Morgunblaðið - 31.10.1984, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984
21
Kosningamar í Nicaragua:
Andstöðuflokkur
ákveður framboð
Mana^ua, Nicaragua, 30. olttóber. AP.
íhaldssami lýðræðisflokkurinn ákvað í gær að taka þátt í kosning-
unuin sem fram eiga að fara 4. nóvember. Er ákvörðun þessi vatn á
myllu sandinistastjórnarinnar, þar sem henni er í mun aö sýna fram
á, að stjórnin njóti meirihlutafylgis með þjóðinni, en tveir stærstu
stjórnarandstöðuflokkarnir, Lýðræðislegi samvinnuflokkurinn og
Frjálslyndi flokkurinn, hafa þegar ákveðið að hunsa kosningarnar.
Saka þeir stjórnina um að hefta ritfrelsi og skerða ferðafrelsi fram-
bjóðenda.
Auk sandinista, sem álitið er að
vinni öruggan sigur, og íhalds-
sama lýðræðisflokksins, taka fjór-
ir vinstrisinnaðir smáflokkar í
stjómarandstöðu þátt í kosning-
unum. Síðastnefndu flokkarnir
hafa allir stutt sandinistastjórn-
ina meira eða minna.
Þýsk flugsveit f Stavanger eftir innrásina. „Studie Nord“ afsannar að
innrásin hafi verið fyrirvaralaust eða vegna skyndiákvörðunar um að
verða á undan Bretum að hernema landið.
Innrás Þjóðverja í
Noreg skipulögð 1939
Leynileg áætlun foringjans afhjúpuð
LEYNIAÆTLUN Hitlers um
innrásina í Noreg kom nýlega
fram í dagsins Ijós. Hingað til
hefur aðeins óljóst verið vitað
um áætlun þessa, og það litla,
sem það var, var afar brota-
kennt.
En nú hefur einkaaðili í Lon-
don afhent norska sagnfræðipró-
fessornum Magne Skodvin skjöl
sem hafa að geyma fyrrnefnda
áætlun, en Skodvin er með
fremstu sérfræðingum í Noregi
um sögu landsins í síðari heims-
styrjöldinni. Hann hefur jafn-
framt áratugum saman grafist
eftir plaggi þessu sem bar dul-
nefnið „Studie Nord“.
í viðtali við Dagbladet í Ósló
segir Skodvin prófessor, að fá-
mennur vinnuhópur hafi fengið
það verkefni á útmánuðum 1939
að gera þessa áætlun og strengi-
leg fyrirmæli fylgt frá Hitler um
að alger leynd hvíldi yfir því.
Ekki einu sinni Vidkun Quisling,
norska nasistaleiðtoganum, var
sagt frá „Studie Nord“, þegar
hann kom í heimsókn sína til
Berlínar árið 1939.
Eftir því sem Skodvin segir,
afsannar „Studie Nord“ þá kenn-
ingu sumra sagnfræðinga, að
innrásin hafi verið fyrirvara-
laus, að til hennar hafi verið
gripið til að verða á undan Bret-
um að hernema landið.
— „Studie Nord“ rennir stoð-
um undir þá skoðun sem ég hef
lengi haft, segir Magne Skodvin,
— að hernám Hitlers hafi verið
þaulskipulagt löngu áður en til
þess kom, að látið var til skarar
skríða.
Innrásaráætlunin er upp á
70—80 blaðsíður, auk korts og
fylgigagna, og þar kemur fram,
að þegar í desember 1939 var bú-
ið að fullganga frá skipulagi
landgöngunnar og flutninga
vegna hernámsins.
Portúgal:
Nýjasta og jafnframt glæsilegsta farþegaskipið
sem smíðaö hefur verið, lætur úr höfn í Helsinki
eftir að hafa verið afhent eigendum. Það mun
aðeins vera á valdi efnafólks og auðjöfra að
Nýjasta lystisnekkjan
AP/Simamynd.
takast á hendur sigling með þessu skipi, sem
gefið verður nafnið Royal Princess við athöfn í
Englandi um miðjan nóvember. Díana prinsessa
mun gefa skipinu nafn.
Kohl og Mitterrand:
Hvetja til viðræðna
milli stórveldanna
B»d Kreuznxrh, Vestur-Þyakalandi, 30. oktéber.
LEIÐTOGAR Vestur-Þýska-
lands og Frakklands segjast
vonast til, að þegar eftir forseta-
kosningarnar í Bandaríkjunum
nk. þriðjudag muni fulltrúar
austurs og vesturs setjast að
samningaborðinu á nýjan leik.
