Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 í höndum eða sjálfvirkum vélum, prjónar léku í höndum hennar og uppskrift og framleiðsla blindra- leturskóia var eitt hennar aðai- starf. Leirmunagerð hennar ber vott um að hér var listakona á ferð. Þá má ekki gleyma íþrótta- konunni Rósu, hún var flugsynd og mikill göngugarpur, jafnvíg á langar göngur á jafnsléttu sem að klífa fjöll. Rósa var fótviss, voguð og hraust og virtist búa yfir eins- konar innbyggðum radar, sem gerði hennar klcift að komast í gegn um lífið án árekstra. Megi ljós það sem Rósa tendraði með lífi sínu öllu, lýsa okkur blindum leiðina fram á veg um ókomin ár, til betra lífs og full- komins jafnréttis. Þökk sé Rósu fyrir allt og allt. Rósa Guð- mundsdóttir var sæmd gulllampa Blindrafélagsins 31. mars sl. fyrst alira einstaklinga, en gulllampinn er sú mesta viðurkenning sem fé- lagið getur veitt einstaklingi fyrir sérlega vel unnin störf í þágu blindra. Loks leyfi ég mér að votta Helgu dóttur Rósu, Pálínu frændkonu hennar, systkinum hennar og allri fjölskyldu innilegustu samúð mína. Reykjavík 18. september 1984, Halldór Sveinn Rafnar, formað- ur Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra i lslandi. Rósa Guðmundsdóttir fæddist 8. október 1923 að Austurhlíð í Laugardal, hún lést 10. september 1984 og var til moldar borin þriðjudag 18. sept. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson bóndi og seinni kona hans, Herdís Helga Guðlaugsdóttir. 1 uppvaxtarsögu sinni „Undir kalstjörnu", í kaflanum „Athvarf“, lýsir Sigurður A. Magnússon þeirri hiýju er mætti honum á stórbýli í nágrenninu en sérstak- lega er honum hlýtt til móðurinn- ar á bænum og dætra hennar. „Húsfreyjan var smávaxin og holdug, síkát og yfirfljótandi af mennskri hlýju og hluttekningu á kjörum annarra. Það var ósýni- legur geislabaugur um þetta kringlótta andlit. Þó hafði hún ekki farið á mis við mótiæti frem- ur en aðrir. Ein dætra hennar hafði fyrir slysni misst sjónina á ungum aldri og var blind upp frá því. Þessi blinda stúlka var góðum gáfum gædd og gerði það besta úr óláni sínu. Frá henni heyrðist aldrei æðruorð, en hún gat verið bæði fyndin og fljót til svars. Hún var lagin í höndum og iðin við blindralestur, virtist aldrei falla verk úr hendi.“ Síðar segir: „Hún sýndi mér aldrei neina sérstaka blíðu, en ég fylgdist af lifandi áhuga með hvernig hún handlék hluti og einkanlega hvernig hún klappaði kettinum. Hvert handtak hennar stafaði frá sér sérkennilegri hlýju og umhyggju einsog hún væri að gæla við það sem hún snerti eða fyndi nautn í snertiijgunni." Ætla má að fyrirmyndin að þessari lýsingu sé Rósa og um- hverfi hennar í Austurhlíð. Þar ólst hún upp á mannmörgu heimili með foreldrum, systkinum og upp- eldisbróður. Sjálf taldi hún sig hafa notið mikillar hlýju á upp- vaxtarárunum frá fjölskyldu, vin- um og börnunum í nágrenninu, sem t.d. breyttu áreynsiulaust leikjum sínum til þess að hún gæti tekið þátt í þeim. Rósa átti stóra og góða fjöl- skyidu sem stóð þétt við bakið á henni. Daglegur stuðningur fólks- ins hennar virtist aðallega fólginn í að létta undir með ýmis atriði sem geta vafist fyrir þeim sem ekki sér. Þetta gerði henni lífið auðveldara og varð til þess að hún ásamt því að vera húsmóðir gat varið drjúgum hluta dagsins til fé- lagsmála. Vinkonu minni, Rósu, kynntist ég