Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 50
26 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 Stúdentar steinlágu Sl. föstudag fengu Njarövík- ingar stúdenta í heimsókn í úr- valsdeildinni í körfuknattleik, og fór leikurinn fram í hinni frægu „Ljónagryfju". Óhætt er að segja, aö gryfjan hafi ekki kafnaö undir nafni í þetta skipti, því þetta var svo sannarlega leikur Ijónsins að lambinu, algerir yfirburöir heima- manna é öllum sviöum, og segir stigatalan alls ekki allt um gang leiksins, því aö Njarövíkingar not- uöu aö mestu leyti varaliö sitt í síöari hálfleik. Úrslitin 114.-68 fyrir Njarövík. Njarövíkingar hófu leikinn af miklum krafti og eftir aöeins 10 sekúndur skoraöi isak fyrstu körf- una fyrir Njarövík. Valur bætti síö- an 5 stigum viö og eftir eina mín- útu var staöan 7:0. Eftir 5 mínútur var staöan oröin 22:7. Þá hófu Njarövíkingar aö skipta vara- mönnum inn á og virtust þeir nokkra stund aö átta sig, því aö á næstu 2 mínútum löguöu stúdent- ar stööuna í 22:11. En þá fór Njarðvíkurliöið aftur í gang, og eft- ir rúmar 10 mínútur var staöan oröin 34:15. Njarövíkingar héldu svo áfram aö auka forskot sitt þaö sem eftir var hálfleiksins, en loka- tölur hans voru 66:29, 37 stiga munur. Árni Guömundsson skoraöi fyrstu körfuna fyrir ÍS er 50 sek. voru af síðari hálfleik, en þá fóru Njarövíkingar aftur í gang og er 4 mínútur voru af hálfleiknum var staöan oröin 79:34. Þaö sem eftir var leiksins létu Njarövíkingar varaliöiö aö mestu um hitunina, og oftast einn og í mesta lagi tvo úr byrjunarliöinu inn á. Viö þetta jafn- aöist leikurinn og tókst stúdentum aö halda jafnræöi næstu 6 mínút- ur, og þegar 10 mínútur voru af hálfleiknum var staöan 93:49, en þá tóku hinir ungu Njarðvíkingar vel viö sér, og þegar 7 mínútur og 47 sekúndur voru til leiksloka tókst þeim aö klífa 100 stiga múrinn, staöan oröin 101:49, og var þá aö- eins einn úr byrjunarliöi Njarövík- inga inn á. Þaö sem eftir var slök- uöu Njarövíkingar nokkuö á, mest- ur var munurinn þegar 3Vt mínúta var til loka, 110:57, eöa 53 stiga munur. Þaö sem eftir var leiksins tókst stúdentum aöeins aö laga stööuna, minnka muninn í 46 stig, en lokatölurnar uröu 114:68. Eins og áöur segir höföu Njarö- víkingar yfirburði á öllum sviðum íþróttarinnar, en þó einkum í frá- Jafnt hjá Þór og IBV Þór og ÍBV geröu jafntefli, 14:14, í 1. deild kvenna i Akureyri um helgina. Staðan í hálfleik var 66. Inga Huld Pálsdóttir var markahæst hjá Þór meö fimm mörk, Valdís Hallgrímsdóttir gerði fjögur. Ragna Birgisdóttir gerði sjö mörk fyrir ÍBV og Eyrún Sigþórsdóttir gerói þrjú. — AS köstum, bæöi í sókn og vörn, meö tríóiö Jónas, Val og Gunnar eins og þríhyrndan múr. Þá eru bak- verðirnir, Árni og isak, einstaklega lagnir viö aö fiska knöttinn af and- stæðingunum. Langbestur Njarö- víkinga var Valur Ingimundarson, skoraði 38 stig, þrátt fyrir aö hann hvildi óvenju mikið, en allir áöur- nefndir leikmenn áttu frábæran leik. Þá viröist hinn nýi leikmaöur, Ellert Magnússon, falla vel inn í liö- iö og ungu mennirnir áttu allir mjög góöan leik, sérstaklega þó Hreiöar Hreiöarsson. Annars er erfitt aö dæma liöið eöa leikmenn eftir þennan leik, til þess var mótstaöan of lítil, en yfir- buröir liösins voru samt slíkir, aö óhætt er aö fullyröa, aö þaö veröur enginn barnaleikur aö sækja til þeirra íslandsbikarinn. Af stúdentum voru bestir þeir Árni Guömundsson og Björn Leósson. Guömundur Jóhannsson og Valdimar Guölaugsson átti þokkalegan leik en aörir leikmenn voru slakir. Þá geröu stúdentar þá reginsk- yssu í leiknum, aö láta Njarövík- inga teyma sig út í hraöan leik, hraöa sem þeir réöu ekki viö, en er aöal Njarövíkurliösins. Dómarar voru þeir Höröur Tul- inius og Jón Otti, og dæmdu mjög vel. Stigin: UMFN: Valur Ingimundar- son 38, Ellert Magnússon 12, Hreiðar Hreiöarsson 11, Teitur ör- lygsson 10, Árni Lárusson 8, Gunnar Þorvaröarson 8, Helgi Rafnsson 8, Jónas Jóhannesson 8, Hafþór Óskarsson 6, isak Tómas- son 5. ÍS: Björn Leósson 16, Guömundur Jóhannsson 14, Árni Guömunds- son 11, Valdemar Guölaugsson 10, Ragnar Bjartmarsson 7, Ágúst Jóhannsson 4, Karl Ólafsson 2, Gunnar Ingimundarson 2, Þröstur Guömundsson 2. Ó.Th. • ívar Webster skorar hér eina af körfum sínum j leiknum á