Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Drög að samkomulagi milli forystumanna BSRB og ríkis Sex manna vinnunefnd beggja aðila falið að ræða óleyst atriði UM MIÐNÆTTI var samkomulag í sjónmáli í kjaradeilu ríkisins og BSRB. Forystumenn aðila höfðu samið um flest atriði væntanlegs samnings og hann verið kynntur í 10 manna nefnd BSRB sem lagði til við 60 manna samninga- nefnd BSRB að fundahöldum yrði haldið áfram og þrír menn frá hvorum aðila ræddu saman. Var það samþykkt. Fulltúar Vinnuveitendasambandsins og Alþýðusambandsins sátu þá enn á fundi, á þeim vettvangi hafa menn ekki horflð frá skattalækkunarleiðinni svonefndu, en yfir helgina hafa skattalækkanir heldur vikið fyrir hugmyndum um hærri laun. Morgunblaftið/RAX. Félagar í BSRB fóru í gærkvöldi í blysfor að Karphúsi sittasemjara við Borgartún og afhentu þar Kristjáni Thorlacius áskorun með kröfu um mannsæmandi laun. Myndin er tekin af hópnum. Með í förinni voru félagar úr Lúðrasveit verkalýðsins og sungu fundarmenn ættjarðarsöngva. Loðnukvótinn aukinn um 200 þús. lestir? Sáttafundur rikisins með full- trúum BSRB hófst klukkan 13 J gær og var Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, þá í forystu fyrir nefnd ríkisins. Var fundað allt fram að kvöldmat og síðan aftur frá 20.30. 1 kvöldmatarhléi barst þaö út að líkur stæðu til þess að fljótlega myndu menn komast að endanlegri niðurstöðu. Um sama leyti létu aðilar innan 'BSRB boð út ganga til almennra félagsmanna að þeir skyldu koma til fundar við hús sáttasemjara við Borgartún í því skyni að sýna samningamönnum samstöðu og hvetja þá til að láta ekki deigan síga á lokasprettinum. Urðu nokkur hundruð manns við þeim tilmælum og stóðu með blys framan við Karphúsið þegar Kristjáni Thorlacius, formanni BSRB, var afhent áskorunarskjal með tilmælum um að eftirfarandi yrði komið til fulltrúa ríkisins: Við krefjumst mannsæmandi launa. Kristján ávarpaði komu- menn og sagði að heimsókn þeirra væri til marks um ómet- anlegan styrk í baráttunni sem haldið yrði áfram til sigurs. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins byggjast þau drög að samkomulagi sem lágu fyrir um miðnætti á kauphækkun sem er sambærileg við niðurstöðu samn- ingsaöila i Kópavogi. Á samn- ingstíma hækka laun um u.þ.b. 20%. Síðustu daga hafa fulltrúar BSRB ítrekað kröfur um kaup- máttartryggingu, en þeim hefur ríkisstjórnin alfarið hafnað. í viðræðunum í nótt voru uppi hug- myndir um að semja ekki til 1. janúar 1986 eins og aðrir aöilar hafa gert eða að hafa svonefnda „útgönguleið" á samningstíman- um, svo að aðilar gætu tekið upp þráðinn að nýju. Á fundi 60 manna samninga- nefndar BSRB komu strax í upp- hafi fram efasemdir um að rétt væri að að halda viðræðum áfram og gerði að minnsta kosti einn ræðumaður það að tillögu sinni að viðræðum yrði hætt þá strax, því að það væri ætlan ríkisins að þreyta menn til samninga. En eins og áður sagði var ákveðið að skipa vinnunefnd 3ja manna frá hvorum aðila til að átta sig á óleystum atriðum. Fyrir hönd BSRB voru Kristján Thorlacius, Haraldur Steinþórsson og Albert Kristinsson settir í nefndina en Indriði H. Þorláksson, Guðmund- ur Karl Jónsson og Þorsteinn Geirsson af hálfu ríkisins. Biðu aðrir samningamenn aðila, þeirra á meðal fjármálaráðherra, eftir niðurstöðum í vinnunefndinni, þegar Morgunblaðið fór í prent- un. Fulltrúar VSl og ASÍ sátu á fundum alla helgina. Hagfræð- ingar og sérfræðiaðilar reiknuðu þær leiðir sem helst kæmu til álita. Tóku viðræðurnar þá stefnu að rætt var um meiri launahækk- anir en áður og minni skatta- lækkanir, einnig voru nýjar hug- myndir um lengd samningstíma á lofti. Þessum fundahöldum var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun. ÍSLENZKIR