Kom þetta fram í máli Helmuts
Kohl, kanslara Vestur-Þýska-
lands, að loknum 44. leiðtoga-
fundi Frakka og Vestur-Þjóð-
verja frá stríöslokum.
„Við vonum, að leiðtogar stór-
veldanna tveggja bíði ekki boð-
anna með að setjast að samninga-
borðinu strax að forsetakosning-
um í Bandaríkjunum loknum,"
sagði Kohl á blaðamannafundi
með Mitterand, Frakklandsfor-
seta. Leiðtogarnir ræddu til skipt-
is við fréttamenn og sagði Mitter-
and, að þeir væru sammála um, að
Spánn og Portúgal gengju í EBE 1.
janúar 1986. Frakkar og Vestur-
Þjóðverjar eru einhuga um að
halda áfram með Ariane-geim-
ferðaáætlunina og saman ætla
þjóðirnar að vinna að smíði könn-
unarhnattar til að efla varnir
þjóðanna. Á hann að geta fylgst
með mörgu hvað sem líður veður-
fari á jörðu niðri.
Kohl gerði mengunarmál mjög
að umræðuefni og þær áhyggjur,
sem menn hafa af hnignun skóg-
anna. Sagði hann, að frá 1989 yrðu
allar bifreiðar í Vestur-Þýska-
landi að vera búnar tækjum, sem
gera bílvélum kleift að brenna
blýlausu bensfni. Um þetta mál er
mjög deilt í Vestur-Evrópu og
bera margar bílaverksmiðjur sig
AP.
illa undan þeim aukna kostnaði,
sem af nýja búnaðinum hlýst.
Þeim er þó nauðugur einn kostur
TOLVU
að fjárfesta í honum vegna þess,
að þær hafa ekki efni á að missa
vestur-þýska markaðinn.
Sprengja fannst við
bandaríska sendiráðið
IjfBiabon, 30. október. AP.
LÖGREGLAN í Lissabon fann I dag
tvær sprengjur sem komið hafði ver-
ið fyrir skammt frá bandaríska
sendiráðinu í borginni og aðalstöðv-
um Kommúnistaflokksins eigi langt
þar frá. Svo virtist sem sprengjurnar
hefðu ekki sprungið vegna tækni-
legra galla.
Það voru börn að leik sem fundu
sprengjuna skammt frá skrifstof-
um Kommúnistaflokksins, en
ókunn rödd sem hringdi til lög-
reglunnar sagði frá hinni sprengj-
unni sem fannst í óskráðri bifreið.
Báðar sprengjurnar voru eins,
tveir málmhólkar bundnir saman
og ein handsprengja í hvorum
hólki.
Samtök öfgasinna í Portúgal,
FP-25, hafa lýst ábyrgð á hendur
sér og harmað að sprengjurnar
skuli ekki hafa sprungið, en lofað
þess í stað að næst muni þeim ekki
mistakast. Þessi hópur hefur stað-
ið fyrir mörgum bankaránum og
pólitískum morðum síðan 1980.
EASYWRITER II
Ritvinnslukerfið Eayswriter II eða Ritvinnsla II eins og
kerfið hefur verið nefnt á íslensku er eitt af örfáum sem
hefur verið íslenskað að fullu. Með því er átt við að öll
samskipti notandans við kerfið er á íslensku, sem telja
verður mikinn kost. I samanburði við önnur ritvinnslu-
kerfi s.s. Word er Easywriter II tiltölulega einfalt og
auðlært en býður ekki upp á alla sömu möguleika og
t.a.m. Word.
MARKMIÐ:
Tilgangur námskeiðsins er að þjálfa þátttakendur í notk-
un ritvinnslukerfisins Easywriter II. Námskeiðið fer að
mestu leyti fram með verklegum æfingum sem leystar
verða á tölvubúnað SFÍ undir handleiðslu leiðbeinanda.
EFNI-
' - Vélbúnaður
— Grundvallaratriði við ritvinnslu
— Easywriter II skipanir
— Easywriter II æfingar
— Meðferð skjala
— Meðferð búnaðar
ÞÁTTTAKENDUR
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á að
kynnast og þjálfast í notkun Easywriter II.
LEIÐBEINANDI:
Ragna Sigurðardóttir Guðjohn-
sen ritvinnslukennari hjá Stjórn-
unarfélagi íslands.
Tími — Staður:
19.-21. nóv. kl. 13-17,
Síðumúli 23.
TILKYNNIÐ ÞATTTÖKU I SIMA 82930.
B
STJÓRNUNARFÉLAG
ÍSLANDS M&23