fyrir rúmum þrjátíu árum, þeg- ar móðir mín, Steinunn ögmunds- dóttir, sem þá hafði nýlega misst sjónina, tengdist Blindrafélaginu. Rósa reyndist henni ómetanleg stoð í viðleitninni við að sætta sig við hlutskipti sitt. Þegar Rósa stofnaði svo heimili gat móðir mín aftur á móti lagt á ráðin við að leysa úr ýmsum vanda sem upp kemur hjá blindri húsmóður. Um- hyggja Rósu í garð móður minnar gerði það að verkum að hún gat svo lengi stundað vinnu við burstagerð í Hamrahlíð. Fyrir þetta senda foreldrar mínir henni hlýjar hugsanir og þakklæti. Rósa hóf að læra blindraletur heima hjá sér sex ára með aðstoð bróður síns. Átta og níu ára lærði hún blindraletur hjá Þórsteini Bjarnasyni. Næsta ár var Blindra- skólinn stofnaður og stundaði Rósa þar nám í þrjá vetur, eða þar til hann var lagður niður um sinn. Þetta var öll skólagangan. En frábær athyglisgáfa Rósu og hæfi- leiki til að vinna úr fróðleik sem hún greip úr ýmsum áttum gerði hana þó að menntaðri og víðsýnni konu. Hún varð mjög vel að sér í dönsku, aflaði sér danskra blindraletursbóka og -tímarita og jók stöðugt við þekkingu sína. Og vegna dönskukunnáttu sinnar var hún fulltrúi (slands á norrænum fundum blindra. Varð ég þess áskynja að hún naut virðingar á þeim vettvangi. Rósa var einn af stofnendum Blindrafélagsins árið 1939. Stærsta verkefni þess fyrstu árin var að koma upp félagslegri að- stöðu og íbúðum að Hamrahlíð 17, og þangað flutti Rósa 1963 skömmu eftir andlát móður sinn- ar. Hún bjó þar síðan og vann jafnan að félagsmálum blindra og sjónskertra. Rósa hafði mikinn áhuga á því að sem flestir blindir lærðu vel blindraletur. Hún beitti sér fyrir því að blindir fengju aðgang að bókmenntum með því að skrifa upp á blindraletur mörg skáld- verk, jafnframt því sem hún skrif- aði upp námsbækur fyrir Blindra- skólann. ( því starfi kynntist hún manni sínum, Einari Halldórssyni blindrakennara, en hann lést sorglega fljótt eftir fárra ára hjónaband. Þau eignuðust dóttur- ina Helgu, sem nú er 19 ára menntaskólastúlka. Helga var alla tíð líf og yndi móður sinnar og reyndist henni góð dóttir. Foreldrar Rósu fengu það ráð frá lækni aö gæta sín á því aö ofvernda hana ekki og þau hafa áreiðanlega haft óvenjulega næm- an skilning á stöðu hennar, þörf- um og getu til þess að takast á við margvislega þætti lífsins þrátt fyrir fötlunina. Sagði Rósa mér margar sögur frá bernskuárum sínum, sem sýna þetta vel og eru mér afar minnisstæðar. Eitt sinn þegar hún var lítil stúlka var kýr að bera í fjósinu. Börnin á bænum fylgdust áhuga- söm með atburðinum. Rósa var þar líka og undi illa að verða af því sem fram fór. Hún fylltist réttlátri reiði, stappaði niður fót- um og margendurtók: „Ég vil sjá líka“. Pabbi hennar sneri sér þá að henni, leiddi hana að kúnni og lét hana þreifa á, þegar kálfurinn fæddist og litla stúlkan varð al- sæl. Ef til vill voru handlagni henn- ar og hæfileikinn til að bjarga sér sprottin af því að hún var örvuð til þess að snerta en ekki bannað að „káfa“ eins og svo mörg blind börn hafa orðið fyrir. Það var unun að sjá Rósu vinna handavinnu, og sérstaklega lék prjónaskapur í höndum hennar. Hún prjónaði flókin mynstur, sem virtust óger- leg fyrir sjáandi að vinna nema telja þau út af blaði. Heyskapardagar voru erfiðir daga, sagði Rósa, því í heyvinnu voru eiginlega engin verk sem hún gat