Morgunblaðið - 31.10.1984, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 31.10.1984, Qupperneq 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984 Sigurður Helgason „Það ber að lýsa undr- un og vanþóknun á þeim vinnubrögðum ráðuneytisins að ætla nefndum aðilum röskan mánuð um háannatím- ann til þess að svara jafn viðamiklu laga- frumvarpi og hér er á ferðinni þar sem m.a. er lagt til að sýslunefndir verði lagðar niður og öll hreppsfélög innan við 100 íbúa og um alda- mótin 400 íbúa og skal þetta gert án þess, að fyrir liggi samþykki við- komandi aðila.“ enginn í Noregi, þar sem samhliða má draga úr kostnaði aðalstöðva stjórnarráðsins. Þessi þróun mæl- ist mjög vel fyrir og vinna að henni allir stjórnmálaflokkar þar í landi. Slíkum fylkisþingum og samhliða alhliða valddreifingu stjórnvaldsins er aðeins hægt að koma á eftir mjög ítarlegar athug- anir og aðeins bundið við stór landshlutasvæði, t.d. fjórðunga. Stjórn fjármála sveitar- félaga fært til ráðuneytis Tillögur „Endurskoðunarnefnd- arinnar" um fjármál sveitarfélag- anna tel ég margar mjög varhuga- verðar og margar breytingar þeirra orka tvímælis og ekki sjá- anlega til bóta. Tekið skal fram að í gömlu sveitarstjórnarlögunum nr. 58/1961 í greinunum 45—91 er ítarlega tekið fyrir um fjármál sveitarfélaga og þar er að finna m.a. ákvæði um nauðasamninga, sem nefndin fellir niður. Gagn- stætt markmiði nefndarinnar eru áhrif heimamanna í þessum mál- um skert verulega eða felld alveg niður. Lagt er inn á nýjar brautir sem verulegur styr gæti staðið um. Skal þetta rakið nánar, en sleppt þeim greinum sem ég sé ekki ástæðu til að gera athuga- semdir við. Ég tel mjög vafasamt og í mörg- um tilvikum óhugsandi að skylda öll sveitarfélög til að semja 5 ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélaga sbr. 74. gr. Gagn að þessum áætlunum hefur verið hverfandi. Því síður tel ég að það komi tl greina að sveitarfélög verði skylduð til kostnaðarsamra áætlanagerða, ef ráðast á í framkvæmdir, sbr. sem 75. gr. gerir ráð fyrir. Hér er að minu mati um hreina sýndartil- lögu að ræða, þar sem stærri sveitarféiögin hafa flest á að skipa sérmenntuðum starfsmönnum, sem gera slikar áætlanir, en yrði verulegur fjárhagsbaggi fyrir minni sveitarfélögin. Ég tel varhugavert og ástæðu- laust að lögbinda, að sveitarfélög með yfir 1000 íbúa skuli fela lög- giltum endurskoðanda að annast endurskoðun reikninganna, sbr. 82. gr. Að mínu mati er verið að hræða venjulega ólærða endurskoðendur að taka að sér þessi störf með margvíslegum athugunum, sbr. 83. og 84. gr. Að sjálfsögðu er af hálfu kosins endurskoðanda staðreynt ýmislegt í reikningum, en svo Ársþing LH um helgina: Útlit fyrir rólegt þing UM NÆSTU helgi verður haldið Ársþing Landssambands hestamanna hið 35. í röðinni. Hestamannafélagið Sörli í Hafnarfirði sér um þinghaldið aö þessu sinni, en félagið á 40 ára afnueli á þessu ári. Meðal þeirra mála sem tekin verða fyrir má nefna agareglur fyrir allar greinar hestaíþrótta, einnig er reiknað með að afstaða verði tekin til væntanlegrar reið- hallarbyggingar. Fyrir þingið verð- ur lögð fram tillaga um breytingu á reglum um úthlutun reiðvegafjár til hestamannafélaga. Á síðasta þingi sem haldið var í Borgarnesi voru samþykktar laga- breytingar sem fela í sér fækkun þingfulltrúa, þannig að nú munu sitja þingið 116 kjörnir fulltrúar auk stjórnar LH og gesta í stað 136 fulltrúa í fyrra. Sýningarnefnd LH og Búnaðarfé- lagsins leggur fram tillögu um nýja skipan á niðurröðun fjórðungsmóta milli landsmóta. Verði þessi tillaga samþykkt munu aðeins þrjú fjórð- ungsmót milli landsmóta. Éin meg- inástæða fyrir þessari tillögu mun vera sú óánægja sem ríkt hefur með þá skipan að halda tvö fjórðungs- mót eitt árið af þeim þrem sem eru milli landsmóta. Á undanförnum árum hefur sá háttur verið hafður á að fengnir hafa verið menn til að flytja fyrir- lestra um ýmis mál sem tengjast hestum og hestamennsku. Nú verð- ur sá háttur hafður á að í stað fyrirlestra verða pallborðsumræður