flskifræðingar hafa nú lagt til við Alþjóðahaf- rannsóknaráðið að leyfllegur loðnuafli íslendinga verði um 400.000 lestir á yflrstandandi vertíð til bráðabirgða. Fyrr í haust hafði hlutur íslendinga úr loðnustofninum verið ákveðinn tæplega 200.000 lest- ir. Tillaga flskifræðinganna hefur enn ekki verið tekin fyrir, en búizt er við að það verði á morgun, miðvikudag. Alls eru nú komnar um 90.000 lestir loðnu á land. ið er nú aðallega út af Vestfjörð- um, en loðnan hefur einnig veiðzt út af Skaga. Nær allar verksmiðj- ur landsins hafa nú tekið á móti loðnu. Mestu hefur verið landað í Siglufirði, en lítið sem ekkert hef- ur borizt til Raufarhafnar, Seyð- isfjarðar og Neskaupstaðar. Háskólinn í skaða- bótamál við BSRB Krefst 300 þús. kr. vegna lokunar skólans í byrjun verkfalls HÁSKÓLI íslands hefur höfðað skaðabótamál i hendur BSRB vegna þess að verkfallsverðir BSRB hindr- uðu kennslu í háskólanum fyrstu daga verkfallsins. Krefst háskólinn 300 þúsund kr. í skaðabætur vegna aukakostnaðar við stundakennslu. Guðmundur Magnússon, rektor háskólans, sagði í samtali við blm. Mbl. að skaðabótakrafan sjálf væri þó aukaatriði. Aðalmarkmið- ið með þessu máli væri að fá úr því skorið hvort hægt væri að hindra forstöðumann stofnunar- innar í því að hleypa nemendum og kennurum inn í hús skólans, þannig að hægt sé að halda uppi kennslu, þó húsverðir væru í verk- falli. Sagði Guðmundur að kröfu- upphæðin væri byggð á þeim aukakostnaði sem orðið hefði við stundakennslu vegna þess að kennsla var hindruð í 5 daga í upphafi verkfallsins. Sagði hann að ýmsan annan kostnað hefði verið hægt að tína til, en það hefði ekki verið gert vegna þess að skaðabótakrafan sjálf væri auka- atriði í málinu. Stefna háskólans var birt í Bæj- arþingi Reykjavíkur fyrir um það bil viku, en lögfræðingur BSRB fékk þá tveggja vikna frest til að svara. Guðmundur sagðist vona að málarekstur þessi tæki sem styst- an tíma og málið lægi þá Ijóst fyrir í næsta BSRB-verkfalli. Verkfall BSRB hefur til þessa komið í veg fyrir hefðbundinn loðnurannsóknarleiðangur Haf- rannsóknastofnunar. „Rannsókn- arskipin liggja enn í höfn með gesti innanborðs," eins og einn af deildarstjórum sjávarútvegsráðu- neytisins sagði í samtali við Morg- unblaðið, en ákvörðun um endan- legt aflamagn á vertíðinni hefur byggzt á niðurstöðum þessa árlega leiðangurs. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru einhver skip að ljúka aflakvóta sínum eða búin að því og hefur þeim verið heimilað að halda veiðum áfram upp í væntan- lega aukningu. Að sögn Andrésar Finnbogasonar, hjá loðnunefnd, var bræla á loðnumiðunum á laug- ardag og komu þá flest skip inn, sem afla höfðu fengið. Alls var þá landað um 13.000 lestum af 26 bát- um og heildaraflinn þá orðinn um 90.000 lestir. Auk þess hefur loðnu verið landað fjórum sinnum er- lendis á þessari vertíð. Veiðisvæð- Rjúpnaveiði minni en búizt var við RJÚPNAVEIÐIN hefur gengið sæmi- lega það sem af er veiðitfmanum, en þó ekki eins vel og menn höfðu búist við að sögn Sverris Scheving Thorsteins- sonar, formanns Skotveiðifélagsins. Þó hafa menn fengið upp í 30 rjúpur í dags veiðiferð. Veiðitímabilið hófst þann 15. október síðastliðinn og að sögn Sverris var veður þá óhagstætt og veiði minni en menn höfðu vonast til. Sverrir sagðist hafa heyrt nokkrar góðar veiðisögur af Norðurlandi, en sunnan lands og vestan væru þær fremur fátæklegar. Menn hefðu ver- ið að fá allt frá einni rjúpu og upp í 30 á mann á dag á Holtavörðuheið- inni og einnig hefðu menn verið að fá 20 til 30 á dag í nágrenni borgar- innar þannig að heildarveiðin væri rétt þokkaleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.