sunnudag, án þess aö Valsmaöurinn komi vörnum vió. Dacarsta Webster tók upp nafnió fvar er hann fékk íslenskan ríkisborgararétt. Fjörugum og góöum leik lauk með sigri Hauka JEsispennandi leik Hauka og Vals í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í Hafnarfirói á sunnu- dagskvöldiö lauk meö naumum sigri heimaliösins, 83—80, og 400 áhorfendur fengu peninganna sinna viröi, því oft á tiöum brá fyrir góöum samleik og var leik- urinn mjög spennandi. Um tíma virtust Haukarnir ætla aö glata sigri eftir gott forskot í hálfleik, 39—28, en þeim tókst aó reka af sér slyöruorðið og rífa sig upp úr kæruleysislegum leik og tryggja sér sigur á síóustu mínútu. Haukar — Valur 83:80 Haukarnir fóru vel af staö, léku mjög hratt og samleikur þeirra endaði oft meö því aö Valsvörnin galopnaöist. Komust þeir strax í 6—0, síöan 12—6, 16—9, 22—11,25—12 og 34—21 eftir 15 Góð byrjun Fram — lagöi grunninn að sigri á Þór Fram sigraöi Þór í 2. deildinni í handknattleik á föstudags- kvöldið fyrir noróan, 22:18, eftir aö hafa verió yfir, 11:9, í leikhléi. Framarar komust í 7:1 eftir 15 mín. og stefndi í stórsigur þeirra, en þá tóku Þórsarar heldur betur viö sér og minnkuöu muninn niöur í eitt mark, 8:9. Staöan í hálfleik var 11:9 eins og áöur sagöi. Fram skoraöi tvö fyrstu mörk s.h. — staöan 13:9, og hélst þriggja til fjögurra marka munur þaö sem eftir var. Hjá Fram var Jón Árni Rún- arsson bestur ásamt Erlendi og Óskari og hjá Þór var Siguröur Pálsson góöur og Nói Björnsson varöi vel eftir að hann kom inn á um miöjan fyrri hálfleik. Mörkin. Þór: Siguröur Pálsson 6, Höröur Harðarson 3, Gunnar M. Gunnarsson 3, Guöjón Magn- ússon 2, Rúnar Steingrímsson 2, Gunnar E. Gunnarsson 2. Fram: Óskar Þorsteinsson 7, Jón Árni Rúnarsson 6, Erlendur Dav- íösson 3, Tryggvi Tryggvason 2, Dagur Jónsson 1, Hlynur Jónas- son 1, Andrés Magnússon 1 og Árni Indriðason 1. — A8 mín. Voru Haukarnir áberandi betri framan af og munar mikiö um endurkomu Dacarsta Webster, í vörninni stöövaöi hann margar sóknir Valsmanna og tók mörg fráköst og í sókninni bregst honum sjaldan bogalistin ef hann fær knöttinn viö vítateiginn. i seinni hálfleik var þaö greini- legt aö Valsarar ætluöu ekki aö færa Haukum sigur á silfurfati. Böröust þeir mjög vel og minnk- uöu jafnt og þétt forskot Hauka í 43—38 eftir tvær og hálfa mínútu, síöar í 47—43, og i 57—55 er 11 mínútur voru eftir. Komust Valsar- ar yfir 68—66 er sjö minútur voru til leiksloka og eftir þaö var mjög líflegt á áhorfendapöllunum. Þaö var einkum góöur sprettur Tómas- ar Holton sem geröi þaö aö verk- um aö Valsarar komust yfir. Skor- aöi hann 14 stig á nokkrum minút- um og hefði mátt reyna aö leika hann meira upp en gert var. En einnig léku Einar Ólafs, Kristján Ágústsson og Torfi vel, en Valsar- ar viröast þó ætla Torfa helzt til mikiö þegar hann er inn á. Á sama tíma og Valsarar kom- ust yfir greip eitthvert úrræöaleysi Haukana, leikur þeirra varö fálm- kenndur op Valsarar komust i 70—66 og* svo 74—68 er fimm mínútur voru til leiksloka. En Pálm- ar tók loks af skariö og reif Hauk- ana upp og jafnaöi, 78—78, er um mínúta var eftir. Tókst síöan Ólafi Rafns aö skora 3 stig meö skoti frá útjaöri og innsiglaði hann sigurinn skömmu síöar meö ööru skoti þótt Völsurum tækist aö bæta viö körfu í millitíöinni. Breytingar hafa veriö geröar á leikreglum frá í fyrra og virtust leikmenn ekki hafa þær á hreinu á köflum. Hlaust m.a. af þeim sökum mikil rimma í lokin. Ein nýbreytnin er aö hægt er aö skora þrjú stig í skoti, sem tekiö er utan sérstaks teigs, og heppnuöust tvö slík skot í leiknum, í bæöi skiptin frá leik- mönnum Hauka, frá Pálmari og Ólafi Rafns. Hjá Haukum voru Webster og Pálmar beztir. Ekki mæöir jafnmik- iö á þeim síöarnefnda og í fyrra vegna endurkomu Webster, en þó geta Haukar þakkaö Pálmari aö þeir stóöu upp sem sigurvegarar. Hjá Val er Torfi driffjöörin, en Kristján átti góöan leik og Tómas og Einar góða kafla, en duttu niöur á milli. Stig Hauka: Pálmar 19, Dac- arsta Webster 19, Ólafur Rafns 11, Henning 10, Eyþór 9, Hálfdán 8 og Kristinn 7. Stig Vals: Kristján 22, Torfi 19, Tómas 14, Einar Óla.fs 12, Le.if’ur 6Í Páll Árnac 3, Jón Steingríms 2 og Björn Zoega 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.