unnið. Foreldrarnir fundu upp á því heillaráði að gera hana ábyrga fyrir að flytja heyvinnu- fólki veðurfregnir úr útvarpinu. Hún tók starfið afar hátíðlega, sat fyrir veðurfregnatímunum, lagði hvert atriði á minnið og flutti fólkinu. Á þennan hátt gegndi hún miklu hlutverki um leið og hún þjálfaði með sér þann mikilvæga eiginleika, og þá sérstaklega fyrir blinda, sem er gott minni. Rósa átti létt með að muna orð- rétt það sem hún heyrði. Oft leit- aði ég til hennar til að fá staðfest- ar eða leiðréttar orðræður, sem við báðar höfðum hlustað á. Frá- sagnir hennar voru oft ítarlegar en langt frá því að vera leiðinleg- ar, svo vel var hún máli farin. Svo erfitt sem það er að vera fatlaður, hvort sem það er sem barn eða fullorðinn, trúði Rósa mér fyrir því að erfiðasta reynslan hafi verið tímabilið þarna á milli: að vera blind ung stúlka. Þegar jafnöldrurnar fóru að sækja skemmtanalíf, skólaböll og bíó, taldi hún sig ekki eiga samleið með þeim lengur, þótt þær vildu hafa hana með. Til að verja sig vorkunnsemi greip hún til þess gamalkunna bragðs þess sem er útundan að þykjast hafa megn- ustu fyrirlitningu á því sem vin- konurnar höfðu fyrir stafni. Ekk- ert var eins fyrirlitlegt og bíó. Rósu lærðist snemma, að þeim sem ekki getur séð og fylgst með viðbrögðum viðmælenda sinna er öruggast að hafa ávallt vald á eig- in framkomu. Hún öðlaðist svo mikið vald á viðbrögðum sínum að sumir álitu hana óhagganlega. En við, sem þekktum hana betur, vissum af heitum tilfinningum undir niðri, einkum ef málefni blindra voru á döfinni og hún gerði sig ekki ánægða með gang mála. Ég veit að hún átti margar andvökunætur út af þessu, því að reisn og tilfinningahiti i einni og sömu manneskjunni er ósættanleg andstæða, sem getur gert lífið erf- itt og valdið þjáningum. Fyrir tæpum þremur árum hringdi Rósa til mín í hljóðbóka- deild Borgarbókasafns (frá 1983 Blindrabókasafn (slands) og átti við mig nokkuð óvenjulegt erindi. Eins og oft vill verða þegar ný þjónusta er tekin upp, hafði hljóðbókaþjónustan við fatlaða hlaðið svo mjög utan á sig að þeir er þar störfuðu gátu ekki lengur annað daglegum skyldum. Rósu var vel kunnugt um það neyðar- ástand er ríkti í deildinni og bauðst nú til að koma og láta á það reyna hvort ekki væru þar störf sem gætu hæft henni, blindri: Úr þessu varð og hún hóf störf við frágang (umspólun og snyrtingu) hljóðbóka. Líklega má það teljast óvenju- legt að hringja í opinbera stofnun og bjóða fram hjálp án þess að spyrja um stöður eða laun. En svona var Rósa, hún lagði sitt af mörkum til blindramála þar sem þess var þörf hverju sinni. Hún vann að mestu sjálfboðaliðsvinnu í deildinni eða þar til Blindra- bókasafn tslands var stofnað og hún gerðist starfsmaður þess. Sitt daglega starf innan safnsins vann Rósa af stakri prýði, natni og ef til vill yfirdrifinni samviskusemi þess sem finnst hann þurfa að sanna fyrir sér og öðrum að hann sé gjaldgengur þrátt fyrir fötlun. Jafnframt vann hún safninu ómetanlegt gagn fyrir það hve vel hún þekkti til blindra lánþega þess. Hún færði þá nær safninu og stuðlaði að auknum gagnkvæmum skilningi og betri samvinnu. Þótt starf hennar fælist ekki í að velja bækur fyrir lánþega, tók hún það oft að sér bæði vegna þess að hún þekkti bókasmekk margra þeirra Mér þykir hlýða að minnast þessa góða drengs og vinar, en hann lést 