldgæf hér á
landi, og oft bar gesti að garði er
vildu skoða þessi undarlegu dýr.
Síðari kona Guðmundar hét Helga
Guðlaugsdóttir og var níu árum
yngri en hann. Þau hjónin eignuð-
ust þrjár dætur og var Rósa sú í
miðið.
Fjögurra ára að aldri var Rósa
bólusett og veiktist þá svo heift-
arlega að hanni var naumast hug-
að líf. Hún hélt þó lífinu, en einn
morgun vaknaði hún biind og var
blind alla ævi eftir það. Áfallið
hafði kostað hana sjónina.
Ég man vel eftir henni frá þess-
um tíma. Faðir minn var bróðir
Guðmundar og ég kom oft í Aust-
urhlíð að hitta frændfólk mitt.
Mér er enn í minni hve ungu syst-
urnar léku sér vel saman, hve góð-
ar og nærgætnar þær voru við
blindu systurina, og hve glöð,
hugrökk og dugleg hún var í leikj-
um með þeim.
Þótt foreldrar Rósu hefðu enga
sérþekkingu á meðferð blindra
barna, hlaut hún það uppeldi sem
ákjósanlegast var: henni var aldr-
ei vorkennt, en henni var sýnd
umhyggja og nærgætni. Allir um-
gengust hana sem væri hún heil-
brigð, hún fór um allt og gekk að
öllu eins og systur hennar. Hún
fékk meira að segja að vera við-
stödd með systrum sínum þegar
kýr var að bera. Hún gat að vísu
ekki séð kálfinn, en hún gat þreif-
að á honum meðan hann var að
koma í heiminn. Fyrir þetta vor-
kunnarlausa og umhyggjurika
uppeldi var hún þakklát alla ævi.
Hinn sama vetur og Rósa missti
sjónina andaðist elsti bróðir henn-
ar eftir snögg og skammvinn veik-
indi. Guðmundur faðir hennar var
þá búinn að missa eiginkonu og
tvo syni, og dóttir hans var orðin
blind, allt á tæpum tveimur ára-
tugum.
Níu ára gömul komst Rósa und-
ir handarjaðar Þórsteins Bjarna-
sonar blindrakennara sem var
henni mjög góður og kenndi henni
margt nytsamlegt. Síðar vann hún
hjá honum og bar ætíð hlýjan hug
til hans. Þessi kennsla fór fram í
Barnaskóla Austurbæjar. í þess-
ari fyrstu skólagöngu fylgdi Guð-
rún eldri systir hennar henni jafn-
an, enda gekk hún í sama skóla.
Árið eftir var Blindraskólinn
stofnaður og þá fluttist þessi
kennsla vestur á elliheimilið
Grund. Nærri má geta að ekki hef-
ur verið auðvelt fyrir blinda
stúlku sem bjó langt fyrir austan
bæ að færa sér þessa kennslu í
nyt, enda voru samgöngur milli
þessara tveggja staða þá ekki
betri en svo að helst var á fæturna
að treysta. En ekki dró það úr
henni kjark. Þar fékk Rósa annan
kennara sem henni þótti líka mjög
vænt um, Ragnheiði Kjartansdótt-
ur frá Hruna. Ég kynntist Ragn-
heiði síðar úti í Kaupmannahöfn
og hún sagði mér sitthvað af þess-
ari greindu og vel gerðu frænku
minni sem var henni minnisstæð.
Guðmundur faðir Rósu fluttist
síðar frá Austurhlíð og bjó um
skeið í Tungu, er stóð norðanvert
við Laugaveg og var lengi útvörð-
ur Reykjavíkur til austurs. Eftir
nokkurra ára dvöl í Tungu fluttist
Guömundur svo að nýbýli er hann
kallaði Vogatungu. Hann hafði um
langt skeið ræktað land austan við
Laugarásinn, þar sem landinu
hallar niður að Elliðaárvogi. Þar
reisti hann nú íbúðarhús og gripa-
hús og bjó-á þessum stað til ævi-
loka. Nú er þetta land í borgar-
byggð, en gamla húsið hans stend-
ur þó enn, rétt austan Langholts-
vegar og nálægt vegamótunum við
Skeiðarvog. Guðmundur andaðist
í ársbyrjun 1947, en Helga kona
hans lifði til 1961.
