Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.10.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 49 fclk í fréttum Fær ekki friö fyrir betlibréfum + Beltibréfum rignir yfir Jannie Spies. Bréfum frá fólki, sem langar í nýjan bíl, á í fjárhagserfiöleikum eöa vill bara komast í ódýra sólar- landaferö. Fæstum þessara bréfa er svarað og yfirleitt fær Jannie sjálf ekkert af þeim aö vita. Henrik Specht, formaöur Spies-sjóösins, sér um aö opna bréfin og kasta þeim i körfuna, enda segir hann aö sjóöurinn hvorki sé né eigi aö vera einhver félagsmálastofnun. Sum brófanna geta veriö dálítiö óhugguleg, t.d. bréfiö frá manni aö nafni Ole Hans Hede- mann, sem er hjartasjúklingur og segist munu deyja ef hann fái ekki nýtt hjarta. Læknar hans eru raunar á ööru máli en Hedemann gerir Jannie Spies næstum persónulega ábyrga fyrir því hvort hann lifir eöa deyr. i Spies-sjóönum eru rúmlega 300 milljónir kr. og skal vöxtunum variö til einhverra þjóöþrifamála. Þaö var t.d. gert meö því aö kaupa dýr og fullkomin tæki fyrir sjúkrahúsiö í Hvidovre og gleypti kostnaöurinn viö þau allar tekjur sjóösins á þessu ári. Hættulegar buxur + Söngvarinn Lionel Ritchie hélt nýlega hljómleika í borginni Denv- er í Bandaríkjunum en ekki var langt liöiö á skemmtunina þegar flytja varö hann í dauöans ofboöi á spítala. Var hann meö óbæri- legar kvalir i fótunum, sem læknarnir voru þó ekki lengi aö ráöa bót á. Þeir tóku hann bara úr buxunum. Viö athugun kom í Ijós, aö Ritchie hafði nýlega fengiö buxurnar sínar úr efnalaug og þær voru ennþá mettaðar af sterkum hreinsi- efnum. Voru þau farin aö éta sig inn í hörundiö og heföu getaö valdiö verulegum skaöa ef ekkert heföi veriö aö gert. COSPER + Julio Iglesias, söngvarinn sem á heimsmet í plötusölu, ætlaöi nýlega aö koma fram í sænska sjónvarpinu en varö aö hætta viö þaö vegna ákafra mótmæla nokkurra einstaklinga og félaga. Ástæöan var sú, aö hann er á bannlista Sameinuöu þjóöanna yfir listamenn, sem hafa komiö fram í Suöur-Afríku. Iglesias hefur oft komiö fram í Suöur-Afríku og er líklega stadd- ur þar þessa stundina. Þess vegna hefur hann veriö bann- færöur af SÞ. Hann getur þó huggaö sig viö, aö hann er ekki í neinum dónalegum félagsskap á bannlistanum því aö þar má finna nöfn eins og Goldie Hawn, Ernest Borgnine, Telly Savalas, Ann-Margret, Dolly Parton, Hel- en Reddy, Cliff Richard, söng- konan Cher, Rita Coolidge, Frank Sinatra, Shirley Bassey, Leo Sayer og marga fleiri. + Snowdon lávaröur tók heila sex tíma í þaö nú um daginn aö taka mynd af Harry prins, ný- fæddum syni þeirra Karls og Díönu, og aö sjálfsögöu voru foreldrarnir meö á myndinni. Snowdon þarf þó ekki aö sjá eftir fyrirhöfninni því hann fékk ómakiö vel borgaö. Fyrir mynd- atökuna fókk hann rúmar 2,4 milljónir króna, eöa um 400 þús. á klukkutímann. + Þaö getur stundum borgaö sig aö kunna aö stilla skap sitt. Tom Petty, ein helsta rokk- stjarnan í Bandaríkjunum, fékk aö reyna þaö nú fyrir skemmstu. Hann var svo óánægöur meö plötu, sem hann hefur unniö aö, aö hann sló krepptum hnefanum í vegg og braut fleiri en eitt bein i hend- inni. Læknarnir hafa nú lokiö viö aö tjasla henni saman á ný en segja þaö meö öllu óvíst, aö Tom muni nokkru sinni geta leikiö á gítar framar. Verkakvennafélagið Framtíö auglýsir framboðsfrest Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu um kjör fulltrúa á 35. þing Al- þýðusambands íslands. Kjörnir verða 6 fulltrúar og jafnmargir til vara. Listar ásamt meömælum 100 fullgildra félagsmanna verkakvennafélagsins Framtíðarinnar þurfa aö hafa borist kjörstjórn Framtíðarinnar á skrifstofuna, Strandgötu 11, fyrir kl. 17.00, 5. nóvember 1984. Stjórnin. í vetrarskoðun MAZDA eru eftir- farandi atriði framkvæmd: 0 | Skipt um kerti og platínur. e | Kveikja tímastillt. e | Blöndungur stilltur. G | Ventlar stilltir e | Vél stillt með nákvæmum stillitækjum. e | Vél gufuþvegin. e | Skipt um bensínsíu. e | Rafgeymir, geymissambönd og hleðsla r athuguð. e | Kannaður bensín, vatns- eða olíuleki. Œ V Loftsía athuguð og hreinsuð, endurnýjuð / ef með barf. <t | Viftureim athuguð og stillt. <t ^ Slag í kúplingu og bremsupetala athugað. <B ^ Frostþol mælt. <L J Rúðusprautur stilltar og frostvari settur á. <£ } Þurrkublöð athuguð. <L x Silikon sett á þéttikanta hurða og far- / angursgeymslu. CE | Ljós stillt. Œ Hurðalamir stilltar. <t ^ Þrýstingur í hjólbörðum athugaður. Verð með söluskatti: Kr. 1.884.00 Innifalið í verði; Platínur, kerti, ventlalokspakkning, bensxnsía, frostvari á rúðu- sprautu og þar að auki: brúsi af lásavökva og ný rúðu- skafa í hanskahólfið! Pantið í tíma í símum 81225 eða 81299 BÍLABÖRG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.