Morgunblaðið - 31.10.1984, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.10.1984, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984 Minning: Arni B. Þóröar- son fv. skólastjóri Faeddur 3. júní 1906 Diinn 10. október 1984 Við andlát vinar míns, Árna Þórðarsonar fyrrv. skólastjóra, langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Það var fyrir rétt tæpum 22 ár- um, að ég kom fyrst á heimili Árna og konu hans, Ingibjargar Einarsdóttur, á Kvisthaga 17, ásamt góðvini mínum og skóla- bróður, Ölafi Ottóssyni, sem þá var nýgiftur dóttur þeirra hjóna, Steinunni. Þá og ávallt síðan var tekið á móti mér með þeirri góð- vild og hlýju, sem ætíð hefur fylgt þessu heimili. Þau hjón voru sam- valin í að taka vel á móti gestum og þeim var í blóð borin hin al- kunna íslenzka gestrisni. Árni fæddist júní 1906 á Skáldalæk í Svarfaðardal. Hann missti móður sína ungur og ólst upp hjá systur sinni og mág þar nyrðra. Hugur hans stóð snemma til mennta, en ekki var auðvelt fyrir fátæka sveitapilta að láta slíka drauma rætast á þeim árum, eins og kunnugt er. Fyrir eigin dugnað komst hann þó á Hér- aðsskólann á Laugum og dvaldi síðan einn vetur við nám í lýð- háskólanum í Askov í Danmörku. Þegar heim kom fór Árni í Bændaskólann á Hvanneyri, en þar á eftir í Kennaraskólann, og lauk þaðan prófi árið 1932. Eftir að hafa stundað éinka- kennslu í eitt ár réðst hann síðan til starfa við Miðbæjarskólann, þar sem hann kenndi í mörg ár, þar til hann varð skólastjóri Gagnfræðaskólans við Hring- braut, sem síðar varð Hagaskóli. Eftir að hann lét af störfum sem skólastjóri árið 1967 var hann stundakennari við Kennaraskól- ann í nokkur ár. Árni talaði hljómmikið norð- lenzkt mál og var aðdáunarvert hvað vel hann hélt sínum svarf- dælska framburði, þrátt fyrir meira en 50 ára dvöl í Reykjavík. Hann var mikill áhugamaður um íslenzkt mál og var annar höfunda kennslubóka í stafsetningu, sem notaðar hafa verið um langt árabil í skólum landsins. Kunningsskapur okkar hjóna við Árna og Ingibjörgu tók mikinn fjörkipp árið 1974, en þá fóru dótt- ir þeirra og tengdasonur, Steinunn og Ólafur, til starfa erlendis um nokkurra ára skeið. Fórum við þá að venja komur okkar oftar á Kvisthagann. Eigum við margar góðar endurminningar um þessar heimsóknir, því mikið var skrafað og oft setið lengi fram eftir. Árni var vel lesinn og hafði auk þess mikinn áhuga á stjórnmálum og hvers kyns menningarmálum. Hafði hann fylgst með og tekið óbeinan þátt í stjórnmálum á fyrri hluta aldarinnar, þegar baráttan var hvað hörðust, og því kynnst mörgum stjórnmálamönnum, sem settu svip sinn á þessi ár. Ingi- björg, eiginkona Árna, er fædd í Reykjavík, en ólst upp í Stykkis- hólmi. Á sínum barns- og ungl- ingsárum fékk hún að ferðast með föður sínum á hestum um landið, nokkur sumur. Eftir að hún flutti aftur til Reykjavfkur, ung stúlka, hélt hún uppteknum hætti og tók að ferðast með kunningjum, ýmist gangandi, ríðandi eða á bíl. Þau hjón höfðu því bæði frá mörgu að segja og voru heimsókn- ir okkar því einkar fróðlegar og skemmtilegar, eins og áður er sagt. Eitt sameiginlegt áhugamál átti þó stærstan þátt i að draga