Morgunblaðið - 30.10.1984, Page 1

Morgunblaðið - 30.10.1984, Page 1
56 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 209. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólland: Mikil leit í Vislu að líki prestsins Varejá, 29. oklóber. AP. JL PÓLSKA lögreglan hélt uppi mikilli leit í Vislu í noröurhluta Póllands í dag að líki prestsins Jerzy Popiel- uszko, sem pólska innanríkisráöu- neytiö viðurkennir, að hafí verið rsnt Nýtt vandamál á Grænlandi: Offram- leiösla á kindakjöti (■rænlandi, 29. oklóber. Krá Niln Jorgen Rninn, rréttnriUre MbL GRÆNLENDINGAR hafa nú fengið að kynnast nýju vandamáli, sem er offramleiðsla kindakjöts. Konunglega Grænlandsverslunin mátti nýlega selja 4000 lamba- skrokka til Frakklands fyrir um 70 kr. ísl. kílóið, þótt hún verði að kaupa það af grenlenskum bend- um fyrir um 90 kr. Grænlensku bændasamtökin hafa gagnrýnt þessa sölu harð- lega og kalla hana undirboð en talsmenn Grænlandsverslunar- innar svara þvi til, að þetta sé markaðsverðið erlendis og ekki meira, nýsjálenskt kjöt sé jafn- vel enn ódýrara. í Grænlandi kostar kílóið af lambakjöti út úr búð um 135 kr. íslenskar. af þremur lögreglumönnum og senni- lega drepinn. Mikil ókyrrð ríkir víða í Póllandi í kjölfar þessa atburðar. Þannig fóru um 1000 stuðningsmenn Sam- stöðu, samtaka hinna óháðu verka- lýðssamtaka, i mótmælagöngu i dag í borginni Wroclaw, en Popiel- uszko, sem var 37 ára gamall, var einn einarðasti stuðningsmaður Samstöðu innan pólsku kirkjunnar. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hvatti í gær fólk til þess að sýna stillingu og koma þannig í veg fyrir ögranir stjórnvalda, sem gætu leitt til blóðugra átaka. Hættu verka- menn í Huta-stálverksmiðjunum í Varsjá við verkfall i dag vegna þessara tilmæla Walesa. f tilkynningu, sem pólska inn- anríkisráðuneytið gaf út í dag, sagði að lík Popieluszkos hefði ekki fundist þrátt fyrir mikla leit kaf- ara í Vislu í grennd við þann stað, þar sem honum var rænt 19. októ- ber sl. í tiikynningunni var jafn- framt tekið fram, að þrír lögreglu- menn hefðu verið handteknir og sætu þeir nú i gæsluvarðhaldi vegna mannránsins. Edward Wende, lögfræðingur Popieluszkos, sagði í dag, að þessi tilkynning gæfi til kynna, að skjólstæðingur hans væri látinn, enda væri þar viðurkennt, að hon- um hefði verið varpað í Vislu. Símamynd AP. Mynd þessi var tekin við messu í Varsjá á sunnudag, sem haldin var til þess að minnast séra Jerzy Popieluszkos, sem rent var 19. október sl. og nú er af fíestum talinn dáinn. Kirkjugestir halda á loft krossum og gera sigurmerki, merki Samstöðu. Kinnock, leiðtogi brezka verkamannaflokksins: Aðstoð frá Líbýu móðg- un við brezka verkamenn London, 29. október AP. ARTHUR Scargill, hinn herskái for- ingi brezkra kolanámumanna, setir nú harðri gagnrýni úr öllum áttum, eftir að hann viðurkenndi opinber- lega að hafa leitað til Mommars Khadafys Líbýuleiðtoga um stuðning vegna kolanámuverkfallsins, sem nú hefur staðið í 7 mánuði. Sagði Neil Kinnock, leiðtogi brezka verka- mannafíokksins í dag, að sérhvert til- boð um aðstoð frá Trípólí myndi vera „móðgun við allt, sem brezka verka- lýðshreyfíngin er og berst fyrir“. Synir marskálkanna hittast Manfred Rommel (til vinstri), sonur Erwin Romm- els, marskálks í þýska hernum í síðari heimsstyrj- öldinni og Montgomery vísigreifi, sonur Bernards Montgomerys marskálks í brezka hernum, sjást hér við hlið Cyril Lowes, borgarstjóra í Blackpool í Eng- landi. Mynd