Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 Bréfkorn til Þorgeirs skólastjóra Ibsens K*ri Þorgeir Ibsen. Vegna anna í síðustu viku kom ég því ekki við að skrifa þér línu. Póstleysið háir okkur líka, en Morgunblaðið ætlar að baeta úr þvf í þetta sinn. Orð þín og ráð hef ég jafnan metið mikils, en margt í grein þinni er merki um það hve örðugt hefur reynzt nú að undanförnu að koma upplýsingum á framfæri. Þú kveðst afarsár yfir um- mælum fjármálaráðherra á þingi um kennarastéttina og enn sárari yfir því að undirrituð skyldi ekki hafa gengið fram fyrir skjöldu og leiðrétt fjár- málaráðherra. Nú þykist ég vita, að þú hafir ekki ætlazt til þess af mér, að ég atyrti samráðherra minn opin- berlega. Raunar hefur hann sjálfur síðar gefir skýringar sín- ar. Og þá kem ég að upplýsinga- skortinum. Eini fréttamiðill landsins, Ríkisútvarpið, tíundaði vandlega téð ummæli fjármála- ráðherra daginn eftir þingfund- inn, 11. október, en lét hins vegar hjá líða að geta ummæla minna á sama kvöldfundi i þingi og nokkurra annarra þingmanna, en öll hnigu ummæli þessi af- dráttarlaust í þá átt að endur- meta þyrfti stöðu og kjör kenn- ara með hliðsjón af menntun þeirra og ábyrgð. Ég lagði á það áherzlu í ræðu við setningu þings Kennarasambandsins I vor, að veigamikið atriði í fram- tiðaruppbyggingu þjóðlífsins væri efling skólakerfisins. 1 þvi sambandi skiptir miklu máli að bæta kjör kennaranna. Þetta lét ég líka í ljós nú snemma í haust á fundi Hins islenzka kennarafé- lags. Þessi atriði lét ég koma fram hinn 11. okt. á þingfundi. Menntun og kjör kennaranna eiga að haldast í hendur. þetta tvennt þarf að vera í hinu ágæt- asta lagi til þess að tryggja að hið ágætasta fólk fáist til þess- ara ábyrgðarstarfa. Ég vil einungis að það liggi ljóst fyrir að í ríkisstjórninni er mikill vilji til að bæta úr því, sem þarna er að og óneitanlega skýtur skökku við um kjör kenn- ara. Um þetta held ég að öll rík- isstjórnin sé sammála. Á næsta deildarfundi í Alþingi fór ég enn ýtarlegar út í þetta mál vegna fyrirspurnar utan dagskrár frá Jóhönnu Sigurð- Ragnhildur Helgadóttir ardóttur og ítrekaði þar það viðhorf mitt, sem ég tel að ríkis- stjórnin í heild hafi, að fram þurfi að fara mat á starfi og kjörum kennara sambærilegt við aðrar stéttir og með hliðsjón af ábyrgð þeirri og menntun, sem á bak við starfið er. Á þessum þingfundi skýrði ég einnig frá því að ætlun mín væri í framhaldi af viðræðum við formann Kennarasambandsins fyrr í haust að undirbúa frum- varp um löggildingu starfsheitis grunnskólakennara og fram- haldsskól aken nara. Kæri Þorgeir. Mér fannst ég mega til að skýra þér frá þessu. En ekki mælist ég undan gagn- rýni þinni, því að ég veit að hún er borin fram af viti og velvilja. Fleiri efnisatriði úr samtalinu við þig hefði verið vert að ræða, en mál er að linni. Þegar þessi orð eru sett á blað er tvísýnt um úrslit kjaradeil- unnar sem staðið hefur. Ég veit að við vonum bæði að unnt verði að leiða þá deilu til lykta á þann veg, að góð lífskjör haldist, að slæm lífskjör batni og að unnt verði að standa