okkur Árna hvorn að öðrum, en það var hestamennska og ferðalög á hest- um. Árni var að sjálfsögðu alinn upp við hesta og vinnu með þá, en kom lítið nálægt hestamennsku fyrstu árin eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Þó var hann farar- stjóri i nokkrum hestaferðum, sem Ferðafélag íslands stóð fyrir. Um það bil sem hann hætti skólastjórn keypti hann sér nokkra hesta og stundaði siðan hestamennskuna af miklum áhuga og dugnaði, bæði sumar og vetur. Árni var mikið snyrtimenni og kom það ekki sízt fram við hirð- ingu hans á hestum og reiðtygjum. Hef ég fáum kynnst, sem hirtu hross af jafnmikilli natni og um- hyggju. Aldrei sáust hross Árna forug, sem þó vill oft bregða við, eftir langar innistöður á vetrum, þau voru ávallt vel kemd og falleg í hárafari. Félagsmál hestamanna voru Árna hugstæð og beindist áhugi hans einkum að fræðslu- málum þeirra og uppbyggingu á áningarstöðum hestamanna í óbyggðum landsins. Átti hann meðal annars sæti í nefnd, sem skipuð var af stjórn landssam- bands hestamannafélaga, og skyldi koma á fót samstarfi við bændur og fleiri aðila um að koma upp girðingarhólfum fyrir hesta á fjölförnum hestaleiðum. Nefnd þessari varð vel ágengt, á tiltölu- lega stuttum starfstíma sínum. í samvinnu við Landgræðslu ríkis- ins og bændur í Biskupstungum var byggt myndarlegt girðingar- hólf í Hvítárnesi, annað reist á Hveravöllum og samið var við bændur í Borgarfirði um girð- ingarstæði í Álftakrók á Arnar- vatnsheiði. Er mér nær að halda, að aldrei hafi jafnvel verið unnið að þessum málum fyrir LH, og það þrátt fyrir lítil fjárráð nefndar- innar. Á engan er hallað þegar fullyrt er, að þar hafi Árni átt hvað stærstan þátt. Hér nutu sín vel áhugi hans og hæfileikar að tala fyrir góðum málstað, þar sem sýnt var fram á sameiginlega hagsmuni hestamanna og bænda sem upprekstur áttu á viðkomandi afrétti. Auk þess tókst honum og félögum hans í nefndinni að fá Landgræðslu ríkisins til sam- starfs um þessi mikilsverðu verk- efni, og var það auðsótt mál. Minntist Árni oft með mikilli gleði á samskipti við alla þessa að- ila, og var auðheyrt að hann hafði haft mikla ánægju af kynnum sín- um við þá. Þegar nokkrir áhugamenn um hestamennsku tóku sig til fyrir nokkrum árum og ákváðu að hefja útgáfu mánaðarrits fyrir hesta- menn, leituðu þeir til Árna að taka að sér formennsku í ritnefnd blaðsins. Tók hann boðinu og hafði formennskuna á hendi mörg fyrstu árin. Engum vafa er undir- orpið, að þarna stigu þessir áhugasömu hestamenn mikið happaspor, sem sýndi sig strax með fyrstu tölublöðum tímarits- ins, sem fékk nafnið „Eiðfaxi“. Blaðið varð fljótt vinsælt meðal hestamanna og átti áreiðanlega m.a. brautargengi sitt að þakka reynslu, þekkingu og smekkvísi Árna, sem átti stóran þátt í efn- isvali og efnisútvegun til blaðsins, auk þess sem hann las allar próf- arkir þess. Margir ungir hestamenn komu með greinar í blaðið og sögðu frá áhugamáium sínum og reynslu i hestamennsku, en flestum þeirra var annað tamara en blaða- mennska. Nutu þeir nú aðstoðar Árna, sem studdi marga þeirra fyrstu sporin á ritvellinum, leið- beindi þeim og lagfærði það sem aflaga