sem bera yfirskriftina „Hesta- mennskan í næstu framtíð" og „Hrossaræktin, staða og stefna". Fimm framsögumenn hafa verið fengnir til að fjalla um sitthvert málefnið og fær hver þeirra um 5—10 mínútur til umráða og á eftir verður opin umræða um málefnin. Þinghaldið hefsi klukkan tíu á föstudag í veitingahúsinu Tess í Hafnarfirði og mun því ljúka með dansleik á laugardagskvöldið. Þjónusta í tann- réttingum aukin TILLAGA til þingsályktunar flutt af Helga Seljan, Alþýðubandalagi, um aukna þjónustu vegna tann- réttinga, hefur verið lögð fram. Þar er lagt til að ríkisstjórnin leiti allra leiða til að koma ákveðinni, skipulegri þjónustu í tannrétting- um út á landsbyggðina. í greinargerð segir að tann- réttingar séu orðnar veigamikill þáttur í tannvernd, og lætur nærri að um 30% þurfi að fara í slíkar aðgerðir. Þá er einnig bent á að 41% ferðakostnað- argreiðsla, sem tryggingayfir- læknir úrskurðar eru vegna tannlækninga, sérstaklega tannréttinga. Þáttur sjúkra- samlaga í tannréttingum er 50%, en var 75% áður en núver- andi ríkisstjórn tók við. nákvæm útfærsla er óþörf, enda ber sveitarstjórnarmönnum að fylgjast með eignum og skuldum sveitarfélagasins. Hafa þeir og fullan aðgang að öllum gögnum sveitarfélagsins. Umorða þarf alveg 2. mgr., 86. greinarinnar. Samkvæmt 60., 61. og 62. gr. núgildandi laga var allt gert til þess að ná fram ársreikn- ingum og nær alltaf tekist enda skyldan lögð á herðar oddvita sýslunefndar. Nú skal eftir tiltek- inn frest, ráðuneytinu heimilt að stöðva greiðslur úr jöfnunarsjóði og með lögsókn komið á ábyrgð á hendur viðkomandi aðila. Hér er réttarstaða sveitarfélaganna verulega verri en eftir núverandi lögum, en það er gagnstætt markmiðum nefndarinnar. Nú skal innleitt, að eigi megi gera aðför að sveitarfélögum og þau ekki tekin til gjaldþrota- skipta, svo og megi ekki skulda- jafna við kröfur sveitarfélags, sbr. 87. gr. Fljótt á litið lítur þetta vel út, en getur haft mjög slæmar af- leiðingar. Skuldajöfnun við sveit- arfélög, er mjög algeng og myndi afnám hennar snögglega geta haft slæmar afleiðingar og veikja viðskiptatraust þeirra. Ég er sam- mála nefndinni, að gera þarf allt til þess að draga úr sjálfskuldar- ábyrgð og áhættu sveitarfélaga, en því miður hefur farið í vöxt að þau gangi í ábyrgðir í sambandi við atvinnurekstur byggðarlag- anna. Tel ég að hér séu stærri sveitarfélögin í meiri hættu, en þau minni. Er mér kunnugt um, að sýslunefndir hafa verulega forðað sveitarfélögum frá óraunhæfum ábyrgðum. Það er aftur ljóst, að t.d. Stofnlánadeild landbúnaðar- ins gerir kröfu, sbr. lagaákvæði, að hreppar og sýslunefndir ábyrg- ist lán til bænda eða samtaka þeirra í fjölmörgum tilfellum. Verði 3. og 4. mgr. að lögum óbreytt, þá þarf lagabreytingu hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins og kannski eru fleiri lagaákvæði um ábyrgðir sveitarfélaga í lögum, t.d. Byggðasjóðs, sem þyrfti að endurskoða. Á það skal einnig bent að verði snögglega hætt þess- um ábyrgðum, þá er hætta á stöðnun, t.d. hjá bændum og gætu slík ákvæði haft alvarlegar afleið- ingar í atvinnumálum byggðalag- anna, en tilgangur nefndarmanna var að efla atvinnulífið hjá sveit- arfélögunum. Samkvæmt núverandi lögum gátu sveitarfélög snúið sér til syslumanns eða ráðuneytis, ef fjárhagur var slæmur. Nú er að- eins önnur leiðin fær. Sveitarfé- lögin sjálf gátu reynt að koma á samkomulagi við kröfuhafa með nauðsamningum í gegnum sýslu- mann, en nú er þessi réttur einnig felldur niður. Ennþá er samt möguleiki á styrki eða láni úr Jöfnunarsjóði, en ekki eins skýrt orðaður og áður. Ráðuneytið getur svift sveitarstjórn fjárforráðum og skipað fjárhaldsstjorn. í núver- andi lögum voru tveir af þremur tilnefndir af sýslunefnd, og þá væntanlega heimamenn og einn af ráðuneytinu. Nú er einn tilnefnd- ur af Sambandi ísl. sveitarfélaga og tveir af ráðuneytinu. Hjá kaup- stöðum áttu í núverandi lögum tveir í fjárhaldsstjórn af þremur að vera úr heimabyggð, en það er fellt niður. Ekki hafa völd heima- manna eða