Morgunblaðið - 31.10.1984, Side 2

Morgunblaðið - 31.10.1984, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984 í dag: Samningaviðræd- ur í Reykjavík ENN ER ÓSAMIÐ milli Reykjavíkurborgar og ntarf.smannafélags borgarinn- ar. Morgunblaðið sneri sér í gærkvöldi til Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, eftir að samningurinn við BSRB hafði verið undirritaður. „I framhaldi af þessum samn- Síðan koma samninganefndir ingslokum," sagði borgarstjóri, „munum við þegar hefja viðræður við Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar. Ég hef mælt mér mót við Harald Hannesson, formann félagsins, snemma í fyrramálið. borgarinnar og starfsmannafé- lagsins saman til fundar. Ég tel ástæðulaust að tjá mig um efni þessa samnings fyrr en að þessum fundum loknum," sagði Davíð Oddsson. BSRB skemmti á elliheimilum Morgunbl&ðið/Júlíus. Nokkrir félagar í BSRB fóru í gær á þrjú elliheimili og skemmtu vistmönnum. Boðið var upp á söng, Ijóðalestur, leikþátt o.fl. Farið var á Grund, Hrafnistu og Sunnuhlíð og voru undirtektir alls staðar góðar, að sögn talsmanns BSRB. Þeir sem skemmtu voru Guðmundur Guðjónsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Arni Tryggvason, Sigrún Hermannsdóttir og Héðinn Björnsson. Sigfús Halldórsson lék undir á píanó. Fjármálaráðuneytið: Starfsmenn fá sömu fjárhæð og 1. október VEGNA lokunar Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar í verkfalli BSRB verður ekki unnt að afgreiða Viðræðum ASÍ og VSÍ haldið áfram í dag: Samkomulag tókst um af- nám tvöfalda kerfisins SAMNINGAFUNDI Alþýðusam- bands íslands og Vinnuveitend- asambands íslands, sem hófst að loknu kvöldverðarhléi kl. 20.30 í fyrrakvöld lauk kl. 8.30 í gærmorg- un. Hafði þá náðst samkomulag um leið til afnáms hins tvöfalda launa- kerfis á grundvelli samningsupp- kasts sem VSÍ lagði fram. Tilboð VSÍ byggðist á skattalækkunarleið- inni, en upp úr viðræðum slitnaði vegna ágreinings um endurskoðun- arákvæði samningsins, en sam- kvæmt tilboði VSÍ á hann að gilda til 1. maí 1986. Samningafundum verð- ur framhaldið í dag kl. 14, en að sögn viðmælenda Mbl. úr samninga- nefndunum er viðbúið, að samning- ar BSRB og ríkisins geri það að verkum, að skattalækkunarleiðin sé nú endanlega úr sögunni og að pró- Hafnarfjörður: Bæjarstjórn greiðir vangoldin laun BÚH Á FUNDI bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar í gær var samþykkt beiðni útgerð- arráðs og forstjóra Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar um að greiða vangold- injaun landverkafólks og sjómanna BÚH fyrir október að upphæð 3,4 milljónir króna. Fyrr á árinu hafði bæjarsjóður greitt 11 milljónir króna til BUH vegna fjárhagsörðugleika fyrirtækisins. í bæjarstjórn kom fram að vinna í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hefur að mestu legið niðri í fjórar vikur, en starfsfólki í fiskiðjuveri BÚH Morgunblaðið/Július. Bensínið var í gær búið á nokknim bensínstöóvum borgarinnar og að klárast á öðrum. Úti á Kollafirði lá hins vegar flutningaskip fullt af bensíni og gasolíu, en það fékkst ekki losað í gær. Vinna hefst væntanlega i dag við losun þess. Myndin var tekin í gær á stærstu bensínstöð landsins, Olís við Álfabakka, en þar var búið að breiða yfir bensíndælurnar. var sagt upp frá og með 6. október siðastliðinn og starfsemi annarra deilda hefur verið í lágmarki. BÚH á þrjá togara, en aðeins einn þeirra, Maí, hefur að undanförnu verið að veiðum. Samkvæmt bráða- birgðauppgjöri um mitt ár var tap BÚH þá um 40 milljónir króna. Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar hef- ur undanfarin ár verið rekin með tapi. sentutölur launahækkana verði allt aðrar og hærri en verið hafa til um- fjöllunar. Samkomulagið um afnám tvö- falda launakerfisins byggir á flokkatilfærslum og starfsaldurs- aðgerðum og er hún metin á um 11,6—11,7% hækkun að meðaltali. Þá gerði tilboð VSÍ ráð fyrir um 7,5% hækkunum í upphafi samn- ingsgerðar, þ.e. 5,5% launahækk- unum og tilfærslum í töxtum og starfsaldri sem nemur 2%. Reikn- að var með að heildarlaunahækk- anir á samningstímanum, þ.e. 18 mánuðum, næmu 18—19%. Sú hugmynd, sem rædd var varðandi endurskoðunarákvæði samningsins, byggðist á þvi, að skipuð yrði samstarfsnefnd, þar sem aðilar skiptust á að skipa oddamann. Rætt var um, að nefndin endurskoðaði