fór. Undirritaður naut oft aðstoðar hans í þessu efni og má í þessum línum áreiðanlega sjá margar misfellur, sem ekki hefðu orðið, ef rauða pennans hans Árna hefði notið við. Auk framangreindra starfa fyrir samtök hestamanna vann Árni ýmis störf fyrir LH og hesta- mannafélög þau, sem hann var fé- lagi í, fyrst í Reykjavík en síðar í Kópavogi. Óþarft er að taka fram, að nærri öll þessi störf vann hann án endurgjald en sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn til að skila þeim samvizkusamlega. Árið 1975 tókum við okkur sam- an nokkrir kunningjar og fórum í öræfaferð á hestum, og var Árni í þessum hópi. Hann hafði þá um margra ára skeið farið árlega slík- ar ferðir og var því þaulvanur ferðamaður. Ferðir þessar hafa svo verið farnar nær árlega og sl. sumar var farið í eina slíka. Þá varð Árni að hætta við á síðustu stundu vegna veikinda sem fóru að gera vart við sig og hafa nú á svo skömmum tíma lagt hann að velli. Nokkru fyrr í sumar fórum við þó saman í helgarferð um Hengils- svæðið í litlum hópi og litlu seinna riðum við með vinafólki austur í Hreppa um Þingvöll, Hlöðuvelli og Brúarárskörð niður í Biskups- tungur. Lék Árni á als oddi í báð- um þessum ferðum og var ekki að sjá neitt lát á honum, þrátt fyrir háan aldur. Hið sviplega fráfall hans kom okkur kunningjum hans því mjög á óvart. Arni var skemmtilegur ferðafélagi. Hann átti alltaf ágæta ferðahesta sem hann fór vel með, enda dugðu þeir honum vel og entust lengi. Eitt skemmtilegasta í fari hans var hæfileikinn að segja vel frá. Eins og áður sagði hafði hann á langri æfi kynnst fjölda fólks, bæði í starfi og leik, og kunni því frá mörgu að segja. Hann færði sögur sínar gjarnan í stílinn, eins og góðir sögumenn gera, og beitti röddinni og hinni kjarnmiklu norðlenzku sinni af svo mikilli list, að oft var unun á að hlýða. Oftast voru sögurnar kryddaðar svolitlu gamni og lék hann þá gjarnan þá sem frá var sagt. Af öllum þeim frásögnum sem Árni flutti, á okkar löngu kynnum, er mér þó ein sérstaklega minnisstæð. Það var í fyrstu ferð okkar, árið 1975, að ein dagleiðin lá frá Gunnars- holti á RangárvöIIum austur að Keldum og Reynifelli, ofan byggð- ar í Fljótshlíð og niður að Fljóts- Minning: Kristján Kristjánsson skipstjóri frá Meðaldal Nú er vinur minn og tengdafað- ir lagstur til hinstu hvílu, saddur lífdaga, með langa starfsævi að baki. Hann sagði okkur stundum að það væri lítið gaman að verða mjög gamall, flestir vinir og ást- vinir farnir. Samt bar hann ellina vel, var rólegur og æðrulaus. Ég kynntist Kristjáni fyrst fyrir um fimmtán árum. Þá var hann við störf í sápugerðinni Mjöll en hætti þar tveim árum síð- ar, 75 ára að aldri. 1 sápugerðinni hóf hann vinnu hjá mági sínum, Jónasi Halldórssyni, árið 1950 eða nokkru eftir að hann hætti til sjós. Aðalstarf Kristjáns var þá sjó- mennska. Það starf stundaði hann frá 1917 til 1949 eða yfir 30 ár. Hann stundaði nám í Stýrimanna- skólanum í Reykjavík frá 1923 til 1925 og Iauk þaðan farmanna- og eimvélaprófi. Árin 1922 til 1943 var hann annars á togurum, lengst á togaranum Belgaum, bátsmaður og stýrimaður síðustu árin. Skipstjóri á Belgaum var