Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 49
ENSKA KNATTSPYRNAN
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984
Stórsigur
Everton!
Sjá nánar b!s. 30.
Hólmbert
hættir hjá
KR-ingum
— þeir leita út
fyrir landsteinana
HÓLMBERT Fridjónsson mun
ekki þjálfa 1. deildarlið KR f
knattspyrnu næsta sumar. Frá
því var gengið í gærkvöldi.
Skv. heimildum blm. Mbl. kom
sú skoðun fram frá báöum aöilum
— KR-ingum og Hólmbert sjálfum
— aö nú væri rétti tíminn til breyt-
inga hjá félaginu, og var ákveöið
að Hólmbert yröi ekki áfram meö
liöiö.
KR-ingar hyggjast leita út fyrir
landsteinana aö þjálfara fyrir liö
sitt næsta sumar — og eru þeir
meö mörg járn í eldinum skv.
heimildum blm. Mbl.
Anderlecht
enn efst
ANDERLECHT er enn efst f
Belgíu. Liðiö vann öruggan sigur
á Waterschei á útivelli um helg-
ina og er greinilega með lang-
besta lið deildarinnar.
Sævar Jónsson lék meö SC
Brugge gegn 0—1 tapinu gegn
Antwerpen, en Arnór Guöjohnsen
lék ekki meö Anderlecht um helg-
ina. Úrslitin < Belgíu uröu sem hér
segir og staöan fylgir á eftir:
AA Ghent — Lokeren 2—3
Waterschei — Anderlecht 1—3
St. Niklaas — FC Mechlin 0— 1
FC Brugge — Waregem 1—2
FC Liege — Beerschot 2—1
FC Antwerpen — SK Bruges 1—0
FC Kortrijk — Beveren 1—6
Seraing — Standard Liege 0—3
Racing Jet — Lierse 2—1
Anderlecht 8 3 0 38 11 19
Waregem 7 1 3 23 14 15
FC Liege 5 5 1 21 15 15
Beveren 6 1 4 25 11 13
Ghent 5 3 3 29 17 13
FC Brúgge 5 3 3 17 17 13
Lokeren 5 2 3 17 22 12
Antwerpen 4 4 3 13 15 12
Standard 4 3 4 17 16 11
SK Brúgge 3 5 3 13 12 11
FC Mechlin " 3 5 3 14 15 11
Seraing 3 4 4 14 19 10
Kortrijk 3 3 5 15 19 9
St. Niklaas 3 3 5 12 19 9
Beerschot 3 2 6 16 21 8
Lierse 2 2 7 6 22 6
Waterschei 0 6 5 4 13 6
Racing Jet 2 1 8 12 31 5
Murdo
McDougall
látinn
LÁTINN er f Glasgow á Skot-
landi Murdo McDougall, 76 ára
að aldri.
Murdo var Islendingum aö
góðu kunnur. Hann kom fyrst
hingaö til lands 1937 til aö
þjálfa knattspyrnuliö Vals og
síöan fluttist hann hingaö meö
fjölskyldu sina eftir stríö. hann
bjó hér um tíma og þjálfaöi þá
knattspyrnuliö Vals ásamt fleiri
félögum.
• Sævar Jónsson f baráttu um knöttinn. Hann er nú staddur f Vestur-
Þýskalandi og svo gæti farið að hann léki þar áður en langt um Iföur.
Knapp velur
24 leikmenn
— fyrir leikinn í Wales
LANDSLIDSNEFND KSÍ hefur
valiö 24 manna hóp leikmanna til
æfinga fyrir landsleikinn gegn
Wales sem fram fer ytra 14. nóv.
