Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984
21
Hungur í Afríku:
35 milljónir manna
þurfa neyðarhjálp
— segir í skýrslu SÞ
Genf, 29. okt. AP.
ÞURRKARNIR í Afríku að undan
förnu hafa leitt af sér einhverjar
mestu hörmungar í sögu síöari ára
og 35 milljónir manna þarfnast
Bretland:
Konur sofa
lengur en
karlmenn
Loodon, 29. október. AP.
ÁRRISULIR Bretar fengu að
lúra klukkutímanum lengur sl.
sunnudag, en þá var klukkunni
seinkað og tekinn upp Green-
wicb-meðaltími.
Vegna þessa fékk fyrirtækið,
sem framleiðir rúm, Gallup-
stofnunina til að kanna málin
fyrir sig og kom þar fram, að
breskar konur þurfa að sofa
lengur en karlmenn. 56%
kvenna kváðust þurfa að sofa i
átta tíma eða lengur en aðeins
42% karla. Fjórðungur þjóðar-
innar sefur allsnakinn og
þriðjunginn dreymir um að
eignast gamaldags rúm með
fjórum rúmstuðlum. Það kom
einnig fram, að fjórir af hverj-
um tíu karlmönnum búa aldrei
um rúmið sitt.
neyðarhjálpar, segir í skýrslu, sem
Sameinuöu þjóðirnar sendu frá sér f
dag.
í skýrslunni kemur fram, að 27
Afríkuþjóðir eru á lista yfir þær
þjóðir, sem þurfa á tafarlausri
matvælahjálp erlendis frá að
halda. í samtals 36 löndum álf-
unnar er alvarlegur skortur á mat.
Verst er ástandið í austurhluta
Afríku. Útlit er fyrir að uppskera
í Kenýa verði minni en helmingur
af vanalegri uppskeru og að um
tvær milljónir manna þar í landi
þurfi á aðstoð að halda á árinu
1985. í Tanzaníu eru nærri tvær
milljónir manna þegar í brýnni
þörf fyrir matvælaaðstoð vegna
hinna miklu þurrka í norðurhér-
uðum landsins.
Fórnarlömb þurrkanna í
Eþíópíu eru talin um 6 milljónir
manna í hinni nýju skýrslu Sam-
einuðu þjóðanna, en áður var talið
að 5,2 milljónir manna þar liðu
hungur. Ennfremur segir í skýrsl-
unni, að um 43% af íbúum lands-
ins, sem eru samtals rúmlega 30
milljónir, búi við fæðuskort. 80%
íbúa í Sómalíu, þar sem búa 4,6
milljónir manna, eru talin fá
ónóga fæðu. Sams konar lýsingar
eru gefnar á ástandinu í mörgum
öðrum Afríkuríkjum. Fram kemur
að um 20—30% þeirra, sem orðið
hafa fyrir barðinu á þurrkunum
og annarri óáran I Afríku, eru
börn, sem eru yngri en fimm ára.
Hvalaverndarmenn um
borð í sovéskt skip
I!m bor« i Siriuxi á MiOj»rO»rh.ri, 29. október. AP.
FKLAGAR úr náttúruverndarsamtökunum Greenpeace, sem voru um borð í
skipi samtakanna Siriusi á Miðjarðarhafi, fóni í dag um borð í sovéskt skip,
sem skráð er sem hvalveiðiskip hjá alþjóðahvalveiðinefndinni, og hlekkjuðu sig
niður á þilfari þess til þess að mótmæla því, að Sovétmenn, Norðmenn og
Japanir neituðu að skrifa undir alþjóðsamþykktina um hvalveiðibannið sem
gengur í gildi árið 1986.
Þrír úr áhöfn Siriusar fóru um
borð í sovéska skipið, Derzkiy, sem
er 718 tonn, með því að stökkva upp
á borðstokkinn úr gúmmíbátum á
fullri ferð, en Sirius hafði veitt
skipinu eftirför í gegnum Gibralt-
arsund.
Sovéski skipstjórinn lét hægja á
ferð skipsins eftir að hann hafði
haft talstöðvarsamband við tals-
mann Grænfriðunga um borð í Sir-
iusi, en skip hans var greinilega á
leið á hvalaslóðir á Suður-
Atlantshafi.
Ekki hafði komið til átaka um
borð í sovéska skipinu þegar síðast
fréttist.
Simamynd AP.
í skurðstofu læknadeildar Loma Linda-háskólans þegar aðgerðin á litlu stúlkunni var framkvæmd.
Litla stúlkan með bavfanahjartað;
Engin leit gerð
að mannshjarta
Loma Und», Kalirorníu, 29. olitóber. AP.
LÆKNAR vildu í gær, sunnudag,
ekkert segja um hverjar væru lífs-
líkur litlu stúlkunnar, sem í var
grætt bavíanahjarta. Þeir kváðu
tilraunina hinsvegar fyllilega rétt-
lætanlega og voru ekki á sama
máli og þeir, sem efnt hafa til mót-
mæla fyrir utan spítalann og kallað
hana „ógeðslegt athæfi“.
Yfirmaður stofnunar, sem sér
um að útvega læknum og sjúkra-
húsum líffæri, sagði í gær, að
læknarnir við Lona Linda-
sjúkrahúsið hefðu ekki gert
neina tilraun til að finna
mannshjarta fyrir stúlkuna, sem
er aðeins 17 daga gömul, þótt
það hefði verið fyrirliggjandi.
Símamynd AP.
Leonard L. Bailey skurðlæknir,
sem stjórnaði aögerðinni er bavi-
anahjarta var grætt f tveggja vikna
gamla stúlku.
Hefur talsmaður sjúkrahússins
staðfest þetta.
í gær var enn tvísýnt um líf
litlu stúlkunnar, en þó sögðu
læknarnir, að henni liði betur en
yfirleitt væri með börn, sem í
væri grætt mannshjarta. Fjór-
um sinnum áður hefur apahjarta
verið grætt í menn en þá var um
að ræða fullorðið fólk. Allir lét-
ust hjartaþegarnir fljótt, sá sem
lengst lifði dó eftir þrjá daga.
Geit, sem í var grætt lambs-
hjarta, lifði í 165 daga áður en
ónæmiskerfi líkamans hafnaði
því.
Ýmsir hafa orðið til að mót-
mæla þessari tilraun læknanna
og eru þar fremstir í flokki fé-
Iagar í dýraverndarsamtökum.
Þetta er símanúmer Tímabæjar, nýrrar auglýsinga-
stofu sem kynnt var ítarlega í Morgunblaðinu sl. sunnu-
dag og DV sl. mánudag.
Við biðjum þig vinsamlegast að skrifa númerið hjá þér
þar sem það er ekki skráð í símaskrá.
Reynslan hefur nú þegar sýnt að þetta eina símanúmer
Tímabæjar er oft upptekið vegna mikils álags. Á með-
an á verkfalli BSRB stendur getum við ekki fjölgað sím-
tækjum og biðjumst velvirðingar á því.
Tímabær er opinn alla virka daga frá kl. 9—12 og
13-17.
Við bjóðum þig velkominn til snaggaralegra viðskipta
þar sem hlutirnir ganga hratt fyrir sig.
Auglysing°s,ofa
HAFNARSTRÆTI 15 - SlMI 16840