2. okt. sl. Við kynntumst á Eskiíirði. Hann var þar útibússtjóri Lands- bankans á erfiðum tímum. Varð að kljást við stórkostleg fjárhags- leg málefni, sjá um hag bankans og um leið setja ekki fótinn fyrir neina þá starfsemi sem aukið gæti tekjur hans. Varð mér oft undrun- arefni hvernig Jón gat komið þessu saman. Þá skal þess minnst að hinn minni máttar átti í Jóni góða stoð. Þeir voru þá margir í mínum heimahögum. Heimili mitt lenti á þessum árum eins og fleiri í erfið- leikum. Ekki var hægt að standa í skilum við Landsbankann og auð- vitað endaði það þannig að bank- inn varð að innheimta sína skuld á annan veg en Jón hefði kosið. Á þeim árum held ég að ég hafi kynnst hugsun Jóns best. Hann bjargaði þessum málum þannig að og eins hins að hún var mjög vel að sér um bækur. Rósu fylgdi ávallt léttur og ljúfur tónn, sem hljómar svo vel á erilsömum vinnustað. Söknuðurinn er sár og Rósu fylgja kveðjur frá samstarfs- fólkinu. Rósa hafði hugsjónir um aukinn rétt fatlaðra til þátttöku í at- vinnulífinu. Hún taldi fyrir öllu að sjáandi og blindir lærðu að vinna saman. I slíkri samvinnu lagði hún áherslu á að báðir aðiiar gerðu sér grein fyrir þeim tak- mörkunum sem af sjónskerðingu leiðir og jafnframt að blindir fengju að njóta þeirrar skerpu annarra skilningarvita, sem gerir þá á ýmsum sviðum hæfari þeim sem sjá. Þannig samvinnu áttum við tvær einu sinni sem oftar, þeg- ar við fyrir réttu ári vorum á göngu í fögru umhverfi. Ég reyndi að lýsa því sem fyrir augu bar en hún vakti athygli mína á hljóðum náttúrunnar og við hlustuðum saman á fegurðina. Fagra haust, þá fold ég kveð, faðmi vef mig þínum. Bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. (STh.) Veri vinkona mín kært kvödd. Ég votta Helgu, dóttur Rósu og Pálínu, móðursystur hennar, sem hefur staðið nær óslitið við hlið hennar síðustu 15 árin, innilega samúð, svo og eftirlifandi systkin- um hennar og fjölskyldum þeirra. Blessuð sé minning Rósu. Helga Olafsdóttir Rósa Guðmundsdóttir er í huga allra sem hana þekktu sérstaklega skemmtileg, gáfuð og góð kona. Hún skildi allt og alla miklu betur en flestir gera, var mjög gestrisin og vinsæl með afbrigðum, enda bar hún nafn Vatnsenda-Rósu, sem var langalangamma hennar. Sennilega er fátt eins dýrmætt í lífinu og þaö, að hafa átt góða for- eldra og göfuga, sem alltaf og alls staðar láta gott af sér leiða. Þann- ig voru foreldrar Rósu og systkina hennar, Guðmundur ólafsson og Helga Guðlaugsdóttir. Þessi elskuríka kona giftist manni sem átti fimm ung börn með Guðrúnu, fyrri konu sinni sem hann missti. Élst þeirra var Klara, svo Regin- baldur, Helgi, ólafur og Guðjón. Guðmundur og Helga eignuðust þrjár stúlkur, Guðrúnu, Rósu og Gyðu. Þar að auki ólst Garðar, sonur Klöru, upp hjá þeim, en hún aftur á móti hjá föðurafa sínum og ömmu í Hafnarfirði og Helgi hjá móðurforeldrum sínum þar. Og nú taka við bjartir og sólrík- ir æskudagar á bænum Austurhlíð í Laugardal, þar sem Guðmundur gerðist ráðsmaður og bóndi. Þessi bær var nálægt alfaraleið og gestagangur mikill, ungir og gamlir fengu góðgerðir, gistu jafn- vel í lengri eða skemmri tíma. Allt blómstraði eins og best gat verið, báðir máttu vel við una. Þessar minningar geymast. Leiðir okkar lágu síðar saman eftir að hann fluttist til Reykjavíkur og ég í Stykkishólm. Þá voru kynnin endurnýjuð og aukin. Síðan höfum