í hópnum eru eftirtaldir leik-
menn:
Markveröir:
Bjarni Sigurösson, ÍA
Þorsteinn Bjarnason, ÍBK
Eggert Guömundsson, Halmstad
Aðrir leikmenn:
Árni Sveinsson, ÍA
Arnór Guöjohnsen, Anderlecht
Ársæll Kristjánsson, Þrótti
Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart
Atli Eðvaldsson, Fortuna Dússel-
dorf
Guömundur Steinsson, Fram
Guömundur Þorbjörnsson, Val
Guöni Bergsson, Val
Janus Guölaugsson, Fortuna Köln
Lárus Guðmundsson, Bayer Uerd-
ingen
Magnús Bergs, Eintracht
Braunsweig
Njall Eiösson, KA
Pétur Pétursson, Feyenoord
Ragnar Margeirsson, ÍBK
Siguröur Grétarsson, Saloniki
Siguröur Jónsson, iA
Sæbjörn Guðmundsson, KR
Sævar Jónsson, SC Brugge
Valur Valsson, Val
Þorgrímur Þráinsson, Val
Gunnar Gíslason, KR
Ásgeir Sigurvinsson haföi lýst
því yfir aö hann kæmist ekki í leik-
inn gegn Wales, en skv. heimildum
Mbl. er nú veriö aö vinna aö því aö
fá Ásgeir í leikinn. Lárus Guö-
mundsson lýsti því yfir í Mbl. í síö-
ustu viku aö hann kæmi ekki í leik-
inn en hann er samt sem áöur í
hópnum.
Pétur leikur
í Englandi!
PÉTUR Guðmundsson, kðrfu-
knattleiksmaöur, sem dvalið
hefur i Bandaríkjunum undan-
farin ár, er nú kominn til Eng-
lands, þar sem hann mun teika
með liðinu Sunderland f vetur.
Pétur var sem kunnugt er hjá
Portland Trailblazers f Bandaríkj-
unum, en náöi aldrei aö festa sig
þar i sessi.
Liö Sunderland er eitt þaö
besta á Englandi. Pétur geröi
eins árs samning viö liöiö, og
timinn einn sker úr þvi hvort dvöl
hans veröur lengri. Vitaö er aö
hann hefur enn hug á þvi aö
komast aö hjá liöi i bandarísku
atvinnumannadeildinni.
Sævar til Þýskalands?
SAEVAR Jónsson, landsliösmaður
í knattspyrnu, sem undanfarin ár
hefur leikiö með belgíska liöinu
Cercle Brugge, er líklega á förum
þaðan áður en langt um líður.
Sævar fór í gær til Vestur-
Þýskalands, þar sem hann hitti
umboösmann sinn og síödegis
ræddu þeir viö forráöamenn
Bundesliguliös um hugsanlegan
samning Sævars viö liöiö.
Á síöastliönu vori munaði
minnstu aö Sævar færi til þýska
liösins Kaiserslautern — en á síö-
ustu stundu datt þaö upp fyrir. Liö-
iö seldi þá landsliösmanninn Hans
Peter Briegel til Verona á Ítalíu —
og Kaiserslautern vantaöi miövörö
í hans stað, og höfðu forráöamenn
liösins augastaö á Sævari.
Samningur Sævars viö Cercle
Brugge rennur út um áramótin og
má fastlega búast viö því aö hann
fari þá frá félaginu; hann sagöist
hafa mikinn áhuga á því er Mbl.
ræddi viö hann fyrir skemmstu.
Guðmundur Haraldsson úr KR
var kjörinn SEIKO-dómari ársins
4. árið í röð af fyrirliöum 1. deild-
arliöanna í sumar.
SEIKO-hátíðin — uppskeruhá-
tíð dómara — var haldin í húsi
Þýsk-íslenska verslunarfálagsins
í gærkvöldi og hlaut Guömundur
sína viðurkenningu þar.
Bjarni Sigurösson, ÍA, var kjör-
inn leikmaður ársins af dómurum
meö miklum yfirburöum, Kristján
Jónsson úr Þrótti var kjörinn prúö-
asti leikmaöur 1. deildar af dómur-
um og Njáll Eiösson úr KA var
heiöraöur fyrir aö skora mark árs-
ins — valiö af dómurum — og á
myndinni aö ofan tekur hann (t.v.)
viö viöurkenningu sinni í gær-
kvöldi, SEIKO-úri.
Nánar á morgun.