Morgunblaðið - 31.10.1984, Síða 3

Morgunblaðið - 31.10.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAG UR 31. OKTÓBER 1984 3 Morgunblaðið/Emilla Bjðrg Bjðrnsdóttir. Að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar. Hér sjást þeir Geir H. Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, og Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri, sem báðir eru í samninganefnd ríkisins, ganga út úr Stjórnarráðshúsinu með samþykkt ríkisstjórnarinnar um samkomulagið við BSRB. Ríkisstjómin samþykkir samningana: Einstaklingar ekki beitt- ir aga- og bótaviðurlögum RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þess efnis að ráðherrar hafi ekki uppi áform um að beita einstaklinga innan BSRB aga- eða bótaviðurlögum vegna atvika, sem upp hafa komið í tengslum við framkvæmd verkfalls BSRB. Þá samþykkti ríkisstjórnin að ganga til samninga við BSRB á grundvelli þeirra samningsdraga sem lágu fyrir síðdegis í gær. Ríkisstjórnin kom saman kl. 17.15 í gær. Fjármálaráðherra sat ekki fundinn, þar sem hann var í samningaviðræðum við forustu BSRB í húsnæði ríkissáttasemj- ara. í hans stað gerðu aðstoðar- maður hans, Geir Haarde, og Þorsteinn Geirsson, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, rík- isstjórninni grein fyrir stöðu samningamála. Ríkisstjórnin samþykkti síðan að ganga til samninga við BSRB á grundvelli þeirra samningsdraga sem þá lágu fyrir. Vegna ákveðinnar kröfu BSRB um að fallið yrði frá öllum eftirmálum vegna verkfallsað- gerða, ella myndu þeir fella samn- ingsdrögin, samþykkti ríkisstjórn- in eftirfarandi ályktun: „Af hálfu ráðherra innan ríkisstjórnarinnar eru ekki uppi áform um að beita einstaklinga innan BSRB aga- eða bótaviðurlögum vegna atvika, sem upp hafa komið í tengslum við framkvæmd verkfalls BSRB.“ Fundi ríkisstjórnarinnar lauk laust eftir kl. 19. 20 atvinnuleyfum til leigubílstjóra úthlutað: Átti að úthluta minnst 30 leyfum — segir Matthías Bjarnason „ÉG ER ekki ánægður með úthlut- un úthlutunarnefndar atvinnuleyfa leigubifreiðastjóra. Ég tel að hún hefði að minnsta kosti átt að út- hluta 30 leyfum í stað 20 eins og hún gerði,“ sagði Matthías Bjarna- son, samgönguráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Matthías Bjarnason sagði ennfremur, að hann vildi ekkert annað láta í ljósi en þessa óánægju sína. Þó vildi hann taka fram, að við leyfisveitinguna ætti ekki að fara eftir því frá hvaða stöðvum menn ækju, held- ur aðeins því, hvort menn hefðu aksturinn fyrir aðalstarf og hve lengi þeir hefðu stundað þessa atvinnugrein. Leyfisveitingar ættu að ganga jafnt yfir alla miðað við þessar forsendur. Guðmundur Skaftason hæstaréttardómari GUÐMUNDUR Skaftason, hæsta- réttarlögmaður, hefur verið skipaður hæstaréttardómari frá og með 1. nóv- ember. Hann er 61 árs, fæddur 18. desember 1922 að Gerði í Skriðu- hreppi í Eyjafirði. Guðmundur er son- ur hjónanna Skafta Guðmundssonar, bónda að Gerði, og Sigrúnar Sigurð- ardóttur. Guðmundur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1944. Hann lauk prófi frá viðskipta- fræðideild Háskóla íslands 1948 og lögfræðiprófi 1952. Löggiltur endur- skoðandi frá 1960. Á námsárum sínum starfaði hann við Skattstofu Reykjavíkur, en að námi loknu fluttist hann til Akureyrar og stundaði lögfræði- og endurskoðunarstörf. Hann var skattrannsóknarstjóri 1964—67, var settur dósent við viðskiptadeild HÍ í skattaskilum 1967, en frá sama ári hefur hann rekið lög- fræði- og endurskoðunarskrifstofu í Reykjavík. Formaður kauplags- nefndar frá 1967, formaður ríkis- skattanefndar 1972—79, formaður Kjaradóms 1971—71 og Kjara- nefndar frá stofnun hennar til sama tíma. Skipaður formaður líf- eyrissjóðs bænda 1978. Guðmundur var settur dómari við Hæstarétt starfsárið 1982 til 1983. Hann er kvæntur Aðalbjörgu Halldóru Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú börn. Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri í dómsmáiaráðuneytinu ÞORSTEINN Geirsson hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu frá og með 1. janúar næstkomandi. Þorsteinn Geirsson er 43 ára gamall, fæddur í Reykjavík 15. febrúar 1941. Sonur Geirs Magnússonar og konu hans, Rebekku Þorsteinsdóttur. Þorsteinn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1%1 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1966. Þorsteinn varð fulltrúi hjá Árna Guðjónssyni hrl. sama ár en réðst til starfa í fjármálaráðuneytinu 1971. Árið 1974 varð hann skrif- stofustjóri fjármálaráðuneytisins. Hann hefur að undanförnu gegnt embætti ráðuneytisstjóra sjávar- útvegsráðuneytisins. Þorsteinn var um tíma formaður Félags ungra framsóknarmanna. sébsií5keerðtilk®krI IYRIR 60ÁRA 0G ELDEI URVAL ÚTSÝN Samvinnuferdir-Landsýn FLUGLEIDIR Til að undirstrika enn frekar að Kanaríeyjar eru opnar og „mót- tækilegar” fyrir alla aldurshópa, efnir Kanaríklúbburinn til sér- stakrar sólar- og afslöppunarferðar þangað, fyrir eldri borgara. Ferðin er skipulögð með þarfir eldri borgara í huga og því hefur félagsmálafulltrúinn Jórir Guðbergsson tekið að sér fararstjórn ásamt með Auði Sæmundsdóttur, fararstjóra Kanaríklúbbsins á Playa del Inglés. Þá verður hjúkrunarfræðingur einnig með í för- inni. Gist verður í 3 vikur, á íbúðarhótelinu Broncémar, sem margur Kanarífarinn þekkir af góðri þjónustu í hvívetna. Skoðunarferðir, veislur og rólegheit skiptast á um að gera eftir- minnilega ferð að ógleymanlegri. Flogið verður út í gegnum heimsborg- ina London og beint heim. Brottför: 26. nóv. Heimkoma: 19. des. VerO pr. mann, m/hálfu fæði. 3 í íbúð kr. 26.100,- 2 í íbúð kr. 28.200,- 1 í íbúð kr. 33.400,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.