Morgunblaðið - 31.10.1984, Side 7

Morgunblaðið - 31.10.1984, Side 7
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984 7 Verslunar- og skrifstofuhúsnæði Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík. Morgunblaíið/Gunnar Hallsaon. Bolungarvík: Einar Guðfinnsson hf. 60 ára á morgun Bolungarvík, 30. október. 1. NÓVEMBER verða 60 ár liðin atvinnurekstur í Bolungarvík. Af því ar í félagsheimilinu í Bolungarvík aé Upphaf fyrirtækisins er rakið til þess er Einar Guðfinnsson keypti 1. nóvember árið 1924 eignir Hæstakaupstaðar hf. í Bolungarvík. Þessar eignir voru þá verslunarhús, tvö fiskhús og tvær verbúðir, en sjálfur átti Einar á þessum tíma tvo litla mótorbáta. í áranna rás efldist fyrirtæki Einars Guðfinnssonar og varð rekstur þess fjölbreyttari. Fyrir- tækið var gert að hlutafélagi fyrir nokkrum árum og annast nú rekstur Ishúsfélags Bolung- arvíkur hf., Baldurs hf. og Völu- steins hf. auk eigin starfsemi. Um þessar mundir eru gerð út fjögur skip á vegum Einars Guð- finnssonar hf., skuttogararnir Dagrún og Heiðrún, auk Hug- rúnar, sem stundað hefur línu- veiðar. Nýjasta skip Einars Guð- finnssonar hf. er Sólrún ÍS 1, nýtt skip, sem kom til heima- hafnar sl. sumar. Hið nýja skip er á rækjuveiðum og er búið tækjum til fullvinnslu afla um borð. Ishúsfélag Bolungarvíkur var stofnað 17. júní árið 1928. Frystihús Íshúsfélags Bolung- frá því að Einar Guðfinnsson hóf tilefni verður efnt til afmælisfagnað- l kvöldi afmælisdagsins. Athafnamaðurinn Einar Guð- finnsson fylgist enn vel með rekstri fyrirtækja sinna þótt orð- inn sé 86 ára gamall. arvíkur hf. er eitt hið stærsta á landinu. Á vegum þess er starf- rækt rækjuvinnsla og hefur svo verið undanfarna áratugi. Einar Guðfinnsson hf. rekur ennfrem- ur loðnu- og fiskimjölsverk- smiðju. Núverandi húsnæði var reist árið 1963, en áður hafði fiskimjölsverksmiðja lengi verið starfandi. Umfangsmikil stækk- un og endurbætur fóru fram á verksmiðjunni fyrir nokkrum árum og er hún nú mjög vel búin tækjum. Á þessu ári hófst vinnsla slógmeltu í verksmiðj- unni og er það nýjung hér á landi. Einnig er nú umsvifamikill verslunarrekstur á vegum Ein- ars Guðfinnssonar hf. Verslun- arreksturinn er í nýju húsnæði og skiptist í fimm megin deildir, matvörudeild, vefnaðarvöru- deild, húsgagnadeild og bús- áhalda- og gjafavörudeild, auk útgerðarvörudeildar. í tengslum við verslunina er síðan starfrækt brauðgerð og kjötvinnsla. Á veg- um fyrirtækisins er einnig starf- rækt saltfiskverkun. Þá hefur fyrirtækið séð um slátrun á sauðfé á hverju hausti um árabil og hefur umboð fyrir ýmsa þjón- ustuaðila. Starfsmenn Einars Guð- finnssonar hf. og þeirra fyrir- tækja, sem Einar Guðfinnsson hf. annast starfrækslu á, eru á fjórða hundrað. íbúar Bolung- arvíkur eru um 1.300 og vinnur meirihluti vinnandi manna á staðnum hjá fyrrnefndum fyrir- tækjum. _ Qunnar. Mikael Jónsson á Akureyri látinn Akureyri, 29. október. MIKAEL Jónsson, framkvæmda- stjóri Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar hf. á Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 15. september sl. Mikael Jónsson fæddist á Akur- eyri 31. desember 1922, foreldrar hans voru Lovísa Jónsdóttir og Jón Kristjánsson, útgerðarmaður og kaupmaður á Akureyri. Mikael varð gagnfræðingur frá MA 1939 og hóf síðan störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Árið 1947 