Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 41 Sigurður Þorsteins- son — Minning Þegar mér barst sú harmafregn að Sigurður Þorsteinsson væri lát- inn, setti mig hljóða. Minningarn- ar streyma fram ein af annarri. Minningar um gleði og sorgir æsk- unnar. Sigurður Þorsteinsson átti æskuheimili sitt á Bergþórugötu 27. Foreldrar hans voru þau hjón- in Ágústa Valdimarsdóttir og Þorsteinn Sigurðsson, sem nú eru bæði látin. Síðar meir stofnuðu þau hjónin Ágústa Vigfúsdóttir og Sigurður Þorsteinsson eigið heimili í einni af íbúðum hússins. Ég hafði varla slitið barnsskónum þegar leið mín lá inn á heimili þeirra hjóna, Gústu og Didda eins og þau voru nefnd í daglegu tali. Börnin voru að koma í heiminn eitt af öðru. Ég hafði verið fengin til að gæta þeirra meðan hjónin brugðu sér frá að kveldi dags. Þau hjónin Athugasemd VEGNA minningargreinar í Mbl. 9. september síðastl., um Jón Jó- hannes Kristin Dagbjartsson, eft- ir Halldór Briem vil ég, undirrit- uð, taka fram að ummæli Halldórs um að ég hafi kynnst hinum látna aðeins 17 ára og gifst honum eru algjörlega ósönn. Helga Jóelsdóttir tóku elskulega á móti mér, ekki leið á löngu þar til ég var orðin daglegur gestur á heimilinu. Þannig liðu næstu árin. AUtaf stóð heimilið opið fyrir mér, en ég var ekki sú eina. Varla hef ég fyrr eða síðar kynnst eins vinmörgu fólki. Diddi stundaði vinnu bæði til sjós og lands, hin síðari ár stundaði hann leigubifreiðaakst- ur. Alltaf var kaffi á könnunni á 27, eins og við nefndum heimili þeirra hjóna. Oft var glatt á hjalla og mikið hlegið, en ef upp komu vandamál hjá okkur yngra fólkinu gátum við alltaf átt von á hug- hreystingu ef við litum inn á 27, var það ósjaldan sem þau hjónin ræddu vandamál okkar og reyndu að koma góðu til leiðar. Gústa og Diddi voru alltaf nefnd í sömu andrá, ekki að ástæðulausu. Gústa var manni sínum bjargföst stoð og stytta. Með sínu hægláta fasi og traustv- ekjandi framkomu, vann hún hug og hjörtu allra er til þekktu. Diddi hafði létt yfirbragð, sló oftast á létta strengi og gerði góðlátlegt grín. Inni fyrir bjó tilfinninga- næm og hlýleg persónugerð. Hann var öllum börnunum góður faðir. Hugheilar samúðarkveðjur votta ég eftirlifandi systkinum og öðr- um ættingjum. Elsku Gústa, börn- in, Bjarni, Þorsteinn, Kristin, Vigfús, Linda og Ágúst. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra vina. Ég votta ykkur dýpstu samúð. Guð styrki ykkur á raunastund. Ilagbjört Flórentsdóttir Þann 20. október barst mér sú harmfregn að Diddi frændi minn væri látinn. Þar sem ég kemst ekki til að vera við útför hans í dag, 30. október, langar mig að senda nokkur kveðjuorð. Diddi hét fullu nafni Sigurður Þorsteinsson, fæddur 11. apríl 1936 á Bergþórugötu 27, þar sem hann bjó alla tíð, flutti aðeins Morgunbla&ið/Arni Sæberg. Siglingamálastjóri Finnlands, Oso Siivonen, afhendir Per Eriksson Lv. siglingamálastjóra Sviþjóðar og Hjálmari R. Bárðarsyni siglingamálastjóra viðurkenningu fyrir störf að öryggismálum sjófarenda. Viðurkenning fyrir störf að öryggi sjófarenda Á FUNDI siglingamálastjóra Norð- urlanda, sem haldinn var í Reykja- vík 21.—23. október, afhenti sigl- ingamálastjóri Finnlands Hjálmari R. Bárðarsyni siglingamálastjóra og Per Eriksson siglingamálastjóra Svf- þjóðar viðurkenningu frá finnskum stjórnvöldum. Þessi viðurkenning er veitt fyrir mikilvæg störf manna að framþróun fyrir fínnskar siglingar. í greinargerð fyrir veitingu verðlaunanna til Hjálmars R. Bárðarsonar segir „Með tilliti til margra ára framlags Hjálmars R. Bárðarsonar til öryggis sjófar- enda, bæði í samstarfi Norður- landa og á alþjóðavettvangi, var ákveðið að heiðra Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóra með því að veita honum siglingamála- medalíu númer 131.