Rósa gekk að flestum verkum
heima þótt blind væri, meðal ann-
ars mjólkaði hún stundum kýrnar.
En hún starfaði einnig á vinnu-
stofu Blindravinafélagsins og hjá
Blindrafélaginu eftir að það var
stofnað. Og skömmu eftir að hús
Blindrafélagsins var reist var
Hamrahlíð og foreldrar hennar
látnir, fluttist hún þangað og bjó
þar síðan.
Rósa starfaði mikið fyrir
Blindrafélagið og varð einn helsti
forkólfur þess. Hún beitti sér fyrir
samstarfi við erlend blindrafélög
og sótti ráðstefnur blindra erlend-
is. Ekki hikaði hún við að fara ein
síns liðs í sllk ferðalög. Félagar
Rósu í Blindrafélaginu kunnu vel
að meta þessi störf, henni var
fyrstri allra veittur heiðurspen-
ingur félagsins.
Þriðja blindrakennaranum
kynntist Rósa í starfi á blindra-
heimilinu. Það var Einar Hall-
dórsson. Þau felldu hugi saman og
giftust árið 1966. Það var mikil
hamingja, en hún stóð þó ekki
lengi, því að Einar andaðist tveim-
ur árum siðar. En þau höfðu eign-
ast dóttur sem heitir Helga í höf-
uðið á ömmu sinni. Hún hefur al-
ist upp hjá móður sinni á blindra-
heimilinu, orðið augasteinn allra
þar og mikil stoð móður sinni.
Helga er nú komin fast að stúd-
entsprófi.
Eftir áfallið I bernsku mátti
kalla að Rósa væri heilsuhraust
lengst af. En I fyrrasumar, þegar
hún var i orlofsdvöl I Danmörku
með yngstu systur sinni, Gyðu,
kenndi hún sér skyndilega meins.
f ljós kom að hún var með krabba-
mein á hættulegu stig. Þrátt fyrir
góð lyf var ekki nema um stund-
argrið að ræða. Eftir stutta dvöl
við Vestmannsvatn í sumar, þar
sem Gyða systir hennar var aftur
með henni, lá leiðin beint á
sjúkrahús og þaðan átti Rósa ekki
afturkvæmt, líf hennar fjaraði út
á skömmum tíma.
Misjafnt er það sem á mennina
er lagt.
Það má kalla óblíð örlög að
missa sjónina barn að aldri, að
missa eiginmann eftir skamma
sambúð, og missa að lokum lífið
sjálft meðan maður er enn á góð-
um aldri.
En það er líka misjafnt sem
mönnum er gefið í veganesti. Rósa
var óvenju greind og þróttmikil.
Hún átti góða foreldra og systur
sem studdu hana á allan hátt,
kenndu henni leiki og störf og
hjálpuðu henni til að átta sig á
umheiminum. Og hún átti fóst-
urbróður sem einnig studdi hana
vel og var óþreytandi að lesa fyrir
hana úr blöðum og bókum. Sjálf
var hún rösk og glaðlynd, svo að
öllum leið vel nálægt henni.
f ferðum með frændfólkinu naut
Rósa sín ágæta vel. Hún var hrók-
ur alls fagnaðar, og þegar út í
náttúruna var komið teygaði hún
ilm blóma og jurta, og útsýnisins
virtist hún njóta ekki síður en við
hin. Og það var stundum alveg
ótrúlegt að heyra hana tala um
þann heim sem flestir halda að sé
lokaður blindu fólki, hún gat með-
al annars lýst leikhúsferð þannig
að manni fannst hún hljóta að
hafa séð hvert atriði sýningarinn-
ar.
Rósa var atorkumikil og óeig-
ingjörn. Hún var ávallt fús að
vinna fyrir aðra, hún valdist til
forystu fyrir það fólk sem var fatl-
að á sama hátt og hún, og þar
vann hún merkilegt starf. Hún
hafði lifandi áhuga á samferða-
mönnum sínum og hún fylgdist
öllum öðrum betur með frændfólki
sínu, líðan þess og velferð. Og siö-
ast en ekki síst var henni gefin
óvenjuleg skapgerð, glaðlyndi,
jafnlyndi og sálarró, hún átti þá
ró og heiðríkju hugans sem aldrei
brást, jafnvel ekki andspænis
dauðanum.