stofnuðu Mikael og tveir bræður hans, Kristján og Jón Árni, ásamt föður sínum, Jóni og Hjalta Eymann, Niðursuðuverksmiðju K. Jónsson- ar, sem alla tíð síðan hefur verið rekin af miklum myndarskap og er nú eitt stærsta fyrirtæki á Ak- ureyri og veitir hundruðum manna stöðuga atvinnu. Mikael var framkvæmdastjóri niðursuðuverksmiðjunnar um 25 ára skeið, allt til dánardægurs. Auk þess var hann mikill félags- málamaður alla tíð, söngmaður góður og starfaði mikið með Karlakórnum Geysi, í fremstu röð bridgespilara á Norðurlandi, auk þess sem hann var mikill áhuga- maður um golfíþróttina, þótt hann léki ekki mikið sjálfur, en á öllum stærri golfmótum á Akureyri var hann um árabil ritari. Þá var hann dyggur stuðningsmaður Knattspyrnufélags Akureyrar. Mikael Jónsson var um árabil stjórnarmaður í Sölustofnun lag- metis og fór margar ferðir á veg- um þeirrar stofnunar til Rúss- lands. G.Berg. Verzlunarbank- inn fær full gjald- eyrisréttindi Viðskiptaráðherra og Seðla- bankinn hafa nú veitt Verzlunar- bankanum full réttindi til gjaldeyris- viðskipta. Bankinn fékk í desember í fyrra takmörkuð réttindi til að verzla með erlendan gjaldeyri, sem fólst einkum í þjónustu við námsmenn og fcrðamenn svo og stofnun innlendra gjaldeyrisreikninga. En með bréfi Seðlabankans dagsettu 19. október sl. er bankanum veitt ahliða gjaldeyr- isréttindi. Verzlunarbankinn mun því í framtíðinni geta boðið viðskipta- mönnum sínum bankaþjónustu vegna inn- og útflutningsverzlunar. Verzlunarbankinn stefnir að þvi að hefja gjaldeyrisviðskiptin í áföngum á næsta ári eftir því sem þjálfun starfsfólks, tölvuvæðingu og öðrum undirbúningi miðar. Reiknað er með áframhaldandi samskiptum við Útvegsbankann á sviði gjaldeyrisviðskipta, en bank- inn hefur haft mjög nána og góða samvinnu við Útvegsbankann á því sviði frá upphafi. (Frótlatilkynning.) Spariskírteini ríkissjóds: September- skírteinin hafa selst fyrir 263 m. kr. SPARISKÍRTEINI ríkissjóðs, sem genn voru út í september, hafa selst fyrir 263 milljónir króna. Frá 10. september til 12. október voru skírteini innleyst fyrir 862 milljón- ir króna. Það sem af er þessu ári hafa spariskírteini ríkissjóðs verið inn- ley9t fyrir tæplega 1,4 milljarð króna, en spariskírteini hafa verið seld fyrir tæplega 500 milljónir króna, þannig að ríkið hefur þurft að greiða um 900 milljónir króna. Á næsta ári er innlausnarverð spari- skírteina ríkissjóðs um 3,4 millj- arðar króna, en á fjárlögum er gert ráð fyrir að 650 milljónir króna komi til innlausnar. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásúlum Moggans! y ^llor Sumargleðin í síðasta sinn föstudags- og Með ótrúlegum léttleika, frískleika og feikna fjöri hafa Sumargleðigjafar slegið í gegn á Broadway Ekkert væl — tökum lífið með stæl á t Sumargleðinni í vetrarbyrjun. • Dúndrandi stuö og atommning á Broadway föatudags- og laug- ardagskvöld. |á Landslið skemmtikrafta Ómar i — Raggi — Maggi — Bessi — I Hemmi aldrei betri en á Broad- way. • Hláturinn lengir lífiö sagöi Þröst- ur Bjarnason 87 ára eftir Sumar- gleöina á Broadway. Matseöill. Rjomasupa Bruxelloise Lambahryggur Bombay tramreiddur með belgbaunum. blómkáli meö ostabrað, parisar- kartöflum, salati og bernaissósu Pönnukökur með sitronuavaxtamauki og rjóma Miöasala og borðapanlanir í Broadway daglega simi 77500.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.