Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 209. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólland: Mikil leit í Vislu að líki prestsins Varejá, 29. oklóber. AP. JL PÓLSKA lögreglan hélt uppi mikilli leit í Vislu í noröurhluta Póllands í dag að líki prestsins Jerzy Popiel- uszko, sem pólska innanríkisráöu- neytiö viðurkennir, að hafí verið rsnt Nýtt vandamál á Grænlandi: Offram- leiösla á kindakjöti (■rænlandi, 29. oklóber. Krá Niln Jorgen Rninn, rréttnriUre MbL GRÆNLENDINGAR hafa nú fengið að kynnast nýju vandamáli, sem er offramleiðsla kindakjöts. Konunglega Grænlandsverslunin mátti nýlega selja 4000 lamba- skrokka til Frakklands fyrir um 70 kr. ísl. kílóið, þótt hún verði að kaupa það af grenlenskum bend- um fyrir um 90 kr. Grænlensku bændasamtökin hafa gagnrýnt þessa sölu harð- lega og kalla hana undirboð en talsmenn Grænlandsverslunar- innar svara þvi til, að þetta sé markaðsverðið erlendis og ekki meira, nýsjálenskt kjöt sé jafn- vel enn ódýrara. í Grænlandi kostar kílóið af lambakjöti út úr búð um 135 kr. íslenskar. af þremur lögreglumönnum og senni- lega drepinn. Mikil ókyrrð ríkir víða í Póllandi í kjölfar þessa atburðar. Þannig fóru um 1000 stuðningsmenn Sam- stöðu, samtaka hinna óháðu verka- lýðssamtaka, i mótmælagöngu i dag í borginni Wroclaw, en Popiel- uszko, sem var 37 ára gamall, var einn einarðasti stuðningsmaður Samstöðu innan pólsku kirkjunnar. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hvatti í gær fólk til þess að sýna stillingu og koma þannig í veg fyrir ögranir stjórnvalda, sem gætu leitt til blóðugra átaka. Hættu verka- menn í Huta-stálverksmiðjunum í Varsjá við verkfall i dag vegna þessara tilmæla Walesa. f tilkynningu, sem pólska inn- anríkisráðuneytið gaf út í dag, sagði að lík Popieluszkos hefði ekki fundist þrátt fyrir mikla leit kaf- ara í Vislu í grennd við þann stað, þar sem honum var rænt 19. októ- ber sl. í tiikynningunni var jafn- framt tekið fram, að þrír lögreglu- menn hefðu verið handteknir og sætu þeir nú i gæsluvarðhaldi vegna mannránsins. Edward Wende, lögfræðingur Popieluszkos, sagði í dag, að þessi tilkynning gæfi til kynna, að skjólstæðingur hans væri látinn, enda væri þar viðurkennt, að hon- um hefði verið varpað í Vislu. Símamynd AP. Mynd þessi var tekin við messu í Varsjá á sunnudag, sem haldin var til þess að minnast séra Jerzy Popieluszkos, sem rent var 19. október sl. og nú er af fíestum talinn dáinn. Kirkjugestir halda á loft krossum og gera sigurmerki, merki Samstöðu. Kinnock, leiðtogi brezka verkamannaflokksins: Aðstoð frá Líbýu móðg- un við brezka verkamenn London, 29. október AP. ARTHUR Scargill, hinn herskái for- ingi brezkra kolanámumanna, setir nú harðri gagnrýni úr öllum áttum, eftir að hann viðurkenndi opinber- lega að hafa leitað til Mommars Khadafys Líbýuleiðtoga um stuðning vegna kolanámuverkfallsins, sem nú hefur staðið í 7 mánuði. Sagði Neil Kinnock, leiðtogi brezka verka- mannafíokksins í dag, að sérhvert til- boð um aðstoð frá Trípólí myndi vera „móðgun við allt, sem brezka verka- lýðshreyfíngin er og berst fyrir“. Synir marskálkanna hittast Manfred Rommel (til vinstri), sonur Erwin Romm- els, marskálks í þýska hernum í síðari heimsstyrj- öldinni og Montgomery vísigreifi, sonur Bernards Montgomerys marskálks í brezka hernum, sjást hér við hlið Cyril Lowes, borgarstjóra í Blackpool í Eng- landi. Mynd þessi var tekin er fyrrverandi