samninginn þrisvar á samningstímabilinu, á fjögurra mánaða fresti. Til við- miðunar hefði nefndin þróun lífskjara og ýmsar efnahagsstærð- ir, en upp úr viðræðum slitnaði, þar sem mönnum kom ekki saman um við hvaða efnahagsstærðir skuli miðað. laun með venjubundnum hætti nú um þessi mánaðamót. Fjármálaráðuneytið hefur því ákveðið að greiða öllum föstum starfsmönnum sem eru við störf sömu fjárhæð nú og þeir fengu um síðustu mánaðamót, enda hafi þá verið um venjulega launagreiðslu að ræða. Á greiðslu þessa verður litið sem bráðabirgðaráðstöfun þar til fulln- aðarvinnsla launa getur farið fram. Greiðslumáti verður sá sami og 1. október sl., þ.e.a.s. greitt verður inn á sömu bankareikninga og þá. Launaseðlar verða ekki gefnir út, en útborgunarlistar fyrir forstöðu- menn stofnana verða tiltækir. Þeir starfsmenn sem ekki voru komnir á launaskrá 1. október sl. fá ekki afgreiðslu á þennan hátt, en ætlast er til að þeim verði greitt til bráðabirgða í viðkomandi stofnun hafi stofnunin sjóð. Bilaðir símar: Afsláttur af afnotagjöldum í VERKFALLI BSRB hefur ekki ver- ið gert við símabúnað einstakra not- enda nema í tilvikum sem ætla má að varði öryggi og heilsugæslu. Hafa einstaka fyrirtæki og einsUklingar því verið símalausir í verkfallinu. í gjaldskrá fyrir símaþjónustu er gert ráð fyrir slíkum tilvikum. Þeir aðilar sem svo er ástatt fyrir eiga rétt á að krefjast endur- greiðslu á afnotagjaldi sínu í hlutfalli við þann tíma sem sím- inn er ónothæfur, ef sambands- slitin eru meira en 10 sólarhringar á ári. ísland í öðru sæti ÍSLENDINGAR eru í öðru til fjórða sæti í sínum riðli eftir sex umferðir á Ólympíumótinu í bridge, sem fram fer í Seattle í Bandaríkjunum þessa dag- ana. Hefur sveitin 117 stig og er jöfn Indónesíu og Svíþjóð. Argentína er í efsU sæti, með 126‘A stig. „Við erum í banastuði," sagði Jón Ásbjörnsson, einn íslensku liðs- mannanna í samtali við Mbl. í gærkvöldi, „höfum spilað djarft og sótt stigin grimmt". ísland tapaði fyrsta leiknum gegn Finnum 9—21, en vann síðan fimm næstu leiki: Egypta 18—12, Uruguaymenn 23—7, Bangladesh 23—7, Hong Kong 21—9 og Spán 23—7. í gær átti fslenska sveitin að leika gegn Hollensku-Antillueyjun- um og Noregi. íslendingar eru með ítölum og Bandaríkjamönnum í riðli, en þær þjóðir eru taldar mjög sigur- stranglegar. Höfðu ítalir fengið 110 stig eftir sex umferðir en Banda- ríkjamenn 95 stig. í A-riðli eru tvær þjóðir jafnar og efstar, Ástralía og Pólland, með 135 stig. Frakkar eru þriðju með 117 stig, en í fjórða til sjötta sæti með 115 stig eru Holland, Kanada og Bretland. Ungfrú Reykjavík í úrslitum Miss International í Japan UNGFRÚ Reykjavík, Guðlaug Ntella Brynjólfsdóttir, var meðal 15 stúlkna, sem komust f úrslit Miss International-fegurðarsam- keppninnar, sem haldin var í Jap- an og lauk í gær. Sigurvegari í keppninni var frá Guatemala. Full- trúi Venesúela hafnaði í öðru sæti og fulltrúi Svíþjóðar varð í þriðja sæti. Stúlkur frá 47 löndum tóku þátt í keppninni. „Ég er ákaflega ánægð með að hafa komist í úrslit keppninnar," sagði Guðlaug í samtali við Mbl. f gær skömmu eftir að úrslit voru kunngjörð. „Keppninni voru gerð góð skil í fjölmiðlum hér í Japan. Okkur var alls stað- ar tekið sem drottningum. Við fórum víða og fjöldi fólks fagn- aði okkur þar sem við komum, lúðrasveitir léku og borgarstjór- ar fluttu ávörp. Þetta hefur ver- ið ævintýri líkast,“ sagði Guð- 4, ¥\\ r „Okkur var alls sUðar tekið sem drottningum,“ sagði Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir í samUli við Mbl. í gær. laug Stella og bætti við: „Ég hef verið hér í Japan í 2‘k viku og þrái að komast heim. Vonandi verð ég komin heim að morgni fimmtudagsins, þannig að ég komist í skóla síðar um daginn en ég stunda nám við Mennta- skólann við Sund — hef lokið verslunarprófi frá Verslunar- skóla tslands." Guðlaug sagði að dómnefnd keppninnar hefði aðeins séð stúlkurnar einu sinni — það er að kvöldi úrslitakeppninnar. „Við komum fyrst fram í þjóð- búningum, síðan á sundbolum og loks í samkvæmiskjólum. Þetta var hrein og klár fegurðarsam- keppni. Ég hefði heldur kosið að hæfileikar þátttakenda og per- sónuleiki væru einhvers metnir, en vissulega hefur þetta verið dýrmæt lífsreynsla og skemmti- leg,“ sagði Guðlaug Stella að lok-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.