“ milli hæða. Hann var sonur Ág- ústu Valdimarsdóttur og Þor- steins Sigurðssonar sem ávallt var nefndur Steini í Lindinni. Húsið á Bergó var í eigu fjöl- skyldunnar. Þar bjó ég fyrstu 10 ár ævinnar og átti ævinlega heima á öllum hæðum. Eftir að ég flutti var það mitt annað heimili. Þar var alltaf mikið um að vera og mikill gestagangur. Gústa og Diddi frændi voru mjög gestrisin, þar voru bæði næturgestir sem aðrir, þó íbúðin væri ekki stór var hjartarúm fyrir alla. Diddi var manna greiðviknastur. Síðustu ár- in keyrði hann leigubíl og ekki voru það ófá skiptin að ég bað hann að sækja mig á skemmti- staði og ekki brást það að hann væri fyrir utan og ekki fékk mað- ur að borga. Þetta var svo sjálf- sagt hjá honum. Eins var það ef bíll var bilaður, þá var hann boð- inn og búinn að hjálpa þvi hann var snillingur í öllu sem viðkom bílum. Alltaf var hann glaður og orðhákur hinn mesti og enginn kom að tómum kofunum hjá hon- um. Margir voru kastalarnir sem hann byggði og jafnmargir hrundu, en alltaf stóð hann upp aftur með sitt fallega bros, hin stórbrotna kona hans stóð sem klettur við hlið hans í tæp 30 ár og alltaf nefndi maður bæði þó að- eins væri talað um annað. Elsku Gústa mín, það er mín huggun að ég talaði við hann í síma nokkrum dögum áður en kallið kom, þá var hann glaður og gerði að gamni sinu og sagði að þið mynduð koma í vor í heim- sókn, en nú er hann farinn til feg- urri stranda, en ég vona að þú komir. Fyrir ári gerði fjölskyldan sér glaðan dag er móðir mín átti af- mæli en nú er hann kvaddur hinstu kveðju á sama degi. Ég bið guð að styrkja ykkur Gústu, Bjarna, Steina, Kiddý, Fúsa, Lindu og Gústa litla í sorg ykkar. Minningin mun lifa um glað- væran og góðan dreng. Dóra Linda og fjölskylda Fjóla Reimars- dóttir — Minning Oss langar að líkna og bæta, og lækna og hugga og kæta, þá sópast vor síngirni í sæinn, en sólin ber guðsfrið í bæinn. Þessar ljóðlínur eftir skóla- skáldið vinsæla Guðmund Guð- mundsson lýsa vel mannkostum og starfi þessarar góðu og vitru konu sem kvödd verður í dag í Fossvogskirkju kl. 13.30. Fjóla vinkona mín áleit það til- gang lífsins að láta sig aðra varða. Ekki þó eingöngu fjölskyldu sína sem hún þó bar svo mjög fyrir brjósti, heldur alla er á vegi henn- ar urðu og hún fann að þörfnuðust kærleika, uppörvunar og hjálpar. Mér er minnisstætt eitt sinn er við ræddumst við, þá fórust henni orð á þá leið, að það besta sem hún gæti gefið börnunum sínum væri það fordæmi, að láta sig aðra varða. Hvað lýsir betur sönnum mannvini? Ekki verður rakinn hér æviferill Fjólu, það mun gert á öðrum stað. Þó vil ég geta þess að hún fæddist í Reykjavík, ólst upp í Skagafirði en bjó lengst af í Reykjavík. Fjóla var hæglát að eðlisfari en föst fyrir og óhrædd við að setja sig upp á móti hverskyns óréttlæti er skjólstæðingar hennar urðu fyrir. En hún var ekki síður vinur vina sinna á gleðistundum, þar var einlæg og sönn vinátta hennar ávallt vís og hlýtt bros hennar er ógleymanlegt. Ég efast ekki um að undir þessi fáu orð myndu margir vilja taka sem nú kveðja. Eftirlifandi manni hennar, Guðmundi B. Jónssyni, börnum þeirra og skylduliði votta ég ein- læga samúð. Metsölublad á hverjum degi! LJÓSMYNDASTOFAN MYND SIMI54207 Vitið þið hvað er innifalið í einni ljósmyndatöku hjá okkur! 12-15 prufur 9x12 cm 2 prufur 18 x 24 cm, önnur þeirra í gjafamöppu, hin í veglegum gylltum ramma. Nú er tækifærið að láta taka ljósmyndina, tilboðið stendur til 1. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.