þessi var tekin er fyrrverandi hermenn úr 8. her Bretlands komu saman á sunnudag til þess að minnast orrustunnar við E1 Alamein. Sjá frétt á bls. 22. Scargill Kinnock Scargill staðfesti í gær frétt, sem birzt hafði í Sunday Times þess efnis, að Samband brezkra náma- verkamanna, þar sem hann er for- seti, hefði sent Roger Windsor, framkvæmdastjóra sambandsins, til Trípólí vegna boðs líbýskra verkalýðsfélaga um aðstoð í kola- námuverkfallinu. Sagði Scargill, að í þessari för hefði Windsor m.a. rætt við Khadafy, leiðtoga Líbýu- manna. Bætti hann því, að Líbýa væri ekki annað en eitt af yfir 50 löndum, sem samband kolanámu- manna hefði snúið sér til í því skyni að stöðva kolaflutninga til Bretlands og til þess að afla fjár til stuðnings fjölskyldum kolanámu- manna, svo að þær liðu ekki skort í verkfallinu. Brezka stjórnin sleit stjórnmála- sambandi við Líbýu eftir að lög- reglukona var skotin til bana fyrir utan líbýska sendiráðið í London í apríl sl. og var talið víst, að skotin hefðu komið frá sendiráðsbygging- unni. Queenie Fletcher, móðir lög- reglukonunnar, sagði í dag, að fé, sem brezkir verkfallsmenn, þægju af Khadafy, væri „blóðpeningar”. í fréttamynd frá Líbýu um heim- sókn Windsors þangað, sem sýnd var í brezka sjónvarpinu á sunnu- dagskvöld, mátti sjá þá Khadafy og Windsor faðma hvor annan. Sagöi líbýska fréttastofan Jana, að Khadafy hefði látið í ljós samúð sína með verkfailsmönnum í Bret- landi og tjáð stuðning stjórnar sinnar við málstað þeirra. Olíuframleiðslan minnkuð um 1,5 milli'. tunna á dag Genf. 29. október. AP. * 9W Genf, 29. október. AP. OPEC, samtök 13 helstu olfuútflutn- ingsrfkja heims, tóku þá sameigin- legu ákvörðun í dag, að minnka heildarframleiðslu sína um 1,5 millj. tunna á dag. Var þetta gert í því skyni að halda uppi olíuverðinu, sem var í hettu sökum offramboðs. Eftir er hins vegar að koma á samkomulagi um hvernig þessi samdráttur í olíu- framleiðslu á að skiptast milli aðild- arríkjanna. Er talið, að það kunni að reynast miklum erfiðleikum bundið að koma slíku samkomulagi L Þannig sagði Tam David-West, olíumálaráðherra Nígeríu, I dag, að land hans myndi ekki taka þátt í neinum samdrætti í olíufram- leiðslu. Ahmad Zaki Yamani, olíu- málaráðherra Saudi-Arabiu, sagði aftur á móti, að „öll“ aðildarríki OPEC hefðu fallist á að minnka framboð sitt á olíu á heimsmarkað- inum til þess að halda olíuverðinu uppi. Það var Nígeriustjórn, sem neyddi aðildarríki OPEC til þessa fundar nú með því að lækka verð á hverri olíutunnu um 2 dollara. Var það gert í kjölfar verðlækkana Bretlands og Noregs á olíu. Talið er víst, að olíuverð muni lækka enn á næstunni, ef OPEC-ríkjunum tekst ekki að samræma aðgerðir sínar, þar sem offramboð á olíu fer nú vaxandi. Oþekktur maður bjarg- aði páfa Kóm, 29. október. AP. OÞEKKTUR áhorfandi varð til þess að bjarga lífí Jóhannesar Páls páfa II er tilreðismenn skutu á hann á Péturstorgi í Róm 13. maí 1981. Er páfínn hafði orðið fyrir þremur skotum lá hann mik- ið sa-rður í opinni bifreið, sem hann ók í. Annar tilræðismaður- inn, Ali Agca, hugðist þá Ijúka skotárásinni og ganga af páfanum dauðum. Agca hefði sennilega tek- ist þetta, ef óþekktur maður, sem stóð við hlið honum á Péturstorgi, hefði ekki gripið til sinna ráða og hrint honum svo að hann missti marks. Þetta kom fram í viðtali, sem rannsóknardómarinn Ilario Martella átti við blaðið La Stampa í Torino í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.