Guðmundur Arnlaugsson
Mánudaginn 10. september sl.
andaðist í Landakotsspítala Rósa
Guðmundsdóttir, húsfreyja að
Hamrahlíð 17, og fyrrum formað-
ur Blindrafélagsins og einn af
stofnendum þess.
Rósa var aöeins á sextugasta og
fyrsta aldursári er hún andaðist
um aldur fram. Allt síðastliðið ár
háði hún erfiða og æðrulausa bar-
áttu við miskunnarlausan sjúk-
dóm, en lá þó aöeins á sjúkrahúsi
örfáar síðustu vikur ævi sinnar.
Rósa var fædd áttunda dag
október mánaðar árið 1923, á bæn-
um Austurhlíð í Laugardalnum
hér í Reykjavík. Foreldrar hennar
voru Guðmundur Ólafsson bú-
stjóri og síðar bóndi og seinni
kona hans Herdís Helga Guð-
laugsdóttir. Rósa ólst upp í sveit,
þar var rekið stórt kúa- og svína-
bú, fjölskyldan var stór, fimm
börn af fyrra hjónabandi Guð-
mundar, og svo þrjár dætur af síð-
ara hjónabandi. Þegar Rósa var
fjögurra ára gömul, veiktist hún
lífshættulega vegna bólusetningar
gegn kúabólu. Hún lifði veikindin
af, en varð alblind til æviloka.
Augnlæknirinn sem til var kvadd-
ur gat ekki bjargað sjón litlu
stúlkunnar, en honum virðist hafa
tekist að gefa foreldrunum ótrú-
lega heilbrigð ráð um uppeldi
hennar.
Hann kvatti foreldrana og fjöl-
skylduna til þess að láta blinda
barnið lifa sem eðlilegustu lífi og
láta það taka sem víðtækastan
þátt í leik og starfi. Nú má segja
að mannkostir, greind og víðsýni
foreldra og systkina og fjölskyld-
unnar allrar kæmi gleggst í ljós.
Rósa fékk að leika sér, hlaupa,
synda og vera frjáls. Hún hefur
oft sagt söguna af því þegar kálf-
urinn var að fæðast og krakkarnir
horfðu allir á. Þá varð hún reið,
því hún fékk ekki séð eins og hinir.
Þá kallaði pabbi hennar á hana
upp í básinn og lofaði henni að
fylgjast með fæðingunni á þann
eina hátt sem blindu barni er slíkt
mögulegt. Og þegar kálfurinn var
fæddur fékk hún að klappa honum
öllum. Systkinin og vinir höfðu
hana með í öllu sem hægt var og
oft voru systur hennar skammað-
ar af ókunnugum fyrir það hvað
þær hjálpuðu henni lítið þegar
þær fóru með hana í Sundlaugarn-
ar, en þá sögðu þær bara: „Hún
getur þetta sjálf." Ekki má gleyma
því að henni var falið sérstakt
embætti á heimilinu, mikilvægt
skyldustarf, að hlusta á allar veð-
urfréttir í útvarpinu og átti hún
síðan að endursegja þær nokkurn
veginn orðrétt. Ef fjölskyldur
blindra og annarra fatlaðra barna
á fslandi tækju sér til fyrirmynd-
ar framkomu fjölskyldunnar í
Austurhlíð mundi endurhæfing og
þjálfun fatlaðra barna og ung-
menna hér á landi taka stórt stökk
fram á við.
Átta ára gömul fékk Rósa að
eigin sögn fyrst tilsögn í meðferð
blindraleturs. Tíu ára gömul hefur
hún nám í Blindraskólanum og að-
eins fimmtán ára að aldri cr hún
einn af stofnendum Blindrafélags-
ins, 19. ágúst árið 1939.
