Morgunblaðið - 30.10.1984, Síða 23

Morgunblaðið - 30.10.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGLR 30. OKTÓBER 1984 23 Samstarfsmenn Ferraro í tengslum við mafíuna GÖGN hafa verið dregin fram í dagsljósið, sem þykja sýna, að Geraldine Ferraro, varaforsetaefni bandarískra demókrata, hefur undanfarin sex ár staðið í nánum tengslum við verkalýðsleiðtoga í New York, sem dæmdir hafa verið fyrir glæpi og eru taldir viðriðnir skipulega glæpastarfsemi. Frá þessu er greint í Lundúnablaðinu The Sunday Times um síðustu helgi. Rannsókn blaðsins á sex ára ferli Ferraro í fulltrúadeildinni, þar sem hún hefur setið sem þingmaður fyrir kjördæmi í New York, hefur leitt í ljós, að á mik- ilvægu tímabili reiddi hún sig mjög á stuðning Dominick Santiago, sem tekið hefur sér nafnið Nicholas Sands, við að afla fjár i kosningasjóð sinn. Sands þessi er verkalýðsforingi, sem dæmdur hefur verið fyrir að svíkja tvívegis fé af félagi sínu og er talinn í tengslum við mafí- una. Sonur Sands starfaði að auki um hríð á skrifstofu Fer- raro í þinghúsinu í Washington. Engar sannanir eru fyrir því, að Ferraro hafi vitað um af- brotaferil samstarfsmanna si- nna. The Sunday Times bendir hins vegar á, að upplýsingar um afbrot þeirra hafi verið að finna í opinberum gögnum og réttar- skjölum, sem allir hafa aðgang að, á meðan þeir störfuðu fyrir Ferraro. Athugun blaðsins hefur jafn- framt leitt í ljós, að fyrsti kosn- ingastjóri Ferraro, Carmine Pasrisi, sem síðar veitti þing- Geraldine Ferraro skrifstofu hennar forstöðu, hafði áður verið einn nánasti sam- starfsmaður Anthony nokkurs Scotto, fyrrum leiðtoga hafnar- verkamanna í New York. Fyrir rúmum hálfum mánuði var Scotto þessi látinn laus eftir að hafa setið í þrjú og hálft ár í fangelsi, dæmdur fyrir mútur og fjárkúgun. Faðir Parisi, Camillo, hefur verið foringi mafíuhóps í New York, sem nefndur er „Genúa-fjölskyldan“. Ennfremur hafa rannsókn- armenn Lundúnablaðsins komist að því, að Ferraro hefur ljáð nafn sitt dularfullum góðgerð- arsamtökum á Manhattan, sem nefnast „Englar aldraðra", og raunar tekið þátt í starfi sam- takanna, en í hópi forstöðu- manna og starfsmanna þeirra eru margir menn, sem dæmdir hafa verið fyrir glæpi. Virðist góðgerðastarfið aðeins yfirskyn og er í því sambandi bent á, að „Englarnir" styrkja aðeins 10 ellilífeyrisþega með innan við 30 dala greiðslu til þeirra á viku, en öfluðu á árinu 1982 tekna, sem nema 160 þúsundum dala. Spjótum hefur að auki verið beint að Ferraro vegna fjár- málaumsvifa eiginmanns henn- ar, fasteignarekandans Johns Zaccaro, og hefur því verið hald- ið fram, að þau umsvif tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Er bent á, að í húsi, sem hjónin eiga, eru höfuðstöðvar eins aðal klámdreifingarfyrirtækis mafí- unnar og í öðru húsi, sem þau eiga, í Kínahverfinu á Manhatt- an, hefur verið starfrækt ólög- legt spilavíti. Ferraro og eigin- maður hennar hafa vísað þess- um ásökunum algerlega á bug og segjast ekki hafa vitað um raunverulega starfsemi leigj- enda sinna. Geraldine Ferraro er af ftölsk- um uppruna og á marga ætt- ingja í Napólí á Ítalíu. Hafa ít- ölsk blöð að undanförnu látið í Ijósi áhyggjur af skrifunum um tengsl varaforsetaefnisins við mafíuna. Stærsta dagblað Róm- ar II Messaggero hefur staðhæft að þessar ásakanir séu til marks um kynþáttafordóma. „Að vera ítali þykir vera hið sama og að vera mafíuglæpamaður," sagði blaðið. Ferraro hefur sjálf sagt í viðtölum við ítölsk blöð, að mafí- uskrifin séu eingöngu komin til vegna ítalsks uppruna síns. Sovétmenn hafa gífurlegan ihuga i Svíþjóð, bæði til sjós og lands. Á myndinni er sovéski kafbiturinn sem kom óvænt upp í harðaland í sænska skerjagarðinum irið 1981. Sovéskir útsendar- ar afhjúpaðir í bók — öryggislögreglan ánægð með árangurinn SÆNSKA öryggislögreglan var hæstinægð i þriðjudag, þegar út kom bók um njósnir Sovétmanna í Svíþjóð. Blöðin fylgdu útkomu hennar úr hlaði með þvf að birta myndir af yfir 20 sovéskum borgurum, sem taldir eru vera útsendarar Sovétríkjanna. — Þá eru dagar þeirra taldir f Svíþjóð, við þurfum ekki að sanna neitt til að þeim verði vísað úr landi, segir öryggislögreglan. — Þeir eru einfaldlega búnir að vera í Svíþjóð. Bókin heitir „Iðnaðarnjósnir" og er höfundur hennar Charlie Nordblom, rithöfundur og blaða- maður. Það er Erhvervslivets For- lag sem gefur bókina út, en um helmingur hennar fjallar um iðnað- arnjósnir hvers konar. Höfundur bókarinnar var i tiu ár félagi í Kommúnistaflokki Svíþjóð- ar og vinnur hjá fremur klám- fengnu vikuriti, Lektyr. Samkvæmt því sem fram kemur í bókinni og öryggislögreglan hefur veitt þegjandi samþykki sitt, starfa um 30 sovéskir útsendarar í Sví- þjóð. Meirihluti þeirra vinnur hjá KGB, en nokkrir hjá GRU, systur- fyrirtæki hins fyrrnefnda, sem er undir stjórn hersins. Flestir útsendaranna vinna hjá sovéska sendiráðinu í Stokkhólmi. Aðrir eru á launum hjá ræðismönn- unum í Gautaborg og Stokkhólmi, eru í sovésku verslunarsendinefnd- inni, starfa á skrifstofum Aero- flot-flugfélagsins eða hjá ferða- skrifstofunni Intourist, ellegar eru í dulargervum blaðamanna. Hjá sovéska sendiráðinu f Stokkhólmi starfa tveir hershöfð- ingjar, að því er fram kemur í bók- inni. Þeir eru titlaðir ráðgjafar f starfsmannaskrá sendiráðsins. Annar þeirra, Vladimir Batjkirov, er yfirmaður KGB í Svíþjóð. Hinn, Jurij Kiselev, er yfirmaður GRU í landinu. Sendiráðið hefur fram að þessu þagað þunnu hljóði um málið. Ef til vill er ástæðan sú, að starfsmenn þeir sem sjá um samskipti við fjöl- miðla fyrir hönd sovéksa sendiráðs- ins, eru meðal þeirra sem nefndir eru í bókinni sem útsendarar Sov- étríkjanna. LEIGJUM ÚT VEISLUSALI FYRIR ÁRSHÁTÍÐIR 0G ÖNNUR EINKASAMKVÆMI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.