við vitað hver af öðrum. Þá voru rifjaðar upp minningarnar að austan báðum til mikillar ánægju. Jón var Strandamaður, fæddur að Húsavík við Steingrímsfjörð. Voru foreldrar hans bústólpar þar. Þar vandist Jón algengum störfum. Oft sagði hann mér frá æsku sinni þar og taldi að sá skóli sem hann naut þar í æsku hafi orðið sér drjúgt veganesti. Það mun satt hafa verið. Jón var kvæntur Hall-' fríði Brynjólfsdóttur úr sama byggðarlagi og áttu þau tvö börn. Hann var gæfumaður. Dulur og ekki allra, en þeim mun traustari er mikils þurfti með. Þau verk sem hann tók að sér vann hann með alúð og skyldurækni. Langur vinnudagur var að baki þegar __________________________47_ bræðurnir höfðu oft stráka í „vinnu“, en litu gjarna á litlu syst- ur sínar eins og prinsessur. Þegar Rósa var 4 ára veiktist hún mikið eftir bólusetningu og var henni vart hugað líf um skeið. Einn daginn kom í ljós að hún var orðin alblind og var það óskaplegt áfall fyrir barnið og alla sem hlut áttu að máli. Var hún lengi eftir þetta mikill sjúklingur og trúlega hefur frábær þrautseigja og um- hyggja Helgu móður hennar, sem lengi fór með Rósu til læknis ann- an hvern dag bjargað henni. Sú kona sýndi þá og alla tíð, hve frá- bær hún var á allan hátt. Á þessum árum var það venja hér á landi, að börn og unglingar voru látin hjálpa til og vinna úti og inni strax og þau gátu, enda voru viðfangsefnin ærin. Og yfir- leitt þótti þeim þetta skemmtilegt, því þarna voru líka öll venjuleg húsdýr og jafnvel mörg svín, sem þurfti að vaka yfir og fóðra. Drengirnir óku nýmjólkinni beint í hús um allan bæ og þótti það síður en svo leiðinlegt starf. Reyndar virðist öllum hafa þótt sérlega gott og skemmtilegt að vera í Austurhlíð, t.d. faldi sig einn drengur, hann Diddi, eitt sinn niðri í kjallara og vildi helst af öllu fá að vera áfram á þessum bæ. Hvers vegna kemur sorgin svo oft og allt of snemma til þeirra sem eru góðir og hamingjusamir. Þessi fjölskylda hefur fyrr og síð- ar þurft að reyna það. Fyrst dó Helgi, aðeins 12 ára gamall, síðan Reginbaldur 19 ára. Guðmundur og Helga og börnin hafa því ekki farið á mis við sorgina. Sjálfur dó þessi ágæti maður aðeins 62 ára, en Helga lést 68 ára aö aldri. Rósa missti manninn sinn eftir fárra ára hjónaband, frá ungri dóttur, sem nú harmar móður sína. Við vottum henni einlæga samúð allra. Við megum samt ekki gráta eða vera mjög sorgmædd lengi, þegar ástvinur okkar og systir fer burt héðan og sér nú loksins aftur ást- ríka foreldra sína, bræður og eig- inmann, sem taka henni með ást og opnum örmum, hafa beðið lengi og þráð hana. Ave Maria er falleg gömul bæn og á vel við alltaf. Nú hefur hún verið flutt fyrir Rósu og okkur öll, sem söknum hennar. Ég veit samt með vissu, að hún vill að við minn- umst hennar einungis með gleði og þakklæti í huga. Marínó Guðmundsson Leiðrétting í laugardagsblaði birtist minn- ingargrein um Baldur Þ. Jóhanns- son, en þau leiðu mistök urðu að föðurnafn hans misritaðist, stóð Jóhannesson. Um leið og þetta er leiðrétt er beðist velvirðingar á mistökum þessum. lausnin kom og farsæll var hann. Ég vil að lokum þakka Jóni góða vináttu og samskipti, og vanda- mönnum votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Jóns Grímssonar. Árni Helgason Stykkishólmi. Jón Grímsson — Kveðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.