við það megin- markmið ríkisstjórnarinnar, sem er mesta kjaramál allra, að missa ekki verðbólguna lausa á nýjan leik. Það skiptir höfuðmáli ef okkur á að takast að koma efnahagsmálunum til frambúðar í viðunanlegt horf. Að lokum kveð ég þig og vona að þér og þínum gangi allt í hag- inn. Þakka þér fyrir hreinskilni þína og hressilegt tungutak. Fegin vil ég njóta ráða þinna. Reykjavík, 29. október 1984. Ragnhildur Helgadóttir. Forystumenn BSRB, þeir Kristján Thorlacius og Haraldur Steinþórsson, koma út úr skrifstofu ríkissáttasemjara aðfaranótt sunnudagsins eftir að hafa lagt fram tilboð BSRB. Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra fyrir aftan þá. bjiani. Helgi Hauksson. Samningamenn lögðust f lestur á sunnudagsmogganum á meðan beðið var eftir svörum við tilboðum. Maraþonfundur BSRB og ríkisins: Forystumenn BSRB reiðubúnir að semja um 21—22% hækkun FORMAÐUR og varafor- menn BSRB, þeir Kristján Thorlacius, Haraldur Stein- þórsson og Albert Kristins- son, létu í Ijós þá skoðun sína við fjármálaráðherra og helstu aðstoðarmenn hans í lok sáttafundarins um helg- ina, að líklega yrði hægt að leysa deilu BSRB og ríkisins ef fjármálaráðuneytið féllist á að bæta tveimur launa- flokkum ofan á síðasta tilboð sitt. Lýstu þeir sig reiðubúna að beita sér fyrir lausn deil- unnar á þeim nótum. Það myndi hafa í för með sér, að vegið meðaltal launahækk- unar BSRB á samningstíma- bilinu til ársloka 1985 yrði 21—22%, að því er Haraldur Steinþórsson sagði á fundi með fréttamönnum í gær. Hann sagði að við þessari hugmynd, sem hefði verið sett fram af þeim þremur persónulega, hefðu ekki komið marktæk viðbrögð. „Við fengum loforð um bók- un, sem er nánast samhljóða ákvæði í gildandi kjarasamn- ingum um að stefnt skuli að kjörum, sem eru sambærileg við laun á almennum mark- aði,“ sagði Haraldur. Forystumenn BSRB settu þessa hugmynd fram í sama mund og þeir þrír óskuðu eftir frestun á sáttafundinum, sem stóð í alls 21 klukkustund. Að sögn heimildarmanns í samn- inganefnd rikisins kom þessi hugmynd fram i dagrenningu á sunnudag og litu fulltrúar ríkis- ins á hana sem hækkun á kröfu- gerð BSRB en ekki sem viðbót við tilboð ríkisins og fengu ekki svör um annað en að frá kröfugerð- inni hefði ekki verið horfið. Fundurinn hófst kl. 15 á laug- ardag og stóð til hádegis á sunnudag, er Guðlaugur Þor- valdsson, rikissáttasemjari, frestaði fundinum til kl. 13 í gær. „Við fengum gagntilboð frá samninganefnd ríkisins kl. hálf- sjö á sunnudagsmorgun," sagði Haraldur Steinþórsson í gær. „Það tilboð var 0,23% hærra en boðið, sem kom frá ríkisvaldinu 18. október. Eftir talsverðar um- ræður í okkar hópi var komist að þeirri niðurstöðu að þar sem svo mikið bæri enn á milli væri best að gera hlé og fara heim að sofa. Fjármálaráðherra kvaðst vilja halda áfram en ef við vildum fresta þá kysi hann sjálfur að fresta fundum þar til samningar hefðu tekist á milli Vinnuveit- endasambandsins og viðsemj- enda þess. Ríkissáttasemjari tók þá ákvörðun um frestun." Að sögn heimildarmanns í samninganefnd ríkisins töldu nefndarmenn