Aö- ' alsteinn Pálsson. Kristján var í ’siglingum öll stríðsárin, fyrst á Belgaum en árið 1943 tók hann svo við skipstjórn á flutningaskipinu Hrímfaxa. Það var fyrst í fisk- flutningum til Englands og síðar í strandflutningum. Þó Kristján hefði ekki viljað gera mikið úr siglingum sínum í stríðinu var það án efa erfiður tími á hans sjó- mannsferli og ekki síður fyrir fjöl- skyldu hans. Þessum siglingum fylgdi mikil áhætta eins og mörg dæmi voru um á þeim tíma. Hrímfaxi var seldur árið 1949 og hætti Kristján þá til sjós. Oft sagði Kristján frá því þegar hann var leiðsögumaður á danska hafrannsóknarskipinu Dönu. Þar var hann tvö sumur milli þess sem hann var á Belgaum og sumarið 1930 vann hann við fiskmælingar með danska fiskifræðingnum dr. Táning. Hann hafði mikla ánægju af því starfi enda tengdist það áhuga hans á náttúrufræði og plöntusöfnun. Þegar ég kynntist Kristjáni tók ég sérstaídega eftir því hand- bragði sem hann hafði. Það hef ég séð hjá fáum öðrum eða engum. Slíku er erfitt að lýsa, það verður best séð. En það var sama á hvaða verki Kristján tók, alltaf var höndum beitt af öryggi, vand- virkni og án fums. Þegar ég kynnt- ist honum betur komst ég að því að þetta handbragð var ekki eitt og sér heldur hluti af persónuleik- anum og einkennandi fyrir viðhorf hans til starfs og lífs. Eftir að Kristján kom í land lét hann smiða fyrir sig lítinn bát. Sjálfur gekk hann frá öllum búnaði svo sem árum, seglum og veiðarfær- um. Þennan bát hafði hann sem sameiginlegt tómstundagaman með syni sínum sem þá var barn að aldri. Margar skemmtilegar minningar eru tengdar þeim sjó- ferðum hvort sem lögð voru rauðmaganet á Skerjafirði eða farið með færi og línu lengra út á Faxaflóa. Án efa hefur Kristján fengið undirstöðumenntun í verkum sem að sjómennsku lutu á bernsku- heimili sínu í Meðaldal í Dýra- firði. Hann lærði m.a. seglasaum af föður sínum og hóf sjóróðra með honum um fermingu frá Súg- andafirði þar sem faðir hans átti verbúð. Honum varð tíðrætt um gömlu dagana í Meðaldal, bæði menn og málleysingja. Heimilið var alltaf fjölmennt og talaði hann ætíð hlýlega um fólkið sem þar var. Kristján fæddist í Meðal- dal 18. mars 1897. Foreldrar hans voru Kristján Andrésson skip- stjóri og bóndi þar og kona hans Helga Ingibjörg Bergsdóttir. Systkinin voru fjögur og var Kristján þeirra yngstur. Hin voru Andrés, Bergþóra og Elísabet, öll látin. Sem unglingur stundaði Kristján nám í tvo vetur í Núps- skóla og síðan hjá séra Böðvari Bjarnasyni á Hrafnseyri við Arn- arfjörð. Árið 1929 kvæntist hann Hlíf Magnúsdóttur, Sæbjörns- sonar læknis í Flatey á Breiða- firði. Þau bjuggu allan sinn bú- dal, innsta bæ í þeirri fögru sveit. I fallegum hvammi, rétt fyrir vestan Reynifell, var áð í blíð- skaparveðri og tekið upp nesti. Þarna, á þessum sögufrægu slóð- um, tók nú Árni að lýsa fyrir okkur ferðafélögunum för Flosa á Svínafelli til Njálsbrennu, ráða- gerðum hans á alþingi árið áður og hinu nákvæma skipulagi ferð- arinnar austan úr Oræfum, að Fjallabaki, í Rangárþing. Rakti hann söguna í smáatriðum og bætti við skarplegum athuga- semdum frá eigin brjósti. Var auð- heyrt að hann kunni þennan