sveitarstjórnar aukist við þessar breytingar, en það var tilgangur nefndarinnar. Allar þessar greinar þarf að endurskoða og umorða, sbr. 88—91. gr. Hvað um rétt íbúanna? Tekið skal fram, að undirritaður var mættur á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi í ág- úst 1983, en þar gagnrýndi ég að í kynntum tillögum að nýjum sveit- arstjórnarlögum væri réttur hins almenna borgara lítill gaumur gefinn. Aðalræðumaður var for- maður nefndarinnar, Steingrímur G. Kristjánsson, svo og talaði framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga, Magnús Guðjóns- son. Benti ég á, að ekki væri gert ráð fyrir persónukjöri í hlutfalls- kosningum, sem þó væri komið á hjá flestum vestrænum þjóðum. Einnig benti ég á að t.d. í Noregi og Danmörku getur hinn almenni borgari leitað til viðkomandi fylk- is eða amts með úrskurði í deilu- málum við sveitarfélög. Vilji hann ekki una þessu, þá getur hann áfrýjað málinu til ráðuneytisins sem gefur út þessa úrskurði árl- ega. Dómstólaleiðin stendur hon- um einnig opin. Þessi málsmeð- ferð er viðkomandi kostnaðarlítil og þannig fær hinn almenni borg- ari lausn mála sinna með skjótum hætti og málssókn mjög sjaldgæf síðar. Hér á landi verður borgar- inn að leita dómstólaleiðina, sem er mjög kostnaðarsöm og seinvirk og fæstir leita því réttar síns. Um- boðsmaður Alþingis í þessum löngum vinnur einnig markvisst starf í því að rétta hlut hins al- menna borgara gagnvart ríki og sveitarfélög- um. Fagna ég að sjálfsögðu þess- ari viðleitni nefndarinnar að gera hér bót á með 128. gr., þó að mér finnist hún ekki vera nægilega vel orðuð og ítarleg, því að hér getur verið um verulega réttarbót að ræða. Einnig á sama fundi benti ég á flutning stjórnvaldsins frá Osló til héraðanna og væri það gert með samþykki nær allra landsmanna. Hef ég og skrifað grein um þetta í Morgunblaðið nýlega. Tilburðir nefndarinnar með 126. gr. er engin lausn, því að hér þarf sjálfstæðar stofnanir óháðar dómsvaldi, sem settar yrðu á fót t.d. á fjórum stöðum á landinu, miðað við fjórð- ungsskiptingu landsins. Sýslu- nefndir hafa í dag að mestu það vald sem nefndin vill fela umboðs- mönnum rikisins einum í 126. gr. Niöurstaða Það er að lokum samandregin niðurstaða mín að nefndin hafi lagt mikla vinnu í þetta mál og sumt er gagnlegt og til bóta, en í verulega mörgum atriðum hefur mikið vit farið forgörðum og að mínu mati kemst hún að röngum niðurstöðum miðað við ásetning sinn. Höfum í huga, að það hefur aldrei verið farsælt að koma á skipan með valdboði gegn vilja fólksins. Það hafa margir reynt, en sem betur fer flestum mistek- ist. Seyðisfirði, 20. október 1984. Sigurður Helgason, sýslumaður Norður-Múlasýslu. Morgunblaðið/RAX. Þrír af nemendum Nemendaleikhúss Leiklistarskóla íslands í hlutverkum sínum í Grænfjöðrungi. Nemendaleikhúsið sýnir Grænfjöðrung eftir Carlo Gozzi Fimmtudaginn 1. nóvember frumsýnir Nemendaleikhús Leik- listarskóla íslands leikritið Græn- fjöðrung eftir Carlo Gozzi. Karl Guðmundsson þýddi verkið, sem skrifað var á 18. öld. Leikstjóri er Haukur Gunnarsson. Tónlist og hljóð eru eftir Lárus Grímsson, búningar eftir Þórunni Sveinsdótt- ur og Dominique Poulain, sem einnig gerði grímur. Leikmynd gerði Guðrún Sigríður Haralds- dóttir, en lýsingu annast David Walters. Höfundur leikgerðar Græn- fjöðrungs, Benno Besson, er frægur leikstjóri og er hann nú leikhústjóri Comedie de Geneve þar sem Grænfjöðrungur var frumsýndur í nóvember 1982. Leikritið er fullt af kímni, enda gerist það í ævintýraheimi, þar sem allt getur gerst. Ragn- heiður Steindórsdóttir og Jón Hjartarson eru gestaleikarar í sýningunni, en önnur hlutverk eru í höndum Öldu Arnardóttur, Barða Guðmundssonar, Einars Jóns Briem, Jakobs Þórs Ein- arssonar, Kolbrúnar Ernu Pét- ursdóttur, Rósu Þórsdóttur, Þórs Tulinius og Þrastar Leós Gunn- arssonar, sem öll eru nemendur Nemendaleikhússins í vetur. 2. bekkur Leiklistarskóla íslands aðstoðar við sýninguna, sem er í Lindarbæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.