Morgunblaðið - 30.10.1984, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 30.10.1984, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 49 fclk í fréttum Fær ekki friö fyrir betlibréfum + Beltibréfum rignir yfir Jannie Spies. Bréfum frá fólki, sem langar í nýjan bíl, á í fjárhagserfiöleikum eöa vill bara komast í ódýra sólar- landaferö. Fæstum þessara bréfa er svarað og yfirleitt fær Jannie sjálf ekkert af þeim aö vita. Henrik Specht, formaöur Spies-sjóösins, sér um aö opna bréfin og kasta þeim i körfuna, enda segir hann aö sjóöurinn hvorki sé né eigi aö vera einhver félagsmálastofnun. Sum brófanna geta veriö dálítiö óhugguleg, t.d. bréfiö frá manni aö nafni Ole Hans Hede- mann, sem er hjartasjúklingur og segist munu deyja ef hann fái ekki nýtt hjarta. Læknar hans eru raunar á ööru máli en Hedemann gerir Jannie Spies næstum persónulega ábyrga fyrir því hvort hann lifir eöa deyr. i Spies-sjóönum eru rúmlega 300 milljónir kr. og skal vöxtunum variö til einhverra þjóöþrifamála. Þaö var t.d. gert meö því aö kaupa dýr og fullkomin tæki fyrir sjúkrahúsiö í Hvidovre og gleypti kostnaöurinn viö þau allar tekjur sjóösins á þessu ári. Hættulegar buxur + Söngvarinn Lionel Ritchie hélt nýlega hljómleika í borginni Denv- er í Bandaríkjunum en ekki var langt liöiö á skemmtunina þegar flytja varö hann í dauöans ofboöi á spítala. Var hann meö óbæri- legar kvalir i fótunum, sem læknarnir voru þó ekki lengi aö ráöa bót á. Þeir tóku hann bara úr buxunum. Viö athugun kom í Ijós, aö Ritchie hafði nýlega fengiö buxurnar sínar úr efnalaug og þær voru ennþá mettaðar af sterkum hreinsi- efnum. Voru þau farin aö éta sig inn í hörundiö og heföu getaö valdiö verulegum skaöa ef ekkert heföi veriö aö gert. COSPER + Julio Iglesias, söngvarinn sem á heimsmet í plötusölu, ætlaöi nýlega aö koma fram í sænska sjónvarpinu en varö aö hætta viö þaö vegna ákafra mótmæla nokkurra einstaklinga og félaga. Ástæöan var sú, aö hann er á bannlista Sameinuöu þjóöanna yfir listamenn, sem hafa komiö fram í Suöur-Afríku. Iglesias hefur oft komiö fram í Suöur-Afríku og er líklega stadd- ur þar þessa stundina. Þess vegna hefur hann veriö bann- færöur af SÞ. Hann getur þó huggaö sig viö, aö hann er ekki í neinum dónalegum félagsskap á bannlistanum því aö þar má finna nöfn eins og Goldie Hawn, Ernest Borgnine, Telly Savalas, Ann-Margret, Dolly Parton, Hel- en Reddy, Cliff Richard, söng- konan Cher, Rita Coolidge, Frank Sinatra, Shirley Bassey, Leo Sayer og marga fleiri. + Snowdon lávaröur tók heila sex tíma í þaö nú um daginn aö taka mynd af Harry prins, ný- fæddum syni þeirra Karls og Díönu, og aö sjálfsögöu voru foreldrarnir meö á myndinni. Snowdon þarf þó ekki aö sjá eftir fyrirhöfninni því hann fékk ómakiö vel borgaö. Fyrir mynd- atökuna fókk hann rúmar 2,4 milljónir króna, eöa um 400 þús. á klukkutímann. + Þaö getur stundum borgaö sig aö kunna aö stilla skap sitt. Tom Petty, ein helsta rokk- stjarnan í Bandaríkjunum, fékk aö reyna þaö nú fyrir skemmstu. Hann var svo óánægöur meö plötu, sem hann hefur unniö aö, aö hann sló krepptum hnefanum í vegg og braut fleiri en eitt bein i hend- inni. Læknarnir hafa nú lokiö viö aö tjasla henni saman á ný en segja þaö meö öllu óvíst, aö Tom muni nokkru sinni geta leikiö á gítar framar. Verkakvennafélagið Framtíö auglýsir framboðsfrest Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu um kjör fulltrúa á 35. þing Al- þýðusambands íslands. Kjörnir verða 6 fulltrúar og jafnmargir til vara. Listar ásamt meömælum 100 fullgildra félagsmanna verkakvennafélagsins Framtíðarinnar þurfa aö hafa borist kjörstjórn Framtíðarinnar á skrifstofuna, Strandgötu 11, fyrir kl. 17.00, 5. nóvember 1984. Stjórnin. í vetrarskoðun MAZDA eru eftir- farandi atriði framkvæmd: 0 | Skipt um kerti og platínur. e | Kveikja tímastillt. e | Blöndungur stilltur. G | Ventlar stilltir e | Vél stillt með nákvæmum stillitækjum. e | Vél gufuþvegin. e | Skipt um bensínsíu. e | Rafgeymir, geymissambönd og hleðsla r athuguð. e | Kannaður bensín, vatns- eða olíuleki. Œ V Loftsía athuguð og hreinsuð, endurnýjuð / ef með barf. <t | Viftureim athuguð og stillt. <t ^ Slag í kúplingu og bremsupetala athugað. <B ^ Frostþol mælt. <L J Rúðusprautur stilltar og frostvari settur á. <£ } Þurrkublöð athuguð. <L x Silikon sett á þéttikanta hurða og far- / angursgeymslu. CE | Ljós stillt. Œ Hurðalamir stilltar. <t ^ Þrýstingur í hjólbörðum athugaður. Verð með söluskatti: Kr. 1.884.00 Innifalið í verði; Platínur, kerti, ventlalokspakkning, bensxnsía, frostvari á rúðu- sprautu og þar að auki: brúsi af lásavökva og ný rúðu- skafa í hanskahólfið! Pantið í tíma í símum 81225 eða 81299 BÍLABÖRG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.