hermenn úr 8. her Bretlands komu saman á sunnudag til þess að minnast orrustunnar við E1 Alamein. Sjá frétt á bls. 22. Scargill Kinnock Scargill staðfesti í gær frétt, sem birzt hafði í Sunday Times þess efnis, að Samband brezkra náma- verkamanna, þar sem hann er for- seti, hefði sent Roger Windsor, framkvæmdastjóra sambandsins, til Trípólí vegna boðs líbýskra verkalýðsfélaga um aðstoð í kola- námuverkfallinu. Sagði Scargill, að í þessari för hefði Windsor m.a. rætt við Khadafy, leiðtoga Líbýu- manna. Bætti hann því, að Líbýa væri ekki annað en eitt af yfir 50 löndum, sem samband kolanámu- manna hefði snúið sér til í því skyni að stöðva kolaflutninga til Bretlands og til þess að afla fjár til stuðnings fjölskyldum kolanámu- manna, svo að þær liðu ekki skort í verkfallinu. Brezka stjórnin sleit stjórnmála- sambandi við Líbýu eftir að lög- reglukona var skotin til bana fyrir utan líbýska sendiráðið í London í apríl sl. og var talið víst, að skotin hefðu komið frá sendiráðsbygging- unni. Queenie Fletcher, móðir lög- reglukonunnar, sagði í dag, að fé, sem brezkir verkfallsmenn, þægju af Khadafy, væri „blóðpeningar”. í fréttamynd frá Líbýu um heim- sókn Windsors þangað, sem sýnd var í brezka sjónvarpinu á sunnu- dagskvöld, mátti sjá þá Khadafy og Windsor faðma hvor annan. Sagöi líbýska fréttastofan Jana, að Khadafy hefði látið í ljós samúð sína með verkfailsmönnum í Bret- landi og tjáð stuðning stjórnar sinnar við málstað þeirra. Olíuframleiðslan minnkuð um 1,5 milli'. tunna á dag Genf. 29. október. AP. * 9W Genf, 29. október. AP. OPEC, samtök 13 helstu olfuútflutn- ingsrfkja heims, tóku þá sameigin- legu ákvörðun í dag, að minnka heildarframleiðslu sína um 1,5 millj. tunna á dag. Var þetta gert í því skyni að halda uppi olíuverðinu, sem var í hettu sökum offramboðs. Eftir er hins vegar að koma á samkomulagi um hvernig þessi samdráttur í olíu- framleiðslu á að skiptast milli aðild- arríkjanna. Er talið, að það kunni að reynast miklum erfiðleikum bundið að koma slíku samkomulagi L Þannig sagði Tam David-West, olíumálaráðherra Nígeríu, I dag, að land hans myndi ekki taka þátt í neinum samdrætti í olíufram- leiðslu. Ahmad Zaki Yamani, olíu- málaráðherra Saudi-Arabiu, sagði aftur á móti, að „öll“ aðildarríki OPEC hefðu fallist á að minnka framboð sitt á olíu á heimsmarkað- inum til þess að halda olíuverðinu uppi. Það var Nígeriustjórn, sem neyddi aðildarríki OPEC til þessa fundar nú með því að lækka verð á hverri olíutunnu um 2 dollara. Var það gert í kjölfar verðlækkana Bretlands og Noregs á olíu. Talið er víst, að olíuverð muni lækka enn á næstunni, ef OPEC-ríkjunum tekst ekki að samræma aðgerðir sínar, þar sem offramboð á olíu fer nú vaxandi. Oþekktur maður bjarg- aði páfa Kóm, 29. október. AP. OÞEKKTUR áhorfandi varð til þess að bjarga lífí Jóhannesar Páls páfa II er tilreðismenn skutu á hann á Péturstorgi í Róm 13. maí 1981. Er páfínn hafði orðið fyrir þremur skotum lá hann mik- ið sa-rður í opinni bifreið, sem hann ók í. Annar tilræðismaður- inn, Ali Agca, hugðist þá Ijúka skotárásinni og ganga af páfanum dauðum. Agca hefði sennilega tek- ist þetta, ef óþekktur maður, sem stóð við hlið honum á Péturstorgi, hefði ekki gripið til sinna ráða og hrint honum svo að hann missti marks. Þetta kom fram í viðtali, sem rannsóknardómarinn Ilario Martella átti við blaðið La Stampa í Torino í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.