kafla sögunnar nærri utanbókar, en auk þess hafði hann með eigin athug- unum reynt að kanna sannleiks- gildi hennar, þ.e. hvort mögulegt væri að slík ferð gæti hafa verið farin. Taldi hann engan vafa á því leika og nefndi mörg atriði máli sínu til sönnunar. Þessi eftir- minnilega frásögn, sem flutt var á þeim slóðum, þar sem atburðirnir eiga að hafa átt sér stað, er okkur ferðafélögum Árna ógleymanleg og líður okkur áreiðanlega seint úr minni. Eitt var það sem Árni sóttist mjög eftir í hestaferðum, en það var að ná tali af fólki því, sem byggði þau héruð sem leið okkar lá um. Átti hann þá oft til, í nátt- stöðum, að bregða sér frá, meðan við ferðafélagar hans undum við glaum og gleði, og hitta fólk og taka það tali. Spurði hann þá oft í þaula um búskaparhætti, ætterni og hvaðeina sem honum kom í hug það og það sinnið. Hafði hann mikla unun af því að hlýða á fólk í sveitum landsins, athuga málfar þess og framkomu, og bera það svo saman við fólk í öðrum héruðum. Varð þetta honum svo síðar ótæm- andi uppspretta umræðna við kunningja og vini um siði og menningu íslendinga. Árni Þórðarson var skapmikill maður, en kunni að stilla skap sitt. Hann ólst upp við kröpp kjör, eins og flestir jafnaldrar hans, og vandi sig því fljótt á reglusemi í lífsháttum. Hann var mikill dýra- vinur. Honum rann oft til rifja að heyra fréttir um illa meðferð á útigangshestum. Taldi hann það réttilega óverjandi, á þeim allsnægtatímum sem við nú lifum á. Heyrði ég hann raunar eitt sinn lýsa þeirri skoðun sinni, að einn ljótasti bletturinn í sögu tslend- inga væri ill meðferð þeirra á hestum og munaðarlausum börn- um. Oft hefur þeirri skoðun verið haldið fram, að beztu vini sína eignist maður á ungdóms- og skólaárum, og má það vel rétt vera. Hvað samband okkar Árna varðar er það þá undantekningin sem sannar regluna. Hann reynd- ist mér tryggðatröll og einn sá ágætasti vinur sem ég hef eignast skap að Reykjavíkurvegi 27 í Reykjavík. Það hús byggðu þau í sameiningu með Elísabetu systur Kristjáns og Jónasi manni henn- ar. Því miður kynntist ég ekki Hlíf, hún lést 24. ágúst 1967. Þau höfðu þá verið gift í 39 ár. Kristján og Hlíf áttu fjögur börn, Helgu sem er handavinnukennari, Ásu sem er húsmóðir, Önnu sem er lektor og Sæbjörn sem er tæknifræðingur. Eftir að Hlíf dó hélt Kristján heimili með Helgu dóttur sinni og síðustu árin að Brekkustíg 14. Þó heilsu Kristjáns hrakaði smám saman eftir að hann hætti störf- um fylgdist hann alltaf vel með málefnum líðandi stundar og því sem helst var að gerast hjá hans fólki. Hann hlustaði mikiö á út- varp og eftir að hann hætti sjálfur að lesa las Helga dóttir hans fyrir hann bæði blöð og bækur, helst um þjóðlegan fróðleik, sem hann hafði mikið yndi af að hlusta á. Hann var sjálfur fróður um margt. Þeim fróðleik miðlaði hann til okkar yngra fólksins og gaf okkur innsýn í liðinn tíma. Síð- astliðið ár var Kristján á sjúkra- húsum og lést á öldrunardeild Borgarspítalans að kvöldi 22. október. Starfsfólki deildarinnar eru færðar þakkir fyrir frábæra umönnun þann tíma sem hann dvaldist þar. Ágústa Oddsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.