Rósa átti sæti í varastjórn
Blindrafélagsins nærfellt óslitið
árin 1939 til 1960 og í aðalstjórn
þess árin 1960 til 1981. Þar af var
hún formaður árin 1971 til 1978 en
varaformaður öll hin árin. Rósa
baðst eindregið undan endurkjöri
í stjórn félagsins á aðalfundi þess
1981 en féllst samt á að veita
skemmtinefnd þess forystu og
sinnti því starfi til æviloka. Þá
hefur hún ennfremur gegnt starfi
aðstoðar blindraráðgjafa og í
sambandi við það staðið fyrir
„opnu húsi aldraðra" þ.e.a.s.
blindra 67 ára og eldri. Hér er um
að ræða nýjung í starfsemi
Blindrafélagsins, sem tekist hefur
með ágætum. Rósa bjó hjá fjöl-
skyldu sinni tvo þriðju hluta ævi
sinnar, fyrst með foreldrum sínum
og systkinum en faðir hennar and-
aðist 1947 og móðir hennar 1961
og að síðustu með systur sinni og
bróður.
Á þessum árum vann hún ótrú-
lega fjölbreytt störf sem öll voru
þó tengd blindravinnustofum og
málefnum blindra. Árið 1963 er
eldra hús Blindrafélagsins að
Hamrahlíð 17 tekið í notkun og
flytur þá Rósa þangað, og stofnar
sitt eigið heimili. Þegar leitað var
eftir auknum samskiptum
Blindrafélagsins við hliðstæð fé-
lög á Norðurlöndum var Rósu falið
að annast þau. Rósa var kjörin til
að sitja ráðstefnu forystumanna
blindrafélaganna á Norðurlöndum
sem haldin var í Ósló 7,—10. mars
1963. Síðan hélt hún oftsinnis utan
í erindum félagsins og sat ýmis
þing og ráðstefnur. Rósa hafði veg
og vanda af fundi forystumanna
Norrænu blindrafélaganna þegar
hann var 1 fyrsta skipti haldinn í
Reykjavík 14.—15. september árið
1972. Gjörbreyting varð á per-
sónulegum högum Rósu er hún
giftist Einar Halldórssyni,
blindrakennara, árið 1966 og þau
eignuðust dóttur, Helgu, og stofn-
uðu heimili. Því miður varð sam-
búð þeirra Einars og Rósu alltof
stutt, en Einar andaðist á árinu
1968. Síðan hafa þær mæðgur
haldið heimili saman. Allt frá
þessum árum hafa þær mæðgur
notið ómældrar umönnunar og
kærleiks Pálínu Guðlaugsdóttur,
móðursystur Rósu sem auk þess
að vera stoð og stytta þeirra
mæðgna, er sannkölluð matmóðir
Blindrafélagsins.
Hér að framan hefur í stuttu
máli verið reynt að rekja æviferil
gagnmerkrar konu. Rósa Guðrún
Guðmundsdóttir var óvenjulega
vel af Guði gerð, bæði til sálar og
líkama. Hún gerði alla jafnan
meiri kröfur til sjálfrar sín en
annarra, og vegna lítillætis henn-
ar og hæversku duldust margir
hæfileikar hennar. Rósa var skírð
í höfuðið á langa-lang ömmu sinni
Rósu Guðmundsdóttur, Skáld-
Rósu og hafði hlotið í arf furðu
mikið af hagmælsku hennar og
kímnigáfu, en fór allt of dult með
það. Hún var lagviss og allra
manna glöðust á góðri stund og
kunni heilan hafsjó af kvæðum.
Hún var friðsöm en föst fyrir,
mikill mannasættir og ótrúlega
margir leituðu til hennar í vand-
ræðum. Það eina sem ég vissi að
henni væri illa við, og gat valdið
henni andvökunóttum, voru ill-
deilur annarra. Rósa var laghent,
iðin og vinnusöm. Hún var jafnvíg
á burstagerð hvort sem var unnið
Collonil
vernd fyrir skóna,
leöriö, fæturna.
Hjá fagmanninum
Collonil
vatnsverja
á skinn og skó.
Legsteinar
granít — marmari
Opið alla daga,
einnig kvöld
og helgar.
fiamt ó.f.
Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi,
símar 620809 og 72818.