sýnt að ekki yrði lengur haldið áfram á sömu braut eftir að viðbótarkröfur BSRB komu fram og er fulltrúar BSRB vildu hvorki slaka á kröf- um né halda áfram lýsti Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, fullri ábyrgð á hendur BSRB á því að laun yrðu ekki greidd um næstu mánaðamót. Þegar fundinum var slitið á sunnudag bar enn um 10 pró- sentustig á milli aðila í deilunni. Tilboð BSRB, sem sett var fram kl. fjögur aðfaranótt sunnudags- ins, er metið á um 24% vegna meðaltalshækkun en gagntilboð ríkisins, sem sett var fram hálf- um þriðja tíma síðar, var metið á um 14,4%. Samanburöur á tilboðum BSRB og ríkisins Til glöggvunar fyrir lesendur fara hér á eftir tilboð og gagn- tilboð, sem gengu á milli deiluað- ila þar til fundi var frestað um hádegi á sunnudag: 1) BSRB: Nýr launastigi með 3,5% milli flokka frá 4. launa- flokki. Ríkið: Nýr launastigi með 3,5% milli flokka frá 5. launa- flokki 3ja þrepi. 2) BSRB: Hækkun launa frá undirskrift samnings verði 12% og sérstök persónuupp- bót fyrir september 1984 kr. 3.500. Ríkið: Hækkun launa frá 1. nóvember verði 9%, að með- töldum áhrifum af breytingu launastiga. Launauppbót fyrir september verði kr. 1.500 mið- að við fullt starf í þeim mán- uði. 3) BSRB: Hækkun allra um einn launaflokk 1. nóvember 1984 og 1. maí 1985. Ríkið: Hækkun allra um einn launaflokk 1. desember 1984 og 1. júní 1985. 4) BSRB: Sérstök persónuuppbót 1. nóvember 1984, kr. 5.000. Ríkið: Sérstök persónuupp- bót 1984, kr. 4.000, greiðist í nóvember þeim starfs- mönnum, sem þá hafa gegnt fullu starfi a.m.k. tvo mánuði. 5) BSRB: Viðmiðun skv. 1.6.1. verði við 16. launaflokk, efsta þrep. Viðmiðun skv. 1.1.13. verði við 14. launaflokk, efsta þrep, og 25%. Viðmiðun skv. 1.6.5. verði við 14. launaflokk, efsta þrep. Ríkið: Viðmiðun skv. 1.6.1. verði við 15. lfl. 2. þrep. Við- miðun skv. 1.1.13. verði við 13. lfl. efsta þrep og 25%. Viðmið- un skv. 1.6.5. verði við 13. lfl. efsta þrep. (Hér er átt við hækkun á vaktaálagi, persónuuppbót í desember og lágmarksupphæð orlofsfjár, svokallað orlofs- framlag. Vaktaálag er í dag greitt samkvæmt 13. launa- flokki. Persónuuppbót í dag er greidd samkvæmt 11. flokki og 24%. Orlofsframlag er nú 14% af maílaunum í 11. flokki, innsk. blm.Mbl.) 6) BSRB: Samþykkt er að fresta um sinn umræðum um upp- sagnarákvæði á samnings- tímabili. Jafnframt áskilur BSRB sér rétt til að taka á ný upp kröfu um kaupmáttar- tryggingu ef ástæða þykir til. Ríkið: Frestað. 7) BSRB: Endurskoðun launa- kerfisins verði lokið 1. apríl 1985. Ríkið: Endurskoðun launa- kerfisins verði lokið 1. júní 1985. 8) BSRB: Sérkjarasamningar verði samkvæmt lögum og í samræmi við grein 1.4. í aðal- kjarasamningi og sérstakar launaflokkahækkanir fyrir alla vegna launaskriðs. Rikið: Sérkjarasamningar verði samkvæmt lögum og í samræmi við grein 1.4. í aðal- kjarasamningi. 9) BSRB: Yfirlýsing verði gefin um að vextir af íbúðalánum verði lækkaðir og skamm- tímalánum breytt í lán til lengri tíma. Ríkið: Gildistimi til 31.12. 1985.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.